Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Blaðsíða 23
I IV MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 Laugarvatn er stærsta skólasetur í sveit á íslandi og hafa verið starf- ræktir þar skólar frá 1928. Nú eru þar leikskóli, grunnskóli, mennta- skóli og íþróttakennaraháskóli ís- lands. Á sumrin er Laugarvatn vinsæll ferðamannastaður og eru skemmti- leg sumarbústaðarlönd í nágrenn- inu. Á Laugarvatni eru rekin tvö sum- arhótel á vegum Ferðaskrifstofu ís- lands. Við austurjaðar þorpsins eru falleg tjaldstæði í kjarri vöxnu um- hverfi og í tengslum við þau er þjón- ustumiðstöð. Laugarvatn býr yfir miklum staðartöfrum. Veðursæld, skógi vaxin hlíðin og vatnið heillar ibúa, sem og ferðamenn er leita kyrrðar og friðar, fjarri ys og um- ferð. Á Laugarvatni er veitt margs konar þjónusta. „Enginn" kemur til Laugarvatns án þess að skella sér í hið fræga gufubað sem margir telja vera hina bestu heilsulind. Báta- og seglbrettaleiga er á staðnum og leig- ir hún ýmsar gerðir af vatnafarkost- um og rekur mini-golfbrautir. Útisundlaug með heitum pottum og góðri sólbaðsaðstööu er við íþrótta- húsið. í Lindinni er rekinn alhliða matsölustaður og einnig er hægt að fá sér í svanginn á pylsubamum Trítli. Skammt frá gufubaðinu er gróðrarstöð þar sem hægt er að kaupa trjáplöntur og sumarblóm. Golfklúbburinn Dalbúi hefur aðset- ur í Miðdcd, um 5 km frá Laugar- Laugarvatn hefur upp á ýmislegt aö bjóöa. Þessar tvær spræku stelpur skelltu sér á kanó á vatninu. Ævintýri á jeppum er ætlað þeim sem eru að aka sínar fyrstu slóðir á jöklum og síðan eykst kennslan stig af stigi. Fyrst eru haldnir kynningarfund- ir og eins dags jeppaferðir á jökul þar sem þátttakendum eru kennd undirstöðuatriði í akstri í snjó og rötun. Á öðru stigi eru verklegar æfingar í lestri korta og staðarákvörðunum. Einnig er farið í ratleik á jeppum og lengra ferðalag uppi á jökli. Á þriöja stigi verður farið í tveggja daga ferðalag þar sem gist verður í sælu- húsi á jökli. Þátttakendur spreyta sig í að velja leiöir og rata. -me vatni, og vinnur þar að gerð 18 holu golfvallar sem þegar hefur verið tekinn í notkun að nokkru leyti. Hestaleiga er í Efstadal, um 12 km frá Laugarvatni, og fyrir veiöiá- hugamenn er hægt að fá veiðileyfi hjá landeigendum i Laugardal í ám og vötnum á svæðinu. Aö aka á jökul er draumur jeppa- mannsins. fsherji býöur íslenskum jeppaeigendum upp á jeppaferöir á jöklum landsins undir góöri hand- leiöslu reyndra manna. ísherjar eru allir þrautreyndir jeppamenn sem hafa ferðast um há- lendið við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður. Þeir bjóða nú íslenskum jeppaeigendum að fara í einstakar eins, tveggja eða þriggja daga ferðir um fáfarnar fiallaslóðir á eigin jeppum en undir þeirra handleiðslu. Ferðimar eru ætlaðar fiölskyld- unni og ekki er teflt í neina tvísýnu. í upphafi ferðar fær hver þátttöku- bíll afhentar nauðsynlegar upplýs- ingar og leiðbeiningar vegna ferðar- innar. ísherji er með ferðir á alla helstu jökla landsins: Vatnajökul, Langjök- ul, Tindfiallajökul, Eyjafiallajökul og Mýrdalsjökul. Öllum er séð fyrir gistingu og kvöldmat þá daga sem feröin stendur en ferðamenn verða að koma með viðlegubúnað og ann- að nesti en kvöldmat. Jöklasyrpa ísherjar bjóða upp á svokallaða Jöklasyrpu en þar eru jeppaeigend- um kennd undirstöðuatriði við akst- ur í snjó og á jöklum. Fyrsta stigið •1*17000 SIMTALSFLUTNINGUR SIMANS gerir þér kleift að svara símanum heima þótt þú sért í fríinu innanlands. Með símtalsflutningi getur þú vísað öllum símtölum sem beint er í síma þinn í annan síma, hvar sem er á landinu, hvort sem það er í venjulegan síma, farsíma eða boðtæki. Fáðu frekari upplýsingar um símtals- flutning í gjaldfrjálsu númeri 800 7000 eða í Símaskránni á bls. 20-21. WÖNUSTUMIÐStÖÐ SÍMANS 'S& SÍMINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.