Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 20
M 4mn Hvern myndirðu helst vilja hafa með þér í bæinn þegar þú ætlar að kaupa þér föt: besta vin þinn, mömmu þína, kærustuna eða einhvern allt annan? Ertu eins og þetta fólk vill hafa þig eða myndi það vilja kalla fram í þér annan mann en þú þykist vera? Fókus fékk mömmu, unnustu og vin Jóhanns G. Jóhannssonar, sem leikur Sonny í Grease, til að klæða hann upp og skapa nýjan Jóa með nýjum fötum. Og tveir hommar fengu líka sitt tækifæri Skíðamaður, töffarí, Síðan Jói var lítill drengur hafa konumar í lífi hans séð um að klæða hann. Fyrst mamma hans, svo systir hans og nú kærastan. Jói hlýðir bara og klæðir sig í það sem til er ætlast. Þess vegna var hann tilvalinn efniviður í verk- efnið sem móður hans, unnustu, besta vini og tveimur hommum var falið. Að klæða hann upp eft- ir sínu höfði til að kanna hvort fotin skapi manninn; hvort þau gætu sært fram þann Jóa sem þau helst vildu sjá með fötunum ein- um. Unnustuna dreymir um aksjón-mann Ferðin byrjar í Útilífi í Glæsi- bæ. Þangað vildi kærastan hans, Guðrún Kaldal, fara með hann. „Ég vil setja hann í skíðagalla. Það er kominn tími til að maður- inn eignist almennileg útivistar- fot og hendi ljósbláa vattgallanum sem hann hefur notað síðan hann var fimmtán ára,“ segir kærastan um leið og hún rennir augunum rannsakandi yfir skíðadeildina. Henni er alveg sama þótt úti sé sól, blíða og átján stiga hiti. í skíðagalla skal hann fara. „Ég hef alla ævi verið mikið á skíðum og þarf að ala Jóa svolítið upp á því sviði. Ég gaf honum skíði í jólagjöf og um páskana fór- um við til Dalvíkur og Akureyrar í því skyni að iðka þessa iþrótt. Hann er allur að koma til en það versta er að hann er alltaf svo upptekinn við leiklistina og hefur þess vegna lítinn tima fyrir þetta. Það breytir því samt ekki að nú er kominn tími til að dressa mann- inn upp svo hann falli almenni- lega inn í fjölskylduna mína,“ seg- ir kærastan. Fyrst er Jói settur í gular og svartar skíðabuxur með axla- böndum. Á meðan kærastan trítl- ar um og leitar að meiru biður Jói hinn rólegasti í skíðabuxun- um og drekkur vatn. Hann er greinilega vanur að vera með- höndlaður á þennan hátt. „Jóka, systir mín, og mamma voru á sínum tíma með verslun- ina Skaparann. Þá var ég óspart notaður sem fyrirsæta. Svo vann Jóka einu sinni hjá Gerði í Flónni og þá notaði hún mig líka sem tilraunadýr. Á pönktímabil- inu klæddi hún mig eins og pönk- ara og á Grease-tímabilinu var ég líka hafður í réttu múndering- unni,“ segir Jói. Og hefur þú enga skoðun á í hverju þú ert látinn veral „Ég hef bara aldrei fengið að hafa neina skoðun á því. Það er alltaf farið með mig eins og dúkku og þær eiga ekki að hafa skoðan- ir.“ Svört flíspeysa, svört flíshúfa, svört skíðagleraugu, gul og svört úlpa, buxur og snjóbrettaskór í stíl. Þama var það komið. Þannig vill kærastan hans Jóa hafa hann. „Verst hvað þetta kostar mikið. Ég verð bara að byrja að safna fyrir næstu jól,“ segir hún og fær glampa í augun þegar hún sér draumagæjann sinn, kærastann, í fyrsta flokks útivistarfötum. Jói brosir sveittur í sólinni og jöklaklæðnaðinum á meðan ljós- myndarinn tekur mynd og kærastan ljómar. velur á föt á drenginn slnn. Mamman vill gulan gæja Þá var það mamman. Líklegt var talið að hún myndi klæða hann í pressaðar buxur, snyrti- lega skyrtu og kannski prjóna- vesti við. En nei, nei. Mamma hans Jóa er engin venjuleg mamma og ólíkt því sem blaða- maður hafði gert sér í hugarlund fór hún með hann í hina flippuðu tískuvöruverslun, Spútnik. „Ég hef alltaf getað valið fot á Jóa sem honum líkar vel. Alveg síðan ég pantaði á hann fot upp úr Kays-listanum hefur hann verið ánægður með það sem ég vel á hann. Enda er hann líka svo sæt- ur að það fer honum allt vel,“ seg- ir mamman, Guðlaug Ingibergs- dóttir. Hún var ekki lengi að fmna föt á drenginn sinn - dró strax fram gula skyrtu, svartan og gráan jakka með óvenjulegu sniði og víðar, svartar buxur. „Ég held að þetta verði fínt á honum. Gult fer honum líka svo vel,“ segir hún og laumar að um leið þeirri skoðun sinni að stund- um sé hræðilegt að sjá útganginn á synimun. „Hann á það til að taka ást- fóstri við einhverja flík og nota ekkert annað i langan tíma. Þeg- ar ég sé hann í einhverri skelfi- legri druslu þá tek ég í taumana og segi: „Bíddu nú við, hjartans fallega bamið hennar mömmu sinnar, í hverju ertu núna?“ „Við erum öll svolítið fríkuð í fjölskyldunni. Ég vil hafa Jóa töff og þó að ég sé að verða sextug finnst mér árin ekki skipta neinu máli. Nú sér kærastan um að klæða hann og ég er bara ánægð með hvemig hún gerir það. Hún er samt meira í íþróttafatnaði heldur en við systir hans. Hann er flottur í þessum fötum, gæti verið í þeim hversdags og eins farið í þeim í leikhús." Vinurinn vill út með Gary Grant Vinahópur Jóa er skrautlegur og enginn einn stíll einkennir fé- lagana. í hópnum er að finna pilta allt frá rokkurum upp í jakkafata- menn. Einn af vinum Jóa, Gunn- ar Valur, var fenginn til að velja á hann föt. Hann fór með vin sinn i verslunina GK en hún er rómuð fyrir fín og klassísk herrafot.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.