Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Blaðsíða 20
2> i&kamál •$- -jfr- - LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 Ulfur í sauðargæru Margir íbúar Beierode-þorpsins í Braunschweig í Þýskalandi héldu til dómhússins þegar mál sókarprests þeirra, Klaus Geyer, var tekið fyrir. Það kom heldur ekki á óvart því sögur hermdu að hann hefði á laun haldið við marg- ar konur og að lokum framið þann glæp sem var ástæða þess að hann var kominn fyrir rétt. Hann hafði verið sakaður um að hafa myrt konu sína, Veronicu. Af og til fór smákliður um salinn og fólk sást jafnvel brosa undarlega. Gat það i raun verið að þessi maður væri jafn skinhelgur og ákæruvaldið hélt fram? Enginn á áheyrenda- bekkjunum gat tekið af skarið með það en nokkrar konur höfðu sterkar grunsemdir um sekt hans. Á fyrsta hjónabandsári Sannleikurinn um kvennamál Geyers voru þau að hann hafði tekið sér ástkonu innan árs frá því hann gekk að eiga Veronicu. Og þær höfðu orðið fleiri, þar á meðal kvenprestur sem átti eftir að koma nokkuð við sögu morð- málsins. Hún var tíu árum yngri en Geyer, sem var Fimmtíu og sex ára er Veronica, þá þremur ánnn yngri en hann, hvarf. Kvenprest- urinn, sem hafði átt í ástarsam- bandi við Geyer, var frá Hamborg og hafði komið til að hugga Geyer í raunum hans. Það var daginn eftir hvarf eig- inkonunnar. „Mig imdraði,“ sagði konan, „að hann læsti ekki einu sinni svefnherbergis- hurðinni með- an við vorum saman í hjóna- rúminu.“ Þessi orð lét kven- presturinn falla eftir að hún féllst á að bera vitni gegn fyrr- verandi ást- manni sínum. Þá hafði hann verið ákærður og hana fór að gruna að hann kynni að vera sekur um morðið á konu sinni. Hún var þá farin að halda að Geyer hefði ekki læst að þeim þar eð hann hefði verið þess alviss að kona hans myndi ekki geta komið þeim að óvörum. Það var rétt. Þá var Veronica dáin. Lík hennar lá í skógi skammt frá Beienrode, en var ófundið. Klaus Geyer tilkynnti lögregl- unni hvarf konu sinnar. Hann sagði hana hafa farið á ferðaskrif- stofu í Braunschweig, en ekki komið heim. Sóknarprestur að- stoðaði við leitina og samdi meðal annars tilkynningar á tölvu. Þær festi hann síðan á ljósastaura og tré. „Hann var skinhelgin uppmál- uð,“ segja ýmsir í dag eftir að rétt- arhöldunum er lokið. Hann boð- aði söfnuðinum eitt en gerði ann- að.“ Smnt af þessu fólki tók þó allt aðra afstöðu þegar lögreglan fann líkið af Veronicu og hélt til prests- bústaðarins til þess að handataka Geyer. „Það er búið að handtaka sókn- arprestinn okkar,“ sagði fólk þá. Fregnin hafði mikil áhrif á íbúa Beienrode, enda hafði Geyer þjón- að þar í tvo áratugi. Hann hafði á þeim tima gift marga þorpsbúa, skírt börn og sagt síðustu orðin yfir flestum þeim sem bornir höfðu verið til grafar. Fólk sem taldi sig þekkja hann vel sagði er það frétti um handtökuna: „Nú hefur lögreglan gengið of langt. Eru þeir gengnir af vitinu? Halda þeir að sóknarpresturinn okkar hafði myrt konuna sína?“ Sá tónn átti þó eftir að breytast, eins og komið er fram hér að ofan. I góðu áliti Veronica var talin mild kona og hjálpfús. Hún hafði erft jörð eftir foður sinn og þar höfðu Geyers- hjónin búið. Hún hafði komið á fót „Hjálparhönd", samtökum sem reyndu að koma til aðstoðar þeim sem minna máttu sín, og Veronica hafði orö á sér fyrir að vísa eng- um sem til henn- ar leitaði frá sér. Hún virtist óþreytandi í hjálparstarfinu, rétt eins og eig- inmaður hennar. En hvað hafði farið úrskeiðis, ef ásakanimar á hendur presti voru sannar? Margan fýsti að heyra það. Eftir uppnám- ið I Beienrode í kjölfar handtöku Klaus Geyers hófst mikil umræða. Sumir krossuðu sig í orðsins fyllstu merkingu. Svo kom að réttarhöld- unum, og þá lagði fólk ákaft við eyrun. Gat það verið að sóknar- presturinn hefði verið jafnkven- samur og sagt var? Gat verið að hann hefði i raun myrt konu sína? Málið skýrist Eitt vitnanna var tuttugu og sjö ára hjúkrunarkona, Petra Leiner, frá Braunschweig. Hún hafði gerst ástkona prestsins, og reyndar orð- ið svo hrifin af honum að hún hafði skýrt honum frá því að hún vildi að hann skildi við Veronicu svo hann gæti kvænst henni. En hjúkrunarkonan hafði varla mælt þessi orð þegar Geyer sagði henni að hann yrði að slíta sambandinu við hana. Skýringin á þessari afstöðu prests varð ljós í réttarsalnum. Skilnaður kom ekki til greina af því hann myndi valda kollsteypu í lífi hans og líklega leiða til þess að hann missti embættið. Það var kona hans, Veronica, sem átti bæ- inn sem þau bjuggu á og hún var efnaði aðilinn í hjónabandinu. Skilnaður yrði til þess að hann yrði að flytjast af bænum og þá yrði staða hans svo erfið að það væri vafamál hvort hann gæti haldið áfram að sinna starfi sínu. Geyer tók því þann kostinn að búa með konu sinni og njóta þeirra hlunninda sem því fylgdu en taka sér ástkonur. Það sem hratt af stað þeirri at- burðarás sem leiddi til morðá- kærunnar á hendur Geyer er talið bréf sem kona hans, Veronica, fann á heimili þeirra. Það var frá einni ástkonu prests. Ekki fer neinum sögum af þvi hvað þeim hjónum fór á milli eftir að hún las bréfið en í raun þarf ekki mikið hugmyndarflug til þess að gera sér grein fyrir óánægju eiginkon- unnar. Þannig lagði saksóknari þennan þátt málsins fyrir í réttin- um. Hans kenning var sú að þau hjón hefðu rifist heiftarlega í kjöl- farið og Veronica hefði sett manni sínum stólinn fyrir dyrnar. Það hefði orðið til þess að Geyer hefði ftmdist tilveru sinni ógnað og því hefði hann gripið til þess örþrifa- ráðs að aka með konu sína út í skóg og ráða hana af dögum þar en tilkynna síðan hvarf hennar og reyna að breiða yfir sekt sína með því að bjóða fram aðstoð við leit- ina. Kenning saksóknara velt enn fremur á þá leið að eftir að hafa ekið með Veronicu út í skóg hefði maður hennar barið hana til óbóta. Hún hefði þó enn verið á lífi þegar hann dró hana út úr bíln- um og inn í skóg- inn. Þar hefði hann lagt hana á jörðina, en síðan gengið endanlega frá henni með því að berja hana i framan með steini uns andlitið hefði verið orð- ið óþekkjanlegt. Hefði eyðilagt allt Saksóknari kallaði fram vitnin gegn Geyer og frásaga kvenprests- ins, sem komið hafði til að hugga Geyer daginn eftir hvarf Ver- onciu, varð ákærða ekki til fram- dráttar. „Er það ekki grunsamlegt að hann skuli ekki hafa læst svefnherbergishurðinni þegar hann fékk þessa konu með sér upp í rúm?“ var spurt í háifum hljóð- um þegar hún hafði sagt sögu sína. „Jú, vissulega. Hann hefur alls ekki reiknað með að hún gæti sýnt sig. Og hvers vegna ekki? Vegna þess að hann vissi að hún var dáin. Og hvernig gat hann vit- að það? Jú, hann myrti hana.“ Hugleiðingar af þessu tagi ein- kenndu ýmsa sem komið höfðu í réttinn til að komast að sannleik- anum um sóknarprestinn sem sat á sakbomingabekknum. „Hann var haldinn miklu hatri á konu sinni,“ fullyrti saksóknar- inn. „Hún fann bréfið og í fram- haldi af því hefur hún krafist skilnaðar. Það hefði eyðilagt allt fyrir honum. Þess vegna framdi hann morð.“ í lokaræðu sinni krafðist saksóknarinn fangelsis- dóms yfir Klaus Geyer. Klaus Geyer og kona hans Veronica. Neitaði, en... Geyer sóknarprestur neitaði þvi að hafa ráðið konu sína af dögum og sagði meðal annars í réttinum: „Konan mín var ekki aðeins myrt. Hún var einnig limlest á hinn skelfilegasta máta. Fyrir þann glæp ber að refsa. Það er óþolandi til- hugsun fyrir mig að vita að morðingi hennar gengur laus. Mín síð- asta minning um hana er hið milda bros hennar.“ Prestur talaði í hálfan annan tíma í réttinum. Þegar hann lauk máli sínu heyrðust and- vörp af áheyrendabekkj- unum. Klaus Geyer var dæmdur í átta ára fang- elsi. En jafnvel eftir dóm- inn hélt hann við fyrri yfirlýsingu sína um sak- leysi. Það sem varð honum að falli var þó áþreifan- legt en ekki bara grun semdir. Óbeinu sannan- irnar hefðu vafalítið ekki nægt til að að sakfella hann. Það voru aftur tæknimenn lögreglunar sem komu með það gagn sem varð til þess að nið- urstaða réttarhaldanna gat aðeins orðið á einn veg. Þegar vettvangur morðsins var rannsakað- ur kom í ljós að þar var um mýrlendi að ræða. Mýrlendi er víða í ná- grenni Beienrode en á þessum stað hagar þannig til að þar er ekki mýrarauði sem er al- gengastur á þessum slóð- um heldur mýrasorta, það er dökkleitur járnkenndur jarðvegur. Og þetta er eini stað- urinn í grennd við Beinerode þar sem slíkan jarðveg er að finna. Við leit á heimili Geyers fund- ust stígvél. Þau voru tekin til rannsóknar og í rannsóknar- stofu kom fljótt i ljós að á sólun- um var mýrasorta. Það var þessi niðurstaða sem varð sakborn- ingi að falli. Eftir að ljóst varð að Geyer yrði sekur fundinn heyrðist sú spurning hvort hönd máttar- valdanna hefði verið að verki. Það væri sannarlega íhugunarvert að lík Veronciu skyldi hafa fundist á þeim eina stað nærri Beienrode þar sem jarðveg af þessu tagi væri að finna. Geyer, hempuklæddur. Við heimili Geyers meöan rannsóknin stóð yfir. Petra Leiner. Stígvéliö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.