Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Síða 12
Fyrirsætur eru ekki með brjóst - í þaö minnsta
ekkert til aó tala um í sömu andrá og kúluhúsin
á Pamelu Anderson. Og tískan er mótuð á fyrir-
sæturnar og okkur er ætlað að klæðast tískunni
- og þá eru brjóst bara fyrir. Ef einhverri þykir
þetta hart þá er það versta eftir. Hún þarf að
koma sér upp freknum.
Stelpur: Nú eigið þið að vera me
lítil brjóst. Að minnsta kosti ef þið
viljið tolla í tískunni. Burt með
silíkonið, Pameiu Anderson-fílingur-
inn er úti. Meira að segja víkur
Cindy Crawford fyrir skrýtnum
og mjóum fyrirsætum með freknur
og útstæð eyru.
Kynbomban
verður hlussa
- ef þannig árar í efnahagslífinu
pvo,@G!30 mmmsmmm
miklar blómarósir eins og Marilyn
Monroe og Ursula Andrews þóttu
alflottastar. Svo var Kennedy skot-
inn og Bandaríkjamenn og heimur-
inn allur urðu fyrir áfalli. Brjóstin
minnkuðu. Og minnkuðu. Alveg
þangað til Twiggy komst í tísku.
Minni gátu þrjóstin ekki orðið.
Brjóstahaldarar voru hinn mesti
óþarfi. Skall þá á olíukreppa á átt-
Hurley
Á þessum skýringamyndum
má glögglega sjá samband
brjóstastærða sem eru í
tísku hverju sinni við
efnahagsástandið í
veröldinni - eða öllu heldur
væntingar fólks um efna-
hagshorfur í framtíðinni.
Það sem er einna athyglis-
verðast við þessa fylgni er
að brjóstin virðast minnka
eða stækka áður en greina
má önnur kennileiti um
kreppu eða uppgang.
Leggist yfir kortin og veltið
þessu fyrir ykkur.
Hvort sem kvenþjóðinni líkar bet-
ur eða verr þá eru brjóstin á henni
tískufyrirbæri og brjóstgóð kona
sem þótt hefur vera með öfunds-
verðan barm, getur allt í einu dottið
úr tísku og jafnvel þótt algjör
hlussa. Brjóstastærðin fer nefnilega
eftir tíðarandanum og konur verða
bara að kyngja því.
Brjóst og Kennedy
í þessu er samt einn ljós punktur.
Tískan snýst í hringi og svo virðist
sem það eigi einnig við þennan
ágæta líkamspart. Stór bijóst þykja
flott þegar fólki finnst gaman að
vera til og fjárhagur þjóðanna er í
jafnvægi. Rokktíminn á sjötta ára-
tugnum er gott dæmi um það, barm-
unda áratugnum og brjóst hættu
hreinlega að skipta máli. Hurfu bara
undir mussurnar. Það var ekki fyrr
en Reagan og Thatcher komust til
valda að konubrjóstin tóku að
stækka á ný og skipta meira máli.
Erfiðleikar olíukreppunnar voru að
baki og fólk sá fram á betri tíma. Nú
var gaman að vera til. Árin liðu og
brjóstin stækkuðu og náðu hámarki
í byijun þessa áratugar, alveg þang-
að til Pamela Anderson kom, sá og
sigraði. Silíkon var efnið.
Skrýtnar fyrirsætur
Nú er svo komið að tískufrömuð-
imir hrópa á langar, mjóar konur
með lítil bijóst. Burt með silíkonið,
það er ógeðslegt.
„Grannar stelpur þykja flottastar
núna. Að minnsta kosti í hátísku-
heiminum. Og grannar stelpur eru
með lítil brjóst. Nú er þessi ómögu-
lega fegurð ekki lengur í tísku og
konur eru hættar að gera allt til að
líkjast kynbombunni Cindy Craw-
ford. Nema kannski í Bandaríkjun-
um, þar er þessi Pamelu Anderson-
fllingur enn í gangi. Editorial-tískan
vill frekar venjulegar og grannvaxn-
ar stelpur. Það þykir til dæmis flott
að vera með freknur núna, aðeins
útstæð eyru og fleiri útlitsgalla.
Ómöguleg fegurð er ekki í tísku. Því
skrýtnari sem fyrirsætan er frá nátt-
úrunnar hendi þeim mun betri þyk-
ir hún. Þess vegna er silíkon ekki
inni i myndinni í fyrirsætubransan-
um.“ Þetta er haft eftir Þóreyju Vil-
hjálmsdóttur, öðrum eiganda fyrir-
sætuskrifstofunnar Eskimo Models.
í tískuvöruverslununum er verið
að taka upp haust- og vetrarklæðn-
aðinn. Upp úr kössunum koma
þröngir bolir og litlir kjólar.
„Þau fót sem við erum að taka
upp núna eru flest þröng og lítil eins
og verið hefur undanfarið. Það
bendir til þess að brjóst eigi að vera
lítil. Bolir og kjólar eru margir
hverjir hannaðir þannig að ekki er
gert ráð fyrir að konur séu í bijóst-
haldara innan undir. Þrátt fyrir að
lítil bijóst séu meira áberandi í
tískuheiminum eru mjög margar ís-
lenskar stelpur búnar að láta setja
silíkon í bijóstin. í þessu er auðvit-
að ákveðin þversögn en þær segjast
hafa betra sjálfstraust eftir slíka að-
gerð. Persónulega flnnst mér lítil
brjóst fallegri og myndi alls ekki
vilja hafa stór /brjóst sjálf,“ segir
Inga Rut Jónsdóttir, verslunar-
stjóri í Sautján.
Berrassaðar
og brjóstastórar
Það hljóta þó að teljast góðar frétt-
ir fyrir barmmiklar konur að enn
eru til karlmenn sem láta tískuna
ekki skemma fyrir sér ánægjuna
sem hríslast um þá í návist stórra
brjósta.
Jón Gunnar Geirdal er sérlegur
áhugamaður um fallegt kvenfólk og
hann segir: „Konur eiga að vera
náttúrulegar, ekki fullar af silíkoni.
Almennilegar konur takk, með
mjaðmir og bijóst, helst þrýstnar.
Ekki kústsköft sem búið er að blása
í.“
Erótíkin lætur heldur ekki að sér
hæða.
„Brjóstastórar stúlkur eru vin-
sælli en þær sem eru með minna
framan á sér. Með því að vera móð-
urlegar vekja þær upp ákveðna þrá
hjá mjög breiðum hópi manna. Ann-
ars eru menn jafnmisjafnir og þeir
eru margir og þess vegna ganga all-
ar brjóstastærðir upp í þessum
bransa,“ segir einn forsvarsmanna
erótíska skemmtistaðarins Vegas.
Einn þriðji af handbolta
Það segir sig sjálft að þegar lítil
brjóst komast í tísku, á silíkonið erf-
iðara uppdráttar. Karlmenn kjósa
heldur hið náttúrulega. Vilja ekkert
plat.
Jóhann Meunier piparsveinn
segir til dæmis: „Ég held að silíkon
í brjóstum sé að verða frekar þreytt
fyrirbæri, að minnsta kosti þegar
bijóstin eru gerð of stór. Það er bara
merki um sýndarmennsku, er óaðl-
aðandi og algjör óþarfi. Ungfrú Is-
land er til dæmis með aðeins of mik-
ið silíkon i brjóstunum. Ég merki
það á því að það er ekki samræmi á
milli þeirra og andlitsins. Hún er
með frekar lítið og kringlótt andlit,
ofsalega sæt, en hefði frekar átt að
taka stærðina fyrir neðan. Náttúru-
leg brjóst koma betur út - sjáið bara
Elizabeth Hurley."
Svo eru til menn sem eru bara
alls ekki mikið fyrir brjóst og það
ýtir undir vinsældir litlubijóstatísk-
unnar. Oddur Þórisson, ritstjóri
Mannlífs, er einn af þeim sem finnst
bijóst ekki skipta svo miklu máli.
„Fallegir leggir eru mun ofar á
áhugasviðinu enda er ég mikið fyrir
beinar línur. Brjóstin eru samt á
topp tíu listanum yfir fallegustu lík-
amspartana en þau eiga helst að
vera lítil og stinn. Ef skorinn er
einn þriðji hluti af handbolta, þá er
besta stærðin komin. Þá á ég við
þriðjunginn sem var skorinn af. Hitt
er of stórt.“
Pyngjan að léttast
Nú geta konur með lítil bijóst
sem sagt glaðst. Þær eru að komast
í tísku og geta afpantað rándýrar si-
líkonaðgerðir. Hins vegar er ógn-
vekjandi að horfa til þess að sam-
kvæmt bijóstasögunni fer nú að
harðna á dalnum. Það hefur sýnt sig
að þegar brjóstin skreppa saman
gerir pyngjan það líka. Þótt við grát-
um krepputíma skulum við ekki
gleyma því að einmitt þá getur ver-
ið ofsalega gaman að vera til. Þegar
illa gengur að rækta peninga fær
sálin meiri áburð. Lífið má ekki
vera of létt.
-ilk
12
f Ó k U S 21. ágúst 1998