Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Side 26
54 FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998 Fréttir Tllkynningar Orlof húsmæðra Orlof húsmæöra í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þátttakendur í Vest- mannaeyjaferð: Brottfór frá Kefla- vík SBK kl. 15.15 fostudaginn 22. mai. Katalína, Hamraborg Dúettinn Jukebox leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. Laser Tag á íslandi Þann 21. maí var opnaður fyrsti Laser tag salur á íslandi í Faxafeni 8, Reykjavík. Laser tag er leikur sem fer fram í nokkurs konar völ- undarhúsi, sem er u.þ.b. 350 m2 að stærð. Þetta er tölvuleikur sem felst í því að þátttakendur eru sjáifir inni á „leiksviðinu“ sem er sérstaklega innréttaður salur með skilrúmum, speglum, hljóð- og ljósaeffektum, reykvélum og ýmsn öðru sem skap- ar spennandi umhverfi. Þátttakend- ur er klæddir í sérstök vesti og eru með sérstakar byssur sem tengdar eru þráðlaust við tölvu. Tölvan greinir þegar skotgeisli frá byssunni hittir vesti andstæðingsins og skrá- ir stigin á sama hátt og í venjuleg- um tölvuleikjum, hægt er að velja óendanlega margvísleg spilakerfi. Hægt er að stýra leiknum þannig að viðkomandi fái „bónus“, hann verði ósýnilegur, honum opnist ákveðnar undankomuleiðir o.s.frv. Að auki er boðið upp á pool, þythokkí, tölvuspil og fleira. Fermingar Hólmavíkurkirkja: Hvítasunnudag fermast eftir- farandi börn: Kl. 10.30. Amþór Ingi Jónsson, Hafnarbraut 21, Hólmavík. Erla Björk Jónasdóttir, Borgabraut 19, Hólmavík. Grettir Öm Ásmundsson, Víkurtúni 14, Hólmavík. Guðbjörn Heiðar Guðbjörnsson, Miðtúni 7, Hólmavík. Kristinn Ingi Sigurðsson, Hafnar- braut 20, Hólmavík. Valdís Kristjánsdóttir, Austurtúni 5, Hólmavík. Örvar Ólafsson, Kópanesbraut 25, Hólmavík. Drangsneskapella kl. 14. Magnús Guðmundsson, Kvíabala 3, Drangsnesi. Kaldrananeskirkja 2. hvíta- sunnudag kl. 13.30. Finnur Ólafsson, Höföagötu 13, Hólmavík. Halldór Páll Jóhannsson, Höfðagötu 1, Hólmavík. Prestur: Sigríður Óladóttir. 13 V Fjárfestingarbanki kost- ar myndlistarverðlaun Eins og getið var á menningar- síðu DV sl. mánudag hefur Cameg- ie-fjárfestingarbankinn stofnað til myndlistarverðlauna sem veitt verða árlega norrænum listmálur- um. Þetta er skipulagt sem þríþættur listviðburður: sýning á 50-100 mál- verkum eftir norræna listamenn sem verður sett upp í flmm höfuð- borgum; bók um listaverkin á sýn- ingunni og listamennina og loks þrenn verðlaun. Fyrstu verölaun verða 4,5 mUljónir íslenskra króna, önnur verðlaun 2,7 milljón- ir og þriðju verðlaun 1,8 milljónir. Þar að auki verður einum ungum og efnilegum listamanni veittur styrkur sem nemur um hálfri milljón króna. „Listamaðurinn verður í miðjunni en takmarkið er að efla samvinnu og samhug milli Noröurlanda," sagði Anne Folke sem hefur yflrumsjón með þessu verkefni fyrir hönd Carnegie- sam- steypunnar. Verðlaunin verða veitt við opnun sýningarinnar og áskilur Camegie sér rétt til að kaupa verðlaunaverkin. Anne Folke sagði á fundi með blaðamönnum að það væri mat listfræðinga að málverkið ætti nú undir högg að sækja; margir teldu þó að hlutverki þess væri langt í frá lokið og því hefði stofnunin ákveðið að einskorða verðlaunin við þá hlið myndlistar. Allt hefði verið gert til að tryggja hámarks- gæði verkanna á hinni árlegu sýn- ingu. Rúmlega 30 manns með góða þekkingu á nútímamálaralist eiga að benda á fimm framúrskarandi norræna listmálara; þar af á a.m.k. einn að vera af yngstu kynslóð málara. Hinum tilnefndu er boðið að senda litskyggnur af málverk- um sem dómnefnd skoðar og velur listamenn til að taka þátt í sýning- unni. ÖU nöfn verða trúnaðarmál þar til valið hefur verið á sýning- una. Nú þegar er undirbúningur í fulimu gangi fyrir fyrstu sýning- una sem verður opnuð í Kúnstaka- demíunni í Stokkhólmi 18. októ- ber. Þegar hefur verið haft sam- band við listamenn sem verðrn: boðið að sýna þar og sagði Anna að hlutur íslands væri þar furðu stór miðað við höfðatölu og stærri en annarra landa. Átta íslending- um býðst að sýna en 13 Dönum, 14 manns frá Noregi og Finnlandi og 22 frá Sviþjóð. Enn er þó ekki ljóst hverjir kjósa að vera með og verða nöfn ekki upp gefin fyrr en í næsta mánuði. í dómnefndinni sitja Lars Nitt- ve, sem stjómar nú Louisianasafn- inu í Danmörku en er á leið til Tate Gallery í London, Bera Nor- dal hjá Malmö Konsthall, Olle Granath frá Sænska þjóðarlista- safninu, Tuula Arkio frá Nútíma- listasafninu í Helsinki og Ásmund Thorkildsen frá Kunstnemes hus í Ósló. Sýningin mun fara um öll Norðurlönd. Frá Svíþjóð fer hún til Danmerkur, þaðan til Noregs og Finnlands og endar í Reykjavík. Hér verður hún opnuð í Listasafni íslands 5. febrúar 1999. Fram kom á fundinum að Nor- ræna ráðherranefndin - sem verð- launar bæði tónlist og bókmenntir - hefði lengi haft hug á að efna til myndlistarverðlauna en ekki látið af því verða. -SA Mannvirki á Gufuskálum afhent DV, Hellissandi: í gær voru mannvirkin á gufu- skálum formlega afhent. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Halldór Blöndal samgönguráð- herra afhentu mannvirkin f.h. is- lenska ríkisins. Þroskahjálp fékk afhent parhús fyrir sína starfsemi en þar hefur verið starfrækt helgarvistun fyrir þroskaheft böm. RÚV fékk afhent stöðvarhús og mastur vegna lang- bylgjusendinga. Afganginn af mannvirkjunum fengu svo Slysa- vamafélag íslands og Landsbjörg undir sameiginlega þjálfunar- og fræðslumiðstöð. Að sögn Guðjóns Petersens bæjarstjóra er þetta mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið að þessi starfsemi sé komin vestur til að vera og þetta mikilvæga skref hafi verið stigið. Möguleik- amir fyrir björgimaræfingar eru alls staðar í kring enda þetta kjör- ið ævingasvæði. Jökullinn, hraun- ið, hafnimar og þetta fjölbreyti- lega landslag gerir þennan stað að mjög góðu æfingasvæði. Einnig eru möguleikar á að þjónusta erlenda aðila svo og land- helgisgæsluna, t.d., segir Guðjón Petersen. -ÆÞ Frá afhendingi mannvirkjanna á Gufuskálum í gær. DV-mynd Ægir Borgarfjörður: full af fiski Síkin „Það hefur verið bullandi veiði í síkjunum suma dagana. Við vorum að fyrir fáum dögum og veiddum vel á flugu, fengum 30 fiska," sagði Sigurð- ur Fíeldsted í vikunni. Mjög góð veiði hefur verið í sikj- unum við í Hvítá i Borgarfirði, seinsnar frá Ferjukoti, netaveiðijörð- inni frægu. „Flugan hefur verið sterk á þennan fisk í síkjunum. Ég veit ekki hvað búið er að veiða mikið, þetta eru nokkur hundruö," sagði Sigurður. 70 fiskar hafa veiðst í Minni- vallalæk „Á þessari stundu hefur Minni- vallalækurinn gefið kringum 70 fiska og sá stærsti á land er 11 pund. Öllum fiskinum hefur verið sleppt aftur í lækinni"' sagði Þröstur Elliðason er við spurðum um stöðuna, en Minni- vallalækurinn hefur verið opinn í rétt þrjár vikur. „Stöðvarhylurinn hefur verið að gefa best en það er mikið af fiski í honum og sumir vel vænir,“ sagði Þröstur enn fremur. G.Bender Það skiptir höfuðmáli að velja réttu fluguna þegar kastað er fyrir sil- unginn en flugan hefur gefið vel í síkjunum í Borgarfirði. DV-mynd Jóhann Örn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.