Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Blaðsíða 6
MIÐVfKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 Neytendur Verðkönnun á skyndibitum: Mikill munur a ham- rgurum og hristingi Nú styttist í verslunarmannahelg- ina meö tilheyrandi ferðalögum vitt og breitt um landið. Mörgum finnst alveg ómissandi þegar ekið er inn- anlands að stoppa öðru hvoru og fá sér eina pylsu og kók eða annan skyndibita áður en haldið er á næsta áfangastað. Þjóðvegasjoppur landsins eru ótalmargar og bjóða upp á ýmislegt fleira en pylsur og kók. Neytendasíða DV fór því á stúf- ana og kannaði verð á pylsu með öllu, hálfum lítra af Coca-Cola í plasti, hamborgara með osti, sósu og grænmeti og litlum mjólkurhrist- ingi. Kannað var verð í tiu sjoppum víðs vegar um landið. Þær eru: Shellskálinn við Brúartorg i Borgar- nesi, Staðarskáli í Hrútafirði, Blönduskálinn á Blönduósi, Kaupfé- lag Skagfirðinga í Varmahlíð, Vega- nesti á Akureyri, Shellstöðin við Héðinsbraut á Húsavík, Söluskáli KHB á Egilsstöðum, Veitingaskáli Esso að Nesjum í Hornafirði, Olís- stöðin við Arnberg á Selfossi og Ný- Ung við Hafnargötu í Keflavík. Skýrt skal tekið fram að hér er einungis um verðkönnun að ræða og því ekkert tillit tekið til gæða eða þjónustu. Minnstur munur á kóki í heildina litið er minnstur mun- ur í könnuninni á hálfum lítra af kóki í plastflösku eftir verslunum. Ódýrast er kókið i Ný-Ung í Keflavík, á Olísstöðinni á Selfossi og í Veitingaskála Esso i Hornafirði. Þar kostar flaskan 110 krónur. Dýrust er flaskan hins veg- ar í Blönduskálanum á Blönduósi þar sem hún kostar 140 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði er þó 27% sem verður að teljast tals- verður munur. Þriöjungsmunur á pylsum Þriöungsmunur var á hæsta og lægsta verðinu á einni pylsu með öllu í könnuninni. Pylsa með öllu er með tómatsósu, sinnepi, remúlaði, steiktum lauk, hráum lauk og í sumum tilfellum kokkteilsósu. Ódýrust er pylsan með öllu í Veganesti á Akureyri þar sem hún kostar 130 krónur. Algengasta verð- ið fyrir pylsuna var hins vegar 150 krónur sem hún kostar í Hornafirði, á Egilsstöðum, á Selfossi, í Varma- hlíð, í Keflavík og í Borgarnesi. Dýr- ust var pylsan i Blönduskálanum á Blönduósi þar sem hún kostar 170 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði er því 31%. Misjafnir borgarar Mjög mikill verðmunur er á ham- borgurum á milli staða. Ódýrastur var borgarinn í Ný-Ung i Keflavik á 250 krónur, þá á Olísstöðinni á Sel- fossi á 260 krónur en dýrastur var borgarinn í KS í Varmahlíð á 460 Hvað kostar skyndibitinn? Pylsa m. öllu 150 kr. Kók 130 kr. Ostborgarí 460 kr. Pylsa m. öllu 160 kr. y K6k 125kr.r Ostborgari 420 kr. Pylsa m, öllu 170 kr. Kók 140 kr. Qstborgari_420 kr. Pylsa m. öllu 160 kr. Kók 130 kr. Ostborgari 440 kr. r. \ r. \ í»\ Pylsa m. öllu 130 kr. K6k 130 kr. iQstborgarl 435 kr. Pylsa m. öllu 150 kr. K6k | 120 kr. Ostborgari 390 kr. Pylsa m. öllu 150 kr. Kók 120 kr. Ostborgari___380 kr. Pylsam. öllu 150 kr. Kók 110 kr. | Ostborgari 250 kr/ Pylsa m. öllu 150 kr. Kók 110 kr. Ostborgari 400 kr. Skyndibitinn kostar sitt, sama hvort hann er keyptur á Akureyri eöa á Selfossi. krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði er hvorki meira né minna en 77%. Rokdýr hristingur Mestur var hins vegar verðmun- urinn á litlum mjólkurhristingi á milli staða. Ódýrastur var hann á Olísstóð- inni á Selfossi á 140 krónur, þar á eftir komu Shellskálinn í Borgar- nesi og Söluskáli KHB á Egilsstöð- um með hristinginn á 175 krónur. Dýrastur var hann hins vegar í Blönduskálanum á Blönduósi á 310 krónur. Tekið skal fram að magn lítils mjólkurhristings er ekki ná- kvæmlega það sama á óllum stöðum en í flestum tilvikum virtist hrist- ingurinn vera á bilinu 33-40 sentí- lítrar. Munurinn á ódýrasta og dýrasta hristingnum er því 121%. Ódýrast á Selfossi Eins og sjá má af þessari litlu könnun getur það skipt verulegu máli hvar stoppað er til að kaupa skyndibitann. í heildina, þ.e. ef keypt er pylsa, kók, ostborgari og mjólkurhristingur, er pakkinn ódýrastur á Olísstöð- inni á Selfossi á 660 krónur. Þar á eftir kemur söluturninn Ný-Ung í Keflavík með sama pakka á 710 krónur. Næst í verð- röðinni er síðan Shell- skálinn í Borgarnesi sem selur herlegheitin á 825 krónur. Á eftir Shellskálan- um í Borgarnesi kem- ur síðan Söluskáli KHB á Egilsstöðum sem selur þessa mál- tíð á 835 krónur. Þar á eftir kemur Veitinga- skáli Esso í Hornafirði sem selur pakkann á 850 krónur. Rétt er þó að taka fram að Veit- ingaskálinn í Horna- firði selur ekki mjólk- urhristing og því var tekið meðalverð mjólkurhristings á hinum stöðun- um til að reikna út ímyndað verð hans á Hornafirði. Akureyringar eru næstir í verð- röðinni því Veganestið þar í bæ sel- ur pakkann á 905 krónur. Þar á eft- ir kemur Shellstöðin á Húsavík með pakkann á 915 krónur, Staðarskáli á 955 krónur og KS í Varmahlíð er með pakkann á 990 krónur. Dýrast- ur er heildarpakkinn svo í Blöndu- skálanum á Blönduósi sem selur pylsu, kók, ostborgara og lítinn mjólkurhristing á 1040 krónur. -GLM Eimskip \ 7.8 7,6 7,4 7,2 7,0 6,8 7,29 f 6,6 6,4 .¦/V.» 10 Stig A M J J Stlg A M J J Stig A M J J Stig A M J J I Stig A M sga Orku- sparnaður Við íslendingar njótum þess að íslensk orka er að miklu leyti hrein orka. Slíku er því miður ekki að heilsa víða erlendis. Þar er orkan t.d. framleidd með kol- um, olíu eða jarðgasi sem valda mengun. En flestir geta sparað við sig orkuna, sama hvort þeir búa hérlendis eða erlendis. Matseld er ein orkufrekasta aðgerðin á heimilunum. Þess vegna er áríðandi að orka sé spöruð viö matseld. Kveikið ekki á ofninum fyrr en sett hefur ver- ið inn í hann. Þíðið frystar vörur í kæli- skáp, þá nýtist kuldinn frá þeim til orkusparnaðar. Notið eins lítið vatn í pottana og þið komist af með. Hafið ljósin slökkt í herbergj- um þar sem enginn er. Hafið glugga ekki opna nema þess sé þörf. Best er að lofta út með því að galopna gluggana í dálitla stund en loka þeim svo aftur áður en kólnar í íbúðinni. Þegar við erum stödd erlendis megum við yfirleitt búast við því að talsverð mengandi orka hafi farið í að hita upp vatnið sem við notum. Þess vegna er til dæmis ráðlegt að fara frekar í stutta sturtu en bað. Heitt vatn á alls ekki að renna að óþörfu, t.d. við uppþvott. Æskilegt er að þvottur sé þurrkaður utandyra, sé það hægt. Tauþurrkari gleypir nefni- lega mikla orku. Umhverf- isvæn á ferða- laginu Mikilvægt er að hafa í huga þegar ferðast er: Skiljum aldrei eftir rusl á víðavangi Förum varlega með eld úti í náttúrunni. Éldur í gróðurlendi getur valdið óbætanlegu tjóni. Einkum er ástæða til að fara var- lega með sígarettur og grillkol. Ökum aldrei utan vega. Skemmdir á gróðri vegna akst- urs utan vega er erfitt að bæta. Fylgjum merktum stígum og gönguleiðum þar sem um slíkt er að ræða. Þegar farið er í ferðalög reyn- um við að takmarka notkun einnota umbúða og áhalda. (Heimild: Grœna bókin). -GLM ¦ » - m u» +*m0+*mÉm - MAHHMaM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.