Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaBaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaBam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerB: ISAFOLDARPRENTSMIDJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., HelgarblaB 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Frækilegt klúður
Brotthvarf Guðmundar Bjarnasonar úr ríkisstjóm er í
höndum forystu Framsóknarflokksins orðið að meiri
háttar klúðri. Breytingin, sem hefði getað styrkt flokk-
inn, var svo illa undirbúin að þingflokkurinn logar nú
stafnanna á milli í iUdeilum um arftakann.
Undirbúningurinn að afsögn Guðmundar var í þvílíku
skötulíki að forysta Framsóknarflokksins hafði ekki einu
sinni fyrir því að láta forsætisráðherra vita. Þegar hann
var spurður álits í fjölmiðlum sagði hann einfaldlega að
hann hefði ekkert vitað um málið!
Forysta Framsóknar gat gengið að því sem vísu að
málið færi í flölmiðla. Það lá fyrir að umsókn ráðherrans
yrði kynnt í stjóm íbúðalánasjóðsins á reglulegum fundi.
Það var því óskiljanlegur fingurbrjótur að láta eigin
þingmenn og samstarfsflokk frétta það gegnum flölmiðla.
Þetta var uppskrift að þeim dansi sem málið hefur
þróast í á vettvangi fjölmiðla. Nú þegar hafa 4-5
ráðherraefni geflð sig fram. Jafnvel þau sem einskis
stuðnings njóta þröngva sér inn í umræðuna til að efla
vægi sitt í komandi prófkjörum. Málið er orðið að farsa.
Líklega hefur það aldrei gerst áður hér á landi að
flokkur skipti ráðherra úr ríkisstjórn án þess að láta
þingmenn sína vita, án þess að láta samstarfsflokkinn
vita og án þess að vera viss um hver eigi að koma í
staðinn eða hvort nokkur eigi yfirleitt að koma í staðinn.
Það liggur nefnilega ekki einu sinni fyrir hvort
nokkur þingmanna Framsóknar verður tekinn inn í
ríkisstjómina í stað Guðmundar Bjarnasonar. Sjálfur
kveðst hann gegna embættinu til áramóta. Úr því tekur
hins vegar tæpast að skipa ráðherra í 4 mánuði.
Yfirlýsing fráfarandi ráðherra hlýtur að spegla vilja
forystunnar. Á honum er ekki hægt að finna nema tvær
mögulegar skýringar. í fyrsta lagi er mögulegt að forystu
flokksins finnist enginn þingmaður nægilega burðar-
mikill til að axla embætti ráðherra.
í öðru lagi segja margir flokksmenn fullum fetum að
með því að skipa nýjan ráðherra úr röðum þingmanna sé
viðkomandi gefið forskot í yfirvofandi prófkjörum. Þar
með sé forystan að grípa inn í prófkjörin og það sé
óviðeigandi. Þessi skýring er mun líklegri en hin fyrri.
Þetta er hins vegar óviðunandi fyrir þegna ríkisins.
Framsóknarflokkurinn tók að sér ákveðna málaflokka í
ríkisstjóm landsins. Hann getur ekki látið innri mál
flokksins koma í veg fyrir að hann sinni þeim af fullri
alvöm. Það er að öllu leyti óeðlilegt.
Það væri jafnframt virðingarleysi gagnvart þeim mála-
flokkum sem Guðmundur Bjamason hefúr stýrt að
skipta þeim upp á milli annarra ráðherra. í því fælist
afdráttarlaus yfirlýsing um að FramsóknarfLokkurinn
teldi þá léttvæga. Það gildir ekki síst um umhverfis-
málin sem hafa setið á haka flokksins til þessa.
Þau hafa að sönnu reynst Framsóknarflokknum erfið.
Augljós ágreiningur var þannig uppi í þeim milli frá-
farandi umhverfisráðherra og utanríkisráðherra. Guð-
mundur Bjamason reyndi af veikum burðum að fá
kollega sína til að fallast á Kyoto-samninginn.
Það gekk ekki. Önnur sjónarmið urðu yfirsterkari.
Utanríkisráðherra hefur sótt það fast að reist verði
risaálver á Austurlandi. Það er andstætt sjónarmiðum
umhverfisvemdar. Þessvegna er ekki hægt að fallast á að
umhverfismálin verði að skúffu í utanríkisráðuneytinu.
Framsóknarflokkurinn getur ekki Látið átök innan
eigin raða dæma mikilvæga málaflokka úr leik. Þeir sem
vilja stjóma landinu verða fyrst að geta stjómað sjálfum
sér. Össur Skarphéðinsson
Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grfmsson. Honum ber beinlínis skylda til aö viöra skoöanir sínar og sjónar-
miö þegar mikiö liggur viö, segir greinarhöfundur m.a.
Stormur
í vatnsglasi
ingafúlgunni, sem í
boði ku vera, glepja
sér sýn til þeirra lang-
tímahagsmuna sem
raunverulega eru í
húfi.
Hógvær hvatning
Orðrétt sagði forset-
inn meðal annars: „En
þá megum við hvorki
láta þröngsýni eyjar-
skeggjans né gróða-
fíkn fjárfesta blinda
okkur svo að við tök-
um í skyndingu
ákvarðanir sem ganga
þvert á heilbrigðis-
hagsmuni alls mann-
kyns og reyndar
einnig þvert á tæki-
„Umfjöllun fjölmiðla um gagna■
grunninn hefur borið óþægilegan
keim af upphlaupinu kringum illf-
hvelið Keikó, þar sem flest ann-
að er látið liggja í þagnargildi en
auðtekinn skyndigróðinn.“
Kjallarinn
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
Eins og ótal dæmi
sanna, virðist íslend-
ingum vera ákaflega
ósýnt um að horfa
frammá veginn og
sjá fyrir afleiðingar
gerða sinna - að
ekki sé minnst á
hitt: að bera ábyrgð
á afleiðingunum.
Hrikaleg dæmi um
það eru rányrkja og
gróðureyðing síð-
ustu alda, framræsla
votlendis, stóriðjuá-
form stjórnarflokk-
anna með tilheyr-
andi óbætanlegum
náttúruspjöflum, lög-
in um miðhálendið
og auðlindir í iðrum
jarðar, afleiðingar
gjafakvótans, af-
skriftir rikisbank-
anna sem skipta
mörgum milljörðum
króna, og þannig
mætti lengi telja.
Eitt af þeim mál-
um sem drífa átti
gegnum þingið á
liðnu vori var svo-
nefnt gagnagrunns-
frumvarp, en fyrir öflug andmæli
dómbærra manna, einkanlega úr
læknastétt, var því frestað og
gerðar á því einhverjar lagfæring-
ar. I hinni nýju mynd hefur það
þó hvorki verið samþykkt af ríkis-
stjóm né stjómarflokkum.
Nú hefur forseti lýðveldisins,
Ólafur Ragnar Grímsson, gerst
svo bíræfinn að hafa skoðun á
þessu viðkvæma og örlagaríka
máli og láta hana í ljós opinber-
lega. Sé fullrar sanngimi gætt,
verða orð hans varla túlkuð öðra-
vísi en sem hógvær og tímbær
hvatning um að fara varlega í sak-
imar og láta ekki glýjuna af pen-
færi íslenskrar þjóðar til velsæld-
ar og virðingar á nýrri öld.“
Þessi skynsamlega hvatning fór
svo mjög fyrir brjóstið á einum
stækasta afturhaldspostula lands-
ins, Jóni Steinari Gunnlaugssyni,
að hann kvað uppúr með það að
ummæli forsetans samrýmdust
„engan veginn stöðu hans sem for-
seta, eins og enginn ágreiningur
hefur verið um á íslandi gegnum
árin.“ Tveir lagaprófessorar, þeir
Gunnar G. Schram og Jónatan
Þórmundsson, hafa á hinn bóginn
tekiö af skarið um að ræðan á
Hólahátíð hafi á engan hátt verið
gagnrýnisverð, enda forsetinn
hvergi farið útfyrir mörkin sem
embætti hans era sett.
Keikó-heilkennið
Athygli vekur að einn stjómar-
þingmanna hafði kjark tilað tjá
sig um málið, Siv Friðleifsdóttir:
„Það eru kannski ekki mörg for-
dæmi fyrir því að forseti taki þátt
í umræðu um frumvarp sem ligg-
ur fyrir alþingi. Hann hefur hins-
vegar rétt til að tjá sig um þessi
mál eins og hver annar íslending-
ur. Það er hins vegar alveg ljóst
að það eram við stjórnmálamenn-
imir sem beram ábyrgð á málinu
inni í þinginu.“ Væri óskandi að
þingmenn væra oftar og betur
meðvitaðir um ábyrgð sína á af-
drifaríkum málum.
í moldviðrinu sem reynt hefur
verið að þyrla upp vegna um-
mæla forsetans virðist gleymast,
að við búum ekki við skilfengið
konungsdæmi, heldur er forset-
inn þjóðkjörinn og þannig seldur
undir vilja landsmanna á fjög-
urra ára fresti. Honum er ekki
einungis heimilt að hafa skoðan-
ir á þeim málum sem efst eru á
baugi í þjóðlífínu og taka þátt í
umræðum um þau, heldur ber
honum beinlínis skylda til að
viðra skoðanir sínar og sjónarmið
þegar mikið liggur við. Satt best
að segja þykja mér forsetar lýð-
veldisins hafa verið helsti ragir
við að gegna þeirri þjóðþrifa-
skyldu.
Umfjöllun fjölmiðla um gagna-
granninn hefur borið óþægilegan
keim af upphlaupinu kringum ill-
hvelið Keikó, þar sem flest annað
er látið liggja í þagnargildi en
auðtekinn skyndigróðinn. Lexía
Hrafna-Flóka ætlar seint að kom-
ast innfyrir höfuðskeljarnar á
Mörlandanum!
Sigurður A. Magnússon
Skoðanir annarra
Vérðhjöðnun
„Verðhjöðnun hefur verið meiri í landinu tvo
mánuði í röð og verðlagshækkanir hafa aðeins verið
0,2% frá áramótum. Hagstofan segir engin merki um
annað en að verðbólga eigi að geta verið lág næstu
mánuði... Þegar samanburður er gerður á verðbólgu
á Evrópska efnahagssvæðinu kemur í Ijós að síðustu
tólf mánuði hefur verðbölgan hér á landi verið 0,7%
en 1,6% að meðaltali annars staðar miðað við út-
reikninga samkvæmt samræmdri neyzluverðlags-
vísitölu EES-landanna ... Athyglisvert er það að svo
lítil verðbólga skuli vera í landinu í kjölfar þeirra
miklu launahækkana, sem orðið hafa síðustu miss-
eri.“
Úr forystugrieinum Mbl. 21. ágúst.
Valkostir Framsóknar
„Brotthvarf Guðmundar Bjamasonar landbúnað-
ar- og umhverflsráðherra úr ríkisstjórn kemur ekki
á óvart - en skilur flokkinn eftir í nokkru uppnámi
... Framsókn verður að huga vel að stöðu sinni. Sé
efsti maður á Noröurlandi eystra ekki ráðherraefni
verður staða flokksins veik í baráttu við jaxla eins
og Halldór Blöndal, Steingrím J. Sigfússon og Svan-
fríði í nýrri samfylkingu. Hættulegt er að hafa þann
reit óvaldaðan ... Saman við þessar kjördæmavanga-
veltur hljóta svo að blandast áform formansins: kem-
ur hann loksins til Reykjavíkur eins og svo lengi
hefur verið beðiö um? Val eða ekki val á nýjum ráð-
herra Framsóknar gefur vísbendingu um hvert
stefnir með flokkinn."
Stefán Jón Hafstein í Degi 21. ágúst.
Öflugt neytendastarf
„Hér á landi hefur hvorki löggjafarvaldi né stjórn-
völdum dottið nokkra sinni í hug að þörf gætir ver-
ið á neytendastofnun ... Neytendasamtökin lýsa sig
reiðubúin til samstarfs við stjórnvöld um að sinna
verkefnum sem verður aö sinna í neytendamálum á
mörgum sviðum ef frjálst hagkerfl á að blómstra hér
á landi. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að
hagur alls almennings sé sem bestur og það gera þau
með því að tryggja að hér sé til staðar öflugt neyt-
endastarf á ákveðnum sviðum."
Jóhannes Gunnarsson í Mbl. 21. ágúst.