Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Blaðsíða 24
onn 44 MIDVIKUDAGUR 22. JULI 1998 i Kloíhingsmenn „Ætli Framsóknarflokkurinn mundí hafa boöið Stefáni Valgeirssyni i á fund í Reykjavík eftir aö hann klauf sig út út flokknum, i eða mun Sjálfstæð- isflokkurinn halda sérstakan fund til heiðurs Sverri Hermannssyni í Reykjavík?" Helgi Hjörvar, sem telur fá- ránlegt að Steingrímur Sig- fússon verði ræðumaöur á fundi hjá Alþýðubandalagsfé- laginu í Reykjavík, í Morgun- blaðinu. íslenskir karlmenn „Þótt nýjar vísindalegar kannanir sýni að karlmenn geti ekki gert tvennt í einu var þessi ákveðni eiginmaður þeim ósköpum gerður að eiga ekki í neinum vandræðum með að vera giftur og sinna jafhframt öðrum konum." Kolbrún Bergþórsdóttir, í Degi. Fáviska Sverris „Árlegur nýr skattur upp á ' átján milljarða kr., þar af rúmlega tveir milljarðar á vest- firsk útgerðarfyrir- tæki, eins og Sverrir lagði til á ísafjarðarfundin- um, er svo mikil fáviska að j mér er það raun að hann skyldi ] rata í þann pytt." Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður, f Morgunblað- inu. Vanskapnaður í stað óskapnaðar? „Þá vantar líka inn í myndina hjá Sverri hvað hann og hans| menn ætla að gera nákvæmlega. \ Við vitum hvaða óskapnað við höfum en vitum ekki hvaða van- skapnað við fáum." Konrád Eggertsson, sjómaður á J isafirði, i Degi. Hann kaus ekki... „Það er rétt að ég kom við á 1 þessu þingi og hafðif með mér þriggja ára <* gamlan stjúpdóttur- son minn. Ég leyfii mér aö fullyrða að^ hann kaus ekki." Páll Pétursson al- þingismaður, um ásakanir um að hann hafi skipt sér af formannsslagnum hjá SUF, í DV. Leiðinlegur fótbolti „Það er búið að segja í allt] sumar að við spilum leiðinleg- an fótbolta. Við höfum verið að spila varnarleik en samt verið, að fá færin og nýttum þau loks í dag." Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, íDV. Golfvellir á íslandi Bolungarvík O- J ísafjördur ^ÞIngeyrl Q OBíldudalur Patreksfjöröur Slglufjörður,.ólafsfjörður Hofsós Dalvík Skagaströnd {> " Q Sauðárkrókur ( O o Kópasker Húsavík o Blönduós Akureyri Mývatnssvelt Olafsvík o Stykklshólmur o Neskaup- staður O Eskifjorður Q EgilsstaðlrQ Borgarnes o Húsafell O" .. Hvammsvík 3<* aSoO Laugarvatn 6 \>^><Vl^r--5 O OÚthlíð Keflavíl<\^ ^------1 Qf/úð/r Santfeerð/^OJ^Qfif^2 QÖndverðarnes Vogar*{\ f\ \ O^KMJaberg „._.-. 1 ' \ Selfoss —* ,, „J Gnndavik \ 7 9 O Hella 8 ':.->¦. 1 . 1. GR Grafariiohi -J 2. GRKorrw , 3. Golfkl. Ness 4. Golfkl. Kjölur 5. Golfkl. Bakkakots 6. Golfkl. Keilir 7. Golfkl. Kópav/Garðab 8. Golfkl. Setberg ¦ 9. Golfkl. Oddfellowa o' ' '^ Klrkjubæjarklaustur DjúpivogurCj J ¦ Höfnr% Heimild: Golfsamband íslands o o.."* Vestmannaeyjar m*l Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi: Hef mikla ánægju af stanga- veiði, útiveru og ferðalögum Dy Akranesi: „Mér líst ljómandi vel á nýja starf- ið, hérna eru mikil verkefhi sem ég hlakka til að takast á við og það er viss ögrun eftir það sem á undan er gengið. Það fylgir starfmu mikil vinna en jafnframt er þetta engu að síður ánægjulegt að takast á við svona verkefhi. Þetta er öðruvísi en það sem ég hef verið að gera upp á síðkastið," segir Ólafur ___________________________ Þór Hauksson sem tók við ¦ B_ « . ¦ embætti sýslumanns á fVlaOUT dagSWS Akranesi þann 1. júlí af dæmi það er. Þarna er rekinn í bland landbúnaður og sjávarútvegur, einnig smáiðnaður og þessi viðkynn- ing milli sjávar og sveita er gamall arfur frá þvi að menn ráku búskap og reru með. Auk þess er dvöl okkar á Hólmavík búin að vera afskaplega góð og er búið að fara mjög vel um okkur. Það er ekki hægt að svara því á þessari stundu hvort ég Sigurði Gizurarsyni en áður en Ólaf- ur kom til Akraness var hann sýslu- maður á Hólmavík. Ólafur lauk lögfræðiprófi frá Há- skóla íslands árið 1989, strax á eftir hóf hann störf hjá Bæjarfógetanum i Hafnarfirði sem þá var Már Péturs- son. Þar rak hann meðal annars um- boðsskrifstofu embættisins á Sel- tjarnarnesi til 1992, jafnframt því að sinna fulltrúastörfum hjá embættinu. Árið 1992 breyttist heitið á stofnun- inni úr Bæjarfógetinn í Hafnarfirði í Sýslumannsembættið í Hafnarfirði og þar starfaði Ólafur til ársins 1996, við flesta málaflokka sem af embættinu voru reknir. Árið 1996 var hann síðan skipaður sýslumað- ur á Hólmavík. „Það er ýmislegt sem maður kemur til með að sakna frá Hólmavík, þar er gott mannlíf og mikil fjölbreytni í starfinu sem skapast af því hvers slags um- Ólafur Pór Hauksson. DV-mynd Daníel. hygg á breytingar á emb- ættinu hér á Akranesi. Ég lít svo á að það sé eðli- legt að koma inn, taka upp starfið og kynna sér það til hlítar áður en mað- ur ræðst í breytingar." Forveri Ólafs lét hafa það eftir sér að fjár veitingar til embættisins hefðu verið of litlar á undaförnum árum og Ólafur ætlar að skoða það mál. „Ég mun fara ofan i fjárhagsstöðu embættisins, skoða til hverra útgjalda hafi verið stofnað og með hvaða hætti. Komi það í ljós að fjárhagsgrunnur embættisins sé of knappur þá mun ég leitast við að láta leiðrétta það." Ólafur hefur mjög mikla ánægju af stangaveiði, auk þess heilla úti- vera og ferðalög hann. Hann er giftur Guðnýju Ólafsdóttur sem fædd er árið 1966 og eiga þau þrjú börn ¦ saman, Halldór Bjarka, 5 ára, Sigur- stein Atla, 3 ára og Auðun Andra, 2 ára. Auk þess á Ólafur eina dóttur fyrir, Katrínu Björk, lOára. -DVÓ Lcikiö ver&ur á orgeliö í Hallgrímskiikju í hádeginu á morgun. Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju er leik- ið á orgelið á fimmtudögum Og laugardögum í júlí og ágúst. Tónleikar þessir eru haldnir í tengslum við tón- leikaröðina Sumarkvöld við orgelið. í hádeginu á morg- un leikur Hihnar Örn Agn- arsson, dómorganisti í Skál- holti, og með honum leikur Jóhann Stefánsson trompet- leikari. A efhisskránni eru sex verk, trompetlag í D-dúr eftir Henry Purcell, Tokkata eftir Giovanni Battista Martini, sálmfor- leikurinn In dir ist Freude eftir J.S. Bach, Chaconne eftir Pál ísólfsson, Pavanne eftir Gabriel Fauré og Rondeau eftir Jean-Joseph Mouret. Tónleikar Tónleikar í Deiglunni í tónleikaröðinni Sprotar i Deiglunni, þar sem ungt og upprennandi tónlistfólk er kynnt, verða tónleikar í kvöld kl. 20.30 þar sem Anna Kristin Einarsdóttir flautuleikari og Geir Rafhs- son slagverksleikari koma fram. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2158: |Q zisr -EVÞOR,- Þverbiti. Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. ÍA mætir erfiðum andstæöingi í kvöld. Tveir Evrópuleikir í dag hefja tvö íslensk félög þátttöku í Evrópukeppni í knattspyrnu. ÍBV, sem tekur þátt í forkeppni Evrópu- keppni meistaraliða, leikur í Belgrad i Júgóslavíu gegn þarlendu liði, FK Obilic, og hefst sá leikur kl. 15 að ís- lenskum tima. ÍA, sem tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða, á heimaleik- inn fyrst gegn FK Zalgiris Vilnius frá Litháen og er sá leikur á Akranesvelli og hefst kl. 20. í dag verður að telja möguleika ÍA meiri en ÍBV þar sem ÍA leikur á heimavelh. Íþróttir Fleiri leikir eru í fótboltanum í dag þótt leikmenn í efstu deildum fái hvild. í 1. deild kvenna eru þrír leik- ir. Á Ólafsvíkurvelli leika Víkingur Ó og Grindavík, á Blönduósvelli leika Hvöt og Tindastóll og á Dalvikurvelli leika Leiftur/Dalvík gegn ÍBA. Allir leikirnir hefjast kl. 20. Þá eru nokkr- ir leikir í öðrum og þriðja flokki karla og eru þeir leiknir víðs vegar um landið. Keppni í 1. deild karla magnast með hverri umferð og annað kvöld eru fjórir leikir, Þór-KA, Fylkir-HK, Skallagrímur-FH og stórleikurinn Breiðablik-Víkingur. Bridge Aðsókn í sumarbridge BSÍ í Þöngla- bakka hefur verið með ágætum í sum- ar þrátt fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Matthías G. Þorvalds- son, keppnisstjóri og umsjónarmaður sumarbridge, hefur haldið spilurun- um við efnið með skemmtilegum til- boðum. Sá spilari sem fær flest brons- stig í hverri viku vinnur sér inn veg- leg matarverðlaun fyrir tvo á góðu veitingahúsi. Stærstu verðlaun sum- arsins falla í hlut þeirra tveggja spil- ara sem skora flest bronsstig á fjórum samliggjandi kvöldum (frítt keppnis- gjald á Hornarfjarðarmótið í tvímenn- ingi, flugfar og gisting á hóteli staðar- ins). Gylfi Baldursson er með foryst- una í þeirri keppni, með 109 brons- stig. Gylfi hefur verið tíður gestur í sumarbridge og hefur skorað flest bronsstig allra keppenda fram að þessu (um 300 stig). Gylfi hélt á spil- um suðurs í sumarbridge síðastliðið mánudagskvöld og lagði snotra gildru fyrir vörnina. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og AV á hættu: é AK9742 ÁKG ? D8 * Á2 N V A s * 653 «42 * 109642 * 753 * 8 V 1096: * KG * KDG1 1 096 Suður Vestur Gylfi ísak 1 grand pass * DG10 V D875 * Á753 * 84 Norður Austur Steinb. Bryndís 1 * ' pass 3 grönd p/h Dálkahöfundur spilaði út hjarta í upphafi og Gylfi svínaði gosanum. Hann spilaði nú lymskulega lágum tígli úr blindum og var óheppinn þeg- ar vestur átti ásinn. Vestur gat ekki leyft sér þann munað að gefa slaginn því þá hefði Gylfi fengið alla slagina. Gylfi hefði tekið tvo slagi á hjarta og rennt síðan laufunum í botn. Vestur stenst ekki þrýst- inginn í þremur litum því hann á öll spilin sem máli skipta. Þrjú grönd með þremur yfirslögum gaf ekki háa skor vegna þess að slemma var spiluð á helmingi borðanna. Þrjú grönd með 4 yfirslögum hefði hins vegar tryggt meðalskor fyrir spilið. ísak Örn Sigurðsson Gylfi Baldursson. ÆMi 2 : : : +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.