Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 Fréttir ^ Enn óánægja meðal lögreglumanna 1 umferðardeUd: Osáttir við að flytja í þrengra húsnæði - og uggandi yfir aö deildin verði lögö niöur Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Umferðardeild lögreglunnar hefur átt í hörð- um deilum við yfirstjórn lögreglunnar undanfarna mánuði vegna breytinga á húsnæðinu og skipulagsmála. Mikil óánægja er enn eina ferðina innan umferðardeildar lögreglunn- ar í Reykjavík. Yfirstjórn lögregl- unnar og dómsmálaráðuneytið hafa ákveðið að flytja umferðardeildina úr því húsnæði sem hún er í nú á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Til stendur að flytja alla 28 lögreglu- menn deildarinnar yfir á gang al- mennu deildar lögreglunnar í sama húsi. Hilmar Þorbjörnsson, yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar, stað- festi við DV í gær að yfirstjórn lög- reglunnar og dómsmálaráðuneytið hefðu skipað svo fyrir að umferðar- deildin skyldi flytjast nú þegar úr núverandi húsnæði. Hilmar sagði að til stæði að flytja alla deildina í mun þrengri húsakost. Hilmar vildi ekki tjá sig nánar um málið en sagð- ist ætla að ræða nánar við lögreglu- stjóra og óska eftir frekari skýring- unum vegna þessa máls. Lögreglumenn í umferðardeild eru mjög ósáttir við þessar breyt- ingar. Þeir sem DV ræddi við í gær sögðu að húsnæði almennu deildar- innar væri þegar of lítiö og því væri óásættanlegt að bæta 28 mönnum þar við. Lögreglumenn í umferðar- deild eru einnig uggandi yfir því að þessar breytingar séu fyrsta skrefið í að leggja deildina niður. Telja þeir að með því yrði umferðaröryggi í borginni stefnt í mikla hættu. Lögreglumenn 1 umferðardeild hafa undanfarna mánuði deilt harkalega við yfirstjóm lögreglunn- ar vegna skipulagsmála. Einnig gagnrýndi umferðardeildin harka- lega þá ákvörðun yfirstjórnar að leggja lögreglumótorhjólum á tíma- bili síðastliðinn vetur. Nauðsynlegar breytingar „Það sem um er að ræða er að verið er að endurskipuleggja allt húsnæðið á fyrstu hæð lögreglu- DV í sumarskapi: stöðvarinnar. Innréttingar á hæð- inni og allt skipulag er úr sér geng- ið. Þetta eru því nauðsynlegar breytingar. Ákvörðun um þessar framkvæmdir lá fyrir í fyrra. Böðvar Bragason, þáverandi lög- reglustjóri, tilkynnti þessar breyt- ingar í febrúar sl. Þetta er því ekki ákvörðun sem ég er að taka núna en er hins vegar að komast í fram- kvæmd núna. Tilgangurinn með þessu er að bæta vinnuaðstöðu og nýta plássið betur. Þrjár deildir verða sameinaðir í eina, þ.e. sekt- arinnheimtudeild og aðrar tvær deildir. Það gerir það að verkum að aðrar deildir, þ. á m. umferð- ardeild, þurfa að flytjast í bráða- birgðahúsnæði," segir Georg Kr. Lárusson, settur lögreglustjóri í Reykjavík, aðspurður um málið. „Það eru engar hugmyndir í augnablikinu að umferðardeild verði lögð niður. Hins vegar er allt embættið til skoðunar í sambandi við endurskipulagningu. Umferð- ardeildin er eins og aðrar deildir til endurskoðunar. Ég skil ekki þessar gagnrýnisraddir í umferðar- deildinni," segir Georg. -RR SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ NNNI UPPSKRIFT PAR SEM PU RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA Gulir drykkir Alltaf fctikl... QMI teflon bón. Góð ending ! Landsins mesta úrval af bón- og hreinsivörum! Sími 535 9000 Fýrstu áskrifendurn- ir dregnir út í hverri viku í allt sumar verður heppinn áskrifandi dreginn úr Verð- launapotti DV. Allir áskrifendur, nýir sem gamlir, eru með. Nú hafa tveir verið dregnir úr verðlaunapottinum. Þann 5. júní var Eymundur Lúthers- son á Akureyri dreginn út og í gær var það Stefán Konráðsson í Reykja- vík sem hafði heppnina með sér. Margrét Halldórsdóttir, eiginkona Eymundar Lútherssonar á Akureyri, tekur við gjafabréfinu frá DV. DV-mynd gk Þessir áskrifendur fá Fiesta-gas- grill, ábreiðu og úrval grilláhalda frá Húsasmiðjunni að andvirði 30 þúsund króna. Fiesta-gasgrillin eru bandarísk gæðaframleiðsla sem hefur reynst mjög vel. Þann 14. ágúst verður síðan dreg- inn út Camp-let Apollo Lux tjaldvagn frá Gísla Jónssyni hf. Það borgar sig því að vera áskrifandi að DV. Stefán Konráðsson í Reykjavík með vinning sinn, grillið frá Húsasmiðjunni. DV-mynd Pjetur Stuttar fréttir i>v Landsmótshlutafélag Hlutafélag hefur verið stofnað um að halda landsmót hesta- manna í Reykjavík árið 2000. 16 hesta- mannafélög á Suðurlandi, allt frá Hvalfjarðar- botni að Ló- magnúpi, eru aðilar. Formaður þess er Haraldur Haraldsson frá Fáki. Morgunblaðið segir frá. Sigurðarmálið Áfrýjun dóms norsks undir- réttar yfir útgerð og skipstjóra Sigurðar VE hefur verið dómtek- in í lögmannsrétti Hálogalands. Dóms er vænst í næstu viku. Morgunblaðið sagði frá. Fornt skipsflak Egill safnvörður á Hnjóti hefur fundið skipsflak sem talið er vera frá 1694. Flakið er við árfarveg Hafnarvaðals í Örlygshöfn. Olíusamlag ehf. Olíusamlagi Keflavíkur og ná- grennis hefur verið breytt í einkahlutafélag. Eigið fé þess er um 700 milljónir. Olíusamlag Keflavíkur er einn af stærstu hluthöfunum í Olíufélaginu hf. Farnir úr Landsbanka Landssími íslands hf. hefur flutt bankaviðskipti sín frá Landsbankanum til íslands- banka. Bankaviðskipti fyrirtæk- isins voru boðin út í apríl og bauð íslandsbanki best. Skattfríðindi Alþingismennirnir Guðni Ágústsson og Hjálmar Árna- son vilja að skattar fólks á landsbyggðinni lækki miðað við Reykjavíkur- svæðið. Þeir segja að dýrara sé að búa úti á landi og vilja jafna út þennan meinta mismun. Veröstríö Verðstríð er hafið miOi matvöru- verslana á Reykjavíkursvæðinu eftir að Hagkaup lækkaði verð á fjölda vöruliða í sínum verslunum. Fjarðarkaup hafa lækkað verð á 4-5 þúsund vöruliðum. Einnig hef- ur verð lækkað í 10-11 búðunum. Fyrstir yfir brúna Hópur fatlaðra íslenskra ferða- manna var í fyrsta einkabílnum sem ók yfir Stórabeltisbrúna miUi Sjálands og Fjóns í síðustu viku eftir að Friðrik, krónprins Dana, hafði formlega opnað brúna. Fréttavefur Morgunblaðs- ins sagði frá. 30% hækkun Afurðaverðmæti þorskaflans hefur hækkað um 30% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þetta er mun meira en gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá. Þetta er rakið til minna framboðs á erlendum mörkuðum og minni afla hjá evr- ópskum fiskveiðiþjóðum. Frétta- vefur Morgunblaðsins sagði frá. Sjávarútvegsnám Eistlendingar hafa áhuga á að senda náms- menn tU íslands tfl mennta í sjávarútvegs- fræðum. Jafn- framt vilja þeir auka samvinnu landanna í sjáv- arútvegi. Þetta kom fram á fundi HaUdórs Ás- grímssonar utanrikisráðherra og Toomas Hendrik Ilves, utanríkis- ráðherra Eistlands, í Tallinn. Prentsameining Prentsmiðjurnar Viðey ehf. og Prenthönnun ehf. hafa sameinast. Auk prentunar annast hið samein- aða fyrirtæki margmiðlunarþjón- ustu og hönnun efnis fyrir Netið. Viðskiptablaðið sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.