Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Blaðsíða 11
JL>V MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 27 Sund í fögru umhverfi Fyrir 10 árum var opnuð sundlaug á Seljavöllum í Austur-Eyjafjallahreppi. Þetta er lítil og notaleg laug en það sem er sérstakt við hana er hin stórkostlega staðsetning. Sundlaugin er inni í dal og eru fjöll allt í kringum hana. Raufarfell er á hægri hönd, Lambafell á þá vinstri og innar í dcilnum hvelfast Svarthamrar yfír dalinn í allri sinni dýrð. Að sögn Óskars Grétars- sonar sundlaugarvarðar er það nær eingöngu fjöl- skyldufólk sem kemur í laugina og er mest að gera um helgar. „Aðsóknin hefur verið að vaxa hægt og bit- andi. Það er mikið sama fólkið sem er að koma hing- að aftur og aftur og það tek- ur svo vini og kunningja með sér,“ segir Óskar. Annað sem vekur athygli sundlaugargesta eru heitu pottamir. „Við ákváðum að hafa heita pottinn úr stuðla- bergi sem við náðum í héma uppi í fjalli og einnig em sætin og stólamir við laug- ina úr stuðlabergi. Okkur fannst þetta passa vel inn í umhverfið og höfum við fengið mikið hrós fyrir upp- átækið.“ -me Það er aöallega fjölskyldu- fólk sem leggur leiö sína í sundlaugina á Seljavöllum. Fimmvörðuháls: Vinsæl gönguleið Hálsinn á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls nefnist Fimm- vörðuháls. Á síðari árum hefur leiðin um hálsinn, á milli Skóga og Þórsmerkur, verið ein af vinsæl- ustu gönguleiðum hér á landi. Bæði Ferðafélag íslands og Útivist bjóða göngur um Fimmvörðuháls. Leiðin liggur frá Skógiun og upp með fram Skógagili þar sem Skógá rennur til suðurs í fogrum fossum og flúðum. Farið er yfir ána á göngubrú og haldið áfram upp Skógaheiði. Á heiðinni er Útivist með ferðamannaskála, Fimmvörðu- skála, og tekur um 6 klst. að ganga í hann frá Skógum. Ef farið er með Útivist er gist í skálanum en ef gengið er með Ferðafélagi íslands er gengið yfir hálsinn á einum degi. Gengið er frá sjávarmáli og upp í 1100 m hæð. Þá liggur leiðin niður í móti. Gengið er um Jökul- fannir og Ása um Goðalandsbrún- ir, á Þrívörðusker og niður Bröttu- fönn. Frá norðanverðum hálsinum er í góðu skyggni ógleymanlegt út- sýni inn yfir Emstrur, Torfajökuls- svæðið og til fjalla á Landmannaaf- rétti. Eins er víðsýnt frá Fimm- vörðuskála austur til Mýrdals og niður eftir hálsinum. Frá Bröttu- fónn er haldið um Heljarkamb. Úti- vist gengur Kattarhrygginn niður í Strákagil og endar ferðina í Básum en Ferðafélag íslands endar í Langadal. -me Að göngu lokinni er gott aö slappa af í fögru umhverfi Þórsmerkur og hvíla lúin bein. Eigum mikið úrval af farangurskössum, toppgrindum og burðarbogum á flestar gerðir bifreiða. Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550. BílavörubúÖin toppgrindur og burðarbogar FJÖDRIN * I fararbroddi SKEIFUNNI2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 % &' /» :s jVJíjzí'drbuuí GTA Nýjustu gönguskórnir frá The Brasher Boot Company. Þeir flokkast með gönguskóm, sem styðja best við ökkla, en eru jafnframt ekki síður þægilegir en hinir vinsælu Hillmaster. Masterboot GTX eru léttir og að flestu leyti eins og Hillmaster GTX nema hvað þeir ná hærra upp á legginn. % \v ^4 li •fe I IljJJijJHjtei' ULX & i .j:ly GTX Hálfháir gönguskor með Gore-TexR vatnsvarnarfilmu. Það er nýjung í Hillmastger GTX og Lady GTX að skórnir eru fóðraöir að innan með leðri svo að óhreinindi og aðrar smáagnir ná ekki að skemma vatnsvarnarfilmuna og hún endist mun lengur. Lady GTX, kvenskórinn, er finlegri yfir ökkla og hæl og með mjorri hvelfingu fyrir tærnar. C'uíjijiryjuíj^rer Qurfic Þessir skor eru bunir til fyrir þá hafa kynnst hversu þægilegt er að vera í Hillmaster-gönguskonum og vilja fá jafnþægilega götusko. Countrymaster -skórnir eru ovenju lettir, sterkir og þægilegir en samt nogu grófir til nota jafnt i stuttai gönguferðir uppi i sveit sem í smáskrepp ut i búð. Q£ 3 LU Hí CC cc UJ LO QÉ Þ VUJ cc < < cc Uu Lu LU QC SC LO Skeljungsbúðin Sudurlandsbraut 4, simi 560 3878

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.