Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998
Utlönd
Stuttar fréttir i>v
Sendimenn Evrópusambandsins í Kosovo:
Skæruliðar tapa enn einu vígi
Serbneskar öryggissveitir náðu
enn einu vígi albanskra skæruliða í
Kosovohéraði á sitt vald i gær þeg-
ar skæruliðar flúðu frá bænum
Malisevo í vesturhluta héraðsins.
Fall Malisevo er enn eitt áfallið
sem skæruliðar aðskilnaðarsinna
hafa orðið fyrir í stórsókn Serba í
Kosovo undanfarna flmm daga. Níu
af hverjum tíu íbúum Kosovo eru af
albönsku bergi brotnir.
Upplýsingamiðstöð Albana í
Kosovo segir að tugþúsundir flótta-
manna komist nú hvergi vegna
framsóknar serbnesku hermann-
anna í tveimur
þorpum nærri
Malisevo. Alban-
irnir halda því
fram að hætta sé á
að flóttamennirnir
verði drepnir.
Sendinefnd Evr-
ópusambandsins
mun eiga viðræður
við leiðtoga al-
banska meirihlut-
ans í Kosovo í hér-
aðshöfuðborginni Vopnaður serbneskur bóndi í
Pristina i dag. Því Kosovo fylgist með.
næst er áformað að
fulltrúarnir fari í
skoðunarferð á bar-
dagasvæðin, ef hægt
verður að koma því
við öryggis þeirra
vegna, til að skoða
hvernig almennum
borgurum hefur
reitt af í sókn
serbnesku sveit-
anna.
Heimildarmenn
úr röðum stjórnar-
erindreka segja að
Vesturlönd láti sem þau sjái ekki
stórsókn Serba í þeirri von að Frels-
isher Kosovo átti sig á því að sjálf-
stæði Kosovo verði ekki sótt á víg-
völlinn, heldur verði að setjast að
samningaborðinu.
Vesturlönd hafa þó varað við að
þau muni ekki líða sprengjuárásir á
óbreytta borgara eins og gerðist í
marsmánuði síðastliðnum. Þau hafa
hótað hemaðaríhlutun NATO til að
stöðva drápin, ef nauðsyn krefur.
Albanir segja að allsherjarstríð sé
háð í Kosovo á degi hverjum og að
heimurinn sitji aðgerðalaus hjá.
Martha
má ég kynna
Frank, Daniel
&Laurence
Bráðskemmtileg og
rómantísk gamanmynd.
Heitir þú
Marta
eða
Martha?
(að fyrra eða seinna nafni)
Ef svo er bjóða Háskólabíó
og DV þér í bíó á morgun.
bað eina sem þú þarft að
gera er að koma í bíóið (með
skilríki) á sýninguna kl. 21.
Þú færð að sjálfsögðu bæði
miða fyrir þig sjálfa og gest
að eigin vali!
Ein heppin Marta fær
sérstakan glaðning frá
Háskólabíói!
BTk*l
HASÍCÓLABIO
Bílarisar á golfvelli
Yfirmenn bílaverksmiðjanna
Volkswagen og BMW gengu frá
samningi þess eíhis að BMW fær
yfirráð yfir Rolls árið 2002 og VW
yfir Bentley. Bílarisamir kusu að
ganga frá samningnum á golfvelli
í Bæjaralandi.
Viðskiptabann
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, hefur fyrirskipað viðskipta-
bann á sjö rúss-
nesk risafyrir-
tæki vegna
grans um að
þau hafi aðstoð-
að írani við
smíði eldflauga.
Þá sagði Clinton
bandarísk
stjórnvöld ekki mundu skirrast við
að refsa öðrum fyrirtækjum sem
yrðu uppvís að vopnasölu til írans.
Sprenging í lest
Gassprengja sprakk í lest í Suð-
vestur-Kína i gær. Lestin var að
fara í gegnum göng þegar spreng-
ingin varð. Göngin hrundu með
þeim afleiðingum að 80 manns
létu lífið.
Morðingjar fá frelsi
Blökkumennirnir fjórir, sem
myrtu Amy Riehl rétt áður en að-
skilnaðarstefnunni í S-Afríku var
hrundið, hafa fengið frelsi. Þeir
sögðust hafa framið morðið í bar-
áttunni viö aðskilnaðarstefnuna.
Það þótti dómara gild afsökun.
Bjartsýnn á bata
Hussein Jórdaníukóngur
gengst nú undir geislameðferð
vegna krabbameins í eitlum. í
viðtali við
jórdanska sjón-
varpið kvaðst
Hussein bjart-
sýnn á bata og
fullvissaði
þegna sína um
að hann myndi
örugglega ná
sér. Hussein dvelur á spítala í
Minnesotaríki í Bandaríkjunum.
Tvíburar með tvíburum
Fjöldi manna safnaðist saman í
Addis Ababa í Eþiópíu til þess að
verða vitni að því þegar tvíbura-
bræður gengu að eiga tvíbura-
systur.
Berjast gegn smygli
Bresk stjómvöld ætla að skera
upp herör gegn þeim sem smygla
tóbaki og áfengi til landsins. Toll-
vörðum hefur veriö fjölgað um
100 en talið er skatttekjur sem
breska ríkið verður af vegna
smygls nemi allt að 90 milljörðum
á ári hverju.
Út að viðra Ijónið
Það getur verið hættulegt að
fara út að ganga með ljón. Sú varð
í það minnsta raunin á Suður-
Spáni þar sem maður varð uppvís
að því að halda ólöglega tvö ljón á
heimili sínu. í göngutúr ærðust
ljónin og særðu þrjár konur illa.
Hetjur kvaddar
Þúsundir syrgjenda viös vegar
að úr heiminum lögðu leið sína i
þinghúsið i Washington í gær til
að kveðja lögregluþjónana tvo
sem féllu í skotárás geðbilaðs
manns fyrir helgi.
Blair búinn í bili
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, lauk endurskipulagn-
ingu ríkisstjóm-
ar sinnar í gær.
Mannaval Bla-
irs þykir benda
til aukinnar
áherslu hans á
viðskiptamál og
Evrópusam-
vinnu og minna
vægis skoskra þjóðemissinna.
Khatami vill frelsi
Mohammad Khatami, forseti
írans, hvatti í gær til þess að tján-
ingarfrelsi fjölmiöla og trúfrelsi
yrðu gerð að hornsteinum is-
lamska lýðveldisins.