Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998
Spurningin
Ferðu reglulega
í sund?
Tómas Bjömsson verslunar-
stjóri: Já, tvisvar í viku.
Magnús Guðmundsson blaðburð-
ardrengur: Já, stundum.
Steinvör Baldursdóttir sjúkra-
liði: Nei.
Fjóla Björk Jónsdóttir rekstrar-
fræðingur: Já, fimm sinnum í
viku.
Lilja Ragnarsdóttir hárgreiðslu-
kona: Já, ég geri það nú.
Sunna Hafsteinsdóttir og Guð-
mundur Láms Guðmundsson, 10
ára: Já, á hverjum degi.
Lesendur________________
Sjómannaafslátturinn
mælir meö sér sjálfur
Willard Helgason skrifar:
Þessar línur set ég á blað eftir að
hafa lesiö grein eftir Snjólf Ólafsson
í DV 29. f.m. - Einhvem veginn
finnst mér ég hafa séð skrif eftir
hann í svipuðum dúr, þar sem hann
virðist sjá kölska í hverju homi út
af skattafríðindum okkur sjómönn-
um til handa. Hvort skyldi
nú ástæða skrifanna vera
öfund eða réttætiskennd?
Ýmissa spuminga mætti
spyrja sem lesendur geta
svo svarað um leiö því rökin
fyrir sjómannaafslættinum
vantar ekki. - Hvers vegna
skyldu Noregur og Danmörk
hafa skattahlunnindi fyrir
sjómenn? Hvers vegna held-
ur Snjólfur að Færeyingar
velti því nú fyrir sér að taka
upp svipað kerfi og hér er?
Hvers vegna em Bretar með
skattleysi gagnvart sínum
sjómönnum eftir 180 daga
eða meira á sjó?
Skyldi Snjólfur vera einn
þeirra ágætu Islendinga
sem hefur ekki enn áttað sig
á því á hverju við lifum í
þessu landi? Við getum
þakkað það Islenskum sjómönnum
og auðvitað útgerðarmönnum, svo
og öllum þcim fjölda af fólki í landi
sem unnið hefur við fisk gegnum
tíðina, að við búum hér í dag, í einu
tæknivæddasta þjóðfélagi heims.
Með afkastamesta fiskiskipaflotann.
Snjólfur talar líka um öfund,
Hvemig rökstyður hann að prófess-
orar og kennarar eru á launum allt
árið? Eru skólar ekki lokaðir i júní,
júlí og ágúst? Mætti ekki nota þá
fjármuni sem spömðust með því að
afnema þau fríðindi í eitthvert fjár-
lagagatið? Við Snjólfur hljótum að
vera sammála um að þessi nefndu
fríðindi prófessora og kennara er
ekki jöfnuður gagnvart flskverka-
konum og hafnarverkamönnum. Þau
ásamt okkur fara í launalaust sum-
arfrí. Eru Snjólfur og hans skoðana-
bræður ekki komnir i kringum sjálfa
sig með tuðinu út i það smáræði sem
við sjómenn fáum fyrir að halda
þessu þjóðfélagi gangandi?
Fullyrða má að við sjómenn lét-
um sjómannaasfsláttinn af hendi
umyrðalaust, værum viö á launum
þær veiðiferðir sem við tökum frí.
En svo gott verður það víst ekki i
bráð svo að skattahlunnindin verða
að duga.
Ég hef þá bjargföstu trú að fjár-
málaráðherra sé það skynsamur að
gera sér grein fyrir þvi hvað við sjó-
menn erum þjóðfélaginu mikilvæg-
ir með störfum okkar og láti sér
ekki detta í hug að skerða hlut okk-
ar og kemur lítillega til móts við þá
aðstöðu okkar og hinna sem stunda
vinnu ffá 9 til 5 og eru auk þess
heima. - Lærum aö lifa með hver
öðrum, Snjólfur og kennarar með
launaða fríið og ég með skattaaf-
sláttinn.
Fýrirspurn til fjármálaráðherra
Eitt mcginverkcfni þi:t næstu
mánuöina veröur aö undirböa
Ijárlög næstn ðrs.
Háðlr leljtmt viö aö forverl þlnn
hafi staðið sík vci i siarfl og þaö
gotiorðiö crfitt fyrir þig aö feta.I
fötspor hans. Þaö ætti þó að vcra
léltverk fyrir þig íiö sniöa elnn
agntia af ijárlögununi scm honum
tókst ckkl aö gcnt.
„Það ættl akkl að þurfa langa
íhugun tll að sjáaö allt mællr með
því að sjámannaafslátturinn verði
afnumlnn".
Fyrirspum mín varöar þennan
agnöa: Ætlar þú aö bcita þér fyr-
ir þvl aö sjömannaafsiátturlnn
vcrði afnuminn? Kfokki, hvercru
rtik þln fyrir honum?
Óréttlát og
forréttindl
óhagkvæm
Það ætt! ekki aö þurfa Innga
ihugun tU aö sjá nð alit mælir mcð
því aö sjómannaaCsiátturinn vcröi
afnuminn. I>aÖ nægir jafnvcl aö
bcnda á tvenn mcginrök: 1 fyrsta
lagi cr það stoftia rlkisstjömnrinn-
iu: «ð allir skulinivcnt jafr.ir f>rir
lögum. Sjömannaafslálturimi gcr-
ir það að verkum aö ckkicru aliir
jaftiir l\Ttr Qárlðgurn. í 6ðm lagi
adti alinenna rcglan uin milli-
færslur aö vcra sú aö ftura fö frá
þcim, scin hafa
mikiö umlcikis,
tii þcirra scm
minr.a mega sln.
Sjðmannaafálátt*
urinn færir hins
vegar fé frá hin-
um almenna
skattgreíöanda
tii hálaunastétt-
ar, cn það lcikur
jú cnginn vafi á þvi nö sjömcnn
eni hálaunastétt. Ef ég man rétt
þá kostar sjómannaafslátturinn
rikissjóð M,5 milljaröa króna ár-
lega. scnv cr sennilcga svipuö upp-
ha.*ö cg þyrfll til aö leysa liinn
mikla og bráöa vanda sjúkrafiús-
nnna.
i gcgnom tíöina liala orðiö (11
alls kyns forrétiindi af hinusti og
þcssum ústatðum................. •1
cj: mcnn vinna r.ú Ifiallarínti
raarkvisst aö þvi HjaiKIimil
aö afnema þcssi
forréttindi.
Efst á baugi siö-
ustu vikumar
hafa verið lax-
vciölfbrréttindi
nokkurra rikis-
starfsmanna.
Biessaöir banka-
stjórarnir hafa
ckki „haft efni á"
cö grciða fyrir
tómstundaiökun
sina og látið al-
múgann borga
brúsann í\rir sig,
bcint cða óbeint
Stutt er siöan
ríkissljórnin lét
Snjólfur Ólafsson
prófessor (Háskóla
Islands
AJþingi samþykkjn lög um ríkis-
starfsmenn þar scm þcir voru
sviptir ýnisum réttintíusn. Þctfa
var gert þrátt fyrir hávœr mót-
tnæli minnihluta Aiþingis og laun-
jxjgasamfaka. Moginrökln voru
þau að aliir asttu að standa jaftvt,
rikisstarrsmonr. og saufsmenn i
cinkageirnnuni.
En cr |iá ckki rétt aó sjó-
nicnn standi eLnnJg
jafnt?
Rök fyrlr sjö-
mannaafslætti
A undaruRjmum árum
hnfa koraið frnm ótal rðk
fyrír sjóraannanfsliiittJ
cn cngin scm sfar.dost
gngnrýna skoðun. Mtt
rökin séu af ýrnsuin toga
þá bcra þau 611 þcss
merki aö vcra sctt franv
af sjómönnura eða full-
trúum þeirra og þlng-
mönnuin scm liafa
troyst á ntkvæði sjó-
manna. Ég mlnnist þess
til dæmis ekki að FYiö-
rik Sóphusson hafi
nokkru slnni fært ncin
rök fyrir sjómannaafslættinum.
Ætlar þú að bcifa þér fyrir þvi
að sjömannaafslátturinn vcrði af-
numinn’ Ef svo er. í hvaða áföng-
ura sérö þú ÍVrir þér aö það gerist?
Ef ckkL hver eru incginrök Qár-
máiaráöhorrn fyrir sjómannaaf-
slajttinum?
Snjólfur ólafsson
Bréfritari skírskotar til greinar Snjólfs Ólaffssonar ■ DV þann 29. f.m.
Tennisíþróttinni verði
betur sinnt
Villa Bogga skrifar:
Ég hef búið erlendis um skeið og
kynnst þar tennisíþróttinni. Þegar
ég hef verið héma heima á sumrin
hef ég gjarnan farið út á völl á
kvöldin með félögum mínum, eða
þá í Tennishöllina, þegar ekki hefur
vel viðrað.
Ég hef verið hér heima í góöa
veðrinu undanfarnar vikur en ég
hef ekki átt kost á því að spila tenn-
is úti. Völlurinn hjá Þrótti er alltaf
harðlæstur og þar er ekki nokkra
sálu að sjá. Sama er að segja um
vellina á bak við Tennishöllina.
Félagar mínir hafa ekki hugmynd
um hvernig á þessu stendur. Það
skal þó tekið fram að vellirnir hjá
Víkingi hafa verið opnir en þeir em
bara svo hræðilega vondir, og þar
að auki rándýrt inn á þá.
Ég hef eitthvað heyrt um að
tennisíþróttin væri á uppleið hér á
landi, en ég á erfitt með að trúa því,
þegar svo annars ágætir vellir em
hafðir lokaðir um kvöld og helgar.
Ég held að það vekti athygli á
tennisíþróttinni, sem er mjög góð og
skemmtileg íþrótt, ef þessir vellir
væm hafðir sem mest opnir og
ódýrt væri að taka þá á leigu. Þá
væri þar líka líf og fjör og börn og
unglingar sem aðrir veittu íþrótt-
inni athygli í stað þess að spyrja til
hvers þessir vellir séu yfirleitt.
Almenningur og
Hvalfjarðargöngin
Tala útlenskir kvótamenn til okkar í gegnum Hval-
fjaröargöng?
til okkar og við okk-
ur af þeim sem sjá
um svona fram-
kvæmdir, t.d. borun
Hvalfjarðarganga,
eins og við séum van-
vitar. Tala hér út-
lenskir kvótamenn
til okkar?
Og það er víðar sem
undran og aðdáun er
beint til okkar út af
Hvalfjarðargongun-
um dönsku. í þættin-
um í vikulokin sl.
laugardag var spurt
hvað helst hefði vak-
ið athygli viðmæl-
enda í þeirri vikunni.
Einn viðmælendanna
lét auðvitað ekki hjá líða að minn-
ast á göngin. Hann var gagntekinn
Halldór Ólafsson skrifar:
Það er þetta með Hvallfjarðar-
göngin og sdmenning í landinu. Mér
finnst vera búið að heilaþvo fólk af
fréttum af þessum göngum sem þó
era ekki annað en framhald af sam-
göngubótum í landinu; Strákagöng,
Múlagöng og Vestfjarðagöng. Nýja-
bmmið er löngu farið af gangagerð
hér á landi. Rétt eins og um heim
allan þar sem verið er að grafa og
bora göng alla daga ársins.
Ég las feikn góða og gamansama
grein í Lesbók Mbl. sl. laugardag
eftir Eyvind Erlendsson. Hann fer á
kostum um „byltinguna" sem Hval-
fjarðargöngin hafa verið nefnd und-
anfamar vikur og mánuði. Hann
tengir umfjöllun sína brotthvarf
Akraborgarinnar sem margir sakna
nú sárt á þessum tíma árs. - „En
þetta er víst þróunin“, segja menn
með aulalegri blöndu af drýldni og
uppgjöf í fasi““, lýkur svo Eyvindur
grein sinni í Lesbókinni.
En grínlaust: Hvað er að koma
yfir okkur íslendinga? Það er talað
af hrifingu yfir því að hafa farið
göngin. Einum kunningja mínum
sem hlustaði á þáttinn varð að orði:
Hann talar nú bara eins og hann sé
tengdasonur Hvalfjarðarganga. Ég
hváði. Er hægt að komast svo langt
í aðdáun á verklegri framkvæmd að
„mægjast" t.d. jarðgöngum?
Kvótamálin góð
eins og er
Sigurjón hringdi:
Vegna yfirgengilegs fimbulfambs
um kvótamálin að mínu mati og
umræðna um veiðileyfagjald á út-
geröarmenn og aðra sem draga fisk
að landi vil ég skora á skynsama
karla og konur að bera nú ljósið aö
augum sínum. Kvótamálin era í
góðu lagi eins og þau era í dag.
Veiðileyfagjald er réttlætanlegt lí
einhverju formi en það veröur hins
vegar aldrei til lykta leitt með
skyndiákvörðunum, hvorki af
sijómvöldum né embættismanna-
kerfinu. Að taka kvótann af mönn-
um sem hafa yfirgefið sjósókn er
sjálfsagt mál og réttlátt. Það eitt
ætti að koma ró og friði á mál sjáv-
arútvegsins, um nokkurra ára
skeið a.m.k.
Hlýnar í veðri -
og kólnar
G.K.Á. skrifar:
Mörgum finnst bregða til veru-
lega betri tíðar hér sunnanlands í
sumar. Það sem af er hefur verið
hér einmunatíö eins og allir hafa
fundið. Ef menn hafa fylgst með
fréttum og heyrt umsagnir vísinda-
manna af veðurfari um veðráttuna
hér á norðurhveli jarðar næstu
árin er ljóst að spá þeirra er að ræt-
ast; sólin er sterkari vegna þynnra
ósonlags en um leið bræðir hún sí-
fellt meira og meira úr Grænlands-
jökli og ísjakana rekur um hafíð
m.a. í átt til íslands. það veldur
hinu kalda lofti norðanlands. Þetta
gæti því endað með ósköpum hér á
landi og það fyrr en fólk almennt
ætlar.
Japanskir bílar
að hækka
í verði?
Páll hringdi:
Mér finnst einkennilegt ef verð á
nýjum bílum frá Japan hækka í
veröi um leið og gengi japanska
jensins verður sífellt hagstæðara
okkur íslendingum til kaupa frá
Japan. Mig minnir að nýir japansk-
ir fólksbílar, meðalstórir, hafi kost-
að þetta um eða í kringum milljón-
ina eða 1,2 eða 1,3 milljónir. Nú
kosta svipaðir bUar um 1,5 eða 1,6
milljónir! Ekki kennum við verð-
bólgunni hér um núna. Hér er þá
bara kannski um að ræða hækkun
álagningar. Maður verður vissu-
lega að hafa augun opin.
Flugleiðir
inn í SAS?
Guðjón skrifar:
Ég var að lesa eins konar úttekt
á rekstri Flugleiða hf. í mánudags-
blaði DV. Félagiö sé að bregðast við
taprekstri undanfarinna missera
og leita verði leiða til að styrkja
ímyndina. Þetta á ekki að koma ís-
lendingum mjög á óvart ef þeir
hafa fylgst með gangi mála hjá fé-
laginu í gegnum fréttir um mUli-
uppgjör félagsins og viðbrögð á
verðbréfamarkaðinum hér. Eins og
málum er nú komið hjá Flugleiðum
tel ég ekki annað vænna en að fé-
lagið leiti hófanna hjá SAS um
sameiningu. Það yrði áreiðanlega
auðsótt hjá hinum norrænu frænd-
þjóðum.
Nú er Sverrir
á niðurleið
Þorgrímur hringdi:
Ég sé ekki betur en að fylgi
Sverris Hermannssonar, sem mikið
var gumað af í skoðanakönnunum,
sé nú svo tU dottið niður. Þrjú pró-
sent fylgi í könnun þýðir það eitt að
það verður ekkert þegar lengra hð-
ur. Enda hvaðan ætti Sverrir Her-
mannsson að fá fjöldafylgi við fram-
boð til Alþingis? Hann hljóp burf af
Alþingi, hann hljóp burt úr bankan-
um og hann hleypur burt frá skoð-
unum sínum nú. Hann er líkt og
sætabrauðsdrengurinn i ævintýr-
inu. Og hann verður hvergi í sviðs-
ljósinu aö nokkram tíma liðnum.