Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998
Neytendur
Flugleiðir
Olíufélagið
Skeljungur
Tæknival
Síidarvinnslan
Pitsur eru vinsælar hjá ungu
kynslóöinni.
Pitsa án
osts
Þegar búin er til pitsa er afar
mikUvægt að botn hennar sé góður.
Hér á eftir fylgir uppskrift að hefð-
bundnum pitsubotni sem er u.þ.b.
25-30 sm í þvermál.
Uppskrift:
175 g af hveiti
1/4 tsk. salt
1 tsk. þurrger
120-150 ml volgt vatn
1 msk. ólífúolía
Þótt gaman sé um verslunarmannahelgina má fólk ekki gleyma nesti og nýjum skóm.
V erslunarmannahelgin:
Nesti og nýir skór
Verslunarmannahelgin er á
næsta leiti og sjálfsagt margir farn-
ir að undirbúa ferðalög henni
tengdri. En ekki er nóg að hafa með
sér góða skapið og gúmmískó því
nauðsynlegt er að hafa með sér
nesti ef leggjast á út 1 tjald. Neyt-
endasíða DV fór á stúfana og kann-
aði verð á því sem kalla mætti sýn-
ishorn af hefðbundnu verslunar-
mannahelgarnesti í þremur versl-
unum. Verð var kannað hjá Nóa-
túni, 10-11 og Hagkaupi. Kannað var
verð á átján vörutegundum og var í
öllum tilvikum um nákvæmlega
sama magn að ræða.
Skýrt skal tekið fram að hér er
einungis um verðsamanburð að
ræða og því ekkert tillit tekið til
mismunandi þjónustustigs þessara
verslana.
Sitt lítiö af hverju
Kannað var verð á: Sveppaosti
(250 g), tveimur tegundum af Knorr-
bollasúpum, AB-mjólk (1/21), venju-
legu Maryland-súkkulaðikexi, tólf
stykkjum af trópifernum (1/4 1 hver
ferna), súrmjólk með blönduðum
ávöxtum (1/2 1), SS pylsusinnepi,
Freyjustaurum (2 stk.), Smjörva (300
g), Nóa kroppi (150 g), 5 stykkjum af
pylsubrauðum frá Myllunni, Jac-
ob’s tekexi, Celestial-ávaxtatei,
einnota grilli, samlokubrauði frá
Samsölubakaríi, SS vinarpylsur
(558 g) og sex flöskum af hálfs lítra
Coca-Cola.
Hvað kostar
útilegumaturinn
4.500
kr.
4.000
3.500
3,?]1 B3.PJR
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
)j»V4 Hagkaup 10-11 Nóatún
Langlífismataræði
í langlífismataræði (makróbíó-
tísku mataræði) eru allar matarteg-
undir flokkaðar í jin og jang. Mark-
miðið er að ná fullkomnu jafnvægi í
mataræði með tilliti til mismunandi
jin/jang-þarfa einstaklingsins. Sam-
kvæmt langlífiskenningunni er slíkt
grundvöllur góðs heilsufars.
Matur er tilreiddur, skorinn og
eldaður á ákveðinn hátt til að við-
halda jin/jang-einkennum hans. Til
að finna jafnvægi verður fólk sem
býr í jang-umhverfí (heitt og þurrt)
að öðlast meira jin (kalt og blautt)
og öfugt.
Jin-fæðutegundir sem vaxa í
heitu og þurru loftslagi (t.d. í Aust-
urlöndum nær) eru lyktarmeiri,
bragðsterkari, ilmrikari og vatns-
auðugri, meyrari og safaríkari en
jang-fæðutegundir sem vaxa í
köldu, röku loftslagi (s.s. í Norður-
Evrópu) og eru þurrari, styttri og
harðari og einnig saltari og súrari.
í megindráttum skiptist langlífis-
mataræði svona:
50% kommeti, s.s. hrísgrjón, bók-
hveiti, hirsi, heilhveiti, rúgur, hafr-
ar, bygg og maís sem ýmist er soðið,
steikt eða bakað. Einnig brauð,
pasta og núðlur.
25% ferskt innlent grænmeti,
matreitt á ýmsa vegu, s.s. hrátt, soð-
ið, bakað, steikt eða súrsað.
10% prótín, fengið úr fiski sem
veiddur er í ám og vötnum landsins
og hafinu í kring, baunum og soja-
baunaafurðum, s.s. tofu eða tempeh.
5% sjávargróður, notaður í súp-
ur, kássur og krydd.
5% súpur, s.s. grænmetissúpur,
fiskisúpur, baunasúpur og miso-
súpur.
5% ábætisréttur sem í eru ávext-
ir, ferskir, soðnir eða bakaðir, ýms-
ar korntegundir, þörungar, fræ og
hnetur ásamt hreinu jurtatei og
kaffi sem búið er til úr ýmsum
korntegundum. -GLM
Grill og pylsur
í heildina litið var þessi helgar-
pakki ódýrastur i Hagkaupi, á
3.211 krónur. í miðið kom verslun-
arkeðjan 10-11 með pakkann á 3.218
krónur og þar á eftir Nóatún með
pakkann á 4.054 krónur.
Sama verð var á SS-pylsunum í
öllum verslunum enda var tekið
nákvæmlega sama magn í öllum
tilvikum. Stór pakki af SS-pylsum
kostaði alls staðar 445 krónur.
Sama verð var einnig á einnota
grillunum í öllum verslununum
þremur. Grillin voru öll af sömu
tegund og kostuðu 198 krónur
stykkið.
Mjög svipað verð var á flestum
vörunum í Hagkaup og 10-11 en
verðið í Nóatúni var í flestum til-
felliun hærra. Taka verður þó með
í reikninginn að Nóatún er öðru-
vísi verslun en Hagkaup og 10-11
því þjónustustigið er hærra í Nóa-
túni en i Hagkaupi og 10-11.
Brauðverð mismunandi
Af þeim vöriun sem voru áber-
andi lægri í einhverri verslananna
má nefna að samlokubrauðið sem
kannað var kostaði 196 krónur í
Hagkaup en 207 krónur í 10-11 og
Nóatúni. Verslanir 10-11 bjóða hins
vegar ódýrasta pylsubrauðið í
könnuninni á 88 krónur pokann.
Sama magn af pylsubrauðum kost-
ar 94 krónur í Hagkaup og 96 krón-
ur í Nóatúni.
Stórmarkaðimir ættu því allir
að geta satt hungur tilvonandi
ferðamanna sem ætla sér að leggja
land undir fót um helgina. -GLM
Aðferð:
Sigtið hveitið og saltið saman í
stóra skál.
Bætið gerinu við og hrærið öllu
saman.
Bætið vatninu og ólífuolíunni
saman við og hrærið þar til deigið
er orðið mjúkt.
Hnoðið deigið í höndunum á
hveitistráðu borði í um tíu mínútur
þar til það er orðið alveg mjúkt og
teygjanlegt.
Setjið deigið í skál sem er smurð
með smjörlíki að innan og setjið
plastfilmu yfir skálina.
Géymið hana á volgum stað í
u.þ.b. eina klukkstund eða þar til
deigið hefur tvöfaldað sig.
Fletjiö deigið síðan út á hveiti-
stráðu borði þar til það hefur náð
réttri stærð og lögun og setjið það á
smurða bökunarplötu.
Þá er komið að því sem setja á
ofan á pitsuna.
Uppskrift:
6 litlir tómatar
3 msk. ólífuolía
1 tsk. salt
1 rauð paprika
1 gul paprika
2 saxaðir hvítlauksgeirar
50 g ansjósur
svartur pipar
basillauf til að skreyta
Aðferð:
Skerið tómatana i tvennt og takið
innan úr þeim, skerið helmingana
síðan i langar ræmur og setjið þá í
skál með 15 ml af ólífuolíunni og
salti. Látið liggja í leginum í hálf-
tíma. Á meðan má skera paprikum-
ar í helminga og taka innan úr þeim
og grilla þær í ofhi (holi hlutinn
snýr niður), þar til hýðið á þeim hef-
ur dökknað. Leyflð paprikunum síð-
an að kólna í smástund og flysjið
hýðið af þeim. Skerið þær síðan í
strimla. Penslið síðan pitsubotninn
með 15 ml af olíunni. Þerrið
tómatana og setjið þá ásamt paprik-
unum og lauknum á botninn. Sker-
ið ansjósumar 1 bita og kryddið þær
með svörtum pipar og setjið þær á
pitsuna. Hellið afganginum af olí-
unni yflr pitsuna og bakið hana í
15-20 mínútur. Skreytið með
basillaufum. -GLM
i-r"
1385
L50
L450
140
L35
1 II 0
71,48
115,35
40,01
0,5029
: 500
1108,04
0.55
0,53
0,50
Eimskip