Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 Qblgarviðtalið æ llr okkar felist ekki í að við höfum alltaf verið á skjön við það sem aðrir hafa verið að bauka og aldrei fest :ast af einhverjum tilteknum músíkstefnum. Við leyfum okkur allt.“ \ DV-myndir ÞÖK urlög. Ef maður ætti að vera að skilgreina þau yfirhöfuð. Þau taka sig ekki of alvar- lega, það er oft mikil kímni í textunum og lögin blátt áfram og skemmtileg. Það hefur líka oft verið andinn í bandinu að gera nett grín að öllum tónlistarstefnum en við gæt- um þess alltaf að tapa okkur ekki í gamninu heldur feta þennan hárfína meðalveg.“ Hafa aldrei meikað það „Við erum ekki alvarlega að hugsa um að tolla í tískunni eða vera móðins (þó svo það hafi kannski gerst að við höfum orðið öðrum fyrirmynd)..." „Hafið þið „meikað það“, eins og þið ortuð einu sinni um?“ skýtur blaða- maður meinfýsinn inn í. „Nei, biddu fyrir þér. Þetta band hefur aldrei meikað það,“ viðurkennir Egill hreinskilinn. „Því miður. Það er bara svoleiðis. Kvikmyndin Með allt á hreinu meikaði það en hún er ekki hljóm- sveitin." Eftir hina miklu velgengni Með allt á hreinu kom svo ákveðinn skellur með út- komu Hvítra máva. Hvað fór úrskeiðis þar? Egill: „Stuðmenn höfðu ekkert með þá mynd að gera. Hins vegar voru það þrír úr sveit- inni, ég, Jakob og Valgeir, sem stóðum að myndinni og kannski þess vegna hafði fólk almennt væntingar um einhvers konar framhald af Með allt á hreinu. Hvítir máv- ar eru í grunninn alvarleg mynd og ég trúi því að síðar kunni fólk að sjá hana í nýju ljósi. En svona er þetta með öll verkefni sem lagt er upp með. Maður veit aldrei hvernig þau heppnast. Stundum gengur allt upp, jafnvel án þess að nokkur viti ná- kvæmlega af hverju, en það hendir líka að hlutirnir fari miður og þá er bara að taka þvi. Það er erfitt og sárt en nauðsynlegt til þess að halda sönsum í þessum bransa. Það hefur enginn enn þá dottið niður á hina einu sönnu lausn, enda væri kannski lítið fútt í hlutunum þá. Og ef maðúr er alltaf hræddur um að allt fari úrskeiðis verður varla mikið úr verki.“ Enginn veit sína ævina... Það vita kannski fáir af því að þegar Eg- ill Ólafsson var 17 ára og óharðnaður ung- lingur sem dauðleiddist í menntaskóla var hann nálægt því að halda til Kanada i vík- ing. Ekki til þess að spila tónlist heldur til að læra flugvirkjun. Já, flugvirkjun: „Það er rétt. Ég var hársbreidd frá því. Ég fór I inntökupróf hjá Loftleiðum ásamt sjötíu öðrum og var einn af 17 sem komust inn í kanadískan skóla. Svo var ég eiginlega kominn með annan fótinn utan þegar ég cdlt í einu áttaði mig á að flugvirkjun væri kannski ekki alveg það sem mig langaði til að starfa við það sem eftir væri ævinnar. Það tók mig ekki langa stund að ákveða að hætta við. Ef örlögin hefðu ekki gripið í taumana væri kannski flugvirkinn Egill Ólafsson við störf einmitt núna, flautandi lagstúf sér við munn og veltandi fyrir sér hvað í helvítinu væri að skrúfunni eða stélinu á einhverri rellunni." Það er af Ragnhildi og bónda hennar að segja að þau eru hæstánægð með lífið úti í London og ekki á leiðinni heim á næstunni. Ragnhild- ur starfar með hljómsveit sinni, Ragga and the Jack Magic Órchestra, og Jakob vinn- ur við hugbúnaðarfyrirtæki: „Þetta er bara svo skemmtileg borg. Við komum svo oft hingað heim að maður áttar sig ein- hvern veginn ekki á að maður búi annars staðar þannig að enn höfum við ekki feng- ið alvarleg köst af heimþrá. Það er líka svo mikið að gerast úti í London, alltaf eitt- hvað á seyði - aldrei deyfð. Og stærðin er stór plús. Ég var stödd á brautarstöð ein- hvern tímann þegar ég uppgötvaði frelsið sem fylgir því að búa þarna og ég vissi ekki fyrr en ég hrópaði upp yfir mig: „Yes!“ Það tók enginn eftir því, eða a.m.k. var öllum sama. Ef ég hefði slysast til að gera þetta I Bankastrætinu hefði viðkvæð- ið verið: „Ja, nú er hún Ragga endanlega búin að missa það.“ En ætli sumu fólki þyki bara ekki stundum dálítið vænt um Gróuna. Hún heldur þeim á lofti. Hampar þeim pínulítið. Og einhvers staðar stendur að illt umtal sé betra en ekkert umtal.“ Nú eru Stuðmennirnir í myndinni Með allt á hreinu nokkurs konar tímaskekkjur, af- dönkuð og hallærisleg hljómsveit sem rig- heldur í fornar hefðir í klæðaburði og hegðun, og svo bamalegir að halda að enn sé einhver von fyrir þá að verða frægir. Hvað mynduð þið gera ef þið vöknuðuð einn daginn upp við það að þessi væri raunin hjá Stuðmönnum raunveruleikans? „Við höfum alltaf verið í þessari aðstöðu. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur. Þetta erum við,“ segir Egill. „Við erum alltaf í þann veginn að syngja okkar síðasta." Þið haflð sem sagt gefist upp á draumnum um að „slá í gegn“? „Já, það er engin hætta á því. Við þurfum ekki að óttast það lengur. Svo mikið vitum við. Er ekki baslið bara kúl?“ -fin „Það hefur oft verið andinn í bandinu að gera nett grín að öllum tónlistarstefnum en við gætum þess alltaf að tapa okkur ekki í gamninu heldur fetum þennan hárfína meðalveg." Ragnhildur Gfsladóttir um Stuðmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.