Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Blaðsíða 43
D"V LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 51 <||vndbönd i I i hversu þröngt eigi aö skilgreina vegamyndir, ekki síst ef tekið er til- lit til „þroskaeiginleika“ þeirra. Ferðalag persónunnar getur vænt- anlega alveg eins verið á sjó eða í lofti sem á malbikuðum þjóðbraut- um eöa grýttum vegarslóðum. Þó er varasamt að líta svo á að ferðalagið geti farið fram í huganum einum saman því þá tapast hið veraldlega ferðalag sem er grundvöllur þroska persónunnar. í ljósi þessara eigin- leika má velta fyrir sér hvort hið forna söguljóð Hómers, Ódysseifs- kviða, geti talist elsta varðveitta „vegaverkið“. Ódysseifur kom óneitanlega víða við og mátti reyna ýmsar þrautir áður en hann komst á leiðarenda, þ.e. heim til fjölskyldu sinnar. Fram á okkar daga hafa listamenn síðan beitt vegamótífinu í listsköpun sinni á margvíslegan máta og stuðlað þannig að frumlegri endursköpun hins forna forms. ísland Ekki verður annað sagt en að ís- lendingar hafi hrifíst af eðli vega- mynda og er fjöldi þeirra í nokkru ósamræmi við hinar fáu skáldsögur samtímans sem talist geta til vega- verka. íslenskar vegamyndir era af fjölbreyttum toga og má nefna sem dæmi spennumyndimar Foxtrot og Blossa, gamanmyndimar Með allt á hreinu og Karlakórinn Heklu auk mynda Friðriks Þórs: Böm Náttúr- unnar og Á köldum klaka. Þótt þess- ar myndir séu ólíkar að gerð og gæðum eiga þær sameiginlegt að vinna lítið úr þroskamöguleikum aðalpersóna sinna. Það er einna helst að Friðrik Þór sýni einhverja viðleitni í þá áttina þó maður hafl stundum á tilfinningunni að haldið sé út á þjóðveginn í þeim tilgangi að sýna landslag íslenskrar náttúra. Þá má velta fyrir sér hvort „van- þroska“ íslenskra vegamynda megi rekja til eðli þjóðvegarins. Hann er jú hringlaga og því lengra sem ferðalangurinn heldur eftir honum nálgast hann upphafspunktinn frek- ar. Hvað þetta gefur til kynna um náttúru íslendinga skal þó ósagt lát- ið. -bæn Jack Nicholson lék í hinni vinsælu mynd Easy Rider. 7. jlílí -13. júlí SÆTI ! FYRRI i VIKA VIKUR Á LISTA ) TITILL j j j j ÚTGEF. TEG. 1 í Ný J 1 l Starhip Troopers Sam Myndbönd Spenna 2 1 2 j J ! 2 J Father's Day j j Warner Myndir Gaman WKmm 3 i 1 J 3 j Jackal CIC Myndbönd Spenna 4 J í 3 j j 3 H | j j j Copland > j j Skífan Spenna 5 | Ný ! 1 Picture Perfect Skrfan Gaman 6 ! Ný J J 1 J j. j Shadow of Doubt i i Myndform PaS®Ht- Spenna 7 ! 4 ! 4 George Of The Jungle J. Sam Myndbönd Gaman .... j...j. „ 8 J J 5 j ! 5 ■ IHHpMBMÍ ; * Tomorrow Never Dies J J Sam Myndbönd Spenna WKBU 9 ! 9 r 1 3 The Game Háskólabíó Spenna 10 I 7 ! 6 1 know What You Did Last Summer Skífan Spenna HHKÍ 11 ] 10 1 8 ln&0ut Sam Myndbönd Gaman 12 Í W j J 4 hhm|HHÍMHHHI One Night Stand Myndform Spenna 13 i J 12 ! 6 ! Gattaca Skífan Spenna 14 ! 15 2 L.A. Confidential Warner Myndir Spenna 15 1 n !' 6 Perlur & Svín Sam Myndbönd Gaman 1:- 16 ! Ný j 1 Alien Resurection Skífan . . Spenna 17 ! 13 8 J 8 Heads ln A Duffel Bag j Bergvík Spenna 18 i 17 ! 5 J J Prophecy II Skifan Spenna 19 ! 20 L 12 Incognito Warner Myndir Spenna 20 l ! Ný ! i Face/0ff . Sam Myndbönd Spenna % Merkar vegamyndir Badlands (1973) Víðfræg kvikmynd Terrence Malick með Martin Sheen og Sissy Spacek í aðalhlutverkum. Þau leika par á flótta eftir að hafa myrt fóður „Spacek“ og skilja eftir sig slóð glæpa og óhugnaðar. The Getaway (1972) Ein albesta mynd Sams Peckinpah með þeim Steve McQueen og Ali MacGraw í aðalhlutverkum. Alvöra- löggu- og bófahasar. Varist þó eftir- gerð hjónakornanna Alecs Baldwins og Kim Basinger. Lolita (1962) James Mason fer á kostum í hlut- verki Humberts Humberts í vel heppnaðri aðlögun Stanleys Kubricks á skáldsögu Nabokovs. Adrian Lyne hefur nú einnig gert ágæta mynd eftir sögunni, með þeim Jeremy Irons og Dominique Swain I, aðalhlutverkum. Hefur hún líkt og sú fyrri vakið nokkra hneykslan. National Lampoon¥s Vacation (1983) Griswold-fjöldskyldan heldur í vafasama ferð frá úthverfum Chicago til skemmtigarðsins Walley World. Chevy Chase leikur lánlausan fjöl- skyldufóður sem þarf að glíma við hinn vonlausa Eddie (Randy Quaid). Gerðar hafa verið eftir henni fram- haldsmyndir. Paris.Texas (1984) Söguhetja myndarinnar þarf að byggja upp líf sitt að nýju eftir að hún tapar minninu. Þessi mynd Wims Wenders hlaut gullpálmann í Cannes og hefur öðlast sess meðal sí- gildra vegamynda. Rain Main (1988) Óskarsverðlaunamynd leikstjór- ans Barrys Levinsons fjallar um tvo ólíka bræður sem leiknir eru af Tom Craise og Dustin Hoffman. Fer sá síðarnefndi á kostum i ágætri mynd. Böm náttúmnnar (1991) Líklega þekktasta kvikmynd ís- lendinga. Kannski nokkuð ofmetin sakir óskarsverðlaunatilnefningar. Borin uppi af stórleik Gísla Halldórs- sonar og Sigríðar Hagalín, þótt út- lendingum þyki landslagsframsetn- ingin vart siðri. Telma & Louise (1991) Þessi mynd leikstjórans Ridleys Scotts þykir nokkuð byltingarkennd þar sem tvær konur eru í hlutverk- um útlaganna. Susan Sarandon og Geena Davis leika stöllurnar tvær sem setja allt á annan endann. Wilde at Heart (1990) Ein albesta mynd hins magnaða leikstjóra, Davids Lynch, og státar af þeim Nicolas Cage og Lauru Dern í aðalhlutverkum. Sailor Ripley og Lula flýja móður Lulu sem sendir á eftir þeim leigumorðingja. Þessi um- deilda mynd hlaut gullpálmann í Cannes. -bæn Paul Thomas Anderson hefur ekki gert margar myndir en Boogie Nights er sú fjórða. Síðast gerði hann Hard Eight þar sem Gwyneth Paltrow og Samuel L. Jackson vora meðal leikara og þar áður athyglisverða kvikmyndahátíðarmynd sem nefndist Cigarettes and Coffee. Fyrsta myndin hans hét The Dirk Diggler Story, gerð fyrir lítið fé árið 1988 með algjörlega óþekktum leikurum, en Boogie Nights er end- urgerð þeirrar myndar. Hún fjall- ar um unglingsstrákinn Eddie Ad- ams sem er klámmyndaleikstjór- inn Jack Horner uppgötvar. Undir nafninu Dirk Diggler slær hann í gegn í klámmyndaheiminum og verður í einu vetfangi vinsælasti leikarinn í greininni, m.a. sökum ógurlegrar reðurstærðar. Jack Homer stofnar farsælum ferli sin- um í voða með því að leggja áherslu á gæðin meðan iðnaður- inn er að þróast yfir í ódýrari flýtiframleiðslu. Á meðan tekur frægðin sinn toll hjá Eddie Ad- ams/Dirk Diggler sem lendir i dóp- neyslu, sinnast við Jack Homer, og stefhir hraðbyri í ræsið. Þessi úttekt á klámmyndaiðnað- inum og þeim breytingum sem á honum urðu í kringum 1980 er um margt athyglisverð. Margar persónur koma við sögu og afdrif þeirra eru mismunandi. Sumar ná að skapa sér betra líf en flestar eru þó við sama heygarðshomið í lok myndarinnar. í byrjun hennar virðast persónumar hinar ánægðustu meö hlutskipti sitt og þátttakendur í blómlegum iðnaði sem getur gert allavega smátilkall til einhverra gæöa en í lokin eru þetta bitrir einstaklingar með ógeð á sjálf- um sér að hjakka í sama farinu í hríð- versnandi klámiðnaði. Persónurnar eru utangátta í þjóðfélaginu en mynda saman samheldna fjölskyldu þar sem Jack Horner er fjölskyldufaðirinn og kona hans, klámmyndaleikkonan Am- ber Waves, mamman. Þegar persónu- legar ófarir einstaklinganna fara að vega meira en samheldnin í fjölskyld- unni syrtir í álinn. Helsti galli mynd- arinnar er að hún er einfaldlega of löng. Hún verður þvi langdregin á köflum. Aðalkostur myndarinnar eru skýrt dregnar og áhugaverðar per- sónur og feikisterkur leikhópur. Burt Reynolds virðist á gamals- aldri loks vera búinn að finna fjöl- ina sína í perrahlutverkum og Mark Wahlberg nær öllum þeim mörgu tilfmningum sem hlutverk- ið krefst en hann þarf að túlka allt frá botnlausri óhamingju og sjálfs- hatri yfir í nánast takmarkalaust sjálfsöryggi og sælu. Julianne * Moore er frábær í hlutverki klám- mömmunnar, einnig Philip Seymour Hoffman í hlutverki að- stoðarmanns sem ber vonlausa ást til aðalsöguhetjunnar. William H. Macy leikur enn einn aumingjann af snilld, aðstoðarleikstjórann Little Bill, sem hefur stöðugar áhyggjur af lauslæti konu sinnar (leikin af Ninu Hartley, einni af nokkrum alvöra- klámmynda- leikkonum með hlutverk í mynd- inni, og sú eina sem fær aö segja eitthvað). Don Cheadle, Heather Graham, Alfred Molina, Nicole Parker, John C. Reilly og Robert Ridgely eiga einnig heiður skilinn. Boogie Nights er mynd sem er vel þess virði að sjá, einkum vegna leik- hópsins, en það vantar smáneista í söguna til að gera myndina að alvöru- meistarastykki. Pétur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.