Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Blaðsíða 12
12 MIDVIKUDAGUR 22. JULI ,1998 Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIDLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiolunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, símí: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuoi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins ! stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vísir.is íforystu Netið er fjölmiðill framtíðarinnar. Hlutverk þess í miðlun upplýsinga vex hraðfluga. Hér á landi eru komnir á Netið nokkrir fréttavefir sem gróin fjölmiðla- fyrirtæki standa að. Samkvæmt nýlegri könnun hefur Vísir.is leiðandi stöðu og raunar yfirburði yfir hina. Könnunin, sem var gerð í júní, er fyrsta neyslu- könnunin þar sem Félagsvísindastofhun mælir notkun netmiðla. Niðurstöðurnar voru ótvíræðar. Vísir.is, sem að meginhluta byggir fréttavef sinn á DV, hefur náð ótvíræðri forystu meðal íslenskra netmiðla. Reglulegir notendur hans eru snöggtum fleiri en þeir sem lesa fréttavef Morgunblaðsins. Vísir.is hefur jafnframt yfirburði yfir textavarpið og fréttavef Islandia. Þessi niðurstaða rímar við undirtektirnar sem miðillinn hefur á skömmum ferli fundið meðal netnotenda. Niðurstaða Félagsvísindastofhunar sýndi að þeir sem skoða Vísiis reglulega eru 26.250 talsins. Talsvert færri, eða 23.100, heimsækja fréttavef Morgunblaðsins, 16.800 skoða textavarpið og um 10.000 heimsækja fréttavef Islandia. Samanburðurinn talar sínu máli. Könnun Félagsvísindastofnunar á notkun netmiðl- anna nær að sjálfsögðu aðeins til svarenda innanlands. Til viðbótar þeim eru um 5-7000 manns sem heimsækja vefinn erlendis frá. í reynd er því notendahópur Vísis.is talsvert stærri en kemur fram í könnuninni. Það er athyglisvert hversu sterkum rótum Vísir.is hefur skotið meðal stærstu og sterkustu neysluhópanna. Hvorki fleiri né færri en 50% netnotenda á aldrinum 20-34 ára heimsækja vefinn. í þessu felast augljóslega sterk sóknarfæri inn í framtíðina. Skoðun á aldurshópnum 20-49 ára staðfestir styrk á markaðnum. Vísir.is er reglulega heimsóttur af 36% netnotenda í hópnum, 31% þeirra skoða fréttavef Morgunblaðsins reglulega, 19% textavarpið og 13% lesa fréttavef Islandia. Aðstandendur Vísis.is hafa því sérstaka ástæðu til að fagna þeim góðu viðtökum sem miðillinn hefur hlotið meðal tölvulæsra íslendinga. Niðurstaðan er án tvímæla. Hún staðfestir að miðillinn hefur markað sér farsælan farveg sem fellur netnotendum vel í geð. Samkeppnin á netmarkaðnum er eðlilega hörð. Markaðsstaða í árdaga netmiðlanna skiptir miklu um framtíðina. Morgunblaðið var því ekki yfir sig hrifið af þeirri staðreynd að Vísir.is naut meiri hylli en fréttavefur blaðsins meðal notenda Netsins. Af því tilefni greindi Morgunblaðið frá því á sunnudag að það hefði fengið Gallup til að gera fyrir sig aðra könnun á notkun netmiðla. Niðurstöðuna túlkaði blaðið í eftirfarandi fyrirsögn: „Fleiri skoða fréttavef Morgun- blaðsins en Vísi." Ein af frumreglum í blaðamennsku er að fyrirsögn standist fréttina sjálfa. Á þeirri skötu skriplar þó frétt Morgunblaðsins. Fréttin sjálf segir að lestur á fréttahluta Vísis sé 29,3% á móti 31,9% á fréttavef Morgunblaðsins. Það er allt annað en fyrirsögnin segir. Fréttavefurinn er nefnilega aðeins einn af 20 vefjum Vísis.is. Þess vegna er það óskhyggja eða aðrar göfugar hvatir sem leiða Morgunblaðið til að nota samanburð fréttavefjanna til að staðhæfa að færri skoði Vísi.is en fréttavef Morgunblaðsins. Það er einfaldlega ekki rétt. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar hefur Vísir.is forystu á netmarkaðnum. Það er ekki að ósekju. Netverjar eru kröfuharður hópur. Þeir vilja fjölbreytni og hraða. Það er lykillinn að velgengni Vísis.is. Össur Skarphéðinsson Hvort kemur á und- an - eggið eða hænan? Hvort varð Magnús L. Sveinsson forseti borg- arstjórnar hér á árum áður og kjórinn borg- arfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins áfum saman vegna þess að hann var formaður Verslun- armannafélags Reykja- víkur eða var hann kjörinn til trúnaðar- starfa í verkalýðs- hreyfingunni vegna þess að hann var fram- arlega í borgarmálun- um? Eða voru engin tengsl þarna á milli? Var Magnús L. Sveins- son, forystumaður verslunarmanna, ein- hver allt annar Magn- ús þegar hann ræddi borgarmálin? Nú þyk- ist ég muna það rétt að Magnús L. hefur ára- tugum saman verið virkur í samtökum verslunarfólks og framgangur hans í borgarmálunum innan Sjálfstæðisflokksins varð ekki síst vegna þessarar sterku stöðu hans þar á bæ. Þannig að spurningunni um eggið og hænuna er auðsvarað. Mér datt þetta í hug, þegar ég sá umræddan Magnús á Kjallarahöfundur er ósammála Magnúsi L. Sveinssyni sem telur að verkalýöshreyf- ingin eigi aö vera ópólitfsk. Eggiö og hænan sjónvarpsskjánum fyrir nokkrum vikum þar sem hann hafði allt á hornum sér vegna þess aö í um- ræðum um samfylk- ingu jafnaðar- og fé- lagshyggjumanna var verkalýðshreyfingin einnig nefnd til sög- unnar. Hann sagði það afturför ef tengja ætti verkalýðshreyf- inguna við stjórnmál og stjórnmálaflokka. Hún myndi þá ekki lengur lúta faglegum sjónarmiðum. Ópólitískur Sjálf- stæöisflokkur Mér þótti þetta kröftuglega mælt hjá þessum forystumanni í verkalýðshreyfing- unni sem í gegnum árin hefur einnig ver- ið í fremstu röð í Sjálfstæðisflokknum og eftir því sem ég best veit ekki haft samviskubit vegna þeirra tengsla. Það skyldi þó aldrei vera að gamli misskilning- urinn um hinn „ópólitíska" Sjálf- stæðisflokk sé hér á ferðinni enn einn ganginn. Að Magnús L. hafi lífssýn ónefnds kjósanda sem svar- aði því til þegar hann var spurður Kjallarinn Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaöur um stjórnmálaskoð- anir að hann væri al- gjörlega ópólitiskur og kysi því Sjálfstæð- isflokkinn! Nei, auð- vitað er það ekki skýringin. Hún er einfaldlega sú að það hentaði Magnúsi L. Sveinssyni og öðrum sjálfstæðismönnum að reyna að gera það tortryggilegt að marg- ir forystumenn í verkalýðshreyfing- unni töldu það hags- munum launafólks til bóta að öflugur og sterkur flokkur jafn- aðarmanna yrði til hér á landi, eins og "k „Mér þóttí þetta kröftuglega mælt hjá þessum forystumanni í verkalýðshreyfíngunni sem í gegnum árin hefur einnig verið í fremstu röð í Sjálfstæoisflokkn- um og eftir því sem ég best veit ekki haft samviskubit vegna þeirra tengsla." þekkist annars staðar á Norður- löndum og víðast hvar í Evrópu. Þar eru fiokkar jafnaðarmanna beint og óbeint tengdir réttinda- baráttu samtaka launafólks og þykir hinn eðlilegasti hlutur. Pólitísk kjarabarátta Það er satt að segja broslegt þegar því er haldið fram að verka- lýðshreyfmgin eigi að vera ópóli- tísk. Hvernig í veröldinni á kjara- barátta launafólks að vera ópóli- tísk? Það er hins vegar allt annað ef menn eru að ræða skipulagsleg tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka, fjárhagslega og formlega. Þau tengsl eru ekki til staðar lengur og hafa ekki verið áratugum saman hér á landi, enda þótt enn þá séu slíkar tengingar fyrir hendi - minnkandi þó - í nokkrum nágrannalöndum okkar. Hvergi hef ég hins vegar séð slík- ar tillögur á blaði hérlendis á síð- ari árum. En verkalýðshreyf- ingin og verkalýðsbarátta er auðvitað í eðli sínu stórpólitísk. Á hreyfing launamanna t.d. að sitja með hendur í skauti þegar ríkjandi valdhafar brjóta niður hið félagslega íbúðarhúsakerfi eða rústa vinnulöggjöfina? Nei, auðvitað ekki. Samfylkingin jafnaðarmanna verður. Von- andi getur hún orðið gagnlegt tæki fyrir launafólk í þessu landi í baráttu fyrir bættum kjörum. Ef svo verður þá á hún góða samleið með verkalýðs- hreyfingunni. Svo einfalt er það. Magnús L. Sveinsson og aðr- ir á hans línu verða að lifa með því. Guömundur Árni Stefánsson Skoðanir annarra Stöövum lausafjárgöngu „Þetta er mikið alvörumál. Stjórnvöld verða að sjá svo um að hér verði breyting á. Það er hörmulegra en orð fá lýst að kona í blóma lífsins skuli deyja af þessum sókum. Ástandið í þessum efnum er gersam- lega óviðunandi. Bænduf sjálfir eiga að hafa frum- kvæði að því að nauðsynlegar ráðstafanir verði gerð- ar til þess að koma í veg fyrir að sauðfé, sem geng- ur laust, verði að dauðagildrum. Þjóðvegir eru fyrir fólk en ekki sauðfé." Úr forystugrein Mbl. 21. júlí. Pólitískir einyrkjar „Ástæðan fyrir því að Sverrir fær ekki Alberts- og Jóhönnuútkomu úr fyrstu skoðanakönnun er ein- föld: hann hefur sjálfur enga samúð, þótt þeir sem hann talar gegn hafi nokkra andúð. Sverrir verður álíka vinsæll í haust og ofspilaður sumarsmellur hjá bílskúrsbandi ef hann fær ekki fljótt dágóðan hóp málsmetandi manna úr Flokknum til að leggja sér lið - til að stofna nýjan. Sami sandur rennur úr stundaglasi Steingríms J. Þeir gætu þvi orðið tveir einyrkjarnir i íslenskri pólitík hvor á sínu lands- horninu í vor. Einn maður. Eitt mál. Eitt kjördæmi. Erindi?" Stefán Jón Hafstein í forystugrein Dags 21. júlí. Sverris-skatturinn „Þessi nýi skattur Sverris eyðileggur með öllu samkeppnishæfni sjávarútvegsins og bitnar fyrst og fremst á þeim sem við sjávarútveg vinna; á sjómönn- um og fiskverkafólki, á þeim sem þjóna sjávarút- vegsfyrirtækjunum og á sveitarfélögunum þar sem sjávarútvegurinn er stundaður. Með öðrum orðum; Sverris-skatturinn bitnar verst á Vestfjörðum. Það er bágt til þess að vita að Sverrir Hermannsson skuli leita í smiðju til Þjóðvaka um ráð í fiskveiðistjórnun sem gagnast mætti Vestfirðingum." Einar Oddur Kristjánsson í Mbl. 21. júli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.