Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Síða 6
6 MIÐVTKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 Neytendur Verökönnun á skyndibitum: Mikill munur á ham- borgurum og hristingi Hvað kostar skyndibitinn? Pylsa m. öllu 150 kr. Kók 130 kr. Ostborgari 460 kr. Pylsa m. öllu 160 kr. Kók 125 kr. Ostborgari 420 kr. Pylsa m. öllu 170 kr. Kók 140 kr. Ostborgari 420 kr. Pylsa m. öllu 160 kr. Kók 130 kr. Ostborgari 440 kr. A Pylsa m. öllu 130 kr. Kók 130 kr. kOstborgari 435 kr. Pylsa m. öllu 150 kr. Kók 120 kr. Ostborgari 390 kr. Pylsa m. öllu 150 kr. Kók 120 kr. Ostborgari 380 kr. Pylsa m. öllu 150 kr. Kók 110 kr. I Ostborgari 250 kr/ Pylsa m. öllu 150 kr. Kók 110 kr. Ostborgarl 400 kr. Pylsa m. öllu 150 kr. Kók 110 kr. Ostborgari 260 kr. Skyndibitinn kostar sitt, sama hvort hann er keyptur á Akureyri eða á Selfossi. ódýrastur á Olísstöð- inni á Selfossi á 660 krónur. Þar á eftir kemur söluturninn Ný-Ung í Keflavík með sama pakka á 710 krónur. Næst í verð- röðinni er síðan Shell- skálinn í Borgarnesi sem selur herlegheitin á 825 krónur. Á eftir Shellskálan- um í Borgamesi kem- ur síðan Söluskáli KHB á Egilsstöðum sem selur þessa mál- tíð á 835 krónur. Þar á eftir kemur Veitinga- skáli Esso í Hornafirði sem selur pakkann á 850 krónur. Rétt er þó að taka fram að Veit- ingaskálinn í Horna- flrði selur ekki mjólk- urhristing og því var tekið meðalverð Nú styttist í verslunarmannahelg- ina með tilheyrandi ferðalögum vítt og breitt um landið. Mörgum finnst alveg ómissandi þegar ekið er inn- anlands að stoppa öðru hvoru og fá sér eina pylsu og kók eða annan skyndibita áður en haldið er á næsta áfangastað. Þjóðvegasjoppur landsins eru ótalmargar og bjóða upp á ýmislegt fleira en pylsur og kók. Neytendasíða DV fór því á stúf- ana og kannaði verð á pylsu með öllu, hálfum lítra af Coca-Cola í plasti, hamborgara með osti, sósu og grænmeti og litlum mjólkurhrist- ingi. Kannað var verð í tíu sjoppum víðs vegar um landið. Þær eru: Shellskálinn við Brúartorg í Borgar- nesi, Staðarskáli í Hrútafirði, Blönduskálinn á Blönduósi, Kaupfé- lag Skagfrrðinga í Varmahlíð, Vega- nesti á Akureyri, Shellstöðin við Héðinsbraut á Húsavík, Söluskáli KHB á Egilsstöðum, Veitingaskáli Esso að Nesjum i Homafirði, Olís- stöðin við Arnberg á Selfossi og Ný- Ung við Hafnargötu í Keflavík. Skýrt skal tekið fram að hér er einungis um verðkönnun að ræða og því ekkert tillit tekið til gæða eða þjónustu. Minnstur munur á kóki í heildina litið er minnstur mun- ur í könnuninni á hálfum lítra af kóki í plastflösku eftir verslunum. Ódýrast er kókið í Ný-Ung í Keflavík, á Olísstöðinni á Selfossi og í Veitingaskála Esso í Hornafirði. Þar kostar flaskan 110 krónur. Dýrast er flaskan hins veg- ar í Blönduskálanum á Blönduósi þar sem hún kostar 140 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði er þó 27% sem verður að teljast tals- verður munur. Þriðjungsmunur á pylsum Þriöungsmunur var á hæsta og lægsta verðinu á einni pylsu með öllu í könnuninni. Pylsa með öllu er með tómatsósu, sinnepi, remúlaði, steiktum lauk, hráum lauk og í sumum tilfellum kokkteilsósu. Ódýrust er pylsan með öllu í Veganesti á Akureyri þar sem hún kostar 130 krónur. Algengasta verð- ið fyrir pylsuna var hins vegar 150 krónur sem hún kostar í Homafirði, á Egilsstöðum, á Selfossi, í Varma- hlíð, í Keflavík og í Borgarnesi. Dýr- ust var pylsan i Blönduskálanum á Blönduósi þar sem hún kostar 170 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði er því 31%. Misjafnir borgarar Mjög mikill verðmunur er á ham- borgurum á milli staða. Ódýrastur var borgarinn í Ný-Ung í Keflavík á 250 krónur, þá á Ólísstöðinni á Sel- fossi á 260 krónur en dýrastur var borgarinn í KS í Varmahlíð á 460 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði er hvorki meira né minna en 77%. Rokdýr hristingur Mestur var hins vegar verðmun- urinn á litlum mjólkurhristingi á milli staða. Ódýrastur var hann á Olísstöð- inni á Selfossi á 140 krónur, þar á eftir komu Shellskálinn í Borgar- nesi og Söluskáli KHB á Egilsstöð- um með hristinginn á 175 krónur. Dýrastur var hann hins vegar í Blönduskálanum á Blönduósi á 310 krónur. Tekið skal fram að magn lítils mjólkurhristings er ekki ná- kvæmlega það sama á öllum stöðum en í flestum tilvikum virtist hrist- ingurinn vera á bilinu 33-40 sentí- lítrar. Munurinn á ódýrasta og dýrasta hristingnum er því 121%. Ódýrast á Selfossi Eins og sjá má af þessari litlu könnun getur það skipt verulegu máli hvar stoppað er til að kaupa skyndibitann. I heildina, þ.e. ef keypt er pylsa, kók, ostborgari og mjólkurhristingur, er pakkinn mjólkurhristings á hinum stöðun- um til að reikna út ímyndað verð hans á Homafirði. Akureyringar eru næstir í verð- röðinni því Veganestið þar í bæ sel- ur pakkann á 905 krónur. Þar á eft- ir kemur Shellstöðin á Húsavík með pakkann á 915 krónur, Staðarskáli á 955 krónur og KS í Varmahlíð er með pakkann á 990 krónur. Dýrast- ur er heildarpakkinn svo í Blöndu- skálanum á Blönduósi sem selur pylsu, kók, ostborgara og lítinn mjólkurhristing á 1040 krónur. -GLM Pund Fiugleiðir Olíufélagið Skeljungur Síldarvinnsian 1550 1289,5 74 73 5,5 4,25 Stig A M J J 0,5121 2500 2000 1107,55 1000 ééhUBí Orku- sparnaður Við íslendingar njótum þess að íslensk orka er að miklu leyti hrein orka. Slíku er því miður ekki að heilsa víða erlendis. Þar er orkan t.d. framleidd með kol- um, olíu eða jarðgasi sem valda mengun. En flestir geta sparað við sig orkuna, sama hvort þeir búa hérlendis eða erlendis. Matseld er ein orkufrekasta aðgerðin á heimilunum. Þess vegna er áríðandi að orka sé spöruð við matseld. Kveikið ekki á ofninum fyrr en sett hefur ver- ið inn i hann. Þíðið frystar vörur í kæli- skáp, þá nýtist kuldinn frá þeim til orkusparnaðar. Notið eins lítið vatn í pottana og þið komist cif með. Hafið ljósin slökkt i herbergj- um þar sem enginn er. Hafið glugga ekki opna nema þess sé þörf. Best er að lofta út með því að galopna gluggana i dálitla stund en loka þeim svo aftur áður en kólnar í íbúðinni. Þegar við erum stödd erlendis megum við yfirleitt búast við því að talsverð mengandi orka hafi farið í að hita upp vatnið sem við notum. Þess vegna er til dæmis ráðlegt að fara ffekar í stutta sturtu en bað. Heitt vatn á alls ekki að renna aö óþörfu, t.d. við uppþvott. Æskilegt er að þvottur sé þurrkaður utandyra, sé það hægt. Tauþurrkari gleypir nefni- lega mikla orku. Umhverf- isvæn á ferða- laginu Mikilvægt er að hafa í huga þegar ferðast er: Skiljum aldrei eftir rusl á víðavangi Förum varlega með eld úti í náttúrunni. Eldur í gróðurlendi getur valdið óbætanlegu tjóni. Einkum er ástæða til að fara var- lega með sígarettur og grillkol. Ökum aldrei utan vega. Skemmdir á gróðri vegna akst- urs utan vega er erfitt að bæta. Fylgjum merktum stígum og gönguleiðum þar sem um slíkt er að ræða. Þegar farið er í ferðalög reyn- um við að takmarka notkun einnota umbúða og áhalda. (Heimild: Græna bókin). -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.