Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Blaðsíða 22
J5 30
MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998
' íf
I
dregið úr stærð
kyn ims í reisn
Já, oft var þörf en nú er það
bókstaflega nauðsyn: Að hætta
að reykja. Að minnsta kosti ef
körlum er annt um stærð lims-
ins í reisn. Rannsóknir vís-
indamanna benda einmitt til að
reykingar geti dregið úr stærð
lims í stinningu.
Það voru vísindamenn frá
læknadeild
Bostonhá-
skóla sem
gáfú út þessa
viðvörun eftir
rannsókn á
tvö hundruð
körlum. Einn
vísindamannanna, Pedram
Salimpour, segir að niðurstöð-
umar séu tölfræðilega mark-
tækar.
Vísindamennirnir segja að
áhrif reykinganna á reðurinn
séu sömu ættar og áhrif þeirra
á hjartað. Æðamar skemmast
og það dregur úr blóðflæðinu.
Og þá er nú ekki von á góðu
þegar limurinn er annars veg-
Ekki er vitað hversu lengi né
hversu mikið menn þurfa að
reykja til að þessar miður
æskilegu aukaverkanir geri
vart við sig. Það er því eins
gott að hætta strax.
Fasanafjaðrir í
' skotheld vesti
Fjaðrirnar duga fasananum
skammt þegar veiðimaðurinn
fretar á hann úr hólki sínum.
Þær gætu þó gagnast hermönn-
um á vígvellinum ef marka má
tilraunir breskra visinda-
manna.
Vísindamennimir hafa upp-
götvað að fasanafjaðrirnar geta
dregið mjög úr krafti byssu-
kúlna þar sem innra byrði
þeirra er mjúkt og froðukennt.
Þá innihalda þær keratín,
sama efni og neglurnar á okkur
eru gerðar úr.
Peter Gardiner, verkfræðing-
ur við háskólann í Reading á
'* Englandi, hefur mælt með því
við breska varnarmálaráðu-
neytið að skoðað verði hvort
hægt sé að setja fjaðrir í stað
efnisins kelvars í skotheld
vesti. Ef frekari rannsóknir
lofa góðu verður kannski farið
að rækta fasana vegna fjaðr-
anna.
Bústaðir Kana-
aníta á Vestur-
bakkanum
Palestínskir fornleifafræð-
> ingar sem stunda uppgröft á
sjálfstjómarsvæði Palestínu-
manna á Vesturbakkanum
segjast hafa fundið leifar heim-
ila Kanaaníta frá því i kringum
árið 3000 fyrir Krist. Fornleif-
amar fundust skammt vestan
við borgina Nablus.
Fornleifafræðingamir telja
að fundurinn muni hjálpa
Palestínumönnum að koma
fram með eigin útgáfu fornrar
sögu þessa landsvæðis. Þeir
kvarta yfir þvi að ísraelskir
kollegar þeirra hafi aðeins
* áhuga á sögu gyðinga til að
réttlæta landakröfur þeirra á
svæðinu.
Sumir Palestínumenn rekja
ættir sínar til Kanaaníta sem
bjuggu á þessum slóðum áður
en ísraelsmenn komu þangað.
Ný rannsókn á hvað felst í kynþokkanum:
Herramenn vilja ljóskur. Þannig
hljóðar að minnsta kosti eldgömul
formúla frá Hollywood. Og til að nú-
tímamanninum finnist hún kyn-
þokkafull verður hann að hafa eitt-
hvað sem hægt er að klípa í, hún
þcuf að vera með stór brjóst og
grannt mitti. Horrenglur eins og of-
urfyrirsætumar, sem svo margar
ungar stúlkur miða sig við, virðast
ekki eiga upp á pallborðið hjá ósköp
venjulegum körlum.
Visindamenn komust að þessum
sjálfsögðu sannindum, að margra
áliti, þegar þeir sýndu fjörutíu
námsmönnum, karlkyns, myndir af
líkömum fimmtíu kvenna. Skóla-
piltar voru svo beðnir að segja
hvaða kona þeim fannst mest aðlað-
andi.
Rannsóknin, sem Martin Tovee
við háskólann í Newcastle á
Englandi stóð fyrir og sagt er frá í
læknaritinu Lancet, leiddi í ljós að
konur sem kalla má horspírur eru
ekki taldar jafhaðlaðandi og hinar
sem hafa örlítið fleiri kíló utan á
sér.
Það kom líka í Ijós að karlar em
hrifnari af þess háttar konum en
þeim sem falla undir hefðbundna
skilgreiningu á hvað felst í líkam-
legu aðdráttarafli, þar sem mittis-
málið er sjötíu prósent af mjaðma-
málinu.
Traustasti mælikvarðinn á það
hvers konar konum karlarnir eru
hrifnir af er svokallaður þyngdar-
stuðull. Hann er fundinn út með því
að deila í þyngd viðkomandi í kíló-
um með hæð hans eða hennar í
metmm í öðm veldi. Myndirnar
sem námsmennimir fengu að skoða
sýndu fimm þyngdarflokka og voru
tíu konur í hverjum.
Konur sem voru með þyngdar-
stuðul undir 15 vora flokkaðar sem
horrenglur. Þyngdarstuðullinn 15
til 19 táknar að viðkomandi er of
léttur og 20 til 24 að hann sé pass-
lega þungur. Þegar komið er þar yf-
Risaeðluegg fundin í Bólivíu
Enn finnast minjar um vini okk-
ar risaeðlumar. Nýlega skýrðu vís-
indamenn frá því að fundist hefðu
það sem talið er vera tvö steingerð
risaeðluegg í sunnanverðri Bólivíu.
Þar sem eggin fundust eru hugsan-
lega fleiri steingervingar saman
komnir á einum stað en áður hafa
komið í leitirnar.
„Við fundum tvö egg sem gætu
verið úr risaeðlu,“ segir leiðangurs-
stjórinn, svissneski steingervinga-
fræðingurinn Christian Mayer.
Hann telur að eggin séu um það bil
68 milljóna ára gömul.
„Þau fundust í grænum kalk-
steini og það eru hugsanlega fleiri í
öðram berglögum," segir hann.
Eggin vora grafin upp i Cal
Ork’o, um sjö hundruð kílómetra
suðvestur af bólivísku höfuðborg-
inni La Paz, eigi alifjarri borginni
Sucre.
Eggin sem vísindamennirnir
fundu vora nokkuð stór. Annað
þeirra var 25 sentiímetrar en hitt,
sem var úr fljúgandi skriðdýri, er
hvorki meira né minna en 40 sentí-
metrar í þvermál að sögn Mayers.
Þessi happadráttur vísindamann-
anna kom ekki í ljós fyrr en eftir
sex vikna uppgröft. Flogið verður
með eggin tii Sviss þar sem þau
verða rannsökuð nánar.
„Við verðum að búa um þau og
bera þau saman við aðrar leifar og
beinagrindur um víða veröld," segir
Mayer.
Hann telur ekki útilokað að stein-
gervingasvæði þetta, þar sem finna
má spor eftir tugi dýrategunda, sé
lengri.
Meðal þeirra dýra sem hafa skilið
eftir sig spor þarna suður í Bólivíu
er Týrannósaurasinnn, kjötætan óg-
urlega. Bein á svæðinu eru úr
krókódílum, ferksvatnsfiski og
skjaldbökum.
Leiðangurinn til Cal Ork’o er fjár-
magnaður af svissneskum rann-
Fótspor eftir risaeðlur í Cal Ork’o nærri borginni Sucre í Bólivíu.
hið stærsta í heimi. Sumar slóðirn- sóknarsjóði, vefnaðarvöruframleið-
ar eftir dýrin eru allt að því 350 anda og fyrirtæki í Bólivíu.
metra langar og þær gerast ekki
Ofurmjóar sýningarstúlkur kunna að vera fallegar á að horfa en flestir karl-
menn vilja þó eitthvað aðeins holdmeira til að eyða ævinni með.
ir er þyngdin orðin of mikil, sér-
staklega þegar þyngdarstuðullinn er
kominn yfir 30.
Stúdentarnir voru hrifnastir af
konum sem höfðu þyngdarstuðul-
inn 18 til 21.
„Það kemur í ljós að þyngdarstuð-
ullinn er sá þáttur sem ræður hvað
mestu um kynferðislegt aðdráttarafl
þcir sem hann er góð vísbending um
góða heilsu og frjósemi," segir
Tovee.
Leitað að
kúailmi
sem fælir
burt flugur
Flugur eru hvimleiður fjandi,
að minnsta kosti þegar of mikið
er af þeim. Má þá einu gilda
hvort þær era á sveimi kringum
mannskepnuna eða blessaðar
kýmar. Og þcir eru ekki allar
kýr jafnar því sumar laða að sér
fleiri flugur en aðrar.
Kúabændur sjá nú ef til vill
fram á það að geta hætt að nota
skordýraeitur á óværuna en
þess i stað úða kýmar með nátt-
úrulegum kúailmi sem fælir
flugurnar burt.
Tímaritið New Scientist
skýrði
nýlega
frá því
að
breskir
vísinda-
menn
væra að
reyna að
ein-
angra
efna-
sam-
bönd
sem
kýrnar
gefa frá sér til að komast að þvi
hver þeirra geri kusurnar óaðl-
aðandi í augum flugnanna.
Þetta er ekki gert af eintómu
pjatti því þegar flugur nærast á
kúnum verða kusumar stress-
aðar. Það hefur aftur í för með
sér minni mjólkurframleiðslu
og hægari vöxt.
Bresku vísindamennirnir,
undir forustu Michaels Birketts,
gerðu smátilraun þar sem þeir
einangruðu átján efnasambönd
sem kýr gefa frá sér. Þeir könn-
uðu áhrif eins efnasambandsins
með þvi að setja það í hæglos-
andi poka sem var komið á tvær
kýr í sex kúa hjörð. Kýrnar
tvær voru greinilega miklu
meira aðlaðandi en hinar stöllur
þeirra fjórar áður en tilraunin
hófst. Þegar pokarnir voru
komnir um hálsinn á kúnum
tveimur jafnaðist flugnagerið út.
Það þykir benda til að efnið hafi
staðið sig i stykkinu og fælt flug-
urnar burt. Frekari tilraunir
verða gerðar og standa vonir tU
að um síðir verði hægt að hefja
framleiðslu á flugnafæluefni.