Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998 Fréttir Helmingi hærri laun í fiskvinnslu í Noregi en á íslandi: Kvótabrask og vextir halda laununum niðri - segir Ágúst Sigurðsson, framleiðslustjóri hjá Mar-Nord í Norður-Noregi DV, Álasundi: „Það eru tveir cifgerandi þættir sem eru ólíkir fyrir fiskvinnslufyr- irtækin á íslandi og í Noregi. Vext- ir eru lægri í Noregi og verðbætur óþekktar. Fjármagnið er því miklu ódýrara. Síðan þurfa menn ekki að greiða afarverð fyrir kvótana og standa í dýru kvótabraski. Þetta eru aðalástæður þess að launin eru helmingi hærri í fiskvinnslu í Nor- egi en á íslandi," segir Ágúst Sig- urðsson, framleiðslustjóri hjá einu af dótturfyrirtækjum SÍF í Norður- Noregi, við DV. Ágúst segir að hann borgi sínu fólki 900 til 1000 íslensk- ar krónur á tímann - tímakaup og bónus. Það eru laun eins og gerist og gengur í Norður-Noregi. SÍF á í gegnum dótturfyrirtæki sitt, Mar- Nord, helmingshlut í íjórum fisk- vinnslum í Noregi, þar á meðal í Öksfjord þar sem Ágúst sér um framleiðsluna. í vesturhluta Noregs er mestur skortur á vinnuafli og þar borga vinnslustöðvar aldrei undir 1000 ísl. kr. á tímann, þ.e. 850 i fóst laun og minnst 150 í bónus. Þetta eru t.d. launin hjá Rolf Domstein, helsta fiskverkanda á svæðinu. Anders Pedersen, saltfiskverkandi í Álasundi, borgcir líka 1000 ísl. kr. á timann. Svipaða sögu er að segja af laununum sunnar í landinu. Suður á Hörðalandi er algengt að borga 850 til 900 íslenskar krónur á tímann við fiskvinnslu og slátrun og pökk- un á laxi. Á íslandi er bónusinn hærra hlutfall af launum og tíma- kaupið jafnvel bara 350 krónur. En þrátt fyrir hærri bónus munar stundum helmingi á launum fisk- verkafólks á íslandi og í Noregi. Þetta gerist þrátt fyrir að norskir fiskverkendur kvarti hástöfum um- dan þvi að flókin lög og reglugerðir hindri eðlilega þróun í fiskvinnsl- unni líkt og í útgerðinni. Miklar takmarkanir eru á viðskiptum með fisk í Noregi og hafa sjómannasam- tökin einkarétt á verðlagningu og sölu á ferskum fiski. Viðskipti á fiskmörkuðum eru nær óþekkt og fiskverð er sjaldan í samræmi við markaðsverð. Af þessum ástæðum ætti að vera verra að reka fiskverk- un í Noregi en á íslandi. „Ég borga 100 krónur norskar á tímann, aldrei minna. Það eru góð laun en fyrir Dregió hefur verið í amiað skiptið af þremur aPP* ylgjunnar enna. Vinningshafar eru: 11. Karen Hannesdóttir, Hábergi 7, 111 Reykjavík. Vinningur: Ævintýraleg jöklaferð fyrir tvo, með ísherja. 2. Vilborg Georgsdóttir, Langholti 5, 230 Keflavík. Vinningur: Wheeler-fjallahjöl frá Fálkanum. 3. Jóna Björg Jónsdóttir, Skólagerði 5, 200 Kópavogur. Vinningur: 4 stk. BFGoodrich fólksbíladekk. Þriðji og síðasti útdráttur fer fram í dag, 22. maí, á Bylgjunni hjá Hemma Gunn. Þar verður m.a. dregin út ferð fyrir tvo með Flugfélagi Islands til Grænlands. Innifaldar eru þrjár nætur og skoðunarferð. Munið að hafa Daewoo-blaðið við höndina þegar Hemmi hringir í heppna hlustendur. Gjaldgengir þáttakendur eru allir áskrifendur DV. Munið að geyma Daewoo-blaðið. Ef blaðið hefur glatast hjá þér getur þú sótt nýtt eintak hjá Bílabúð Benna. Benedikt Eyjólfsson afhendir Þorgeiri Richardssyni BF Goodrich dekk í verðlaun í Happaleik Bylgjunnar og Bflabúðar Benna. Með á myndinni eru Richard Þorgeirsson og Þórdís Sigurjónsdóttir. DAEWOO lægri laun fæ ég ekki fólk,“ segir Anders Pedersen, eigandi og fram- kvæmdastjóri Fjordlaks i Álasundi, við DV. Hann er nú stærsti saltfisk- verkandi í Noregi. Þegar hann var spurður um möguleikana á að kaupa fisk af útgerðunum, því sem fiskverkandi má hann ekki sjálfur eiga nema minnihluta í hverjum báti, fylltist hann óvæntum eld- móði. „Ég get keypt fisk hér á svæð- inu en ekki frá Norður-Noregi. Sjó- menn þar hata okkur hér suður frá og selja fiskinn heldur óunninn úr landi en að láta okkur fá hann. Þetta geta þeir vegna þess að það er einokun á fisksölunni sem veldur því að ég fæ ekki að kaupa fiskinn sem kemur á land norður frá,“ sagði Anders sem raunar kaupir hálfverk: aðan fisk af Mar-Nord í Tromsö. í kvóta eyðir hann hins vegar engu. Hann má ekki kaupa kvóta. -GK DV-mynd Guðfinmi? Sungið í afmælisveislu Emu á Cafe Riis. Afmælisveisla á Hólmavík: Hjon fluttu a staðinn með á annan tug barna DV, Hólmavik: Um miðjan sjöunda áratuginn fluttu til Hólmavikur hjón á besta aldri með á annan tug bama sinna. Eldri borgar- ar þess tíma báru mál á að ekki hefði á þeirra löngu ævi komið til staðarins jafn'stör hópur af jafn fallegu fólki. Þegar dætumar, þær eldri, hófu af- greiðslustörf í gömlu kaupfélagsbúðinni hans Jóns Aifreðssonar, þar sem allt var afgreitt yfir borð, vora dæmi um að miðaldra og eldri piparsveinar fyndu undarlega tilfmningu fara um kropp sinn og þeir gleymdu erindum sínum. Að vonum höfðu þær systur flestar bundist ungum Strandasveinum þegar foreldrar þeima fluttu á brott nokkrum árum síðar. Sú elsta þessara systra hélt fyrir skömmu upp á fimmtugsaf- mæli sitt ásamt eiginmanni sem einnig er jafhgamall svo aðeins munar nokkrum dögum. Ema Fossdal Júlíusdóttir heitir hún og eiginmaðm'inn Jón Stefánsson og era bændur á Broddanesi við Kolla- Qörð. Að sið höfðingja buðu þau hjón til stórveislu á Café Riis á Hólmavík þar sem mikið fjölmenni var saman- komið til að gleðjast með þeim, þar sem uppi voru höfð gamanmál ásamt fjölbreyttri söngdagskrá. GF Byggja á grunn- skóla í Heið- arbóli í Keflavík DV, Suðurnesjum: „Reykjanesbær bauð fjármögnunina út, 700 milljónir, bæði meðal innlendra fjármálastofnana, svo og erlendra. Til- boð bárust frá sex fjármálastofhunum sem kynntu sér vel stöðu bæjarsjóðs og þá uppbyggingu sem hér hefur átt sér stað og þá framtíðarmöguleika sem Suðumesin búa yfir,“ sagði Ellert Ei- ríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, en bærinn stendur fyrir byggingu nýs grunnskóla í Heiðarbóli i Keflavík. Hagstæðasta tilboðið kom frá Fjár- festingarbanka atvinnulífsins. Ellert segir að það sé fjölmyntalán með 35 punkta álagi á vexti á millibankamark- aði í London, LIBOR, London Inter Bank Offered Rate. Ellert segir að lán- ið verði borgað út eftir því sem fram- kvæmdum miði áfram. Ellert Eiríks- son og Bjami Ármannsson, forstjóri FBA hf., undirrituðu lánið að viðstödd- um bæjarstjómarmönnum og öðrum ágætum gestum. Skólinn er fyrsti áfanginn í einsetn- ingu grannskólans en skólinn verður með íþróttahúsi, sundlaug og sérað- stöðu fyrir tónlistamám. Fyrirhugað er að taka hann í notkun haustið 1999 og að framkvæmdum verði að fullu lokið fyrrihluta árs 2000. „Ef marka má þau tilboð sem bárast þá sýna þau, svo ekki verður um villst, að fjármálastofnanir meta uppbygging- arstarf okkar og sterka fjármálastöðu Reykjanesbæjar til jafhs við það sem best gerist á landinu," sagði Ellert Ei- riksson. I -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.