Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998 39 Fréttir Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar: Gengistap 26 milljónir 1997 en samt hagnaður DV, Borgarnesi: Aðalfundur Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar var haldinn fyrir skömmu. Liðin eru tvö og hálft ár frá því HAB tók til starfa eftir uppskipti og í breyttu formi. Fyrir uppskiptin var eiginfjárstaða HAB og UOB nei- kvæð um 1221 milljón króna. Eftir uppstokkun og nokkuð breytt afskriftafyrirkomulag og tveggja ára rekstur var eiginfjárstaðan neikvæð um 300 þúsund krónur í árslok 1997. Á fundinum kom fram að hagnaður fyrirtækisins varð 5,9 milljónir króna 1997 sem er talsvert minni hagnaður en árið 1996. Þá nam hagnaður 70,6 miiljónum króna. Ástæða þess er aðal- lega sú að gengishagnaður varð um 65 milljónir króna á árinu 1996, en 1997 varð gengistap að upphæð um 26 millj- ónir króna. Sjóðstreymi hækkaði hins vegar veltufé frá rekstri úr 48 milljón- um króna í 80 miiljónir króna og handbært fé hækkaði úr 42 miiljónum króna í 60 milljónir. -DVÓ DV-myndir Eva Öndin með ungana á árbakkanum. Hæna ungaði út æðareggi: Með 6 unga á Varmá - en veiðibjalla hefur náð fjórum DY Hveragerði Á þessum árstíma er afar óvenju- legt að sjá önd synda með ofurlitla andarunga á eftir sér. En það á sér nú stað á Varmá í Ölfusi. Öndin, sem svamlar þar ásamt ungum sínum, er marglit og ólík þeim tegundum sem eru yfirleitt á Tjörninni í Reykjavík. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að öndin er ein af öndum Hrefnu Kjartansdóttur, bónda í Reykjakoti. Hrefna sagði í samtali við DV að ein af hænum hennar hefði ungað þessari önd út ásamt sínum eigin ungum. Andarunginn stækkaði svo ört að hænan var í vandræðum með að leggj- ast á en unginn - það er öndin sem hér um ræðir - elti hænuna á röndum sem sína móður. Hrefna sagði einnig að reyndar hefðu tvær af öndum hennar orpið fyr- ir skömmu sem væri mjög óvenjulegt. Önnur þeirra missti alla unga sína. Sú sem sést hér á myndinni átti tíu unga en fjórir þeirra urðu veiðibjöllu að bráð. Sú situr allan liðlangan daginn á sama steininum mitt í ánni og fylgist með seiðunum og andarungunum. Endur Hrefnu og gæsir eru gæfar og eru þær á vappi á hlaðinu og útihús- um í Reykjakoti innan um svani, hunda og hesta en hestaleiga er í Reykjakoti. Fuglunum er gefið daglega á hlaðinu. -eh Innritaðir eru Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 1998—1999 stendur yfir í ágúst. 1. Nemendur fæddir 1992 í Forskóla I 2. Nemendur fæddir 1991 í Forskóla n 3. Nemendur fæddir 1988-1990 (8-10 ára) sem teknir eru beint í hljóðfæranám, án undangengins forskólanáms. 4. Nemendur fæddir 1992 og 1993 í Fiðluforskóla. Skrifstofa skólans að Lindargötu 51 er opin frá 10. ágúst kl. 12.30-17.00 Síminn er 562 8477. <gi> TOYOTA Árg. 1997 Ekinn 28.000 Vél. 1600 ssk. Fastnúmer MH-789 Litur silfurgrár Árg. 1998 Ekinn 12.000 Vél. 1500 ssk. Fastnúmer PU-873 Litur hvítur Árg. 1992 Ekinn 85.000 Vél. 1500 ssk. Fastnúmer PT-390 Litur rauður Árg. 1989 Ekinn 144.000 Vél. 3000 ssk. Fastnúmer KL-153 Litur drappl Árg. 1996 Ekinn 50.000 Vél. 2000 ssk. Fastnúmer KN-108 Litur silfurgrár Árg. 1991 Ekinn 90.000 Vél. 1300 5g. Fastnúmer RU-013 Litur Ijósblár Árg. 1997 Ekinn 15.000 Vél. 2500 ssk. Fastnúmer NG-651 Litur svartur Árg. 1991 Ekinn 116.000 Vél. 3000 ssk. Fastnúmer OU-952 Litur grænn Árg. 1997 Ekinn 18.00 Vél. 1500 5g. Fastnúmer TV-646 Litur grænn Árg. 1995 Ekinn 50.000 Vél. 2000 ssk. Fastnúmer LU-299 Litur grænn Árg. 1993 Ekinn 100.000 Vél. 2400 5g. Fastnúmer FT-698 Litur blár Árg. 1998 Ekinn 20.000 Vél. 1500 5g. Fastnúmer TB-515 Litur fölbleikur Árg. 1995 Ekinn 52.000 Vél. 2500 5g. Fastnúmer OB-717 Ljtur blár Árg. 1993 Ekinn 100.000 Vél. 2800 Fastnúmer MM-618 Litur svartur Árg. 1993 Ekinn 101.000 Vél. 3000 5g. Fastnúmer LN-824 Litur blár Árg. 1992 Ekinn 111.000 Vél. 3000 5g. Fastnúmer LV-678 Litur vínr/grár Árg. 1990 Ekinn 152.000 Vél. 3000 ssk. Fastnúmer VJ-387 Litur vínrauður Árg. 1994 Ekinn 57.000 Vél. 2500 5g. Fastnúmer PL-767 Litur drappl Árg. 1994 Ekinn 84.000 Vél. 2400 5g. Fastnúmer PK-840 Litur hvítur Árg. 1992 Ekinn 104.000 Vél. 2400 5g. Fastnúmer XX-898 Litur hvítur Toyota Corolla S/D Hyundai Accent Mitsubishi Colt MMC Pajero Hyundai Sonata Toyota Corolla H/B Chrysler Stratus MMC Pajero Hyundai Accent Volvo 850 GL Toyota Hilux D/C diesel Hyundai Accent Nissan King Cab diesel Nissan Patrol Toyota 4runner Toyota 4runner MMC Pajero Jeep Cherokee Jamboree Toyota Hilux D/C

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.