Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1998, Blaðsíða 42
★ 50 * ★ lyndbönd ★ ★ MYNDBAHDA GibTown: m ★★★ Feðraveldið skorað á hólm Hingað til lands hefur skilað sér á undanfóm- um árum fjöldi vel heppnaðra bandarískra mynda sem eiga lítið skylt við hefðbundnar Hollywood- myndir. Framleiðslukostnaður þessara mynda er ekki einungis margfalt lægri en stórmynda draumaborgarinnar heldur jafnvel undir kostnaði íslenskra mynda. Mættu reyndar íslenskir kvikmyndagerðarmenn læra ýmislegt af þessum myndum. Margar myndanna eiga þó sameiginlegt að beina sjónum fyrst og fremst að karl- kyninu (t.d. The Brothers McMullen og Swingers) og kvenkynið því fyrst og fremst í aukahlutverki (og jafnvel einungis viðfang karlkynsins). Líkt og nafn Girls Town gefur tO kynna snýr hún hlutverkaskiptingunni við. Skelfilegur at- burður verður til þess að vinkonur nokkrar, sem eru við það að ljúka mennta- skóla, taka líf sitt og samfélag til endurskoöunar. Upp úr því hefja þær persónu- lega uppreisn gegn feðraveldinu og lögmálum þess. Leikaramir sem fara með hlutverk stúlknanna eru stórgóðir og falla vel að raunsæisstemningu myndarinnar. Þá býr Girls Town yfir óvenju hvassri samfé- lagsrýni og tekst einkar vel aö koma til skila þeim mörgu vandamálum er hvíla á herðum ungra kvenna í dag. Myndin er kröftugt framlag til kvenréttindaum- ræðunnar nú þegar dagar Kvennalistans virðast taldir - hversu öfugsnúið sem það kann nú að vera. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Jim McKay. Aðalhlutverk: Lili Taylor, Bruklin Harris og Anna Grace. Bandarísk, 1996. Lengd: 88 mín. Bönn- uð yngri en 12 ára. Bjöm Æ. Norðfjörð Trees lounge: ★★< Buscemi leikstýrir ||| Wk STEVFBUSCEMI Steve Buscemi er einhver vinsælasti aukaleik- arinn í Hollywood þessa dagana, vegna þess hæfi- leika síns að vera skemmtilega skrýtinn (Desperado, Con Air, Armageddon, o.s.frv.). Hann hefur nú nýtt sér áhrifm til að fá peninga til að leikstýra sinni fýrstu mynd, Trees Lounge. Hann skrifar einnig handritið og leikur aöalhlutverkið, ólukkufúglinn Tommy sem er búinn að missa vinnuna og kærustuna (til fyrrverandi yfirmanns síns). Hann hefur alltaf verið reikull i ráði en nú keyrir um þverbak. Á tilgangslausu rölti hans út og inn um krárdymar fáum við svo að kynnast ýmsum öðrum mislánsömum íbú- um hverfisins. Gallinn við myndina er aö hún er hér um bil algjörlega stefnulaus og endar einnig í lausu lofti. Hún skilur því ekki mikið eftir sig annað en minn- ingar um nokkuð athyglisverðar persónur, nokkur hnyttin samtöl, og góöa frammistöðu leikara. Steve Buscemi hefur aumingjaskapinn sinn á hreinu og margir góðir leikarar koma viö sögu. Vert er að nefna Chloe Sevigny sem var mögnuð í Kids. Hún er í veigaminna hlutverki hér en stendur sig vel. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri og aðalhlutverk: Steve Buscemi. Bandarísk. 1996. Lengd: 96 mín. Öllum leyfð. -PJ Female perversions: *** Kvennakúgarinn Eve Stephens er lögffæðingur á vegum ákæru- valdsins, farsæl i starfi og á góða möguleika á að næla sér í dómaraembætti. Hún er kona á frama- braut en á í erfiðleikum í einkalífinu. Hún er kynlifsfikill og valtar yfir allar tilfinningar, bæði sínar eigin og bólfélaga sinna. Hún er taugatrekkt vegna hugsanlegrar stöðuhækkunar og einnig vegna systur sinnar sem er í fangelsi vegna búöa- hnupls og reynir að veita streitunni útrás í gegn- um kynlífsóra. Þessi mynd á sjálfsagt eftir að valda mörgum pervertnum vonbrigðum. Mynd- bandskápan gefm- til kynna ljósbláa erótík en innihaldið er allt annað. Myndin er gerð eftir sögu Louise J. Kaplan sem er þekktur kvenfrelsishugsuður og sagan fjallar að- allega um kvenlega sjálfsmynd, stereótýpur og mismunandi form kvennakúgun- ar þar sem karlar kúga konur og konur kúga einnig aðrar konur og jafnvel sjálf- ar sig. Það er mikið um athyglisverðar pælingar í myndinni en oft eru þær of djúpar til að þeir sem ekki eru mikið inni í kvenfrelsismálum nái að fylgja pæl- ingunum almennilega eftir. Það er þó alltaf hægt að dást að-frábærri frammi- stöðu leikaranna, sérstaklega Tildu Swinton sem fer á kostum í aðalhlutverk- inu. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Susan Streitfield. Aðalhlutverk: Tilda Swinton. Þýsk/bandarísk. 1996. Lengd: 108 mín. Bönnuð innan 16 ára. Pétur Jónasson An American Werewolf in Paris: * Leiðindi í París John Landis tókst í kvikmynd sinni, An American Werewolf in London, að blanda saman hryllingi og gamni, samfara áhuga- verðri umfjöllun um dýrið í manninum. Auk þess bjó myndin yfir áhrifamikilli umbreyt- ingu manns í úlf og hlaut fyrir vikið ósk- arsverðlaun. Nú, sautján árum síðar, hefur verið gert óbeint framhald myndarinnar, nema hvað atburðarásin á sér stað í París. Það er ekki nóg með að frumleiki fyrri myndarinnar sé fyrir bí þvi allar tilraunir til endursköpunar mistakast með öllu. Þá er „endurgerðin" hvorki fyndin né ógnvekjandi. Sjálfir varúlfamir eru svo afkáralegir að óvíst er hvort þeir eiga að vekja ótta eða hlátur. öll samtöl eru með eindæmum vandræðaleg, handritið er illa uppbyggt og tæknibrellur eru litt töfrandi. Verstir af öllu er þó Kanamir þrír sem sækja París heim. Efast ég um að verra leik- aratríó hafi sótt heim þá ágætu borg fyrr. Oft hafa varúlfar verið leiknir grátt en útreið sem þessa hafa þeir vart fengið fyrr. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Anthony Waller. Aðalhlutverk: Tom Ever- ett Scott og Julie Delpy. Bandarísk, 1997. Lengd: 98 mín. Bönnuð innan 16 ára. Björn Æ. Norðfjörð LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 T^V úr myndinni Foxtrot. Vegamyndir: Þrautseigt söguform Eiginleikar Vegamyndir em ekki ákveðin af- mörkuð tegund kvikmynda heldur geta þær lagað sig að ólíkum teg- undum eftir hengtugleika. Þær geta jafnt tilheyrt grín- eða spennumynd- um, drama eða hryllingsmyndum o.s.frv. Það sem þær eiga aftur á móti sameiginlegt er ákveðin (og jafnan nokkuð stöðluð) uppbygging. Aðalpersónan (eða persónur) leggur af stað í upphafi myndarinnar í ferðalag sem reynir síðan á þolrif hennar út myndina. Uppbyggingin vill jafnan veröa eilítið losaraleg þar sem aðalpersónan er á eilífu flakki og nær því hvorki að tengja myndina ákveðnum stað né öðram persónum. Samfara ytra ferðalaginu á sér jafnan stað innra ferðalag þar sem persónan tekur út ákveðinn þroska. Það er þó einnig til í mynd- inni að hún þroskist alls ekki og bíði því ósigur fyrir þeim áskortm- um er fylgt hafa ferðalaginu. Það má því ljóst vera að eðli þroska- sagna og vegamynda renna að mörgu leyti saman. Upphafið Þá er vissulega umdeilanlegt Klassísk myndbönd Easy Rider: ★★★ Brunað eftir þjóðveginum Við síðustu ósk- arsverðlaunaafhendingu börðust meðal annarra Peter Fonda (Ulee¥s Gold) og Jack Nicholson (As Good as It Gets) um bestu verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki. Líkt og flestum er kunnugt hafði Nicholson betur og hlaut fyrir vikið sinn þriðja óskar. Það vita aftur á móti færri að árið 1970 voru þeir einnig báðir tilnefndir til óskarsverðlauna, og það fyrir sömu mynd en sín hvor verðlaunin. Myndin var engin önn- ur en mótorhjóladramaö Easy Rider sem hafði öðlast óvæntar vinsæld- ir. Nicholson hlaut fyrstu tilnefningu sína fyrir túlkun sína á Geor- ge Hanson en Fonda, Dennis Hopper og Terry Southern fengu óskarinn fyrir besta handrit. Hopper leik- stýrði sjálfur og fékk verðlaun fyrir bestu frumsmíð á hátíðinni i Cann- es. Óhætt er að segja að kvikmynd- in Easy Rider hafi komið þessum hæfileikariku leikurum á kortið. Myndin lýsir frelsisleit þeirra Wyatt (Fonda) og Billy (Hooper) á miðju hippaskeiðinu. Á þeysireið frá einum stað til annars kynnast þeir ólíkum persónum og staðar- háttum. Þegar á líður myndina magnast þó grunnandstæður henn- ar. Frelsi hippamenningarinnar stendur andspænis afturhaldsöflun- um, og segja má að myndin endi á kröftugum árekstri þar á milli. Þótt Easy Rider geti vart talist meistarastykki eru margir þættir sem gera hana mjög áhugaverða. Hún er ein af mjög fáum myndum er gerðu tilraun til að varpa ljósi á hippaskeiðið þann stutta tíma er það varði og má í þvi sambandi nefna magnað hippaportrett. Þá býr myndin yfir frábærri tónlist (m.a. Steppenwolf, The Byrds, Jimi Hendrix) sem er æði merkilegt því í þá daga tíðkaðist ekki að ljá mynd- um úrvalstónlist úr samtímanum. Myndatakan er einkar vel heppnuð, klippingar eru skemmtilega útfærð- ar og vimusenan í lok myndarinnar er geysilega vel unnin. Ekki má heldur gleyma góðum samleik Fonda og Hoppers og mögnuðum Nicholson. Easy Rider er áhrifamik- ið sumardrama og tilvalin mynd fyrir þá sem ætla aö vera heima um verslunarmannahelgina en vilja upplifa eilitla ferðastemningu engu að siður. Fæst í Videóhöllinni. Leikstjóri: Dennis Hopper. Aðalhlutverk: Pet- er Fonda, Dennis Hopper og Jack Nicholson. Bandarísk, 1969. Lengd: 94 mín. Bjöm Æ. Norðfjörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.