Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v Grænlendingar: Vilja fá íslendinga með í rækjueinokun DV, Ósló: Með samtök olíuframleiðsluríkja - OPEC - sem fyrirmynd vilja Græn- lendingar nú koma á einokun á við- skiptum með rækju við Norður-Atl- antshaf. Það er Lars Emil Johansson, fyrrum landstjómarformaður og nú framkvæmdastjóri Royal Greenland, sem hefur fengið þessa hugmynd og Forsetafrúin: Batans beðið Frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir gekkst undir beinmergsflutningsað- gerð í Seattle snemma í síðustu viku. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun en óvíst er hvenær í ljós kemur hvort aðgerðin hefur borið tilætlað- an árangur. Með frú Guðrúnu Katrínu i Seattle eru herra Ólafur Ragnar Grímsson og dóttir þeirra, DaUa Ólafsdóttir. -me Njálsbúð: Fólskuleg líkamsárás Lögreglan á Selfossi rannsakar nú harkalega líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan Njálsbúð aðfaranótt sunnudags. Átök urðu fyrir utan Njálsbúð þar sem fram fór dansleikur um nóttina. Maður hlaut slæma áverka í andliti í átökunum og var hann fluttur til læknis á Hvolsvelli um nóttina. Mað- urinn lagði fram kæm á hendur árás- armanninum í gær og verður hann yf- irheyrður af lögreglu. -RR vill fá íslendinga, Kanadamen og Norðmenn með í samstarf um „rækju- hringinn". „Við höfum nú þegar með okkur nokkurt samstarf á rækjumörk- uðunum en þetta samstarf mætti auka til að koma í veg fyrir undirboð og verðfall," segir Lars Emil í viðtali við grænlenska útvarpið, KNR. Hann seg- ir að ef þjóðimar við Norður-Atlants- hafið taki sig saman um einokum á Slys af völdum lausagöngu búfjár er alfariö á ábyrgð eigenda ef girt er beggja megin vegar þar sem óhapp á sér stað en annars er það á ábyrgð ökumanns. „Ég veit ekki hvemig tryggingarfélög hafa tekið á þessu en þessi hlutlæga ábyrgð að ökumaður beri ábyrgð á öllum þeim tjónum sem bíllinn veldur er mjög sterkt ákvæði," sagði Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs, í samtali við DV. Hann sagði að árlega rækjumörkuðunum verði þær ráðandi á rækjumörkuðum heimsins. „Það skiptir ekki höfuðmáli hve nákvæm- lega við fylgjum fordæmi olíusöluríkj- anna en samstarf á mörkuðunum mun koma í veg fyrir of miklar sveiflur á verði. Þetta er viðurkennd aðferð sem framleiðendur á ýmsum vörum nota,“ segir Lars Emil. Royal Greenland er stærsta fyrirtæki Grænlands og einn ættu sér stað nokkur hundruð tilfelli þar sem bifreið væri ekið á búfé hér á landi. „Það kemur kannski ekki nema hluti af þessum tilfellum til skráningar hjá lögreglu. Stór hluti af þessu fer bara beint til tryggingarfé- laga eða þá að gert er upp á staðnum beint við bónda eða viðkomandi eig- anda.“ Sú urnræða hefur verið uppi vegna slyssins er varð í Öræfasveit um helgina þar sem lausaganga olli því að ökumaður sveigði bifreið stærsti rækjuútflytjandi heimsins. Grænlendingar eru mjög háðir rækju- veiðunum sem skila af sér bróðurpart- inum af gjaldeyristekjum landins. Enn hefur ekki verið leitað formlega eftir samstarfi við aðra rækjuverkend- ur við Atlantshafið en þessa dagana er verið að koma á fót grænlensku sendi- ráði í Kanada vegna aukinns sam- starfs við Kanadamenn. GK sinni út af, að merkja svæði þar sem lausaganga gæti verið meö sérstök- um skiltum. „Ég hefði viljað að menn stigju skrefið til fulls og hreinlega bönnuðu þetta. Ég held að það sé ekk- ert hægt að sætta sig við það við nú- tímavegaaðstæður að menn geti átt von á því að hross eða rolla komi upp á veginn þar sem menn mega - við bestu aðstæður - aka á niutíu km hraða. Og ég held að þaö hljóti að verða niöurstaðan." -HB Hannes Þ. Hafstein, fyrrverandi forstjóri Slysavarnafélags íslands, var borinn til grafar f gær. í gærkvöldi var svo at- höfn á ytri höfninni. Báturinn Hannes Hafstein fór þar fremstur en á eftir komu björgunarbátar Slysavarnafélagsins. Kveikt var á handblysum til að minnast hins látna. DV-mynd S. Hundruð slysa vegna lausagöngu: Banna lausagöngu - segir Umferðarráð Hvað tukthúslimir hafast að Dagfari m m Það er auðvitað ekkert sældarlíf að sitja í fang- elsi. Síst fyrir þá sem fá langa og stranga fangels- isdóma. Sumir eru settir inn fyrir minni háttar hnupl, af því að þeir hafa ekki vit á því að stela stórt til að losna við tukt- húsdóma. Það hefur nefnilega verið lenska á íslandi að fara mjúkum höndum um þá sem pretta og plata með stórar fjárhæöir. Þeir eru kall- aðir fjárglæframenn eða fjárplógsmenn og sleppa við Litla-Hraun. Smá- krimmamir eru hins veg- ar fangelsaðir með það sama og svo náttúrlega unglingarnir og nytsömu sakleysingjamir, til að herða þá og forstokka innan um hina einu og sönnu glæpamenn. Hinir einu og sönnu era þeir sem hafa drepið, eða það sem verra er, stundað bamaníð og nauðg- anir. Þeir em líka í höfðingjatölu á Hrauninu og njóta sérstakrar þjónustu og fyrirgreiðslu til að geta miðlað hinum óhörönuðu og kennt þeim glæpina. Til að létta undir meö fóngum á Litla Hrauni, sem hafa takmarkaða aðstöðu til að útvega sér tól og tæki til að stunda áfram níð sitt og nauðganir, hafa fangelsisyfirvöld greinilega tæknivætt Hraunið og þar á meöal hjálpað góðum og gegn- um glæpamönnum til að hafa aðgang að Netinu til að fylgjast með því helsta sem er að gerast í umheiminum. Glæpamenn mega ekki missa af neinu og sérstaklega ekki af þeirri þróun sem á sér stað í imdirheimum níðs og nauðgana, til að geta tileinkað sér þær aðferðir, þegar þeir losna út. Og þar sem fangamir á Litla Hrauni hafa lítið við að vera geta þeir einbeitt sér að fræðunum og tækninni og nú er þaö sem sagt upplýst að þeir hafa ágætis aöstöðu til að ferðast um á Netinu til að fylgjast með atvinnugrein sinni, og geta svo fjölfaldaö myndspólur og disklinga fyrir aðra og óupplýsta samfanga sína, þar sem nýjustu þróun í bamaníði em gerð góð skil. Ekki er að efa að forsprakkamir hafa haft af þessari kennslustcufsemi sinni dágóðar tekjur, þvi varla er að búast við að óharðnaðir smá- krimmar geti fengið svona þjónustu ókeypis. Þannig geta þaulreyndir fangar og glæpamenn stundað sína uppáhaldsiðju innan fangelsismúr- anna, nánast óhultir en vel varðir fyrir utanað- komandi ónæði. Hafa til þess einkaklefa og frian aðgang að Netinu. Svo em menn að kvarta undan fangelsisaðbún- aði! Það er óneitanlega annmarki á þessari iðju á Hrauninu að almenningur missir af þessum sér- útgáfum af bamaníði, sem er exklúsívt fyrir inn- anbúðarmenn, en maður getur þó huggað sig við það að hinir ungu og óreyndu vistmenn verða sérhæfðir í bamaklámi þegar þeir sleppa út. Svo aUt þjónar þetta tilgangi. Dagfari 0,5% verðbólga Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,1% frá fyrra mánuöi. Það svarar til 0,5% árs- verðbólgu. Síðustu þrjá mánuði hækkaöi hún einnig um 0,1%, Síðustu 12 mánuöi hefur vísitalan hækkað um 2,3%. Vetnistilraunir íslenska orku- nefndin, sem átt hefur viðræður við Daimler Benz um vetnistilraunir á íslandi, hefur átt viðræður við fleiri erlenda að- ila, að sögn Hjálmars Amasonar, formanns nefndarinnar, við fréttavef Morgunblaðsins. Hjálm- ar gefur ekki upp hverjir þeir að- ilar em. Ónýtt auðlind Fiskifræðingar á Áma Frið- rikssyni hafa mælt meira en mUljón tonn af kolmunna austur af landinu. íslendingar hafa sára- lítið veitt kolmunna en Norð- menn veiddu rúmlega 5000 tonn á síðustu vertíð. Verðmæti aflans var 4,5 milljarðar. Meiri viðskipti Heildarviöskipti á Verðbréfa- þingi íslands jukust um 128% á fyrra helmingi ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Viðskiptin hafa til þessa numið 160 milljörðum en námu allt árið í fyrra 189 milljörð- um. RÚV sagði frá. Göngin valin Um tvö þúsund bílar fóm um Hvalfjarðargöngin á fyrsta degi gjaldtöku. Lögreglan í Borgamesi segir að flestir ökumanna hafi valið göngin og ekki ekið fyrir Hvalfjörö. Ijósmæður hafna Ljósmæður hafa hafnað þeim kjarabótum sem Ríkisspítalar hafa boðið þeim. Hildur Sigurðar- dóttir ljósmóðir segii- við RÚV að hverri einstakri þeirra hafi verið boðin hækkun sem allar hafi hafnað. Félagsbústaðir bjarga Morgunblað- ið segir eftir Ingu Jónu Þórð- ardóttur, odd- vita borgar- stjómarflokks Sjálfstæðis- flokks, að Fé- lagsbústaöir hf. hafi skipt sköpum fyrir afkomu borgarsjóðs á síðasta ári. Borgin hafi selt þessu fyrirtæki sínu leiguíbúðir fyrir rúmlega 4,2 miUjarða króna í stað 800 millj- óna eins og gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Borða mest af fiski íslendingar borða allra þjóða mest af fiski, eða um 93 kíló á ári. Það er 25 kg meira en hver Japani borðar. Austurríkismenn borða minnst af fiski, 10 kíló á mann á ári. RÚV sagði frá. Danir stærstir Danir eru mestu fiskframleið- endur í Evrópu og þaðan kemur um Qórðungur alls fisks sem þegnar Evrópusambandsins neyta. 85% af þeim fiski kemur úr N-Atlantshafinu en 6% úr Mið- jarðarhafi og Svartahafi. RÚV sagði frá. Dulkóði Kára öruggur Tveir yfir- læknar á Land- spítala telja að dulkóðakerfi ís- lenskrar erfða- greiningar, fyr- irtækis Kára Stefánssonar, sé mjög ömggt. Ekki verði hægt að tengja per- sónuupplýsingar við gagnagrunn- inn á heilbrigðissviði sem áætlað er að búa til. Morgunblaðið segir frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.