Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Side 20
48 FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998 Fréttir________________________________pv Náttúrustofa og Náttúruminjasafn í Bolungarvík: Gerir jarðfræðirannsóknir á Vestfjörðum mögulegar DV, Bolungarvik: *** Formleg opnun Náttúrustofu og Náttúru- minjasafns Bolungarvíkur fór fram í Bolung- arvík á laugardag. Dr. Þorleifúr Eiriksson er forstööumaður Náttúrustofú Vestfjaröa og um leið stýrir hann Náttúrugripasafni Bol- ungarvíkur samkvæmt sérstökum samningi Náttúrustofu við Bolungarvíkurbæ um rekstur safnsins. Verður Þorleifur fyrst í stað eini starfsmaður beggja stofnananna í fúllu starfi. Náttúrugripasafnið er í 300 fermetra fjöl- nota sýningarsal. Þar verða til sýnis til að byija með flestir fuglar sem aðsetur hafa á íslandi eða hafa komið hingað til lands sem flækingar. Þá verður eitthvað um fiska og landspendýr. í Náttúrugripasafninu er sýn- ingarsalur til annarra nota, eins og fýrir málverkasýningar eða annaö. Nú í maí verð- ^**ur þar t.d. sett upp sýning í minningu Einars heitins Guðflnnssonar, sem flestir kannast við sem mikils athafnamanns í Bolungarvík, og eiginkonu hans. Þorleifur sagði að reynt yrði að hafa sem nánasta samvinnu við skóla og aðra aðila varðandi Náttúrugripasafnið. Þá yrði reynt að setja saman farandsýningar sem farið verði með mn Vestfiröi. Safnið tengist tals- vert Náttúrustofu sem er til húsa á sömu hæð. Þar verður rannsóknarstofnun með vísindasafni sem alla jafna verður ekki til sýnis fýrir almenning. Steinasafn Steins Einn hluti af Náttúrugripasafhinu sem opnað verður á laugardaginn er merkilegt steinasafn, eða öllu heldur jarðffæðisýna- safii, Steins Emilssonar, eins af fýrstu jarð- fræðingum Islendinga. Steinn starfaði í Bol- ungarvík og sinnti þar kennslu- og skóla- stjórastörfum, auk þessa að vera sparisjóðs- stjóri. Hann safnaði miklu af jarðvegssýn- um, ekki endilega fallegum steinmn heldur sýnum á vísindalegum grunni, jafnvel hrein- um jarðvegssýnum. Hefur safii hans verið í geymslu hér og þar. I þessu safni má greina hluta af jarðvegs- og mótunarsögu Vest- flarða. Vestfirðir ókannaðir Þorleifúr sagði að náttúrurannsóknir á ís- landi hefðu fram til þessa eingöngu verið gerðar út í Reykjavík og keyrðar út frá Nátt- úrufræðistofnun eða Háskóla íslands. Þannig hefur vantað náttúruffæðirannsókn- ir á öllum sviðum á Vestfjörðum. Ástæðuna fyrir því sagði Þorleifúr þá að til slíkra rann- sókna á Vestfjörðum hefði fram til þessa þurft aö gera út leiðangra og þeir væru dýr- ir. Sagði hann að með stofuimi í Bolungar- vík væru menn eiginlega að gerast land- könnuðir. í sumar eru fýrirhugaðar rann- sóknir á Homströndum, bæði á ref og plönt- um. Þá er Náttúmstofu Vestfjarða ætlað að vera eftirlitsaðili með tilraunaveiðum á ref og mink í friðlandi Homstranda sem um- hverfisnefnd Alþingis hefúr samþykkt. Frá opnun safnsins um helgina. Á myndinni eru, frá vinstri: Vélaug Steinsdóttir, Helga Svana Ólafsdóttir og Steingerður Steinsdóttir. Á innfelldu myndinni er Steinn Emilsson jarðfræðingur. DV-mynd Geir Sigurðsson •Áíjftttfe, HEFUR ÞU REKIST Á STÓRA VINNINGA? Um 3000 íslendingar streymdu inn a Vísi.is og tóku þátt í laufléttri Deep Impact getraun. Ert þú einn af þeim heppnu sem eru a leið til London með Samvinnuferðum Land- syn? Eða vannst þu jakka, hníf, sjónauka, bíomiða, hufu eða annað? Þvi er svarað a www.visir.is i dag og næstu daga www visirjs Í YRSI 'Jk 1,11L> f-Rtl'IIKNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.