Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 6
1 e i k h ú s
Leikfélag Reykjavíkur sýnir Grease í
kvöld, annað kvöld og 16. júní kl. 20. Les-
endur Fókuss vita allt um það stykki. Sjá
til dæmis álit valinkunnra hér til hliðar.
Borgarleikhúsið, Kringlunni, s. 568 8000
ÞJónn í súpunnl eftir Áma Ibsen. Farsi um
þjóna og kokka sem myndast viö að halda
veitingastað á floti. Áhorfendur geta keypt
mat frá veitingahúsinu á hæðinni fýrir ofan
og látið Bessa BJarnason eða Eddu BJörg-
vinsdóttur þjóna sér til borðs. Frumsýning
16. júlí kl. 20. Iðnó, Vonarstræti 3, s.
5303030
Carmen Negra f kvöld og annað kvöld kl.
20.00. Þó að gagnrýnanda DV fýndist sýn-
ingin kát og klúr var hún afskaplega hrifin
af Garöari Thor Cortes sem syngur her-
manninn unga sem Carmen dregur á tálar.
íslenska óperan, Ingólfsstræti, s.
5527033
Helllsbúlnn — nýtt verk næstum þvf eftir
Hallgrím Helgason um samskipti kynj-
anna, en þó einkum vandann að vera
karlmaður þegar konurnar ráða öllu — líka
þvf hvernig karlarnir eiga að vera. Sýnt
annaö kvöld kl. 23 og 16. júlí kl. 21. Is-
lenska óperan, Ingólfsstræti, s. 5527033
Leikritið Hról höttur frumsýnt föstudaginn
10. júlí í Húsdýragaröinum. Ævintýrasýn-
ing fyrir börn á öllum aldri - eins og þar
stendur. Rænt og ruplað á kostnað þeirra
sem meira mega sfn.
einnig á[
www.visirJs
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
leikkona:
Gott Greaseball
„Þetta var fjörugt og kraftmikið. Mér
fannst leikaramir yflrleitt standa sig mjög
vel og þá sérstaklega Edda Björg Eyjólfs-
dóttir, hún var óviðjafnanleg. Þessi sýning
stendur fyllilega undir sér sem gott Grease-
ball. Söngur og tónlist heppnast vel þó sag-
an sé minni en engin. Mér fannst þau kom-
ast vel frá þessu.“
Valdimar Grímsson
handboltakappi:
Gott stykki
„Mér fannst virkilega gaman, sérstaklega
fyrir hlé, þar sem mikið fór fyrir húmor.
Mér fannst hann vanta svolítið í seinni
hlutanum. Annars var ég mjög hriflnn þeg-
ar á heildina er litið. Þetta er gott stykki og
Selma og Rúnar eru bæði frábær í aðal-
hlutverkunum. Það er gott að komast að-
eins af vígvellinum, gleyma áhyggjum og
hugsa um eitthvað annað. Ég var mjög
ánægður með þessa sýningu."
plötudómur
Úr söngleik
— Grease
Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari:
Með ungling í hjarta
„Mér er farið að þykja
vænna og vænna um ís-
land, sérstaklega með til-
liti til þess að hér komast
menn upp með svo
margt. Listamenn fá til
dæmis stökkpalla til að
spreyta sig á og Grease
er skólabókardæmi um
það. Leikaramir komu
mér þægilega á óvart og
það hefði ekki mátt vera
neinn annar en Rúnar í
hlutverki Dannys. Það
hlutverk er í eðli sínu
stökkpallur að einhverju
öðru og meira. Sýningin
er vel unnin og virkilega
flott. Ég átti þarna yndis-
lega kvöldstund og á eftir
var ég hress og kátur,
með ungling í hjarta."
Stefán Jónsson leikari:
Hringdi bjöllum
„Lögin hringdu bjöllum hjá mér síðan hið
upprunalega „Grease-æði“ var og hét. Þetta
var prýðileg sýning, góður pakki og
skemmtilegur. Leikaramir eiga eftir að sjó-
ast aðeins en þeir stóðu sig annars mjög vel.
Það ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum
með þessa sýningu þótt hún sé kannski ekki
eins tilkomumikil og væri hún sett upp er-
lendis. Sonur minn, sjö ára, fór með mér og
við skemmtum okkur báðir vel, feðgamir."
Gerður Kristný,
ritstjóri Mannlífs:
Sætari en Travolta
„Ég heillaðist ekki af kvikmyndinni á sínum
tíma og var ekki haldin neinu „Grease-æði“.
Hins vegar fannst mér rosalega skemmtilegt á
söngleiknum. Leikararnir eru frábærlega hæfi-
leikarikir og góðir og ég tók sérstaklega eftir
Friðriki Friðrikssyni sem lék litla lúðann Eu-
gene og Eddu Björgu Eyjólfsdóttur sem var
rosalega skemmtileg í hlutverki Jan. Svo er
Rúnar ferlega góður sem Danny og þar að auki
miklu sætari en Travolta. Þessi sýning tókst
vel og ég gef henni fjórar stjömur af fjórum
mögulegum."
Krakkar,
kaggar og stuð
Fyrir tuttugu árum var fátt vin-
sælla í gaggó en Grease. Krakkamir
fóm aftur og aftur í bíó og plastgreið-
ur urðu vinsælar í rassvasa. Hársker-
ar komust bókstaflega í feitt og dust-
uðu rykið af brilljantíndósum síðan
um stríð og smurðu á hausa. Heilan
vetur haggaðist ekki hárið á gelgju-
kollum í vestangarranum. Nokkrir
vom með andóf og fóru aldrei á Grís.
Ég var einn af þeim. Allan veturinn
máttum við undirmálsmenn þola það í
rútuferðum að frekustu stelpumar
heimtuðu að spila Grease (og Hair) á
leiðinnií einhverja fjöruna til að tína
skeljar. Létum við okkur jafnvel detta
í hug að fela okkur til að sleppa við
rokkbaulið á leiðinni heim. Löngu
seinna sá ég Grease á myndbandi og
fannst bara nokkuð skemmtilegt, enda
er þetta klassísk skemmtun um graða
krakka, vel smurða kagga og stuð í
amerískum skóla á sjötta áratugnum,
áratugnum sem nostalgíuglampinn
ætlar seint að mást af. Það er kannski
ekki fmmlegasta hugmynd í heimi að
vekja upp gamlan rokkdraug og gera
vinsælan á ný en það er hugmynd sem
virðist svínvirka í hvert sinn. Nú er
Grease því í Borgarleikhúsinu á ís-
lensku og ungir leikarar og söngvarar
standa sig vel, jafnt í gelgjuballöðum
og rokki. Jón Ólafsson leiðir gamal-
kunnan faghóp spilara úr leikhúslíf-
inu, vandvirknislegt og fágað auðvit-
að, enda myndi bara geggjað bílskúrs-
band fæla frá því þó rokkið hafi í upp-
hafi verið uppreisn unga fólksins er
minningin um framrokkið orðin slíp-
uð eins og steinn í fjöru í tímans rás.
Veturliði Guðnason þýðir textann og
tekst alveg ágætlega að koma á köflum
óþýðanlegum textanum yfir, eða hver
þremilinn er hand-djæf gæi? Það er
því ekkert út á dæmið að setja, platan
ætti að ganga vel í rútuferðunum í
haust, þó einhverjir rebelar eigi eftir
að fussa eins og gengur.
Gunnar Hjálmarsson
verstu
1. Jesus Christ Superstar. Borgarleikhúsið 1995. Leikstjóri: Páll Baldvin Baldvins-
son. Aðalhlutverk: Pétur Öm Guðmundsson, Stefán Hilmarsson, Guðrún Gunnarsdóttir
og Páll Óskar Hjálmtýsson.
Súsanna: „Æ!“
Sveinn: „Voðalega vond sýning og verkið slappt."
2. Carmen Negra. Islenska óperan 1998. Aðalhlutverk: Stuart Trotter. Egill Ólafsson, Garðar
Thor Cortes og Caron Barnes-Berg.
Sveinn: „Voðalega vond sýning og ólistræn."
Sigurður: „Kveikti ekki i mér.“
3. ffið Ijúfa lif. Borgarleikhúsið 1997. Leikstjóri: Þórarinn Eyfjörð.
Aðaihlutverk: Rósa Guðný Þórsdóttir, Eggert Þorleifsson og Sóley El-
íasdóttir.
Sveinn: „Ekki skemmtilegt. Kunni ekki við boðskap verksins, leiður á dýrk-
un á undirmálsfólki."
Súsanna: „Æ! Góð hugmynd en illa unnið handrit."
4. Evíta. íslenska óperan 1997. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Aðaihlutverk: Egill
Ólafsson og Andrea Gylfadóttir.
Sigurður: „Virkaði ekki.“
Margrét: „Þorði ekki að sjá hana. Sumt pínir maður sig ekki til að sjá.“
Sveinn: „Sá hana einu sinni og nennti ekki að sjá hana aftur."
5. Stone Free. Borgarleikhúsið 1996. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðai-son. Aðal-
hlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Emilíana Torrini, Kjartan Guðjónsson og Jóhann G.
Jóhannsson.
Súsanna: „Verkið er innantómt en uppfærslan ágæt.“
Margrét: „Leiknu atriðin drukknuöu í tónlistinni. Skrýtið frá höfundar-
ins hendi."
Sigurður: „Kveikti ekki í mér.“
6
f Ó k U S 10. júlí 1998