Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Side 24
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 24 HjHblgarviðtalið Tveir litlir strákar sitja í sandkassa. Þeir eru í bílaleik. Annar þeirra segir nefmœltur, um leiö og hann snýtir sér pent í skítuga ermina á lopapeysunni: „Jeppinn minn er sko þúsund ... nei milljón sinnum flottari en rútan þín. “ Hinn hvessir augun á sjálfumglaðan leikfélaga sinn eitt langt og ískalt augnablik áður en hann svarar þóttafullri röddu: „Nú já? Það getur svo sem verið. En þetta er bara ekki rúta. “ Hann lyftir upp skœrlituðum leikfangabílnum svo hann ber við regngráan himin. „Þetta er langferðabill. “ Hljómsveitin sem á heiður- inn af vinsælustu mynd ís- landssögunnar er komin aftur á stjá. Stuðmenn hafa dustað rykið og mölinn af snyrti- lega klæðnaðinum, stoppað í götin og stigið aftur upp í sinn lang- ferðabíl sem mun bera þá vítt og breitt um landið áður en sumarið er úti og dagur ei meir. Meira en áratugur er liðinn síðan Stuð- menn, hin eina sanna geöþekka hljómsveit, sást síðast á lands- byggðinni á tónleikaferðalagi eða gaf út plötu. Nú er hins vegar komin út með þeim íjögurra laga plata (!) sem þau munu fylgja eftir með tónleikum í sumar og hyggja þau einnig á útgáfu breiðskífu í haust, þeirrar fyrstu í langan tíma. Á þeim sextán árum sem lið- in eru frá því að kvikmyndin Með allt á hreinu kom út hefur hún orðið nánast að „költ“ fyrirbæri meðai allra aldurshópa. Einna helst þeirra yngstu, sem kannski voru ekki einu sinni fæddir þegar Kristinn Stuð Styrkársson Proppé greiddi, brúnaþungur og áhyggju- fullur, aumkunarverða hárlufsuna yfir skallann með Hörpu Sjöfn hasarkvendi hlæjandi á bak við sig. Orð og orðasam- bönd úr myndinni hafa orðið fleyg og dæmi eru um menn sem kunna heilu atriðin úr myndinni, t.d. hina ógleymanlegu skyggni- lýsingu Dúdda rótara, utan að. Hvert ein- asta orð. Og þetta með gömlu hundana kemur blaðamanni ósjálfrátt í hug þegar hann spyr Egil Ólafsson um nýútkomna plötu þeirra Stuðmanna en hann teygir sig yfirvegaður í tebollann og leiðréttir um hæl: „Hvaða plötu? Áttu við margmiölunar- diskinnV Egill Ólafsson og Ragnhildur Gísladóttir eru landsmönnum löngu kunn sem andlit Stuðmanna, ásamt því sem þau hafa léð þeim raddir sinar um árabil. Hvernig finnst þeim að vera komin saman á ný? „Þ«ð eru alltaf glæður í þessu bandi, þó svp ao það liggi kannski í dvala árum saman,“ segir Ragnhildur. „Við höfum hist og sett saman lög. Við erum reglulega í sambandi og nú i vor eftir Fóstbræðratón- leikana hittiunst við og settum saman nokkur lög. Svo valt þetta bara allt saman af stað aftur nú í vor.“ „Við erum alltaf á hinum og þessum sviðum að dútla eitthvað en það eru allt aðrir straumar í gangi með Stuðmönnum. Mér finnst samstarfið fyrst og fremst vera skemmtilegt. Það er lykill- inn. En þeim kosti fylgir hins vegar sá galli að hláturhrukkunum fjölgar og þær sem fyrir eru dýpka ört og snarlega þegar mað- ur hefur verið innan um þessa menn í viss- an tíma. Nú, jæja, einhverjar fórnir verður maður að færa.“ Egill bætir við, hugsandi á svip: „Já, við höfum tekið eftir því upp á síðkastið að Ragnhildur er farin að hlæja á við stæðilegasta sjómann. Úr dýpstu iðr- um.“ „Kjarni málsins fyrir mér, fyrir utan það hvað við erum öll miklir og góðir vin- ir, er sá hvað þetta er afskaplega vel spilandi hljómsveit. Það er lifið, fyrir þá sem á annað borð eru í músík, að vera inn- an um frábæra músíkanta. Við þekkjumst orðið það vel að við kunnum að vega hvort annað upp og ná fram því besta í hinum.“ Stuðmenn eru líklega best þekktir út á við fyrir að vera frábær „ballhljómsveit“ en hvemig upplifa þau sig sjálf: „Við lítum á okkar spil sem tónleika þar sem við flytjum okkar músík. Að sjálfsögðu er fólki frjálst og guðvelkomið að standa upp, hreyfa sig í takt við tónlistina, skvetta úr klaufunum og kannski í sig líka,“ segir Egill og Ragn- hildur heldur áfram: „Sem betur fer virkar tónlistin þannig á fólk að það vill taka þátt Ágúst Guðmundsson, leikstjóri Með allt á hreinu, fékk fyrstur þá hugmynd að fá kvennahljómsveit til þess að keppa við snyrtipinnana í Stuð- mönnum um hylli land- ans í myndinni vinsælu: „Jakob var nú ekki par hrifinn af því til að byrja með,“ segir Ragn- hildur og glottir. „Hon- um fannst alveg fárán- legt að fá einhverjar óþekktar kventuðrur í þeirra mynd. Hvað þá að þær myndu veita þeim samkeppni. Alveg eins og í myndinni sjálfri þegar hann túlk- aði þessa afstöðu með glans. En við fengum ekki einu sinni að halda okkar nafni í myndinni, vorum bara þessar Gærutuskur." „Þetta var hins vegar fín tíma- setning hjá okkur stelp- unum því að um þetta leyti átti sér stað mikil femínistavakning og uppreisn kvenna í þjóð- félaginu. Það hjálpaði því töluvert upp á vin- sældimar að leika þarna þessi hörkutól sem buðu körlunum birginn og höfðu sigur að lokum.“ Egil og Ragnhildi óraði ekki fyr- ir því að myndin ætti eftir að njóta þvílíkra vinsælda og lifa svo lengi. Stundmn gerist það jafnvel að sjálfir aðalleikararnir eru reknir á gat af dyggum aðdáendum: „Lend- ir þú ekki stundum í þvi að einhver kemur að þér með setningu sem þú átt að botna,“ spyr Ragnhildur Egil sem kannast við kauða: „Jú, og þó ég ætti lífið að leysa gæti ég ekki svarað rétt til. Ég hef nefnilega ekki séð myndina síðan 1982. Hins vegar horfir níu ára gömul dóttir mín á hana við og við. Ég lít á þetta sem liðna tíð þó að það sé ánægjulegt að myndin lifi áfram með þess- um hætti.“ Haft hefur verið á orði að lista- mönnum frá þessum tima, þ.e. níunda ára- tugnum, þyki oftar en ekki óþægilegt að rifja upp gömlu, góðu tísk- una í klæðnaði, hár- greiðslu og raunar flestu öðru. Kannast þau Egill við þetta? „Já, já, blessaður vertu. Það er nóg af stórkostlega hallæris- legrnn senum í mynd- inni.“ Egill tekur jafn- vel dýpra i árinni: „Ég myndi segja að þessi mynd væri einfaldlega komplett hallærisleg. Enda var líka gert í því að hafa allt sem allra hallærislegast. Ég er á þvi að það hafi tekist alveg bærilega.“ Tónlistin hefur í ár- anna rás verið í mjög mikilli og örri þróun og mótast mjög af menningu hverrar kynslóðar fyrir sig. Gjarnan hefur það tíðkast að hverri kynslóð finnist sinn fugl fagur og „sín“ tónlist best. Óttast Egill og Ragnhildur ekkert að t.a.m. sextán ára hipphopparar úr vesturbænum afgreiði þau einfaldlega sem „skallapoppara“? „Ég held að Me- gas hafi sagt að það versta sem kæmi fyrir rokkara væri að missa hárið. í Með allt á hreinu gerðum við okkur mikinn mat úr hinni einlægu sálarkreppu sem það olli Kristni að fá skalla, enda erfitt fyrir mann í hans stöðu að takast á við slíkt. Ég aftur á móti hugsa minna um þetta. Það hefur ekkert með hár að gera að fólk upplifí góða músík. Stór hluti þeirra sem koma á tónleika hjá okkur er unglingar eða ungt fólk á aldrinum 16 til 25. Þau þekkja hvert einasta lag sem við spilum þannig að okkur líður eins og heima hjá okkur. Á meðan svo er, og við höldum áfram að „nema land“ neðar og neðar í aldursska- lanum, höldum við áfram að spila. Því músíkin er aðalatriðið. Þannig á það að vera,“ segir Egill. En hvaðan sækja Stuðmenn formúluna að tónlist sinni, hverjar eru fyrirmyndir þeirra og áhrifavaldar? „Ætli sérstaða okkar felist ekki í því að við höfum alltaf verið á skjön við það sem aðrir hafa verið að bauka og aldrei fest eða látið freistast af einhverjum tilteknum músíkstefnum. Við leyfum okkur allt,“ segir Ragnhildur. Egill heldur áfram: „Við höfum auðvitað prófað ýmsa stíla og orðið fyrir einhverjum áhrifum hér og þar. Ég held að leynt og ljóst höfum við alltaf lit- ið dálítið til áranna milli fimmtíu og sextíu. Þá erum við að upplifa dægurlagið, bæði hið erlenda og hið íslenska, en menn eins Jenni Jóns, Freymóður Jóhannsson, Oddgeir Krist- jánsson, Sigfús Halldórsson og fleiri gerðu á þessum tíma góð lög. Við í Stuðmönnum höf- um alltaf litið á þennan tíma sem gullöld ís- lenska dægurlagsins og því eðlilega sótt í þann brunn í okkar tónlistarsköpun." í því játar Ragnhildur eilítið skömmustulega að nú viti hún eiginlega ekki hver þessi Jenni Jóns sé en það sé rétt hjá Agli að þetta séu að hluta til þeirra rætur: „Þessi lög eru svo einfold og falleg og eiginlega ekki hægt að skilgreina þau sem eitt eða neitt nema dæg- „Ætli sérstaða eða látið freist í þessu með okkur með því að dansa og hreyfa sig. Búkurinn fer í gang. Ef við hefð- um ekki svona gaman af þessu sjálf myndi þetta ekki gerast. Spilagleðin skiptir mestu máli.“ Úþekktar kventuðrur Verst fyrir rokkara að missa hárið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.