Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Síða 12
12
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998
Fijálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk„ Helgarblaö 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Siðblinda þingmanns
Umræða um siðferði, spillingu og ábyrgð í viðskiptum
jafnt sem stjórnmálum hefur verið ofarlega á baugi í
samfélaginu síðla vetrar og í vor. Ekki var vanþörf á
enda kemur í ljós að undarlegustu hlutir hafa viðgengist.
Gáleysi ríkisforstjóra í meðferð almannafjár hefur geng-
ið fram af fólki. Bruðl í einkaþágu var einnig yfirgengi-
legt. Þá er Alþingi reyndi að nálgast staðreyndir fékk
ráðherra rangar upplýsingar sem hann síðan flutti þing-
inu.
Mál sem þessi hafa áður komið upp í samfélaginu.
Hvellir hafa orðið en málin síðan fjarað út. Enginn hef-
ur í raun axlað ábyrgð. í öðrum nálægum þjóðfélögum
gæti slíkt varla gerst. Þar er mim ríkari ábyrgðarkrafa
en hér.
Nokkur breyting hefur þó orðið á í okkar samfélagi á
liðnum vikum og mánuðum. Siðlaus háttsemi er síður
liðin. Því urðu þrír bankastjórar Landsbankans að axla
ábyrgð á athöfnum sínum með afsögn.
Stjórnarandstaðan gekk hart fram í þinginu þá er spill-
ingarumræðan stóð sem hæst. Það var að vonum. Það er
beinlínis hlutverk stjórnarandstöðunnar. Þar fóru fyrir
þingmennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir. Einn stjórnarandstöðuþingmað-
ur, Gísli S. Einarsson, virðist þó hafa verið utangátta í
umræðunni um siðferði og misnotkun aðstöðu ef dæma
má af gjörðum hans í liðnum mánuði.
Komið hefur í ljós að Gísli sendi suður-kóreskri bíla-
verksmiðju bréf í þágu sonar síns með bréfhaus Alþing-
is, beinlínis til þess að gera hinum erlendu aðilum ljóst
að um íslenskan áhrifamann væri að ræða og betra að
bregðast við samkvæmt því.
Sonur Gísla alþingismanns er einn þriggja manna sem
fluttu inn 15 jeppa frá Suður-Kóreu. Skráningarstofa hef-
ur ekki viljað skrá bílana hér þar sem hún telur hugsan-
legt að gögn um bílana séu fölsuð.
í bréfi sínu, dagsettu 5. maí, tekur Gísli S. Einarsson
fram, áður en hann rekur efnisatriði, að hann sé þing-
maður hinnar íslensku löggjafarsamkomu. Þá rekur
hann erindi sonarins og krefst svara þegar í stað. Undir
bréfið skrifar hann sem þingmaður og gefur upp síma og
faxnúmer Alþingis.
Fram hefur komið að Gísli alþingismaður telur sig
ekki hafa misnotað aðstöðu sína í þágu eiginhagsmuna
þótt hann hafi skrifað bréf þetta sem þingmaður og á
bréfhaus Alþingis. Það er rangt hjá þingmanninum og
lýsir siðblindu.
Gísli hefur lýst því svo í viðtali að sér sýndist að ver-
ið væri að brjóta lög um samhliða innflutning, mismuna
aðilum og beita tæknilegum innflutningshindrunum.
Sonur hans og félagar væru í vanda staddir vegna inn-
flutningsins. Því hafi hann sent bréfið til þess að ýta á
um lausn. Það gat Gísli S. Einarsson gert sem faðir inn-
flytjandans án þess að blanda Alþingi í málið. Mistökin
felast í því að undirstrika að þingmaður tali og ekki síst
að nota bréfhaus Alþingis.
Forseti Alþingis segir réttilega að þingmaðurinn hafi
misnotað titil sinn og nafn Alþingis. Þingmaðurinn sjálf-
ur virðist hins vegar ekki átta sig á blindunni þótt vörn
í málinu sé engin.
Það færi betur á því að þingmaðurinn bæðist afsökun-
ar og viðurkenndi mistök í stað þess að verja gjörðir sín-
ar. Efla verður holur tónninn í nauðsynlegri gagnrýni
stjómarandstöðuþingmanna. Gísli S. Einarsson skaðar
því ekki aðeins sjálfan sig heldur og félaga sína.
Jónas Haraldsson
Ríkiö ver hluta af skattfé almennings til þess að kosta rekstur sérstakrar deildar við Háskólann sem menntar
fólk og veitir réttindi og ákveður þar með að aðrir geti ekki starfað að endurskoðun.
Endurskoðun á
ábyrgð annarra
semina er haldið bók-
hald og ráðnir starfs-
menn til þess að annast
það. Þar sem nauðsyn-
legt er talið, meðal ann-
ars vegna skattheimtu
ríkisins, að treysta megi
bókhaldinu er kveðið á
um það í lögum að end-
urskoða skrdi bókhaldið
og sérstakri starfsstétt
manna, löggiltum end-
urskoðendum, falið að
gera það. Ríkið ver
hluta af skattfé almenn-
ings til þess að kosta
rekstur sérstakrar
deildar við Háskóla ís-
lands sem menntar fólk
til þessara starfa og
veitir þeim sem þaðan
„Getur veríð að yfirgengileg
eyðsla bankastjóranna þriggja í
Landsbankanum árum saman
hafí viðgengist vegna þess að
endurskoðandinn fírrti sig
ábyrgð? Það skyldi þó ekki vera
meinið.u
Kjallarinn
Kristinn H.
Gunnarsson
alþingismaður
Við afgreiðslu
ársreiknings
Byggðastofnunar
fyrir 1997 vakti ég
athygli á afstöðu
löggilts endurskoð-
anda stofnunarinn-
ar. Ríkisendurskoð-
un ber að endur-
skoða stofnunina en
hefur fengið til
verksins fyrir sína
hönd endurskoðun-
arskrifstofu í borg-
inni. Fyrir endur-
skoðunina þurfti að
greiða tæplega 3
milljónir króna
enda þessi starfs-
stétt ein sú allra
dýrasta á landinu.
í áritun endur-
skoðandans er
fyrst tekið fram að
ársreikningurinn
sé lagður fram af
stjómendum stofn-
unarinnar og á
ábyrgð þeirra í
samræmi við lög
og reglur. Það er
sérkennilegt þegar
verktaki er að
skila af sér að þá
skuli fyrst tiltekið
að aðrir beri ábyrgð á verkinu. Að
því loknu tekur endurskoðandinn
fram að ábyrgö hans felist í því
áliti sem hann láti í Ijós á árs-
reikningnun á grundvelli endur-
skoðunarinnar. Þegar að endur-
skoðandanum kemur er ábyrgðin
afmörkuð og takmörkuð.
Tilgangur bókhalds
Hlutverk stjórnenda stofnunar
eða fyrirtækis er að stjórna, að
taka nauðsynlegar ákvarðanir
sem starfsmönnum er síðan falið
að hrinda í framkvæmd. Um starf-
ljúka prófi sérstök atvinnuréttindi
og ákveður þar með að aðrir geti
ekki starfað að endurskoðun. Rétt-
indum eiga að fylgja skyldur sem
sá verður að axla sem réttindin
hefur.
Hlutverk stjórnar
í þessu sem öðru hlýtur að gilda
að hver maður ber ábyrgð á sjálf-
um sér og verkum sínum. Stjómin
ber ábyrgð á ákvörðunum sínum,
starfsmenn við bókhald bera
ábyrgð á verkum sínum og löggilt-
ir endurskoðendur bera ábyrgð á
endurskoðuninni og þar með þvl
að ársreikningur sé réttur. Stjórn-
endum stofnunar ber að láta færa
bókhald og að gera ársreikning,
þeirra ábyrgð felst í því að láta
vinna verkin, en ábyrgð geta þeir
ekki borið á verkunum sjálfum,
það verða þeir að bera sem verkin
vinna. Stjórnarmenn Byggðastofn-
unar eru ekki í því að færa bók-
hald eða setja upp ársreikning og
vita mest lítið um þau mál, þeir
eru því ekki í neinum færum til
þess að gefa út yfirlýsingar um að
bókhald sé rétt eða að ársreikning-
ur sé samkvæmt lögum.
Ábyrgöarfirring
Ég hef kosið að vekja athygli á
þessu vegna þess að mér finnst
sem ábyrgðarfirring löggiltra end-
urskoðenda gangi of langt. Fyrir
nokkmm ámm átti ég sæti í
annarri ríkisstofnun. Eitt sinn
þegar sú stjóm var að afgreiða
ársreikning sinn vildi endurskoð-
andinn ekki árita reikninginn fyrr
en stjórnin hefði undirritað hann
og þá var undirritun hans byggð á
því að stjórnin hefði áður sam-
þykkt reikninginn með undirritun
sinni. Með öðrum orðum; ábyrgð-
in af undirritun endurskoðandans
var velt yfir á stjórnina.
Ég var á gagnstæðri skoðun,
fyrst skyldi endurskoðandinn
árita og síðan á grundvelli þess
staðfesti stjómin ársreikninginn.
Endurskoðandinn hafði kannað
bókhaldið og unnið að endurskoð-
uninni að öðru leyti, ég ekki.
Hvers vegna á hann að undirrita i
skjóli minu ? Getur verið að yfir-
gengileg eyðsla bankastjóranna
þriggja í Landsbankanum árum
saman hafi viðgengist vegna þess
að endurskoðandinn firrti sig
ábyrgð? Það skyldi þó ekki vera
meinið.
Kristinn H. Gunnarsson
Skoðanir annarra
Sparnaður í hlutabréf
„Skattaafslátturinn sem átti sinn þátt í að efla
hlutabréfamarkað er að fjara út og kannski þarf eitt-
hvað að koma í staðinn. Manni heyrist á umræðunni
að það sé brýnt að fá heimilin í landinu til að eyða
minna og spara meira. Þá kemur upp spumingin
hvort ekki sé áhugi að beina þeim spamaði yfir í
hlutabréf, hvort sem það er gert með skattaafslætti
eða öðrum leiðum."
Stefán Halldórsson í viðskiptablaði Mbl. 11. júní.
Flutningur Sjónvarpsins
„Flutningar ríkissjónvarpsins af Laugavegi í
Efstaleiti hafa áður verið gagnrýndir hér fyrir að
vera yfirgengilega dýrir ... Eitt af því sem þeir sem
til þekkja hafa talið gagnrýnivert við þessa flutninga
er að þeir séu hreinlega ónauðsynlegir, þar sem
tækniframfarir hafi gert það að verkum að öll tæki
hafa skroppið saman og fleira sé tekið upp á staðn-
um en færra í myndveri. Þessu til stuðnings má
benda á að stjómstöð til útsendinga HM í knatt-
spymu verður alla heimsmeistarakeppnina í einum
bíl sjónvarpsins, þrátt fyrir að RÚV eigi tvö stór hús
sem nota mætti. Ætli þetta geti ýtt við menntamála-
ráðherra að endurskoða ákvörðun sína um þennan
dýra og óþarfa flutning?"
Úr Vef/Þjóðviljanum 9. júní.
Upplýsingalögin
„Þór Jónsson fréttamaður á Stöð 2 stóð sig vel þeg-
ar honum hugkvæmdist að krefjast bréfs Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra til Sverris Hermanns-
sonar þáverandi Landsbankastjóra. Forsætisráð-
herra til hróss skal á það bent að hann stóð sig jafn
vel þegar honum stóð til boða að túlka lögin gegn
birtingu bréfsins, en kaus að gera það ekki... í þess-
um og öðrum tilvikum áttu fjölmiðlar mjög takmark-
aða möguleika á innkomu i máli. Þór Jónsson frétta-
maður og Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa nú
sýnt að við erum á réttri leið, þótt hægt fari.“
Stefán Jón Hafstein í Degi 11. júní.