Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998
Fréttir
Tveir menn sem reyndu að hjálpa liggjandi rosknum manni sem verið var að sparka í:
Annar kýldur en hinn
barinn í gangstétt
- andlitið á mér varð óþekkjanlegt á eftir, segir Valgeir Barðason
Við vorum tveir á gangi í miðbæn-
um á föstudagskvöldi þegar við sáum
hvar strákar hópuðust saman og voru
að sparka í liggjandi roskinn mann á
móts viö íslandspóst. Mér fannst við-
bjóðslegt að horfa upp á þetta - sparka
í manninn fram og til baka. Við vild-
um að sjálfsögðu skakka leikinn. En
það var eins og að henda sprengju á
hópinn. Fyrst stökk einn á Helga, fé-
laga minn, og kýldi hann,“ sagði Val-
geir Barðason, jámsmiður í Reykja-
vík, sem var tvær vikur frá vinnu í
sumar eftir aö hafa verið misþyrmt
illa í miðbænum.
Valgeir og Helgi Svanbergsson
urðu báðir fyrir líkamsárásum þegar
þeir reyndu að koma rosknum manni
til hjálpar sem ungir menn voru að
ráöast á í Austurstræti. Helgi segir
það ákaflega sorglegt hvemig fór þeg-
ar enginn svaraði hjálparbeiðni konu
sem nýlega var nauðgað í Kópavogi:
„Það em samt sumir sem skipta
sér af árásum á annað fólk, eins og
við gerðum í þessu tilfelli, en það get-
ur því miöur farið mjög illa,“ sagði
Helgi.
Helgi og Valgeir sáu báðir sitt
óvænna þegar þeir reyndu að koma
Sænski göngugarpurinn á leið
upp Fjarðarheiði og þar með lauk
hann hringferðinni um ísland.
DV-mynd Sigrún
Gekk 3000
km á 70
hinum roskna manni til hjálpar fyrir
utan íslandspóst - báðir menn sem
em vel á sig komnir líkamlega.
Barði höfðinu á mér í
gangstéttina
„Það var ekki um annað að ræða en
að forða sér,“ segir Valgeir. „Þetta
vom margir fremur illvigir strákar.
Þeir urðu bijálaðir yfir því að við
skyldum vera að skipta okkur af. Við
Helgi urðum viðskila. Ég hljóp upp
Bankastrætið. Á móts við Stjómar-
ráðshúsið urðu nokkrir ungir menn á
vegi mínum. Einn þeirra hafði sig
mest í frammi. Hann réðst á mig og
felldi mig í götuna. Síðan beit hann
mig í bijóstið og lamdi hausnum á
mér í götuna. Ég setti vinstri höndina
undir til að forðast gangstéttina og
hægri höndina fyrir andlitið. Þá tók
hann hægri höndina í burtu og stang-
aði mig í höfuðið hvað eftir annað.
Andlitið á mér varð óþekkjanlegt á
eftir. Þegar ég lá þama bað ég fólk um
að hjálpa mér en það hreyfði sig eng-
inn. Maðurinn var búinn að skalla
mig oft þegar lögreglan kom á staðinn
og handtók hann,“ sagði Valgeir.
Hann þurfti að vera tvær vikur frá
vinnu eftir árásina: „Ég varð einn
köggull á eftir," sagði hann.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar í Reykjavík er kæra Valgeirs í
rannsókn. Hann og Helgi segja báðir
að það sé greinilega ekkert áhlaupa-
verk að sinna borgaralegum skyldum
þegar verið sé að ráðast á fólk - þeir
hafi reynt að hjálpa en með fyrr-
greindum afleiðingum. Hvoragur
mannanna kveðst vita um afdrif hins
roskna manns enda hafi þeir þurft að
flýja af vettvangi. -Ótt
Helgi Svanbergsson segir að því miður geti farið illa þegar fólk skiptir sér af
Ifkamsárásum á samborgara sína. DV-mynd Pjetur
Viðræöur um sameiginlegt vinstraframboð:
Ekki krafist
ákveðinna sæta
- segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Kvennalistans
Fulltrúar vinstriflokkanna hittust í gær til að halda áfram viðræðum um sam-
eiginlegt framboð A-flokkanna og Kvennalistans. DV-mynd Hilmar Þór
dögum
DV Egilsstöðum:
„Þetta hefur verið skemmtileg-
ur tími og ég gekk 3000 km á 70
dögum. Þræddi alla strandlengj-
una,“ sagði sænski göngugarpur-
inn, Erik Reuersvard, á Egils-
stöðum í gær og lagði síöan á
Fjaröarheiðina til Seyðisfjarðar í
lokaáfangann. Hann gekk yfir-
leitt um 6 km á klukkustund og
kom víða við á sveitabæjum. Alls
staðar var honum tekiö mjög vel
og naut fyrirgreiðslu. -SB
Stóð á þurru
Bátur sem var að koma frá
Rifi á Snæfellsnesi strandaði þar
sem fjaraði undan honum við
Grandahólma, rétt sunnan viö
Akurey fyrir utan Reykjavík í
morgun. Einn maður var í bátn-
um. Björgunarsveitin Albert á
Seltjamamesi var kölluð út til
þess aö bjarga bátnum. Maður-
inn fékk sér kaffi hjá Slysavarna-
félaginu þar til báturinn var
kominn á sléttan sjó á ný. -hb
Formenn Alþýðubandalags, Al-
þýðuflokks og Kvennalista hittust á
fúndi síðdegis í gær til að ræða sam-
eiginlegt framboð til alþingiskosninga
í vor. Viðræðumar hafa legið niðri að
mestu síðustu vikur en em að sögn
Margrétar Frímannsdóttur að hefjast
á ný. Fyrir liggur að Kvennalistinn
gerir ákveðnar kröfúr sem fúlltrúar
A-flokkanna hafa skilið sem kröfur
um þingsæti og áhrif sem em óraun-
hæfar miðað við þingstyrk og fylgi
Kvennalistans í könnunum. Þær kröf-
ur hafa verið túlkaöar þannig að
Kvennalistinn krefjist efsta sætisins í
Reykjavík og ákveðinna sæta í öðrum
kjördæmum.
Guðrún Jónsdóttir, starfskona
Kvennalistans, segir við DV að sú
túlkun sé ekki rétt. Það sé þó forsenda
þess að Kvennalistinn taki þátt í
þessu fyrirhugaöa samstarfi að fram-
boðið litist af þátttöku Kvennalistans.
Ekki komi tfl greina að Kvennalistinn
renni á einhvem hátt inn í A-flokk-
ana. Hvort samstarf takist eða ekki sé
enn allt of snemmt að segja tfl um. Að-
spurð um það á hvem hátt hið nýja
vinstraframboð skuli litast af þátttöku
Kvennalistans og hvort í því felist
krafa um ákveðin sæti á ákveðnum
listum, sagði Guðrún: „Ég held að það
sé allt of snemmt að fara að nefna
sæti eða nööi heldur á ég við það að
tryggt verði að Kvennalistinn eigi
talskonur, að kvennalistaröddin
þagni ekki.“
Hún sagði enn fremur að það hefði
aldrei hvarflað að Kvennalistanum að
setja fram skýlausar kröfur um tfltek-
in sæti. „ Það væri hins vegar óðs
manns æði fyrir okkur að samþykkja
að taka þátt í samstarfi á þeim grunni
einum að við hefðum málefnasamn-
ing sem við gætum samþykkt án þess
að hafa möguleika á að framfýlgja
honum.“
Sighvatur Björgvinsson, formaöur
Alþýðuflokksins, sagði í gærkvöld að
það væri ekki í verkahring formanna
flokkanna að ræða uppröðun á fram-
boðslistum enda væri það ekki á valdi
formannanna. „Við getum haft okkar
skoðun á því. Það er hins vegar mál-
efni sem flafla verður um í kjördæm-
unum. Við getum ekki bundið kjör-
dæmin í þeim eöium,“ sagði Sighvat-
ur Björgvinsson.
-SÁ
Stuttar fréttir dv
Ekkert að afsaka
Davið Odds-
son forsætisráð-
herra sagði í
samtali við RÚV
að hann myndi
ekki biðjast af-
sökunar á um-
mælum sem
hann lét falla á
ráðstefhu um gagnagrunnsfrum-
varpið á laugardag um sjúkra-
skýrslur á glámbekk árum saman.
Ályktun stjómar Læknafélagsins
um sig sé þóttafull og því ekki til
sóma.
Sveitarfélagavefur
Á stjómarfundi Sambands ís-
lenskra sveitarfelaga, sem haldinn
var á Akyreyri í gær, var formlega
opnaður Netvefúr, Syeitarfélagavef-
urinn samband.is. Á vefnum em
upplýsingar um sveitarfélög hér á
landi og starfsemi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga.
Fáir í Kennaraháskólann
Þriðjungur þeirra sem sækir um
að komast í nám í Kennaraháskóla
íslands kemst að á hveiju hausti.
Sama hlutfall gildir fyrir framhalds-
nám fyrir kennara. Skólinn útskrifar
um 120 kennara á ári en þyrfti að út-
skrifa 150 kennara til að mæta þörf-
um skólakerfisins. RÚV sagði frá.
Varar vió virkjunum
Samvinnunefnd um skipulag
miðhálendisins vill halda mann-
virkjagerð á hálendinu í skefjum og
varar við virkjunarhugmyndum við
norðanverðan Vatnajökul vegna
ríkra náttúmvemdarhagsmuna.
Nefndin fékk athugasemdir við
skipulag hálendisins frá 95 aðilum.
Sóion veiðir lax
Dagur segir
frá því að Sólon
Sigurðsson,
bankastjóri Bún-
aðarbankans,
hafi enn verið í
laxi í síðustu
viku. Hann hafi
verið í Laxá í
Dölum í boði VISA.
Sakamáladómstóll
Helgi Ágústsson ráðuneytisstjóri
hefur fýrir hönd utanríkisráðherra
undirritað Rómarsamþykkt SÞ um
stofnun alþjóðlegs sakamáladóm-
stóls í Haag. Samþykktin öðlast
gfldi þegar 60 ríki hafa undirritað
hana.
Musso-jepparnir skráðir
Skráningarstofan hefúr skráð tíu
Musso jeppa sem styrr hefúr staðið
um að undanfómu. Fulltrúar frá lög-
giltu prófunarfyrirtæki í Þýskalandi
hafa prófað bilana til þess að ganga
um skugga um aö þeir stæöust kröfúr
Evrópusambandsins. RÚV sagði frá.
Údýrara til útlanda
Landssíminn lækkar símtöl til
Bandaríkjanna fóstudaginn 4. sept-
ember úr 54 kr. mínútan í 47 kr.
Næturverð sem nú er 40,50 kr. verð-
ur óbreytt.
Fullvinnsla um borð
Sjávarútvegsráðherra hefur gefið
út reglugerð sem heimflar full-
vinnslu bolfiskafla um borð í veiði-
skipum. Hún hefúr verið óleyfileg
til þessa. Fiskistofa skal samkvæmt
reglugerðinni samþykkja frekari
vinnslu en flatningu, flökun, roð-
flettingu og snyrtingu og veiðieftir-
litsmaður skal vera um borð.
Vill stofna flokk
Dagur segir
að Ástþór Magn-
ússon hyggi á
stofnun stjóm-
málaflokks.
Sjálfúr segist
hann við blaðið
ekki hafa ákveð-
ið hvort hann
fari sjálfúr í framboð fyrir næstu
kosningar.
Segist eiga að hanna
Garðar Halldórsson, fyrrverandi
húsameistari ríkisins, segist hafa
samið við stjómvöld um að hanna
viðbyggingu við Leifsstöð þegar geng-
ið var frá starfslokum hans fyrir
tveimur árum. Stjómvöld ætla að
bjóða hönnun flugstöðvarinnar út á
Evrópska efiiahagssvæðinu.-JH/-SÁ