Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998
Heppilegur áningastaður
við þjóðveginn
Bjóðum upp á aðstöðu til stærri eða smærri
mannfagnaða
Veitingar - Fjölbreyttir gistimöguleikar
Bensínafgreiðsla - Seðla - og kortasjálfisali
Hraðbanki - Upplýsingamiðstöð
Tjaldstœði - Ferðamannaverslun
Veríð ávallt velkomin
/ÍAÞAkfm
Hrútafirði - Sími 451 1150
SKÁLHOLT
Veitingastofan í Skálholti er opin árið um kring. Þar er hægt að fá
venjulegan heimilismat, ýmsa smárétti af íslenskum og erlendum uppruna
en auk þess, ef pantað er með fyrirvara, sérstakan hátíðarkvöldverð að
hætti 17. aldar fyrir smærri og stærri hópa.
I kirkjunni er daglegt helgihald (tíðagjörð) kl. 9 og 18 virka daga en
messa á sunnudögum.
í júlí og fram í ágúst eru tónleikar alla laugardaga og sunnudaga.
Kirkjuverðir leysa gjarna úr spurningum um stað og kirkju.
'Hvalaskoðun
fuglaskoíufl
Gisting - veitingar
Upplýsingar ORCA,
Hlagnús
Sími 436 1471,852 5919
& 854 9419
Gistiheimilið Höfði
Sími 436 1650
ii
trðir
99 H l e s s Æm. j | x*1
Akureyri tekur vel á móti gestum sínum í sumar.
Akureyri:
Mikið um að vera
Akureyri er stærsti kaupstaður
landsins, utan höfuðborgarsvæðis-
ins, við innanverðan Eyjafjörö. Ak-
ureyri fékk kaupstaðarréttindi 1787
og varð sjálfstæður kaupstaður með
bæjarstjóm árið 1862. Akureyri er
miðstöð verslunar, þjónustu og
samgangna á Norðurlandi, auk þess
sem iðnaður og fjölbreytt úrvinnsla
á landbúnaðarafurðum og sjávar-
fangi stendur þar á gömlum merg.
Fjölbreytt afþreying er í boði fyrir
ferðafólk, þ.á m. söfn, sundlaug,
Lystigarður Akureyrar og Kjama-
skógur.
„Fram undan er viðburðaríkt
sumar í ferðaþjónustu á Akureyri,"
segir Tómas Guðmundsson hjá
Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar.
„Tónninn var sleginn með óvenju-
lega viðburðaríkum dögum á Sjó-
mannahátíð 1998 sem var haldin
hér á Akureyri helgina 5.-7. júní.
Áfram verður haldið á svipuðum
nótum og hófst Listasumar 1998 á
Akureyri í gær, 23. júní, og lýkur á
afmælisdegi Akureyrarbæjar, 29.
ágúst. Fyrsti dagskrárliður Lista-
sumars að þessu sinni er alþjóðleg
þjóðlagahátíð þar sem saman fer
tónlist, dans, kvöldvökur og fróð-
leikur um þjóðlagatónlist, m.a. mál-
þing um stöðu íslenska þjóðlagsins.
Meðal annarra dagskrárliða á Lista-
sumri er málverkasýning Baltasars,
tónleikar Sigrúnar Eðvaldsdóttur
og Selmu Guðmundsdóttur og á
hverju fimmtudagskvöldi verða
haldnir jasstónleikar.
Ekki má gleyma að minnast á hið
árlega Arctic Open golfmót á golf-
vellinum á Akureyri sem hefst í
dag.“
Fjölbreytt dagskrá
„Fyrsta helgin í júlí er mikil
ferðamannahelgi og verður ýmis-
legt um að vera víðs vegar um land.
Hér á Akureyri fara fram tvö mjög
stór íþróttamót, Pollamót Þórs fyrir
„þungavigtarmenn" í knattspymu,
þ.e. eldri knattspyrnumenn, og
Esso- mótið fyrir ungar knatt-
spyrnuhetjur. Mikið verður gert til
að dvöl þessara góðu gesta sem og
annarra verði sem ánægjulegust.
Hálandaleikamir verða haldnir,
Bylgjan verður með hátíð í bænum
og svo mætti lengi telja.“
Fyrripartinn i júlí má búast við
að margir hestamenn leggi leið sina
norður þar sem landsmót hesta-
manna verður haldið á Melgerðis-
melum 8.-12. júlí. „Við búumst við
þúsundum gesta á landsmótið og
lofum að mikið verður um dýrðir
meðan á mótinu stendur."
Undanfarin ár hefur Akureyri
verið einn vinsælasti staður lands-
ins um verslunarmannahelgina.
„Undirbúningur vegna Halló Akur-
eyri er hafinn og munu margir vin-
sælustu tónlistarmenn og skemmti-
kraftar landsins verða á staðnum.
Við erum bjartsýnir á að hátíðin
muni ganga vel og við fá til okkar
mikinn fjölda gesta eins og verið
hefur undanfarin ár.“
-me
Ævintýri í gúmbát
Ævintýri á Vatn^jökli
Ævintýraferðir á snjóbílum og
vélsleðum á stærsta jökul í Evrópu.
Svefnpokagisting og veitingar í
Jöklaseli með óviðjafnalegu útsýni.
JÖKLAFERÐIR HF.
Á vit ævintýranna
P.O.Box 66,780 Homafjörður, rr 478 1000, Fax: 478 1901, Jöklasel « 478 1001
Ævintýrafer&ir bjóða spennandi siglingar á Blöndu og Jökulsá vestari og
austari.
„Við erum með í boði þrenns kon-
ar siglingar á gúmbátum; siglingu á
Blöndu sem er hugsuð fyrir fólk
með böm Jökulsá vestari sem er
fyrir 14 ára og eldri og Jökulsá aust-
ari sem er fyrir þá sem þora,“ segir
Pétur Helgason, leiðsögumaður hjá
Ævintýraferðum. „Við byrjuðum
með þessar ferðir 1994 en að undan-
fomu hefur eftirsóknin verið að
margfaldast. Það er fólk á öllum
aldri sem fer í þessar ferðir, hinir
eldri til að njóta náttúrufegurðar-
innar en þeir sem yngri eru meira
vegna spennunnar. Langvinsælast
er að sigla á Jökulsá vestari en í
þeirri ferð er einnig boðið upp á
klettastökk og kakó úr heitum hver-
um. Það þykir útlendingunum
stórfurðulegt fyrirbæri og skilja
ekkert hvar við höfum lagt vatns-
lögnina til að geta lagað heitt kakó
þama í miðri óbyggðinni. I köldu
veðri er þetta sérstaklega vinsælt og
oft vill fólk bara halda áfram að
vera þarna í miðri Jökulsánni,
drekka kakó og njóta náttúmnnar.
-me