Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 33 Austurland Vopnafjörður Er kauptún á austanverðum Kolbeinstanga. Á tanganum hefur verið verslunarstaður frá fornu fari en þorp tók að mynd- ast þar undir lok síðustu aldar. íbúar á Vopnafirði eru um 650. Seyðisfjörður Er kaupstaður við botn Seyö- isfjarðar. Upphaf byggðar má rekja til verslunar sem hófst þar um miðja 19. öld. Margir Norðmenn fluttu til Seyðisfjarð- ar á síðari hluta 19. aldar til síldveiða, þ.á m. athafnamaður- inn Otto Wathne. Höfhin á Seyðisfirði er góö frá náttúrunnar hendi og hafa samgöngur á sjó því jafnan ver- ið miklar. Norræna siglir til Seyðisfjarðar einu sinni í viku. Esklfjörður Er kaupstaður við samnefnd- an fjörð sem skerst inn úr Reyðarfirði. Eskifjörður hefur verið löggiltur verslunarstaður frá 1786 en fólki fór ekki að fjölga að ráði fyrr en upp úr 1870 er Norðmenn hófu síld- veiðar á Austfjörðum. Sjó- minjasafn Austurlands er á Eskifírði. Safnið er í Gömlu- Búð sem er verslunarhús frá fyrri hluta 19. aldar. Reyðarfjörður Er kauptún við Reyðarfjörð. Á fyrri hluta þessarar aldar var Reyöarfjörður aðalverslunarstað- ur bænda á Fljótsdalshéraði. Um 680 íbúar búa á Reyðafirði. Neskaupstaður Er kaupstaður við norðan- verðan Norðfjörð. Hann hlaut löggildingu sem verslunarstaðm- 1895 og fór bærinn að vaxa upp úr þvi. Göng liggja undir Odds- Egilsstaðir: Hjarta Austurlands Egilsstaðir eru við Lagarfljót og segir sagan að í fljótinu liggi Lagarfljótsormurinn á gulli sínu. Egilsstaðabær er í miðju Fljótsdalshéraði, einu veður- sælasta svæði íslands. Hérað- ið er víða skógi vaxið og er þar m.a. að finna náttúru- perlurnar Hallormsstaðar- skóg og Hengifoss. Egilsstað- ir eru við Lagarfljót en í því er eitt stærsta stöðuvatn landsins. Sagan segir að í fljótinu liggi Lagarfljótsorm- urinn á gulli sínu og eru verðlaun í boði fyrir þann sem nær að smella mynd af honum. „Egilsstaðir standa mjög miðsvæðis á Austurlandi og má segja að þaðan liggi vegir til allra átta,“ segir Margrét Sveinsdóttir hjá upplýsinga- miðstöð ferðamanna á Egilsstöðum. „Við erum með áætlunarferðir nið- ur á firði og einnig er boðið upp á skoðunarferðir um allt Héraðið en ýmsir fallegir staðir eru á þessu svæði. í næsta nágrenni Egilsstaða rísa Dyrfjöllin með hengiflugum og hamraveggjum á báða vegu, Kverk- Á leiðinni frá Egilsstöðum til Borg- arfjarðar eystri má sjá sumarhús meistara Kjarvals. Listmálarinn Kjarval Borgarfjörður eystri er nyrstur hinna eiginlegu Austfjarða, í rúm- lega 70 km akstursfjarlægð frá Eg- ilsstöðum. Á leiðinni frá Egilsstöðum til Borgarfjarðar má sjá sumarhús meistara Kjarvals, þar sem hann iðkaði list sína, en hann var alinn upp í Geitavík á Borgarfirði. Kjarval sótti mikið efni í myndir sínar frá Borgarfirði og víða má sjá Dyrfjöllin í myndum hans og er ekki að efa að álfarnir og huldufólkið sem eru í mörgum myndum hans eigi rætur sínar að rekja til Borgaiijarðar. í kirkjunni á Borgarfirði er að finna hina víðfrægu altaristöflu Kjar- vals en hún er talin vera með mestu listaverkum meistarans. -me fjöll, Eyjabakkajökull og stolt Hér- aðsbúa, Snæfellið. Skammt frá Eg- ilsstöðum eru Eiðar sem er fomt höfðingjasetur. í Eiðavatni er góð silungsveiði, þar er fjölbreytt fugla- líf og skemmtilegar gönguleiðir. Hallormsstaðarskógur er skammt frá Egilsstöðum og er hann stærsti skógur landsins. í skóginum er Atlavík og þar er hægt að leigja bát og sigla út á fljótið. Handverksfólk Á Egilsstöðum er mikið af hand- verksfólki. Skemmtilegt er að heim- sækja listafólkið í vinnustofur þess eða skoða úrval frá því í versluninni Völvunni. Sem dæmi um handverks- hús mætti nefna De Signý fatahönn- un sem sérhannar og saumar fót á fólk, Listasmiðjuna Eik á Miðhúsum, þar sem aðallega er unnið úr íslensk- um viði, hreindýrs- og kinda- hornum, hvalbeini, hross- og sauðaleggjum, og Randalín handverkshús sem sérhæfir sig í framleiðslu úr end- urunnum pappír. Fyrir þá sem hafa áhuga á söfnum er í Safnahúsinu á Egilsstöðum verið að halda sýningu á minjum um menn- ingu og atvinnulíf í Múlasýsl- um, frá fornöld til okkar daga. Á sýningunni er meðal annars að finna kumlbúann úr Skriðdal, læknastofu og baðstofubyggingu frá síðustu öld. Börnum gefst kostur á að fara í hestakerruferðir alla miðvikudaga í sumar og tó- vinna verður í baðstofunni á sunnudögum. Fyrir spennuflkla eru í boði kajaknámskeið og ævintýrasigling- ar niður helstu árnar á Héraði á mismunandi erflðleikastigum. Allir ættu því að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi á Egilsstöðum í sumar og við vonumst til að sjá sem flesta." -me skarð sem tengja Neskaupstað við nágrannabyggðimar og eru þau 626 m löng og í 632 m h.y.s. í Neskaupstað er náttúrugripa- safn. íbúafjöldi þar er um 1560. Fáskrúðsfjörður Kauptúnið Búöir stendur við norðanverðan botn íjarðarins. Á síðustu öld voru Búðir helsta bækistöð franskrar skútuútgerð- ar á Austfjörðum. Þar var kon- súll, franskt sjúkrahús og frönsk kapella. Á Krossum út með ströndinni að norðan er fransk- ur grafreitur þar sem eru grafn- ir 49 franskir og belgískir sjó- menn. íbúafjöldinn er um 630. Djúpivogur Er kauptún við Berufjörð. Þar hefur verið verslun frá því Hamborgarkaupmenn fengu leyfi til verslunar árið 1589. Góð höfn er á Djúpavogi og þar var ein helsta útgerðarstöð á Austurlandi fram að síðustu aldamótum. Á Djúpavogi búa rúmlega 400 manns. með fortíð og framtíð Eyrarbakki var um langt skeið heisti þéttbýlisstaður á Suðurlandi og Eyrarbakkaverslun ein stærsta verslun landsins. Á Eyrarbakka eru varðveitt mörg gömul hús sem setja fallegan svip á staðinn. Komast má í snertingu við fortíðina með því að rölta um þorpið, skoða húsin, fjöruna og brimið. í Húsinu og á Sjóminjasafninu er hægt að fræðast um söguna. Kaffi Lefolii í Gunnarshúsi býður upp á veitingar í notalegu umhverfi. SJÓMINJASAFNIÐ ÁEYRARBAKKA Sjómunir og saga Eyrarbakka. Opiö kl. 13-18 alla daga í sumar. Sími 483 1165- D3 í;l! HB □ 1 nn HE Veitingastaður og krá. Opið kl. 10-23:30 og kl. 11-02 um helgar. Sími 483 1600. Byggðasafn Ámesinga og Húsið á Eyrar- bakka - eitt elsta bús landsins, byggt 1765. Munir sem tengjast sögu sýslunnar og sögu Hússins á Eyrarbakka. Opiökl. 10-18 alla daga í júní, júlí og ágúst. Húsið á Eyrarbakka St'mi 483 1504. Byggðasafn Ámesinga Sa ttteigin legu r aðgöngtt m iði að sofnunnm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.