Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Blaðsíða 18
18 _± * . ifteygarðshornið LAUGARDAGUR 18. JULI1998 Og blánar og blánar hvert ár Þegar ég hitti Einar Má Guð- mundsson á dögunum og talið barst að hræringunum í Alþýðu- bandalaginu sagði hann mér frá rosknum sósíalista, góðum og gegnum félaga í Flokksa, sem frétti á sinum tíma af því að Fylkingin hygðist ganga til liðs við Fjórða Al- þjóðasambandið sem var alþjóða- hreyfing trotskíista. Trotskí? sagði gamla kempan, var það ekki bölv- aður hanníbalisti? hans með sér í sameiginlegt fram- boð: og hið útvalda Alþýðubanda- lagsfólk má hrekjast til síns Eg- yptalands, sem er á Þórshöfn - hiö rétta Alþýðubandalagsfólk, fólkið sem er Alþýöubandalagsfólk vegna þess að það aðhyllist hugsjónir. Alþýðubandalagið er að ganga úr Alþýðubandalaginu um þessar mundir. Eftir sitja hannibalistam- ir. Hvað er hanníbalisti? Það er krati í kommagæru. Þeir eru verstir að mati hinna réttbomu. Það em þeir sem laumaö hafa sér i flokkinn á umliðnum ámm á fólskum forsendum; þeir sem ekki vita hvað rúgbrauð og soðning kostar, eins og Ólafúr Jóhann Sig- urðsson orðaði það i Hreiðrinu, hinu beiska uppgjöri íslenskra sós- íalista við markaðs- og þéttbýlis- samfélagið. Það er ekki tekið út með sældinni að vera réttborinn Alþýðubandalagsmaður um þessar mundir. Flokksi er nú fallandi vígi, og blánar og blánar hvert ár, börnum og krötum að leik. Hanníbalistamir skilja ekki þjóð- frelsisbaráttuna, þeir em fólkið sem hefur aldrei sett sig inn í eig- ind og megind, skrifaði aldrei grein í Rétt og trúði aldrei á sósí- alismann, ekki einu sinni með manneskjulegu yfirbragði - það vildi bara á þing. Og nú hefúr þetta fólk fellt sjálft merki flokks- ins um leið og það hirðir nafn Guðmundur Andri Thorsson Eða svo mátti að minnsta kosti skilja Hjörleif Guttormsson þegar hann var að ganga úr flokknum: Hann talaði eins og sérstaða hans innan flokks og utan væri sú að hann hefði hugsjónir, ekki hinir - að hugmyndir hans um æskilegt samfélag væm hugsjónir, en hug- myndir allra hinna hentistefna og framapot. Þetta er kunnuglegur tónn úr Flokksa. Eg var ung gefin Njáli sagði hann við bálforina - en hver er Njáll ef hann pant vera Bergþóra? Hver er Kári, valmennið sem slapp og hefndi? Hver Skarp- héðinn? Og umfram allt: hvað brann? Eins og Megas kvað: Við öll- um þessum spumingum er til eitt og annað loðið svar - þau kann ég ekki en ólíkt var nú samt heimilisbragurinn á Bergþórshvoli viðkunnanlegri en sá í Alþýðubandalaginu, þrátt fyrir öll húskarlavígin. En þótt erfitt sé að koma auga á hliðstæður hinna miklu kappa Njálu í Flokksa þá er augljóst hvað brann að mati Hjörleifs - það var sá hluti Al- þýðubandalagsins sem byggði á hugsjónum - það var Hreyf- ingin. Kannski. Hinir réttbomu ættu samt ef til vill að gefa því gaum hvers vegna Flokksi fylltist af hentistefnumönnum, hanníbalistum og endurskoð- unarsinnum, fólki sem að- hyllist velferðarkerfi á nor- ræna vísu og lætur sig dreyma um aukinn jöfnuð á kratíska vísu; fólki sem fyrir- munað er að sjá erlenda ásælni í Schengen-samkomu- laginu; fólki sem ekki skilur hversu brýnt er að tolla græn- meti eins og finustu snyrti- vömr - í einu skelfilegu orði: Kröt- um. Flokkurinn er yfirfullur af krötum vegna þess að hann byggir beinlínis á þvi að leika tveimur skjöldum, eins og Brynjólfur Bjamason benti strax á. Frá fyrstu tið em viss óheilindi innbyggð í flokkinn - línur að skýrast - loksins virðist stefna í það að jafhaðarmenn snúi bökum saman og hætti að efla þá til áhrifa umfram raunvem- legt fylgi sem andvígir eru markaðskerfinu og einka- framtakinu í nokkurri mynd, telja að öll fram- leiðslutækin eigi að vera í ríkiseigu og líta á hvers kyns aðild að Evrópusam- starfi sem hættulega er- lenda ásælni. Eg var ung gefin Njáli, sagði Bergþóra og sagðist síðan mundu láta eitt yfir þau bæði ganga, neitaði út- göngu heldur gekk í sæng með bónda sínum - og brann. Hjörleifur Guttorms- son vitnaði í upphaf þess- ara orða og leitaði útgöngu, gekk á dyr. Einhverjum kynni ef til vill að virðast nokkur þversögn i þessu en þó þarf ekki svo að vera. Hver er sá Njáll sem Hjör- leifur gafst ungur? Hann er Eyjólfur sem aldrei hresstist heldur dó. Hann er draumurinn. það var slík óbærileg freisting að lokka til sín vinstri krata að svo hlaut að lokum að fara að allt spryngi sökum inn- byggðra mótsagna. Loksins fara Draumurinn um sósíalískt þjóðfélag - draumurinn um sameign alls sem snerist upp í sameiginlegt allsleysi - draumurinn um að vinna eftir getu og taka eftir þörfum - sá draumur er liðinn undir lok. Njáll er dauður og þegar hann gekk aft- ur var hann orðinn bölvaöur hannibalisti. ■k * dagur í lífi e k ★ Við hjónin byrjuðum daginn með því að fara í Sundlaug Sel- tjamamess. Þar hitti ég gamlan vin minn síðan á stuttbuxnadögum mínum í Litlu-Sandvík í Flóa, Guð- mund Sæmundsson, Dúdda. Eins og endranær fómm við að tala um kýr og hesta og gömul ömefni. Hann sagði mér að kúagatan yfir Sandvíkurheiðina niður á Kotferju sæist ekki lengur og að Mýrin væri að gróa upp sem þurrir vellir svo maður þekkti sig ekki þar. Og Páll í Sandvík var rétt um daginn að girða nýtt tún sem nær upp undir Ölfusá. Við Dúddi lukum talinu með því aö tala um Stjama, uppá- haldsreiðhestinn hans. Göngin opnuð En nú biðu okkar og meiri verk- efni en að rifja upp gamlar minn- ingar. Það átti aö opna Hvalfjarð- argöngin kl. tvö. Þar söfnuðumst menn saman með sama hátíðleika- blæ og þeir væm að fara í kirkju. Við Davíð Oddsson gengum fremstir með konum okkar, Ástríði Thorarensen og Kristrúnu Ey- mundsdóttur. Og ég heyrði utan af mér að Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks, skaut því að forsætisráð- herra um leið og hann rétti honum skærin til þess að klippa á borð- ann að þau yrði að geyma vel til þess að hægt yrði að nota þau við opnun næstu Hvalfjarðarganga. Skýringin er sú aö það er ódýrara að gera ný göng undir fjörðinn en að breikka þau sem fyrir eru. Og spá mín er sú að ekki muni líða meira en 15 ár áður en önnur ný jafnstór göng verði komin undir Hvalfjörð. Undir kelduna í ávarpi sínu vék forsætisráðherra að því gamla orð- taki að betri sé krókur en kelda. En það væri til marks um nýja tíma að nú veldu menn þriðja kost- inn að fara undir kelduna enda væri opnun ganganna handan þeirra drauma sem menn höfðu um sam- göngumannvirki fyrr á öldinni. Síðan klippti hann á borðann og gaf okkur Páli Sigurjónssyni bút af honum til minningar um þennan merkilega atburð. Það fannst líka á öllum að göngin voru í þeirra huga meira og stórkostlegra mann- virki en þá hafði grunað. Innilok- unarkennd var ekki nefnd. Það er sérstakt um þessi göng að nokkru sunnan við miðju rann 60 gráða heitt vatn úr berginu. Það hefur þann kost að loftræsting verður auðveldari en ella vegna hitamis- munarins. Finnbogi Arge, sam- gönguráðherra Færeyja, var sér- stakur gestur minn við opnun ganganna. Færeyingar hafa nú tek- ið á fjárlög nokkur framlög til und- irbúnings jarögangagerðar undir Vestmannasund til eyjarinnar Vág- ar þar sem flugvöllurinn er. Göng- in verða svipuð að lengd. Hringnum lokað Mikill fjöldi Akurnesinga og Borgnesinga hafði safnast saman norðan við fjörðinn til að fagna opnun ganganna. En um leið fann maður að margir söknuðu Akra- borgarinnar sem svo lengi hafði þjónað sem samgöngutæki. Nú var mönnum annað ofar í huga: í henni höfðu menn skeggrætt í gegnum tíðina, ræktað gamla vináttu og fitjað upp á umræðuefnum líðandi dags. Akraborg var auðvitað alltof langt og stirðlegt heiti fyrir slíkan fundarstaö svo að menn höfðu fundið henni annað nafn, styttra og hlýlegra. Menn kölluðu hana Bogguna. Siðdegis hélt ég svo með Akraborginni til Reykjavíkur og var fyrst siglt inn fjörðinn að gangaopunum. í austri sáum við í kollinn á Þórisjökli þar sem hann gægðist fram milli Brekkukambs og Reynistaðaháls. Ferðinni lauk svo með því aö í síðasta sinn var ekið upp úr Akraborginni í Reykja- vikurhöfn og þar með var hringn- um lokað. Um kvöldiö snæddum við hjónin kvöldverð í boði Fossvirkis og Spalar. Það lá vel á öllum. Verkið hafði gengið hraðar fram en menn höfðu þorað að vona. Göngin eru glæsilegt og þarft mannvirki.Og enn jók það á gleðina að engin al- varleg slys höföu orðið á mönnum. Dagur í lífi Halldórs Blöndals samgönguráðherra: Ekið undir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.