Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Qupperneq 6
m a t u r
Argentína ★★★
Barónsstíg lla,
s. 551 9555.
„Bæjarins besta steikhús
hefur dalað. Dýrustu og
enn þá bestu nautasteikur
landsins, en ekki alveg
eins innanfeitar og safa-
rikar og áður.“ Opiö 18-
23.30 v.d., 18-3 um helg-
ar.
Einar Ben ★★
Veltusundl 1. 5115090.
„Fremur þemahús en veitingahús og leggur
meiri áherslu á umbúðir en innihald. Einar
Ben. býður yfirleitt ekki upp á vondan mat og
verður því seint jafn vinsæll og Fashion Café
eða Planet Hollywood." Opiö 18-22.
Fiðlarinn á þakinu ★★★
Sklpagötu 14, Akureyrl, s. 462 7100
„Matreiðslan stóö ekki undir háu veröi en hún
hefur batnað. Þjónustan var alltaf góö en nú
er of mikið treyst á lærlinga." OpiO 12.30-
14.00 og 18.00-22.00.
Hótel Holt ★★★★★
Bergstaöastræti 37, s.
552 5700.
„Listasafniö á Hótel Holti
ber í matargerðarlist af
öörum veitingastofum
landsins. Þar fara saman
frumlegir réttir og nærfær-
in matreiðsla, sem gerir
jafnvel baunir að Ijúfmeti."
Opiö 12-14.30 og 19-
22.30 v.d., 12-14.30 og
18-22 fd. og Id.
Hótel Óðinsvé ★★
v/Óöinstorg, s. 552 5224.
„Stundum góður matur og stundum ekki, jafn-
vel í einni og sömu máltíð." Opiö 12-15 og 18-
23 v.d., 12-15 og 18-23.30 fd. og Id.
Ítalía ★★
Laugavegl 11, s. 552 4630.
„Eignarhaldið er ítalskt, kokkarnir eru ítalskir,
gæðaþjónustan er hálfítölsk, vel valið vínið er
að mestu Italskt og tilviljanakenndar
veggskreytingarnar eru ítalskar. Það, sem
tæpast hangir í ítölskunni, er matreiðslan.
Bakaðar kartöflur og ameriskar pítsur er ein-
kennistákn hennar." OpiO 11:30-11:30.
Játvarður, Akureyri ★★★
„Skemmtilega hannaður staður með fínlegri
matreiðslu, ef sneitt er hjá fiski, svo og elsku-
legri þjónustu sem getur svarað spurningum
um matinn." OpiO 11.30-14.00 og 18.00-
22.00.
Lauga-ás ★★★★
Laugarásvegi 1,
s. 553 1620.
„Franskt bistró að íslensk-
um hætti sem dregur til
sín hverfisbúa, sem
nenna ekki að elda í
kvöld, barnafjölskyldur
utan úr bæ og ferðamenn
utan að landi og frá út-
löndum. Hér koma hvorki
uppar né fmyndarfræðing-
ar." OpiO 11-22 og 11-21
um helgar.
Lækjarbrekka ★★
Bankastrætl 2, s. 5514430.
„Matreiðslan rambar út og suður, góð, fram-
bærileg eða vond eftir atvikum. Með annarri
hendinni eru gerðar forvitnilegar tilraunir en
með hinni er farið eftir verstu hefðum." OpiO
md.-mid. 11-23.30, fld.-sd. 11-0.30.
Mirabelle ★★★
Smlðjustíg 6., s. 552 2333.
„Gamal-frönsk matreiðsla alla leiö yfir í
profiteroles og créme brulée. Mirabelle er
komin á gott skrið." OpiO 18-22.30.
Naustið O
Vesturgötu 66, s. 551 7759.
„Hamborgarastaðurfrá þjóðvegi eitt, sem hef-
ur rambað á vitlausan stað á notalegar og
sögufrægar innréttingar og þykist vera enn ffn-
ni en Holtið." OpiO 12-14 og 18-01 v.d., 12-14
og 184)3 fd. og Id.
Rauðará ★
Rauðarárstíg 37, s. 562 6766.
„Túrista-steikhús. Nautasteikin getur veriö
góð, en hún getur Ifka verið óæt. Yfirþjónninn
er svo önnum kafinn við að vera kammó að
hann tekur ekki alvarlega ábendingar um að
nautakjöt sé skemmt." OpiO frá kl. 18 og fram
eftir kvöldi. Hversu lengi fer eftír aOsókn.
Skólabrú
★★★
Skólabrú 1, s. 562 4455.
„Matreiðslan er fögur og
fín, vönduð og létt, en dá-
lítið frosin. Þjónustan er
kurteis og hófsöm." OpiO
frá kl. 18 alla daga.
Thailand 0
Laugaveg! 11, 5518111.
„Óvenjuljótur kvöldverðarstaður með fremur
dýrum mat, stundum bragðgóðum en oftar
grimmilega ofelduðum." OpiO frá kl. 18-23
alla daga.
Kondu margblessuð
og sæl, Akureyri '98
Þegar Quarashi
sótti um að spila á
Halló Akureyri fékk
hún þau svör að
um verslunar-
mannahelgi vildu
krakkarnir miklu
frekar fá sveitaball-
apakkann meö Sál-
inni, Greifunum og
Stjórninni. í staöinn
fýrir að játa sig sigr-
aða ætlar Quarashi
að halda sjálf
rokktónleika í beinni samkeppni við Hallóið og
fékk Maus og 200.000 naglbfta til að spila
með. „Þetta verður alvöru- rokk og ról og við
ætlum að afsanna það f eitt skipti fyrir öll að
krakkarnir vilji bara sveitaballaógeðið um
þessa helgi."
Quarashi og Maus hafa ekki spilað á Akur-
eyri í langan tfma og þar er fólk orðið langeygt
eftir þessum vinsælustu rokkböndum lands-
ins. Þetta verða sfðustu tónleikar Quarashi f
nokkurn tfma þvf hljómsveitin er á leið f hljóö-
ver að byrja á plötu sem þó er ekki á útgáfuá-
ætlun fýrr en 1999. Þeir félagar hræðast ekki
samkeppni helstu plötusnúða landsins sem
snúa plötum sfnum f Ráðhúskaffi á Halló Ak-
ureyri.
„Nei, við erum að spila lifandi tónlist, þetta
eru bara einhverjir steindauðir plötusnúðar."
Tónleikaball sveitanna fer fram á Renni-
verkstæðinu á föstudags- og laugardagskvöld
og hefur ekki fengið neitt nafn. „Bless, Akur-
eyri gengur ekki alveg," sagði Eggert f Maus.
„Hæ, Akureyri væri skárra en ekki nógu gott.
Það er líka óþarfi að kalla þetta eitthvað.
Þetta verður bara æðislegt rokkbali."
Ef mark er takandi á talsmönnum Quaras-
hi og Maus verður þvf fjörið á Akureyri um
helgina, hvort sem fólk vill sveitaballaógeð,
steindauða plötusnúða eða æöislegt rokkball!
Halló Klapparstígur
Hrafn Jökulsson,
bar- og blaöamað-
ur, stendur fýrir há-
tíðinni Halló Klapp-
arstfgur á Grand-
rokk um verslunar-
mannahelgina.
Dagskráin er ætluð
þeim sem nenna
ekki úr bænum en
vilja samt gera sér
dagamun. Það er
ekki nóg með það að Geirfuglarnir spili á laug-
ardeginum heldur munu ýmis skáld bjóða
gestum staðarins upp á lestur úr verkum sfn-
um á sunnudeginum. Hápunktinum verður svo
náð á sunnudagskvöldinu með tónleikum
hljómsveitarinnar Megasukk sem mynduö er
af Megasi og Súkkat.
Á myndinni eru: 1. Daniela von Waberer, 2. Ásta
Ólafsdóttir, 3. Hrafnkell Sigurðsson, 4. Wolfgang Mullert,
5. Tina Born, 6. Tumi Magnússon, 7. Ósk
Vilhjálmsdóttir, 8. Antje Dorn og 9. Hulda Hákon.
Of og van í senn
Café Ópera ★
Ekki veit ég hvers vegna hvít-
lauksristaður, frekar þurr, en ekki
beinlínis seigur skelfiskur heitir
Brak og brestir á matseðli Cafés Óp-
eru. Þetta voru rækjur, hörpudiskur
og kræklingur, sem bjargað var fyr-
ir hom með ágætlega krydduðu og
rjómuðu skelfisksoði. Undarlegir
stælar af ýmsu tagi einkenna oft
veitingahús, þar sem takmarkaður
áhugi er á matreiðslu.
Salat Lyonnaise er skólabókaræf-
ing, sem ætti að gefa möguleika, en
hér var það einfalt jöklasalat með
ristuðum brauðteningum, eggi og
agnarögn af reyktu fleski, næsta
ómerkur forréttur. Betri var rifinn
hrálax með jöklasalati, eggjarauðu,
rauðrófu og kapers, nákvæm og eðli-
leg stæling á buff tartar.
Ekki veit ég, hvers vegna steina-
steik með humar og grófskornu
grænmeti heitir Brim og boði á mat-
seðlinum. Hins vegar veit ég, að
gestir eiga auðvelt með að sigla i
strand, þegar þeir hafa ekki einu
sinni hliðardisk til að reyna að jafna
steikartíma í tveggja tíma borð-
Hópur listamanna frá íslandi og Þýskalandi hafa unnið í pörum
undanfarna mánuði að sýningu sem verður opnuð í kvöld í Nýlistasafninu
haldi. Rétturinn ætti að heita Of og
van í senn. Hráefnið er raunar
meyrt og ferskt, en ókryddaður Gall-
oway er bragðlaus.
Steinasteikin hefur árum saman
hentað athafnafiklum, sem vilja
heldur borga 2.890 krónur á steikina
og 4.460 krónur á þríréttaða máltíð
fyrir að fá að steikja undir þaki í
miðborginni í stað þess að þurfa að
grilla ókeypis í roki og rigningu úti
í garði heima hjá sér. En hafa verð-
ur í huga, að verðlagið er nálægt ís-
landsmeti.
Fiskur er ekki í náðinni í eldhús-
inu. Þunnar sneiðar af grillaðri stór-
lúðu voru einstaklega þurrar,
greinilega frystar, bornar fram með
miklu af rækjum, grænmeti á teini,
bakaðri kartöflu og ágætri hvít-
laukssósu. Grimmdarsteiking var
líka á andakjöti í sterkri og svartri
sósu, sem hét glóaldinsósa, en með-
fylgjandi grænmeti var hóflega
steikt.
Eftirréttir voru ekki merkilegir.
Þurr terta með ostarönd var kölluð
bakaður ostamarmari, borin fram
með tvenns konar súkkulaðisósu,
ljósri og dökkri. Epli var hóflega
djúpsteikt með óvenjulega þéttum
ávaxtaís og mangósósu. Minniss-
stæðast, frumlegast og bezt var
súkkulaðihúðað spaghetti, sem
dempaði sætubragðið af sósunni.
Á löngum og hægum hnignunar-
tíma matreiðslunnar hefur Ópera
jafnan verið vel sótt. Krárstemning
er oftast góð í þægilegum tréstólum
við glansandi viðarlíki í borðum.
Umgerðin er notaleg á efri hæð
„Undarlegir stælar afýmsu
tagi einkenna oft veitingahús,
þar sem takmarkaður áhugi
er á matreiðslu.“
gamla hússins á horni Lækjargötu
og Austurstrætis. Lítillega ofhlaðn-
ar rustaskreytingar hæfa gömlu
húsi, marrandi trégólfl, bitalofti og
rómantískum smágluggum með for-
tíðarútsýni til Bemhöftstorfunnar.
Jónas Kristjánsson
Kortalaus sigling
I kvöld verður opnuð í Nýlistasafn-
inu sýningin „Leitin að snarkinum"
en það er samsýning sex þýskra og
sex íslenskra listamanna. Einsog
venja er til sýna listamennirnir inn-
an ramma þess þema sem sýningar-
stjórarnir setja þeim, en samt ekki,
því hvers konar þema er snarkur? Yf-
irskrift sýningarinnar er tekin úr
ljóði eftir Lewis Carroll sem bar
sama nafn. Ljóðið fjallar um hóp
landkrabba sem fer í sjóferð í leit að
snarkinum. Skipstjórinn dregur fram
kort sem að hans eigin sögn er full-
komið en á því er nákvæmlega ekk-
ert. Eftir þess konar korti sigla land-
krabbarnir í leit að snarkinum og
innan ramma þess konar þema unnu
listamennirnir sem sýna verk sín í
Nýlistasafninu.
Þess má síðan geta að eftir langa
sjóferð sem lýst
er í 141 erindi
þá lýkur
kvæðinu á
eftirfarandi línu: „For the snark was
a Boojum, you see.“ En merking orðs-
ins Boojum er jafn ókunn og snarks.
Hjálmar Sveinsson, sem er annar
sýningarstjóranna, vill meina að þó
það sé virðingarvert að sýningar-
stjórar taki völdin í sínar hendur og
setji tjáningu listamannanna undir
ok þemans, þá þurfi ekki allir að gera
það sama og því hafl hann og Michel
Glasmeier sem stýra sýningunni gef-
ið listamönnunum efni sem ætti ekki
að hefta þá, þó þeim séu ekki gefnar
frjálsar hendur. í vali þemans má að
mati sýningarstjóranna sjá samlík-
ingu í kortinu sem er
án lína og sam-
tímans sem hef- j
ur tapað ■
mörgum mikil- ’
vægum línum
einsog landamærum, hugsjónum,
berlínarmúrum og manifestum sem
áður strikuðu sterkum litum línur
milli manna og samfélaga. Sýningar-
stjóramir hafa parað listamennina
saman þannig að einn Þjóðverji og
einn íslendingur mynda sex dúetta
sem spila misjafnlega mikið saman.
Þeir hafa haldið e-mail sambandi í
vetur og undirbúið sýninguna sem
nú verður opnuð í Nýlistasafninu. Ef
allt fer að óskum verður síðan önnur
sýning haldin með sömu listamönn-
um i Berlín að ári, en
allir listamenn-
irnir annað-
hvort búa eða j
eiga rætur í w>r .
þessum tveimur T§gj| %
borgum.
-BG,
„Hvað mun okkur varða um Merkators kvarða,
um hans miðbauga og belti og þá grein?“
Æpti kafteinn um mar, en hans menn veittu svar:
„Slík merki eru siðvenjan ein!“
(þýð. Þórarinn Eldjárn)
meira sl
www.visir.is
6
f Ó k U S 31. júlí 1998