Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 J^"V 1 stuttar fréttir Spilling í Alþjóðabanka | Robert Rubin, fjármálaráö- herra Bandaríkjanna, sagöi í gær aö grunsemdir um spillingu innan Alþjóða- bankans yrði að rannsaka. Hann sagði i skoðun hvem- ig þeirri rann- sókn yrði hátt- að en nokkrum | starfsmönnum er borið á brýn að hafa stundaö fjárdrátt og svindl. Tveir starfsmenn hafa þegar hætt v; störfum. Börn drukkna í flóði Fjögur böm fundust látin í Klipánni í S-Afríku í gær. Talið | er að þau hafi verið að leik í ánni Já sama tíma og flóðgáttir vom I opnaðar. 75 pund á viku Harriet Harman, félagsmála- | ráðherra á Bretlandi, tilkynnti í gær að lágmarksellilífeyrir yrði hér eftir 75 pund á viku sem er ; hækkun um fimm pund. Stækkun Nató Belgíska þingið hefur sam- : þykkt stækkun Nató eða inn- göngu Tékklands, Póllands og ; Ungverjalands í bandalagið. Stjórnin heldur velli Luigi Marino, leiðtogi komm- únista á Ítalíu, segir fullvíst að stjómin muni halda velli þegar fylgið veröur kannað i næstu viku. Gegn barnaklámi I Austiuríkismenn hvetja Evr- ópuþjóðir til þess að vinna saman að því að uppræta barnaklám- ; hringi í álfunni. Krefjast málfrelsis | Samtök blaðamanna í Austur- : löndum nær hafa sent frá sér | áskorun til stjómvalda um að mál- í; frelsi verði hér eftir í heiðri haft. Neyðarástand Stjómvöld í Usbekistan hafa | lýst yfir neyðarástandi vegna mikilla flóða í landinu. Að ; minnsta kosti sex hundruð er I saknað. Flokkur Kohls I hættu Nýjar skoðanakannanir vom birtar í Þýskalandi í gær en nú em tveir mán- uðir til kosn- inga. Sósíalde- mókratar, SPD, fékk besta útkomu eða 42% at- kvæöa en flokkur Kohls, Kristilegi demókrataflokkurinn, kom fast á hæla meö 37% atkvæða. Helmuth Kohi kanslari hefúr einsett sér að ná endurkjöri en það væri þá í fimmta skipti. Sprengjuárás Að minnsta kosti þrettán slös- uöust í sprengjuárás í borginni Scinagar í Kasmír á Indlandi í gær. tmm Vopnaframleið- endur gefast upp Lockheed Martin, einn stærsti framleiðandi hergagna í Bandaríkj- unum, tilkynnti á fimmtudag að hætt heföi verið við fyrirhugaða sameiningu fyrirtækisins við Nort- hrop Gmmman Corp. Ástæðan er sögð vera andstaða bandaríska varnarmálaráöuneytisins og sam- keppnisyfirvalda. Verðmæti sameiningarinnar var áætlað 10,7 milljarðar dollara. Yfir- völd varnar- og samkeppnismála gátu ekki sætt sig við fyrirhugaða sameiningu vegna ótta um yfir- burðastööu hins sameinaða fyrir- tækis á sviði hergagnaframleiðslu. Sérstaklega hafa þessi fyrirtæki sterka markaösstöðu á sviði þró- aðra vopna. Það lá fyrir að ef af sameiningu yrði myndi fyrirtækið verða dregið fyrir dómstóla á grand- velli laga um samkeppnismál. -JP Rússland: Boðar erfiða tíma næstu mánuði Sergei Kiriyenko, forsætisráð- herra Rússlands, varaði landa sina við því í gær að næstu mánuðir yrðu erfiðir í landinu. Maraþonfundir hafa verið á rúss- neska þinginu undanfama daga en ekki tókst að afgreiða nema fjórtán af 25 frumvörpum sem var ætlað að rétta efnahag landsins við og gera landið lánshæft í augum erlendra lánastofnana. Kiriyenko sagði að í ljósi þess að þingmenn hefðu hafnað nokkrum frumvörpum um nýja skatta yrðu efnahagsmálin í óvissu enn um sinn. Hann hvatti þingmenn Dúmunnar, neðri deildar þingsins, til þess að koma saman strax í byrj- un ágúst i stað sept- ember til þess að ræða þessi mál. Kiriyenko átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum með árangurinn í gær. I ræðu sem hann hélt í Moskvu sagðist hann skilja hug þingmanna sem vildu hlífa rússnesku þjóðinni við frekari skattheimtu og niö- urskurði á ríkisút- gjöldum. Stjómin hefði hins vegar vilj- að ganga alla leið í efnahagsumbótunum. „Menn skulu ekki búast við kraftaverk- um, næstu tveir mán- uðir verða erfiðir,“ sagði Kiriyenko í gær. Hann sagði jafnframt að efnahagsáætlun stjómarinnar hefði ekki gengið upp en það verður Alþjóða gjald- eyrissjóðsins að meta næstkomandi mánu- dag hvort Rússar fái fyrstu greiðslu lánsins sem nemur 35 milljörð- Sergei Kiriyenko forsætis- um islenskra króna.. ráðherra. Reuter Fjörutíu og fjögur múslímapör gengu í þaö heiiaga í gær. Athöfnin fór fram í borginni Amman í Jórdaníu og var á vegum góðgerðarsamtaka þar í borg. Þetta er fimmta athöfnin með þessum hætti á skömmum tíma. Símamynd Reuter Kosovo: Her Nató í viðbragðsstöðu Hemaðarbandalag Nató gaf út til- kynningu þess efhis i gær að hem- aðaríhlutun í Kosovo væm enn raunhæfur möguleiki. „Við munum beita hervaldi ef þess þarf,“ sagði talsmaður Nató í kjölfar þess að bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því að áætlanir um að beita hervaldi heföu verið stöðvaðar að sinni. „Þaö hefur ekkert breyst og viö munum halda áfram að beita Slobodan Milosevic þrýstingi og það verður ekki gert öðravísi en að sýna fram á að hemaðaríhlutun sé möguleg,“ sagði talsmaðurinn enn- fremur. Nató mun halda úti her, skipuð- um hermönnum frá sextán löndum, og undirbúa árás bæði á landi sem í lofti. Yfirlýsing Nató kemur sum- part á óvart því friðarumræður hafa veriö keppikefli Bandaríkjanna, Rússlands og Evrópulandanna í stað þess að beita vopnavaldi. Nýstofnað þing Kosovo-Albana nýtur þó ekki stuðnings og þá hafa flest ríki end- urskoðað hug sirrn varðandi fullt sjálfstæði Kosovo. Talsmaður Nató sagði bandalagið vissulega vonast eftir friðsamlegri lausn mála en engu að síður yrði herinn í viðbragðsstöðu enn um sinn. Heræfingar Nató eru fyrirhug- aðar í Makedóníu og Albaníu í ágúst og september. Reuter erlendis 1 Hong Kong OIYWI HangSeng zuuuu 1 E/Wl lDUUU 10000* DUUUU 8628,93 [sga Tony Blair í Skotlandi Tony Blair, forsætisráðherra | Bretlands, er í Skotlandi um | þessar mundir. Tilefhi heim- : sóknarinnar er minnkandi fylgi í Skota viö Verkamannaflokkinn og að sama skapi upp- gangur Skoska þjóð- ernisflokks- ins. í nýlegri könnun var fylgismunur flokkanna 14% en Verkamannaflokkurinn ; nýtur mikilla vinsælda annars | staðar á Bretlandi. | Skoski þjóðernisflokkurinn hefur heitið að halda þjóðarat- | kvæðagreiðslu um sambands- | slit í maí á næsta ári. Áform Verkamannaflokksins g að auka sjálfstæði til handa Skotum og Walesbúum í þeim I tilgangi að draga úr sjálfstæðis- kröfum virðast runnin út í S sandinn. {Fangar fá frelsi g áafmælisdegi Mandela Um níu þúsund fangar í Suð- ; ur-Afríku, sem eiga eftir að af- | plána minna en sex mánuði af | dómi sínum, fa frelsi dag. Til- Íefniö er áttræðisafmæli Nelsons Mandela forseta sem er í dag. Afmælinu hefur verið fagnað síðustu daga og honum hafa borist þúsundir afmæliskorta. í | gær hélt hann hátið fyrir eitt ; þúsund munaðarlaus börn. Mandela ætlar að taka daginn í | dag rólega en á morgun verður j honum haldin tvö þúsund | manna veisla í Höföaborg. Handvirkt í Hong Kong Frá því Chek Lap Kok flug- | völlurinn opnaði í Hong Kong í | byijun mánaðarins hafa verið | tíðar fréttir af alls kyns byrjun- j arerfiðleikum. IFlugáætlun stóðst lengi vel ekki, farangur barst seint og illa, snyrtiherbergi læstust og veitingastaðir vallarins nánast sprungu vegna troönings. Það nýjasta er að leiðbein- ingarkerfi sem ætlað er að vísa flugmönnum leiðina að flug- stöðinni hefur verið gert óvirkt. Kerfið brást illilega á fimmtudaginn með þeim afleið- ingum að flugvél ók á land- göngubrú og stórskemmdust bæði. Hvenær leiðbeiningar- kerfið kemst í lag er óvíst en á meðan munu tugir starfs- manna sjá um að leiðbeina flugmönnum handvirkt. Lífverðir mæti Kenneth Starr Niðurstöðu yfirdómarans, Williams Rehnquist, varðandi vitnaleiðslur Kenneths Starrs í meintu misferlismáli Bills | Clintons var beðið af mikilli eft- irvæntingu í gær. Málið snerist um hvort lífverð- i ir forseta 1 ættu að bera vitni og var talið að ; Rehnquist myndi úr- skurða á þann veg að þeir kæmu ekki fyrir kviðdóm fyrr en í haust. Það hefði gefið dómsmálaráðuneytinu tíma til að fá úrskurðinum hnekkt. Svo fór þó ekki því Rehnquist Í dómari sagði í úrskurði sínum | að lífverðirnir skyldu mæta fyr- ir kviðdóm og svara spuming- | um óháða saksöknarans, Kenn- | eths Starrs, um meint ástarsam- | band forsetans og Monicu | Lewinsky, fyrrum lærlings í ; Hvíta húsinu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.