Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998
Fréttir
Framboð á þorski hefur dregist verulega saman:
Engin framtíð í Rússafiski
- segir Karl Konráðsson, markaðsstjóri SH í Moskvu
Rússarnir fara
DV
Mars 1997
Júlí 1997
| | Meöalverö á kg af Innlendum þorskl
Hj MeðalverÖ á kg af Rússaþorski
172
Sept. 1997
Febr. 1998
Júní 1998
„Veiðin í Barentshafi hefur dregist
mjög saman að undanfómu og það
sem er kannski verra er að um 70%
aflans era mjög smár fiskur. Við
erum að tala um fisk sem er undir
500 grömmum. Rússneskir sjómenn
stunda hins vegar ólympískar veiðar
í Barentshaf-
inu, þ.e. þeir
mega veiða að
vild þar sem
þeir ná ekki
upp í kvóta.
Þessi mikla
veiði á smá-
fiski veldur
auðvitað
áhyggjum því
hver veit
nema menn
séu bókstaf-
lega að sópa
upp öllum
fiski á þessum slóöum," segir Karl
Konráðsson, markaðsstjóri SH í
Moskvu.
Karl hefur búið um skeið í Moskvu
og þekkir vel ástandið í sjávarútvegi
í Rússlandi. Hann spáir því að fram-
boð á Rússafiski hingað til lands
muni fara enn minnkandi en það hef-
ur dregist mikið saman síðustu miss-
eri.
„Rússneskir togarar eru í auknum
mæli famir að landa sínum afla í
Evrópu enda keppast menn við aö
bjóða þeim fyrirframgreiðslur og
jafnvel viðgerðir á skipum í staðinn.
Svo fer líka alltaf meira og meira af
aflanum aftur heim til Rússlands.
Fiskkaupendur hérlendis hafa einnig
þurft að horfa á verðið hækka gríðar-
lega á allra síðustu árum en mér
fmnst líklegt að það sé í toppi núna.
Það kemur auðvitaö á móti að af-
urðaverð hefur hækkað talsvert og
það er engin spuming að ef menn
væru að fá sama afurðaverð og fyrir
ári væru þeir löngu famir á haus-
inn.“
Veiði í Barentshafi hefur alltaf
verið sveiflukennd og að sögn Karls
gæti hún allt eins rokið upp á næstu
mánuðum. „Það getur allt gerst í
þessum efnum en það er samt skoðun
mín að sú vinnsla á Rússafiski sem
hefur verið stunduð hérlendis geti
ekki gengið til langframa. Það verður
annað tveggja; veiðin minnkar enn
frekar eða þá að Rússar fara að vinna
sinn fisk sjálfir. Það segir sig sjálft að
það er alltaf ódýrara að flytja fiskinn
annað hvort til Norður-Noregs eða
heim til Murmansk. Launakostnaður
er mun lægri á þessum slóðum og
um leið og Rússum tekst að bæta
sína vinnslu þurfa þeir ekki á sigl-
ingum til íslands að halda. Það hefur
líka verið stefna rússneskra stjórn-
valda að auka nýtingu á fiski innan-
lands og bæta þannig atvinnuástand-
ið,“ segir Karl.
SH hefur lítillega selt Rússafisk til
íslands en Karl segir skrifstofuna í
Moskvu fá fjölmargar fyrirspurnir
um hvort hún geti útvegað fisk. „Eft-
irspurnin héðan er greinilega mjög
mikil en Norðmenn og íslendingar
hafa hingað til verið að taka allan
fisk yfir eitt kíló en ef menn fara að
falast eftir smáfiskinum þá geta þeir
sjálfsagt enn orðið sér úti um afla,“
segir Karl Konráðsson. -aþ
Rauöi herinn byggir að mestu á Rússafiski:
Fleiri fiskar í sjónum
- segir Ketill Helgason framkvæmdastjóri
„Það getur vel verið að menn
tali um að framboð á Rússafiski
hafi minnkað. Þrátt fyrir það þá
hefur mínu fyrirtæki gengið bet-
ur að kaupa fisk frá Rússlandi í
ár en i fyrra. Það kemur senni-
lega til af því að við kaupum
meira magn en aðrir og höfum
verið tilbúnir að greiöa hátt verð
fyrir," segir Ketill Helgason sem
rekur fiskvinnslufyrirtæki, sem
stundum eru kennd við Rauða
herinn, í Bolungarvík, á Þing-
eyri, Bíldudal og Tálknafirði. Hjá
fyrirtækjunum starfa nú um þrjú
hundruð manns. Aðspurður um
hvort Ketill óttist verkefnaskort í
fiskvinnslunni vegna samdráttar
í veiðum á Barentshafi þá segist
hann ekki hafa áhyggjur af slíku.
„Ég er búinn að fylgjast með
veiðum í Barentshafi í langan
tíma og er fuilkunnugt um að
veiðin hefur minnkað. Það hefur
hins vegar ekki dottið niður dag-
ur í vinnslu hjá mér í meira en
ár og við eigum hráefni núna
sem gæti enst til áramóta. Við
erum alveg jafnsamkeppnisfærir
og hverjir aðrir á meðan við get-
um boðið nógu hátt verð fyrir
fiskinn."
Ketill segir það óþarfa svart-
sýni að telja að veiðar á Barents-
hafi leggist af í einni svipan en ef
svo verði þá muni hann að sjálf-
sögðu leita fanga annars staðar.
„Þaö væri auðvitað best að fá
að veiða fiskinn hér við land en
ef það er ekki hægt þá verður
bara að leita fanga annars staðar.
Það era fleiri fiskar 1 sjónum og
þótt Rússafiskurinn hverfi þá
kemur bara eitthvað annað í
staðinn," segir Ketill Helgason. ,, ,
-aþ Ketl Hel9ason framkvæmdastjóri.
I'bzen
DV-mynd Hörður
Karl Konráðsson,
markaðsstjóri SH í
Moskvu.
Allt á að seljast
Rekstur fyrirtækja gengur misjafn-
lega eins og dæmin sanna. Sum pluma
sig ágætlega en önnur lenda í þröng og
jafnvel gjaldþroti. Þá er mikilvægt fyr-
ir alla aðila, eigendur fyrirtækisins
sem og skuldunauta, að bjarga því sem
bjargað verður. Reyna að fá sem mest
fyrir þau verðmæti sem eftir standa í
fyrirtækinu.
Alþekkt er í dauðastríði verslunar að
ljúka dæminu með einni allsherjarút-
sölu. „Ailt á að seljast*‘ segir í lokaaug-
lýsingunni. Allt er falt til þess að bæta
svo sem auðið má verða úr vonlítilli
stöðu.
Svipuð ósköp virðast vera í gangi í
langstærsta fyrirtæki landsins, sjálfum
ríkissjóði. Þar er allt falt þessa dagana.
Kaupenda að eignum ríkisins er leitað
með logandi ljósi utanlands sem innan.
Af viðbrögðum kaupmannsins og versl-
umarstjóra hans er svo að sjá sem
reksturinn sé á heljarþröm. Því sé von-
in ein bundin í útsölunni.
Rekstur þessa stóra fyrirtækis hefur
gengið brösuglega. Yfirleitt hefur ársuppgjöriö
endaö í tapi. Skuldir hafa hlaðist upp innan-
lands og víða um lönd. Viðskiptavinir fyrirtæk-
isins og eigendur þóttust þó sjá heldur bjartari
daga fram undan. Góðærið var og er blússandi.
Tekjumar hafa aldrei verið meiri. Þegar fyrrum
gjaldkeri fyrirtækisins, Friðrik Sophusson,
hætti störfum lofaði hann hagnaði. Allir voru
kátir, ekki síst gjaldkerinn sem við tók, Geir H.
Haarde.
En Adam var ekki lengi í Paradís. Þegar Geir
gjaldkeri fór að gramsa í reikningum fyrirtækis-
ins blasti við ógnvænleg staðreynd. Forverinn
og samstarfsmenn hans höfðu samið herfilega af
sér. í stað milljarðagróða stefndi í
margra milljarða tap. Lífeyrissamn-
ingum var kennt um öfugþróunina.
Þetta var sem köld vatnsgusa í andlit
hins bjartsýna gjaldkera.
Við þessu varð að bregðast og það
skjótt. Breytti þar engu þótt íyrirtæk-
ið væri stærra en önnur á markaðn-
um. Auglýsingin var því dregin upp.
„Allt á að seljast". Boðnir voru bank-
ar, hvort sem það var Landsbankinn,
fjöregg þjóðarinnar, að mati Sverris
Hermannssonar, eða Búnaðarbank-
inn. Þá var það boð látið út ganga að
nýi drengjabankinn væri til sölu.
Hann á talsvert i sjóðum svo eftir
nokkru er að slægjast. Ýmsir urðu til
þess að lýsa áhuga á bönkunum, jafn-
vel frændur okkar Svíar.
Fleiri ríkisfyrirtæki eru til, mis-
verðmæt. Ekki dugar að bjarga sér á
einhverju rusli svo gjalkerinn fal-
bauð sjálft gulleggið, Landsímann.
Ekki er að efa að auðvelt verður að
selja hann enda vænn biti. Með þessu
tekst gjaldkeranum sennilega að halda opnu
fram yfir jólaös. Hvað hann gerir þá er önnur
saga. Hvorki bankar né sími verða seldir aftur.
Kannski birtist þá önnur auglýsing, „Verslun-
inni hefur verið lokað“? Þá er bara spumingin
hver býður i þrotabúið?
Dagfari
Stuttar fréttir ðv
Syngur 10. október
Krisfján Jóhannsson óperusöngv-
ari syngur á minningartónleikum
um fóður sinn,
Jóhann Konráðs-
son, á Akureyri
þann 10. október.
Ásamt honum
koma fram á tón-
leikunum Sigrún
Hjálmtýsdóttir og
Jóna Fanney
Svavarsdóttir.
Mýflug til Húsavíkur
Flugfélagið Mýflug í Mývatns-
sveit hefur ákveðið að hefja áætlun-
arflug á milli Húsavíkur og Reykja-
vikur um næstu mánaðamót. Félag-
ið ætlar að fara níu ferðir á viku og
nota til að byrja með tvær Piper
flugvélar, sjö og níu sæta. RÚV
sagði frá.
Fær ráðherrastól
Næstkomandi laugardag mun
forseti Alþingis, Ólafur G. Einars-
son, afhenda menningarmiðstöð-
inni í Löngubúð á Djúpavogi ráð-
herrastól sem áður var í þingsal.
Stóllinn verður varðveittur í ráð-
herrastofu Eysteins Jónssonar,
fyrrverandi ráðherra, en hann
gegndi ráðherradómi með hléum í
samtals nítján ár og fimm mánuði.
Sluppu ómeiddir
Tveir útlendingar sluppu
ómeiddir þegar bíll þeirra valt við
Kjálkafjörð í Barðastrandarsýslu á
þriðjudag. Báðir mennimir voru í
öryggisbelti og samkvæmt heimild-
um Bylgjunnar bjargaði það senni-
lega lífi þeirra. Bíllinn sem þeir
voru í er ónýtur
Ný kvikmynd
Sporlaust, nýjasta kvikmynd
leikstjórans Hilmars Oddssonar,
verður frumsýnd
i Háskólabíói á
fimmtudags-
kvöld. Myndin
fjallar um fimm
vini í Reykjavík
samtímans sem
halda teiti sem
fer úr böndunum.
Aðalhlutverkin í myndinni leika
þau Guðmundur Ingi Þorvaldsson,
Þrúður Vilhjálmsdóttir, Dofri Her-
mannsson, Nanna Kristín Magnús-
dóttir og Ingvar E. Sigurðsson.
Tónlistin í myndinni er eftir Þor-
vald Bjama Þorvaldsson.
ítrekar andstöðu
Samvinnunefnd um svæðisskipu-
lag miöhálendisins heldur fast við
þá skoðun að víkja eigi frá fyrir-
liggjandi virkjanaáætlunum vegna
mikilla náttúruverndarhagsmuna,
ekki síst norðan Vatnajökuls. Morg-
unblaðið sagði frá.
Fólkið á bankana
Meginmálið í uppstokkun banka-
kerfisins er að tryggja samkeppni.
Rikisstjórnin stefhir að einkavina-
væðingu á þessari eign fólksins í
landinu, sem ber að stöðva, segir
Ágúst Einarsson alþingismaður á
vefsiðu sinni.
Ný kjördæmi strax
Ágúst Einarsson telur á vefsiðu
sinni að strax næsta haust eigi að
kjósa eftir nýrri kjördæmaskipan
þar sem kjördæmi verði færri og
stærri og jöfnuður atkvæðavægis
verði meiri. Fjórfaldur munur á at-
kvæðisrétti sé okkur til skammar.
Steingrímur á móti
Steingrimur Hermannsson, fyrr-
verandi seðlabankastjóri og fyrrver-
andi formaður
framsóknar-
flokksins, sagði í
samtali við Bylgj-
una að hann væri
á móti sölu á
eignarhluta rikis-
ins í Landsbank-
anum tO sænska
SE-bankans. Hann vill frekar sam-
eina Búnaðarbanka og Landsbanka.
Tvö skip í Smugunni
Togai-arnir Ýmir og Haraldur
Kristjánsson eru einu íslensku skip-
in sem eftir eru í Smugunni. Fimmt-
án skip voru þar við veiðar fyrir
helgi. Veiðin hefur verið mjög treg.
-SÁ/-JHÞ