Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Blaðsíða 21
J3 V MIÐVIKUDAGL'R 24. JÚNÍ 1998
37
Periur Suðurlands
Á Suðurlandi eru víða fallegir
staðir sem gaman er að skoða.
Dyrhólaey
er þverhníptur höfði er gengur
í sjó fram vestan Reynishverfis.
Höfðinn er 120 m yfir sjávarmál
og af honum er mikið útsýni. Suð-
ur úr Dyrhólaey gengur mjór
klettatangi, Tóin, og gegnum hana
er gat. Viti var fyrst reistur í Dyr-
hólaey árið 1910.
Úti fyrir eru nokkrir kletta-
drangar og er Háidrangur hæstur
þeirra, 56 m y.s. Hjalti Jónsson
kleif drangann árið 1893 og þótti
sýna þar mikla dirfsku.
er um 595 fkm og 1493 m y.s.
Frá jöklinum teygjast skriðjöklar
niður á láglendið og gengur þar
SólheimajökuO lengst fram.
í suðaustanverðum Mýrdalsjökli
er megineldstöðin Katla með mik-
illi öskju, allt að 10 km í þvermál.
Katla hefur að jafnaði gosið á 40-80
ára fresti, nú síðast 1918. Heimildir
geta um 16 gos í Kötlu frá því land
byggðist en liklegt er að þau muni
vera allt að 20.
Þórsmörk
er hálendistunga vestur frá
Mýrdalsjökli, sundurskorin af
smádölum og gdjum. Þrátt fyrir
mikinn uppblástur fyrr á öldum
er mikill birkiskógur í Þórsmörk
og síðan landið var girt og friðað
1924 hefur gróðurinn tekið mikl-
um stákkaskiptum. í Þórsmörk er
fjöldi fallegra gönguleiða og er
staðurinn mjög vinsæll helgar-
dvalarstaður.
Gullfoss
er einn kunnasti foss landsins.
Hann fellur i tveimur þrepum og
er alls 32 m hár. Fossinn steypist
niður í allt að 70 m djúpt gljúfur
sem er um 2,5 km að lengd, skor-
ið niður í berglögin á síðustu
10.000 árum.
Geysir
er einhver þekktasti goshver í
heimi og hefur nafn hans komist
inn í erlend mál sem samheiti yfir
goshveri. Geysir er talinn hafa
myndast í jarðskjálfta í lok 13. ald-
ar.
Hann hefm: gosið öldum saman
en tíðni gosa hefur verið nokkuð
mismunandi, þau hafa t.d. legið
niðri síðustu áratugi.
Umhverfis Geysi er víðáttumik-
ið hverasvæði, um 500 m á lengd
og 100 m á breidd. Hverirnir
skipta nokkrum tugum og gýs
einn þeirra, Strokkur, reglulega.
Skálholt
er sunnarlega í Biskupstung-
um. Þar er bær, kirkjustaður,
prests- og skólasetur og aðsetur
Skálholt er einn merkasti sögu-
staður landsins. Þar var biskups-
setur á árunum 1056-1801 en árið
1801 var samþykkt að sameina
biskupsdæmin í eitt með aðsetri í
Reykjavík. I Skálholti var löngum
skólahald og mikU fræðistörf unn-
in. Ýmsar gamlar sögulegar minj-
ar og ömefni finnast i Skálholti,
m.a. hin merku jarðgöng sem lágu
milli dómkirkjunnar, bæjarhús-
anna og skólans. Kirkja hefur
ávallt staðið í Skálholti og var nú-
verandi kirkja vígð 1963.
Lagt er upp í feröir í Núpsstaðar-
skóg frá bænhúsinu á Núpsstað.
Farið er daglega kl. 9 frá 1. júlf— 21.
ágúst.
ferðir á alla þessa staði og að auki
verða ferðir I Núpsstaðarskóg, að
Jökulsárlóni og á Vatnajökul. Við
erum þau einu sem bjóðum upp á
ferðir í Lakagíga og Núpsstaðar-
skóg og njóta báðar þessar ferðir
töluverðra vinsælda. Lakagígar eru
sérstaklega vinsælir hjá útlending-
um en íslendingar fara frekar í
Mikil veðurblíöa er oft á Kirkjubæjarklaustri. Hér njóta feröamenn veðurblíð-
unnar við Systrafoss.
Núpsstaðarskóg. Þetta eru dags-
ferðir og er leiðsögumaður meö í
för. Lakagígar eru stórkostlegt
svæði jarðfræðilega séð og útlend-
ingar sem fara þangað verða alveg
heillaðir og segjast margir hverjir
aldrei hafa séð annað eins. Núps-
staðarskógiu- er einkar fallegt land-
svæði, algjörlega ósnortið og falleg
vötn og ár sem þarf að vaða yfír.
Fyrir þá sem vilja skoða svæðið á
tveimur jafnfljótum er einnig úr
mörgu að velja. Nokkrar merktar
gönguleiðir eru í nágrenni Klaust-
urs og óteijandi möguleikar eru á
löngum og stuttum ferðum í hérað-
inu. íslenskir fjallaleiðsögumenn
bjóða skipulagðar gönguferðir inni
á hálendinu og auk þess er í hverri
viku farið í gönguferðir m/leiðsögn
um nágrenni Klausturs.
Margvisleg ferðaþjónusta er í
boði á Klaustri. Hótel er starfrækt
allt árið, bændagisting er á fimm
bæjum, tvö tjaldstæði eru á staðn-
um, sundlaug, 9 holu golfvöllur,
hægt er að kaupa veiðileyfi bæði í
ám og vötnum og síðast en ekki síst
eru tvær hestaleigur á staðnum sem
bjóða stuttar og langar ferðir, allt
eftir óskum hvers og eins. me
Sportbúð - Títan • Seliavegi 2
SÍMl 551 6080 • Fax 562 6488
Ekkert jafnast á við góðan mat úti í guösgrænni náttúrunni.
„Við byrjuðum á þessu fyrir átta
árum,“ segir Guðmundur Elíasson,
rekstrarstjóri Víkurskála, en fyrir-
tækið býður mjög sérstaka og
skemmtilega þjónustu. „Þetta fór
hægt af stað hjá okkur en hefur far-
ið mjög vaxandi og nú höldum við
3-4 veislur í mánuði yfir vor- og
sumartímann úti undir berum
himni. Það eru aðallega útlendingar
í hópferðum sem hafa notfært sér
þessa þjónustu en einnig höfum við
haldið veislur fyrir fyrirtæki. Það
er misjafnt hvað við erum með
stóra hópa en sá stærsti sem við
höfum tekið á móti var eitthvað um
150 manns. Við höfum aðallega ver-
ið í Hálsanefshelli i Reynishverfí en
einnig haldið veislur í Hjörleifs-
höfða og víðar úti í náttúrunni.
Sjávarréttahlaðborðin eru vin-
sælust hjá okkur en einnig erum
við með grillveislur.“
Skaftáreldahraun breiðir úr sér á
láglendi beggja vegna Kirkjubæjar-
klausturs. Hraunið kom úr Lakagíg-
um árið 1783 og er talið hið mesta
sem runnið hefur á jörðinni i einu
gosi síðan sögur hófust. Þegar
heimamenn sáu að hraunið stefndi
á bæinn héldu þeir til kirkju þar
sem séra Jón Steingrímsson hélt
sína frægu „eldmessu" þann 20. júlí
1783. Hraunrennslið stöðvaðist
skammt vestan Kirkjubæjarklaust-
urs og vilja menn þakka það bæn-
hita séra Jóns.
En Klaustur hefur upp á ýmislegt
fleira að bjóða en heillandi sögu og
stórkostlega náttúru.
„Á Klaustri eru ótal möguleikar
til ferða enda liggur staðurinn milli
þekktra náttúruperla, svo sem
Landmannalauga, Lakagíga,
Skaftafells og Eldgjár," segir
Hanna Hjartardóttir hjá Upplýs-
ingaþjónustunni á Klaustri. „Eftir
1. júli verður boðið upp á daglegar
1 Stólar og boró
1 Eldhúsborð
’ Gashellur
■ Gashitarar
1 12 v ísskápar
1 Fortjaldsdúkar
1 Speglaframlengingar
1 Ljós
Snagar
oe maret fleira
Feröir í Lakagíga eru sérstakiega
vinsælar hjá útlendingum.
í ferðalagið
Kirkjubæjarklaustur:
Bærinn í hrauninu
Vík í Mýrdal:
Veisla undir
berum himni
-me