Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Blaðsíða 2
18 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 DV ferðir Velkomin til Reykjavíkur Reykjavík er lifandi og skemmti- leg borg þar sem ýmislegt er í boði bæði fyrir ferðamenn og heima- menn. „Við erum að fara af stað með safnrútuna en hún ekur á milli 15 safna í borginni alla daga vikunnar nema mánudaga," segir Anna Mar- grét Guðjónsdóttir, ferðamálafulltrúi Reykjavíkurborgar. Þetta er í þriðja skiptið sem við erum með rútuna og hafa vinsældir hennar farið vaxandi, bæði meðal íslendinga og útlend- inga. Rútukortið kostar 300 kr. og er um leið afsláttarkort að þeim söfnum sem selt er inn á. Rútan leggur af stað á klukkutimafresti frá 13-16 frá Lækjartorgi. Fyrirkomulagið er með þeim hætti aö fólk fær bækling í rút- unni um öll þau söfn sem eru í boði og svo hoppar fólk af og á rútuna og skoðar þau söfn sem það hefur áhuga á. Það er víða verið að setja upp mjög skemmtilega og spennandi sumardagskrá á söfnum borgarinn- ar. í Árbæjarsafni er verið að halda mjög spennandi þemadaga. 28. júní verður fjallaö um íslensk grös og lækningajurtir, 5. júlí verður nor- ræn þjóðdansasýning, 12. júlí heldur Fombílaklúbbur íslands sérstakan fombíladag og svona heldur þetta áfram í allt sumar. í Árnastofnun er verið að sýna mjög merkileg handrit og í Listasafni Reykjavíkur er verið að sýna verk eftir Erró sem aldrei hafa verið sýnd áöur. Ég vil einnig vekja sérstaklega athygli fólks á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem er til húsa í Borgartúni 1 en mér finnst allt of fáir vita af því safni.“ orðin árviss viðburður í menningar- lífi borgarinnar og verður hún hald- in 22. ágúst. Daginn eftir, hinn 23. ágúst ættu svo allir borgarbúar aö skella sér í hið árlega Reykjavíkur- maraþon." Þeir sem hafa gengið leiðina frá Ægisíðu og yfir í Fossvog nýverið hafa eflaust tekið eftir listaverkum sem búið er að koma fyrir með fram hinum nýja göngustíg borgarinnar. „Myndhöggvarafélagið í Reykja- vík setti upp sýningu sem ber nafn- ið Strandlengjan í tUefni af 25 ára afmæli félagsins. Tuttugu og fjórar höggmyndir hafa nú verið settar upp á þessari leið og er alveg tUval- ið fyrir borgarbúa að fá sér göngutúr á þessu svæði og blanda þannig saman útiveru og menningu. Ekki má heldur gleyma komu The Reykjavfk er f sumarskapi og býöur gesti sfna velkomna. • Stangir • Veiðihjól • Línur • Vesti Afþreying í borginni En höfuðborgin býður gestum sínum ýmislegt fleira tU skemmtun- ar. „Gestakort Reykjavíkur er mjög þægUegt fyrir þá sem koma tU Reykjavíkur og ætla aðeins að dvelja hér í tvo tU þrjá daga. Kortin veita ótakmarkaðan aðgang að strætisvögnum Reykjavíkur, hinum sjö sundlaugum borgarinnar, Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum, SkautahöUinni, Kjarvalsstöðum, Ás- mundarsafni, Árbæjarsafni og Listasafni Reykjavíkur. Hægt er að kaupa kortið fyrir einn dag, sem kostar 600 kr„ tvo daga 800 kr. eða þrjá daga fyrir 1000 kr. Menningamótt Reykjavíkur er Rolling Stones tU Reykjavíkur en það verður að teljast stórviðburður sumarsins." Það er greinUegt að fólk getur haft ýmislegt fyrir stafiii í höfuð- borginni. Menningarlífið blómstrar og ýmislegt er í boöi fyrir fjölskyld- una. Fjölskyldu- og húsdýragarður- inn er vinsæll hjá þeim sem yngri eru og sundlaugamar standa aUtaf fyrir sínu. Unga fólkið þarf ekki heldur að láta sér leiöast. Kafflhúsa- menning borgarinnar er stór- skemmtUeg og aUtaf er hægt að skeUa sér í sund eða bió. „Að lokum vU ég hvetja fólk tU þess að kynna sér vel það sem er um að vera í borginni í sumar. Ann- aðhvort á upplýsingamiðstöð ferða- manna í Bankastræti 2 eða niðri í Ráðhúsi." -me • VöÓlur Ölöjf Nordat Geirfugl FÍnna Birna Steinsson Á fríváktlnni Brynhildur. Þorgeirsdóttir Geimsteinn Borghili irsdótfir FlæðiSker Pekka Pyykönen Connection Valborg Salome Ingólfsdóttir ■Kanínuhusið Kristín Reynisdóttir Glervfti Helgi Gíslason Mið Olafur S. Gísla; og Naha Pei y&anað hvort < Inga Jónsdóttir Steingerðar amínðsýrur / bagglútrp>* Kristinn E. Hrafnsson Héðan í frá ■JUIVCIg LEECIWWIUI Nv umferðarlög (8 skiltl) Myndhöggvarafélagsins 7. júní-7. okt. 1998 Sólrún Guöbjörnsdóttir Áning við Sörlaskjól________^ Sólveig Eggertsdóttir Ný umferðarlög (8 skilti) ^ Rúrí Áttir_____________________Jíi // Þórdís A. Siguröardöttir íslands þúsund ár Magnús Pálsson Hrognkelsiveifa s/' Steinunn Þórarinsdóttir p// Flóð og fjara______ // if Grétar Reynisson SíiKm Þór Vigfússon Minjar Ragnhildur Stefánsdóttir ~ Skynjun_____________ >y/ !jj| Jónína Guönadóttir Stókkbretti fyrir lúna fugla. Orn Þorsteinsson Sleðlnn Gúðrún Helgadóttir Sólstólar Á leiöinni fró Ægisíöu og yfir í Fossvog hefur Myndhöggvarafélagiö f Reykja- vík sett upp sýninguna Strandlengjan og mun hún standa til 7. október. Góð vara - ott veró Sportbúð - Títan • Seljavegi 2 SÍMl 551 6080 • Fax 562 6488 • Box • Töskur • Háfar • Flugur • og margt fleira Vestmannaeyjar: Góðir heim að sækja Það fyrsta sem mörgum dettur í hug er þeir heyra minnst á Vest- mannaeyjar er þjóðhátíö. Sprang í klettum og sig í björgum er einnig nokkuð sem Eyjamenn eru þekktir fyrir en þeir sem þetur þekkja til vita að þetta er aðeins brot af því sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða. „Það er ýmislegt hægt að gera sér til skemmtunar í Eyjum,“ segir Brynhildur Brynjólfsdóttir, fram- kvæmdarstjóri Hótel Bræðraborgar. „Við sjáum um skoðunarferðir bæði á landi og á sjó og njóta þær mikilla vinsælda. Farið er á rútum frá Páli Helgasyni í ferð um eyjuna og skoð- að það sem markvert er að sjá. Það er auðvitaö fýrst og fremst nýja hraunið og fuglalífíð í björgunum en einnig skoðum við Stórhöfða og bæinn sjálfan. Báturinn PH Viking siglir umhverfis Heimaey og inn í sjávarhellana og er það alveg stór- kostleg upplifun. Klettaþakið hvelf- ist yfir höfði manns, fuglarnir eru í björgunum allt í kring og hafið und- ir fótum manns. Við sjáum einnig um að skipu- leggja pakkaferöir ef fólk biður um og gerum tilboð í ferðir ef um stóra hópa er aö ræða.“ Mannlíf Eyjamenn hafa löngum verið þekktir fyrir að vera miklir gleði- menn og fullvíst er að margt er hægt að gera sér til skemmtunar í Eyjum. „Við erum með ýmis merkileg söfh hér í Eyjum, náttúrugripasafn og fiskasafn, að byggðarsafninu ógleymdu. Stór sundlaug er á staðn- Vestmannaeyingar kunna aö taka á móti gestum sínum og sýna þeim þaö sem eyjan hefur upp á aö bjóöa. um, úrvalsgolfvöllur og svo bjóðast fjölmargar skemmtilegar gönguferð- ir um eyjuna ef fólk hefur hug á því að ganga. Hótel Bræðraborg býður gistingu, allt frá svefnpokaplássi upp í fyrsta flokks hótelherbergi með öllum þægindum, og um hvítasunnuna opnuðum við veitingastaðinn Fjör- una hér við hótelið. Eini dansstaö- urinn á eyjunni er hér á hótelinu og við reynum aö vera með dansleik um hverja helgi. Fjölmargir veit- ingastaðir eru hér á eynni og ein krá sem ber nafnið Lundinn. Herjólfur siglir daglega til Eyja og á fimmtudögum, fóstudögum og sunnudögum siglir hann tvær ferð- ir á dag. Flugleiðir, íslandsflug og litlu flugfélögin fljúga hingað á hverjum degi svo að ekki ætti að vera erfitt að komast í heimsókn til Vestmannaeyja. Við bjóðum alla velkomna." -me

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.