Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Blaðsíða 21
1 MIÐVIKUDAGUR 22. JULI 1998 4K Myndasögur Veiðivon F MAHAR ^ g*K? I STJORNAR * %í?> I0RUM JAR0AR! ÞU KEMUR HVERGI ÞAR NÆRRII * FT1 Veiöiugginn bitinn af maríulaxinum en fiskinn veiddi Vignir Vignisson á svæoi tvö i Blöndu á silungsspún. DV-myndir G. Bender Kjósin: Kokkurinn bjargar miklu Þrátt fyrir rigningu, reyndar smá- rigningu sums staðar, eru margar veiðiár að verða vatnslitlar og reynd- ar einhverjar hreinlega að þorna upp. Ástandið í Laxá í Kjós er ekki gott þessa dagana, vatnið minnkar og minnkar stöðugt í ánni. Enda kannski ekkert skrýtið, það hefur ekkert rignt í Kjósinni síðan yngstu menn muna. ÍS Veiðieyrað Gunnar Bender Veiðimenn voru að renna ofarlega í ánni og sáu lítið af fiski. Allt í einu heyra þeir mikinn há- vaða og stórlax kemur á fleygiferð upp vatnslitla ána. Þeir taka undir sig stökk og annar segir: „Eigum við að reyna að veiða fiskinn?" „Nei, ertu bilaður?" segir hinn. „Fiskurinn var þurr, við veiðum ekki svoleiðis fiska!" Enda var laxinn fljótur i burtu og upp í Þórufossinn meðan þeir fé- lagarnir ræddu málin. Þeir fengu lax skömmu seinna á eins metra dýpi. Laxá í Kjós er komin yfir 500 laxa en góður matur hjá Sigurði Hall bjargar miklu í Kjósinni þótt Siggi búi ekki til vatn í ána. En regnið kemur vonandi bráðlega. Veisla hjá minknum „Veiða og sleppa"-aðferð er góðra gjalda verð þótt hún virki ekki alltaf eins og sagan úr Vatnsdalsá fyrir skömmu sýnir. Erlendur veiðimaður setti í lax í Hnausastreng og var með hann á í hálftima en þá var fisknum landað. Tekin var mynd af veiðimann- inum og laxinum siðan sleppt. En lax- inn þoldi alls ekki álagið og lagðist á hliðina og dó. Skömmu siðar mátti sjá þrjá minka gæða sér á 12 punda laxin- um með góðri lyst. Allir meö laxa á Mokið í Eystri-Rangá var víst með ólíkindum fyrir fáum dögum, 43 laxar í einum hylnum. Þarna voru á ferð- inni leiðsögumenn frá Árna Baldurs- syni. Rangárnar eru komnar yfir 950 laxa. í Blöndu á aðalsvæðinu voru fjórir veiðimenn við veiðar fyrir fáum dögum sem þykir reyndar ekkert ýkja merkilegt. Nema það að allir voru með laxa á í einu og skömmu seinna voru allir með laxa á aftur. Sigurður Sveinsson gerði góða ferð upp á ur- riðasvæðið í Rangánum fyrir fáunh dögum en hann veiddi á stuttum tíma þrjá laxa. 25 punda lax úr Rangánum Stærsti lax sumarsins veiddist í Eystri-Rangá og var hann 25 pund. Það var Islendingur sem veiddi fisk- inn. Næsti laxinn í röðinni veiddist í heldur minni veiöiá, eða Flekkudalsá á Fellsströnd. Hann var 24 pund. Vignir Bjömsson, Vignir Vignisson, Guömund- ur Hermannsson og Helgi Harrýsson meö væna veiði af svæöi tvö í Blöndu. TLAND STENGUR i - OG ÞÚ EIGNAST | DÝRGRIPSEMENDIST... i 6gerðir- 8'/2og9feta Fyrir línur frá 5 til 9 Snörp og næm, 100% grafít Harðkrómaðar lykkjur Vandað hjólsæti, (lagt viði Fægður djúpgrænn litur Poki og álhólkur fylgja Mjög hagstætt verð Mávahlíð 41, Rvík, sími 562 8383 OG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND. ¦ OG SÖLUAÐILAR 1 I SPORTVORU | GERÐINHF. j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.