Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Síða 20
3
Schwarzenegger
í End of the Days
Amold Schwarzenegger hefur veriö í
hvíld frá því hann lék í Batman and
Robin. Hann hefur nú gert heiminum
kunnugt aö hann hafi tekiö aö sér aö
leika í End of Days sem stjórnaö veröur
af Marc Nlspel, þekktum þýskættuðum
leikstjóra auglýsinga og tónlistarmynd-
banda sem er aö hefja feril í kvikmynd-
um. End of Days gerist eftir aldamótin
og segir frá heimsókn Satans til New
York þar sem hann hyggst ná áhrifum.
Sá eini sem getur stöövaö framgöngu
hans er fyrrum lögga sem Schwarzen-
i egger leikur. Handritiö skrifaöi Andrew
Marlowe sem meöal annars skrifaöi
handritið að Air Force One.
Litlir hermenn
Þessa helgi verður frumsýnd í Bandarikj-
unum Small Soldiers og er búist viö aö
hún eigi eftir aö veita dýrari myndum sam-
keppni um áhorfendur. Leikstjóri er Joe
Dante og segir hann að Small Soldiers sé
eins og framhald af því sem hann var að
gera í Gremlins. Gerist myndin í smábæ
þar sem pantaöar hafa veriö hermanna-
brúður í leikfangaverslunina. Það kemur í
Ijós að þetta eru engar venjulegar brúður
heldur forritaðir vígamenn sem ráöa yfir
hættulegum vopnum. Small Soldiers er
sambland af teiknimynd og leikinni mynd.
í helstu hlutverkum eru Kirsten Dunst og
hinn nýlátni Phil Hartman. Meöal þeirra
sem Ijá raddir sínar eru Tommy Lee Jones
og Frank Langella.
Fékk 20 milljónir fyrir Armageddon:
Götustrákurinn
MALAR GULL
Óstaðfestar fregnir herma að
Bruce Willis hafi fengið 20 millj-
ónir dollara fyrir að leika í Arma-
geddon og að einhver bónus muni
fylgja verði vinsældir myndarinn-
ar miklar, sem ekki lítur út fyrir
eins og staðan er í dag. Þessi him-
inháu laun sem Willis og nokkrir
aðrir eru verðlagðir á gera það að
verkum að nánast cddrei er hægt
að hafa þessa toppmenn saman i
kvikmynd nema þeir slái verulega
af taxta sínum, sem þeir gera ein-
staka sinnum. Bruce Willis hefúr
í nokkur ár verið einn vinsælasti
kvikmyndaleikari heims og er
einn fárra sem þurfa aldrei að
kvíða því að myndir hans nái
ekki vinsældum. Það hefur sýnt
sig að það hefúr engin áhrif á vin-
sældir hans sem leikara.
Bruce Willis er af verkafólki
kominn, fæddist í New Jersey og
ólst þar upp. 1977 hætti hann í
skóla og flutti til New York þar
sem hann byrjaði að reyna fyrir
sér í leikhúsum borgarinnar.
Hafði hann þar erindi sem erfiði
árið 1984 þegar hann lék í leik-
riti Sams Shepards, Fool for
Love. Leiddi það til þess að
nn var valinn til að
leika annað aðalhlut-
verkið í sjónvarps-
seríunni Moonlight-
ing. Átti hann síðan
greiða leið inn í
kvikmyndfrnar þeg-
ar Moonlighting
hætti. Auk þess að
leika hefur Bruce
Willis reynt fyrir sér
sem söngvari með
ágætum árangri og
hefúr gefið út tvær
plötur sem selst hafa
í milljónum eintaka.
Næstu risamyndir:
Zorro
og Lethal
Þeim fer fækkandi, stóru sumar-
myndunum sem hafa verið mark-
aðssettar með þvílíkum kostnaði að
hægt væri að gera nokkurra ára
skammt af íslenskum kvikmyndum
fyrir auglýsingaherferð einnar
þeirra. Næsta stóra myndin er Let-
hal Weapon 4, þar sem Mel Gibson,
Danny Glover og Rene Russo end-
urtaka hlutverk sín, og verður hún
Weapon4
frumsýnd í dag. Viku síðar, eða 17.
júlí, verður síðan frumsýnd The
Mask of Zorro með Antonio Band-
eras og Anthony Hopkins i aðal-
hlutverkum. í þeirri mynd leikur
Hopkins Zorro sem hefur setið 20 ár
í fangelsi þegar myndin hefst. Lítið
hefur breyst og hinir ríku kúga þá
fátæku. Zorro tekur því að æfa ung-
an mann sem arftaka sinn.
Armageddon kemur Disney í klípu
Eftir að ljóst var að aðsóknin á
Armageddon í Bandaríkjunum væri
mun minni en búist hafði verið við
fóru hlutabréf í Disney-fyrirtækinu
að lækka. Þvi hafði verið spáð að
Armageddon yrði eina stórmynd
sumarsins sem myndi ná inn 200
milljónum dollara í aðsókn í Banda-
ríkjimum. Nú spá sérfræðingar því
að tekjumar verði í kringum 130
milljónir dollara sem er 10 milljón-
um lægra en uppgefinn kostnaður
var við gerð myndarinnar og þá er
ekki talin með markaðssetning upp
á 45 milljónir dollara. Framleiðand-
inn, Jerry Bruckheimer, er þó
bjartsýnn á að aðsóknin eigi eftir að
batna. Ekki eru aðrir jafiibjartsýnir.
Einn lét svo ummælt að líklegra
væri að loftsteinn á stærð við Texas
félli á jörðina en að Armageddon
næði 200 milljón dollara markinu.
(
i
(
(
(
(
I
1
í
I
TILBOÐ I TAKTANA HEIM • TVÆR FYRIR EINA
cx>
ecs
Styttu biðina
og hringdu
á undan þér!
•Rwa
Éakmaimfíneinii
Þú kaupir pizzu eins og þú vilt hafa hana
og færð aðra eins frítt með.
ttrt
ou
(
i
(
(
i
(
(
i
(
f Ó k U S 10. júlí 1998