Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998 Fréttir Talið að um 30 þúsund manns hafi verið í miðborginni þegar mest var: Menningarnóttin og maraþon náðu saman - þeir skemmtanaglöðustu enn í bænum þegar maraþonið var að hefjast Lögreglan í Reykjavik telur að um 30 þúsund manns hafi verið í miðborginni þegar menningamótt- in stóð sem hæst á laugardagskvöld- ið og í fyrrinótt. „Það var mest um fjölskyldufólk, fólk sem allajafna er ekki í miðborg Reykjavíkur að kvöldlagi um helgar," sagði aðal- varðstjóri lögreglu. Veitingahús höfðu opið til klukk- an fimm um nóttina. Þetta hafði í fór með sér að sumir voru heldur lengur á stjái en vaninn er um helg- ar. í raun náðu menningamóttin og Vítiseldurinn spýttist úr koki þessara eldgleypa sem sýndu listir sínar fyrir framan Höfuðleður, leðursmiðju. Mynd Róbert R. Um 30.000 manns á menningarnótt: Menningarþorst- anum svalað Áætlað er að um 30.000 manns hafi komið saman í miðbæ Reykja- víkur á laugardagskvöld þegar haldin var menningarnótt þriðja árið i röð. Það voru ekki einungis Reykvíkingar og nærsveitarmenn sem þar söfnuðust saman. Margir komu utan af landi, auk þess sem Færeyingar hópuðust til Reykja- víkur þar sem uppákoman var auglýst i Færeyjum. Menningarnóttin fór fram úr björtustu vonum og veðrið hjálp- aði þar til. í fyrra komu um 15.000 manns í miðbæinn í úrhellisrign- ingu. Harpa Björnsdóttir, verkefnis- stjóri menningarnæturinnar, seg- ist hafa upplýsingar um rúmlega 100 atriði. „Svo voru margir að gera eitthvað sem kom aldrei inn á borð til mín.“ Atriðin á laugardagskvöld voru mun fleiri en í fyrra. „Þetta var metnaðarfyllri og áhugaverðari menningarnótt. Allir áttu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það voru atriði fyrir börn, unglinga og eldri kynslóðina. Lögð var áhersla á að skemmtiatriðin höfðuðu til allra í fjölskyldunni, enda var mikið af fjölskyldufólki í bænum. Tónlistin var allt frá pönki, klassik, poppi og djassi. Auk þess voru haldnar myndlistarsýningar af öllu tagi. Ég er alveg undrandi á því hvað íslendingar eru menning- arþyrstir. Fólk hafði virkilega ánægju af þessu. Ég vil líka geta þess að mér finnst verslunareig- endur hafa brugðist miklu betur við heldur en í fyrra en verslanir voru opnar langt fram á kvöld.“ SJ Hérna er lítill hópur þeirra 30.000 sem fóru niður í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöld til að fylgjast með atriðum sem boðið var upp á á menningarnótt. DV-mynd HARI Reykjavíkurmaraþonið saman. Þeg- ar aðstandendur Reykjavíkurmara- þonsins komu á vettvang á sunnu- dagsmorguninn, á áttunda tíman- um, voru sumir enn að reyna að ná í eða bíða eftir bíl hjá leigubílabið- stöðinni við Lækjartorg. „Það voru einhverjir að hugleiða að setja bara rásnúmer á viðkom- andi og bjóða þeim að hlaupa heim,“ sagði gamansamur lögreglu- þjónn við DV. Lögreglan segir að nóttin hafi vissulega verið erilsöm en það telj- ist á engan hátt mikið miðað við all- an þann mannfjölda sem var í borg- inni. „Þetta var í rauninni eins og venjulegt helgarkvöld,“ sagði tals- maður lögreglu. Þegar hátíðin stóð einna hæst, frá því fyrir miðnætti á laugardagskvöldið þangað til klukk- an um fimm aðfaranótt sunnudags- ins, áttu sér stað þrjár minni háttar líkamsmeiðingar. Ein rúða var skráð brotin og tveir voru hand- teknir fyrir að skemma bíla við Amtmannsstíg. -Ótt Siv Friðleifsdóttir: Keikó kemst aldrei úr kvínni - trúi að hvalveiðar hefjist Keikó verður aldrei sjálfbjarga og mun eyða því sem eftir er ævinnar í kví sinni, ef marka má orð Sivjar Friðleifsdóttur. „Ég trúi því að hvalveiðar hefjist að nýju,“ segir Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður og einn þeirra átta stjómarþingmanna sem bám á síð- asta þingi upp tillögu um að að hvalveiðar hæfust að nýju á því herrans ári 1998. Eins og DV greindi frá í úttekt í gær hefur þófið um hvalveiðar staðið á Alþingi í rúman áratug. Fjöldi tillagna hefur verið svæfður í nefndum og einu hval- veiðamar sem fram fara við ís- landsstrendur fara fram í skjóli nætur. Þær raddir heyrast nú að útilok- að sé að hefja hvalveiðar að nýju í ljósi endurkomu háhyrningsins Keikós til íslands. Siv segist ekki hafa neina trú á því að slíkt hafi Siv Friðleifsdóttir. áhrif á möguleika þess að veiðamar hefjist að nýju. Aðspurð hvemig ís- lendingar geti varið það að veiða hvali á sama tíma og Keikó syndi um vamarlaus í hafdjúpinu svaraði hún: „Ég hef enga trú á því að Keikó muni nokkum tíma verða sleppt úr kvínni og verða sjálfbjarga. Ég held að hann verði áfram í vemduðu um- hverfi þar sem hann geti aldrei bjargað sér utan kvíarinnar," segir Siv. Hún segir óttann við efnahags- þvinganir af völdum friðunarscun- taka vera léttvægan, það sýni reynsla Norðmanna. Þá segir hún mjög umdeilanlegt að veiðar myndu eyðileggja þann hagnað sem er af skoðunarferðum. „Ég tel að hvorutveggja þrifist hlið við hlið,“ segir Siv. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.