Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 9 DV Kenneth Starr saksóknari í máli Clintons Bandaríkjaforseta: Lewinsky veitt frið- fyrir ósannsögli Lögmenn Monicu Lewinsky og móöur hennar skýröu fréttamönnum frá því í gær að samið heföi verið um friðhelgi til handa þeim mæðgum gegn því að þær segðu ákærukviðdómi frá sambandi Monicu við Clinton forseta. kemur fyrir ákærukviðdóminn. Blað- ið Washington Post sagði í morgun að Lewinsky hefði sagt saksóknurum að Clinton hefði stungið upp á ýms- um leiðum til að komast hjá því að eiga samvinnu við lögmenn Paulu Jones sem sakaði forsetann um kyn- ferðislega áreitni. Á vefsíðu New York Times er þvi haldið fram að Monica muni segja kviðdóminum að Clinton hafi æft með henni vitnisburð hennar. Talsmaður Clintons sagði að for- setinn væri ánægður með samkomu- lagið fyrir hönd Monicu. helgi Monica Lewinsky, fyrrum lærling- ur i Hvíta húsinu og miðpunkturinn í kynlífs- og ljúgvitnihneykslinu sem velgir nú Bill Clinton forseta undir uggum, hefur fallist á að koma fyrir ákærukviðdóm í málinu gegn því að verða ekki sótt til saka. Vitnisburður Lewinsky gæti auk- ið þrýstinginn á Clinton sem hefur neitað því í eiðsvarinni yflrlýsingu að hafa átt í kynferðislegu sam- bandi við stúlkuna. Forsetanum hef- ur einnig verið stefnt fyrir kvið- dóminn. Monica Lewinsky neitaði því einnig í eiðsvarinni yfirlýsingu sem hún gaf í málaferlum Paulu Jones gegn forsetanum að hún hefði átt í ástarsambandi við Clinton. Það stangast hins vegar á við það sem hún sagði Kenneth Starr, sérlegum saksóknara í málinu, og starfs- mönnum hans í viðtali í New York á mánudag, að sögn heimildar- manns sem er nákunnugur málinu. Á þeim fundi sagðist Monica hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clinton. Hún sagði enn fremur að aldrei hefði verið þrýst á hana að ljúga til um það, eins og Starr er meðal annars að reyna að sanna. Samkomulag Starrs við Lewinsky og lögmenn hennar hefur ekki verið gert opinbert í smáatriðum. Ýmsum sögum fer af því hvað lærlingurinn fyrrverandi muni segja þegar hún Útlönd Vilja kosningar sem fyrst Tillaga um að boðað verði til kosninga verður lögð fyrir ísra- elska þingið í dag. Þingmenn vilja kosningar strax í haust en þær eru ekki áætlaðar fyrrenárið2000. Verði tillagan samþykkt veik- ir það stöðu Netanyahu for- sætisráðherra til muna en hart hefur verið sótt að honum og stjórn hans und- anfarið. í síðustu viku voru lagð- ar fram fimm vantrauststillögur á hendur stjórninni en engin hlaut nægilegt fylgi. Þótt tillagan um að boðað skuli til kosninga verði samþykkt í dag þá verður hún að fara þrívegis í gegnum þingið áður en hún telst að fullu samþykkt. Netanyahu og stjóm hans er aðallega legið á hálsi fyrir að hafa klúðrað friðar- viðræðunum við Palestínumenn. Óttast um heilsu Suu Kyi Aung Suu Kyi, stjórnarand- stæðingur i Búrma og friðarverð- launahafi Nóbels, hefur nú setið í 5 daga í bíl sínum á brú í 50 kíló- metra fjarlægö frá höfuðborginni Rangoon. Suu Kyi er að mótmæla því að henni var meinað að hitta stuðningsmenn sína. Mary Robinson, yfirmaður mannréttindastofnunar SÞ hvatti í gær stjórnvöld í Burma til að virða réttindi þegna sinna og leyfa þeim að ferðast óáreittir um landið. Þá kvaðst Robinson hafa áhyggjur af heilsufari Suu Kyi og krafðist þess að læknir fengi að líta á hana. Aivöru útsala Frábær greiðslukiör: Engin útborgun og lán til allt að 48 mánuða Fyrsta afborgun getur verið eftir allt að 3 mánuði. Visa/Euro Raðgreiðslur til allt að 36 mánuða. Hyundai Accent árg. 1995 soe#eo- 650.000 BÍLAHÚSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) • Sævarhöfða 2 • Reykjavík Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf: 587 7605 MMC Lancer árg. 1991 480.000 Subaru Coupé 1,8 árg. 1989 Asoroee- 350.000 Daihatsu Charade árg. 1993 62ÍLOee-520.000 Nissan Sunny árg. 1995 Ö0^e0'590.000 Nissan Primera 2,0 SLX árg. 1993 WPSe^KTO 975.000 MMC Sapparo árg. 1989 sée^etr 400.000 Subaru Legacy 2,0 árg. 1993 J-rO9eKJ0O 700.000 Daihatsu Charade árg. 1991 ÁOOroee- 300.000 Subaru Legacyárg. 1991 ^TOreee- 760.000 Daihatsu Applause árg. 1991 590reee-460.ooo Subaru Legacy 2,0 árg. 1992 JL26er0OO 950.000 Toyota Carina II 2,0 árg. 1990 290reee- 610.000 Daihatsu Charade árg. 1990 4SOreee-290.ooo Nissan Sunny Wagon 4x4 árg. 1992,-79etfO0 600.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.