Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998
15
Lengist nefið á
Ingibjörgu?
Ingibjörg Sólrún Gíslandóttir borgarstjóri. _ Stórkostlegur árangur í
fjármálum borgarinnar eöa halli sem samsvarar 2 þúsund milljónur
króna?
Þrír bankastjórar
Landsbankans þurftu
ekki alls fyrir löngu
að segja af sér þar sem
þeir voru taldir bera
ábyrgð á röngum upp-
lýsingum um risnu og
laxveiðikostnað.
Fyrir síðustu borg-
arstjómarkosningar
vakti það athygli að
mikið var deilt um
fjárhagsstööu borgar-
innar. Mikið bar á
milli fylkinga. í öllu
kynningarefni R-list-
ans mátti sjá fullyrð-
ingar um að; „böndum
hefði verið komið á
fjármál borgarinnar",
„skuldasöfnun borgar-
sjóðs stöðvuð“ og að
„borgarsjóður hafi
verið rekinn án halla“.
Sjálfstæðismenn töldu það af og
frá að þessar fullyrðingar væru
réttar og töldu að borgin hefði
aukið skuldir sínar stórlega undir
stjórn R-listans. Úr þessari deilu
var ekki hægt að skera þá, þar
sem reikningar borgarinnar voru
ekki lagðir fram fyrr en eftir kosn-
ingar.
Raunverulegur halli tæpir
tveir milljarðar
í ljósi fullyrðinga R-listans fyrir
kosningar um bætta fjárhagsstööu
er athyglisvert að skoða ársreikn-
ing Reykjavíkur-
borgar sem nú liggur
loks fyrir. í ársreikn-
ingnum og meðfylgj-
andi skýrslu borgar-
endurskoðenda kem-
ur skýrt fram að
sýndur afgangur á
borgarsjóði á árinu
1997 er einungis til
kominn vegna þess
að hlutafélag, sem er
100% í eigu Reykja-
víkurborgar og þar
af leiðandi að fullu á
ábyrgð borgarsjóðs,
er látið „kaupa“ all-
ar félagslegar íbúðir
Reykjavíkurborgar.
„Salan“ er skráð sem
„tekjur“ fyrir borg-
arsjóð upp á litlar
4.238 milljónir króna
og þar kemur skýrt fram i árs-
reikningi borgarsjóðs að þessi
gjömingur bætir stöðu hans á
pappírnum um 2.678 milljónir
króna.
Fjárhagsstaða Reykjavíkurborg-
ar batnar að sjálf-
sögðu ekki neitt í
raun því að ein-
ungis er um
færslu fjármuna
á milli reikninga
borgarinnar að
ræða. Enda sér
borgarendur-
skoðandi í
skýrslu sinni
ástæðu til að taka fram að ef ekki
hefði komið til þessara reiknings-
kúnsta þá hefði hallinn á borgar-
sjóði verið allt að 1.820 milljónir
króna (ef tapið á félagsbústöðum
er tekið með - annars 1.779,9 millj-
ónir, sjá töflu) eða nær 2 þúsund
milljónir.
Það samsvarar því að hallinn á
ríkissjóði væri 16 milljarðar króna
en eins landsmenn vita þá hefur
ríkisstjórninni tekist að reka rík-
issjóð með afgangi að undanfórnu.
Með tilliti til staðhæfinga R-list-
ans um bætta fjárhagsstöðu er at-
hyglisvert það álit sem fram kem-
ur í skýrslu borgarendurskoðanda
um rekstur borgarinnar. En þar
segir: „Rekstur málaflokka hækk-
ar þó enn miðað við skatttekjur og
er mjög brýnt að leita leiða til að
ná rekstrarkostnaði niður, annað
hvort með niðurskurði einhverra
liða eða með því að auka tekjur."
Borgarstjóri skrökvaði
um fjármálin
Því liggur það fyrir að í einu
mesta góðæri þjóðarinnar hefur
R-listinn rekið borgina með tapi
og stóraukið skuldir hennar. í
stað þess að horfast í augu við þá
staðreynd og reyna að takast á
við vandann ákváðu forystumenn
R-listans að segja Reykvíkingum
ósatt og fullyrða við hvert tæki-
færi að stórkostlegur árangur
hefði náðst við fjármálastjórn
borgarinnar, hallinn á borgar-
sjóði væri horfmn og skuldir að
lækka.
Þessi málatilbúnaður vekur upp
spurningar um ábyrgð stjórnmála-
manna. Borgarstjórinn í Reykja-
vik sagði fyrir síðustu kosningar
að stórkostlegur árangur hefði
náðst í fjármálum borgarinnar og
að borgarsjóður væri rekinn halla-
laus. Nú liggur fyrir að „raunveru-
legur halli sjóðsins", svo vísað sé
til skýrslu borgarendurskoðenda,
er sem samsvarar 2 þúsund millj-
ónum króna og ef allir reikningar
borgarinnar eru teknir með er
hallinn enn meiri! Spumingin er:
mun borgarstjóri segja af sér? Eða
eru bankastjórar Landsbankans
einu aðilarnir í þessu landi sem
ekki mega skrökva um fjármál?
Guðlaugur Þór Þórðarson
Kjallarinn
Guölaugur Þór
Þóröarson
borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins
„Spurningin er: mun borgarstjóri
segja afsér? Eða eru bankastjór-
ar Landsbankans einu aóilarnir í
þessu landi sem ekki mega
skrökva um fjármál?"
Orð forseta íslands
Forseti íslands kvaddi sér
hljóðs á Hólahátíð 16. þ.m. í um-
ræðunni um gagnagrunninn á
heilbrigðissviði. Hvatti hann þjóð-
ina til að vanda allan málatilbún-
að í tengslum við lagasetningu um
erfðarannsóknir, íslendinga til að
vera opna og jákvæða gagnvart
þeim möguleikum sem þeir ættu
til að stuðla að framþróun þekk-
ingarinnar á sjúkdómum og var-
kára þegar kæmi að því að færa
þessar rannsóknir á eina hendi.
Vel mælt orö og viturleg
Það er sjálfsagt að leggja við
hlustir þegar forsetinn með sinn
fjölbreytta bakgrunn og sína per-
sónulegu reynslu tekur til orða
með svo áhrifaríkum og afdráttar-
lausum hætti.
En boðskapur Ólafs Ragnars er
ekki nýr af nálinni. Þau sjónar-
mið, sem hann setti fram, hafa
hins vegar átt undir högg að
sækja á liðnum mánuðum.
Læknafélag íslands, stjórn þess
og einstakir félagar, hefur hvatt
til umræðu um aðrar hliðar þessa
viðfangsefnis en viðskiptahags-
munina eina, svo sem á sviði per-
sónuvemdar og persónuréttar frá
lagalegu- og siðferðilegu sjónar-
horni.
Nú er e.t.v. von við þessa brýn-
ingu forsetans, að alþingismenn
og þjóðin öll
vakni af
dásvefninum og
taki til við það,
sem máli skipt-
ir. Ljósið hafði
a.m.k. kviknað
í brjósti Össur-
ar Skarphéðins-
sonar, alþingis-
manns og rit-
stjóra, þegar
hann lýsti því
yfir í útvarpinu
þ. 17. þ.m., að
verið gæti að þeir ritstjórar Dag-
blaðsins hefðu verið um of upp-
teknir í skrifum sínum af fjár-
hagshliðum þessa máls og van-
rækt annað, sem máli skipti.
Réttindi sjúklinga
í fyrra, þegar gagnagrunnurinn
var fjarri allri umræðu, voru sett
á Alþingi lög um réttindi sjúk-
linga. Össur Skarphéöinsson, for-
maður heilbrigðis- og trygginga-
nefndar, mælti fyrir áliti nefndar-
innar á frumvarpinu og fyrir
breytingartillögum
hennar. Var þetta
17. maí 1997.
Svo mælti Öss-
ur: ...,,í stað þess
að skilgreina
sjúkraskrá sem
eign heilbrigðis-
stofnunar þar sem
hún er færð eða
læknis eða annars
heilbrigðisstarfs-
manns sem færir
hana á sinni starfs-
stöð, þá leggjum
við til að gert sé
ráð fyrir því að
sjúkraskrárnar
skuli varðveittar
hjá framangreind-
um aðilum. Tel ég
með öðrum orðum
að það sé siðferðilega ekki hægt að
segja að sjúkraskrá sem felur í sér
sjúkrasögu einstaklings sé eign
einhvers annars heldur en við-
komandi sjúklings.“(Lbr.SS).
...,,í fjórða lagi þykir okkur rétt
að taka fram og leggjum til að það
verði gert í 1. mgr. 15. gr. að upp-
lýsingar í sjúkraskrám séu við-
kvæmar persónuupplýsingar.
(Lbr. SS) Þetta kann ekki að skipta
miklu í fljótu bragði, en þarna er
um meginreglu að ræða sem við
teljum að sé rétt að sé fest í lög.“
...„Þarna leggjum við einnig til
þá grundvallarbreytingu, herra
forseti, að lífsýni verði talin hluti
af sjúkraskrá og lúti þá sömu regl-
um og að framan hefur
verið reifað. (Lbr. SS) Ég
tel, herra forseti, að
þetta sé e.t.v. mikilvæg-
asta breytingin sem er
að finna í tillögum okk-
ar.“ - Þarna mæltist
Össuri vel. Alþingi
þóttu þetta skynsamleg-
ar athugasemdir nefnd-
armanna og féllst á þær.
Á aö beita öðrum
aöferöum?
Til þess að frumvarpið
um gagnagrunn geti
fallið að skoðunum Al-
þingis frá þessum tíma
þarf það að virða um-
ráðarétt sjúklingsins
yflr sjúkraskrá sinni og
gera ráð fyrir að fengið
verði samþykki hans fyrir þátt-
töku í tilteknum rannsóknum,
sem hafi ákveðin markmið og taki
enda.
Að ekki er hægt að virða þessi
sjálfsögðu mannréttindi bendir til
þess að beita eigi öðrum aðferðum
við notkun gagnagrunnsins en
lagðar hafa verið vísindarann-
sóknum til grundvallar fram að
þessu.
Ég get vel tekið undir það með
Össuri, að ritstjórar Dagblaðsins
hafi vanrækt margt það, sem máli
skiptir, þegar frumvarp til laga
um gagnagrunn á heilbrigðissviði
er annars vegar.
Sigurbjörn Sveinsson
„Til þess að frumvarpið um
gagnagrunn geti fallið að skoðun-
um Alþingis frá þessum tíma þarf
það að virða umráðarétt sjúk-
lingsins yfír sjúkraskrá sinni og
gera ráð fyrir að fengið verði
samþykki hans fyrir þátttöku í til-
teknum rannsóknum...."
Kjallarinn
Sigurbjörn
Sveinsson
læknir
Meö og
á móti
Á að hefja
hvalveiðar að nýju?
Nýta hvalinn
til fulls
„Auðvitað eigum við að heíja
hvalveiðar strax næsta sumar því
það mæla öll rök með því. I fyrsta
lagi er það réttur sjálfstæðrar þjóðar
að nýta auðlindir hafsins á sjálíbær-
an hátt. í öðru
lagi stefnir í
vandræði vegna
takmarkalausrar
Qölgunar hvals í
kringum okkur
og má minna á
að forstjóri Haf-
rannsóknastofn-
unar hefur bent Gu&jón Gu&munds-
á að þetta geti son alþingisma&ur.
leitt til þess að við verðum að
minnka fiskveiðar okkar vegna þess
mikla magn sem hvalurinn étur af
fiski. Og náttúrlega í þriðja lagi er
þama möguleiki á miklum verð-
mætum og mörgum störfum. Það er
ekki ástæða til að hafa áhyggjur af
því að þetta bitni á útflutningi eða
ferðamannastraumi eins og sumir
vilja halda fram. Það er reynsla
Norðmamia sl. fimm ár að hvalveið-
ar þeirra hafi ekki skaðað þá á
neinn hátt. Útflutningur, ferða-
mannastraumur og aðsókn í hvala-
skoðunarferðir hefúr blómstrað sem
aldrei fyrr eftir aö þeir hófu hval-
veiðar að nýju. Við eigum að nýta
hvalinn á þrennan hátt. í fyrsta lagi
með veiðum og vinnslu, í öðru lagi
með öflugri hvalaskoðun og síðast
en ekki síst eigum við að sýna ferða-
mönnum hvalvinnsluna. Það var
mjög vinsælt meðan Hvalstöðin var
og hét að sjá þessar risaskepnur og
fylgjast með hvalskurðinum og allt
þetta eigum við að nýta okkur."
Glapræði
„Auðvitað verða hvalveiðar ekki
leyfðar. Það var þjóðhagslegt
glapræði að byrja þá iðju aftur, hvað
sem mönnum finnst um sjálfstæði
þjóðarinnar. Nú þegar fæst miklu
meira upp úr
því að sýna
hvalina lifandi
en selja þá
dauða og það
færir okkur líka
miklu meiri
virðingu á al-
þjóðlega visu.
Auk þess sem Magnús H. Skarp-
margfaldur hé&insson
vaxtarbroddur 5kolas<jori'
er í hvalaskoðun á komandi árum
eins og sýnir sig í því að um allt land
eru menn annaðhvort byrjaðir eða
að undirbúa atvinnurekstur sem
tengist hvalaskoðun, Þorsteinn Páls-
son hefm- algerlega runnið á rassinn
í þessu máli. Hann hefur aftur og aft-
ur lýst yfir aö það sé ekki spuming
hvort heldur hvenær hvalveiðar
heftist en situr nú uppi með eggið á
andlitinu. Hann hefur sem betur fer
engin tök á málinu þótt hann tali
hreystilega í ftölmiðlum. Hann hefur
einfaldlega tapað málinu. Væri í dag
farið að ráðum þeirra sem vilja hval-
veiðar strax væru íslendingar að
skjóta sig í fótinn í efnahagslegu til-
liti. Við myndum sæta efnahagsleg-
um þvingunum af hálfu einhverra
þjóða og sterk samtök á sviði um-
hverfisvemdar ættu auövelt með að
rústa ferðamennsku hingað og
veikja grunn fiskmai’kaðanna. Þetta
vita auðvitað ráðamenn þótt þeir tali
hreystilega út á við. Málið er ósköp
einfalt. Andstæðingar hvalveiða eru
búnir að sigra. Lifandi tákn um það
mun innan tíðar synda í kví í Kletts-
víkinni i Vestmannaeyjum."
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is