Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 7 Leiðtogakreppa Sunnlenskir sjálfstæðismenn leita nú logandi ljósi að arftaka Þor- steins Pálssonar sem nær fullvist er talið að muni fullsaddur hætta af- skiptum af stjómmálum. Ekki mun mönnum hugnast að Ámi Johnsen taki við leiðtogahlutverk- inu. Vandi Sunn- lendinga er sá að sterkir kandídatar eru frá Eyjum eins og Ámi og ekki gengur að tveir efstu menn komi þaðan. Þannig eru þungavigtarmennirnir Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri og Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, báðir út úr myndinni. Nú virðist aðeins tvennt tO ráða; finna gott og þægi- legt starf handa Áma Johnsen eða fá utanaðkomandi aðila til að leiða listann í kjördæminu... Sigríður Panamaskurður Ömefrianefnd, undir forsæti Ara Páls Kristinssonar, er upptekin vegna hinna ýmsu óneftia sem sveit- arstjómarmenn draga á flot til að skreyta ný sveitarfélög sín. Árskógs- dalvík, Austurríki og Hríseyjargrennd eru þó smámál miðað við þann vanda sem mannanafnanefnd átti við að stríða um miðja öldina. Þá vora nýbakaðir foreldrar upp- blásnir af þjóðernisstolti og báru nöfn barna þeirra keim af því. Einkanlega áttu stúlkuböm erfltt á þessum tima þegar upp komu nöfn eins og Almannagjá, Þjóðgata, 17. júnía og fleira i þeim dúr. Eitt skemmtilegasta dæmið var þó væntanlega Sigriður Panama- skurður. Sú nafngift var tilkomin, að sögn, vegna þess að hún fæddist í hinum fjölfarna skurði. Manna- nafnanefnd stóð vaktina, eins og ör- nefnanefnd nú, og tókst að forða ein- staklingum frá því að verða hafðir að háði og spotti ævilangt... Villi varaformaður Eftir nokkurt hlé hefur Sverrir Hermannsson tekið til við hefð- bundin skrif í Moggann. Hann lyftir að vanda brandi sínum hátt og klýf- ur menn í herðar niðm- ef því er að skipta. Það vakti þó athygli að Sverrir skrifar nokkuð hlýlega til Vilhjálms Egilsson- ar og kynnir hann til sögunnar sem verð- andi varaformann Sjáifstæðisflokksins. Vilhjálmur gerði lít- ið úr málinu á Þjóð- braut Bylgjunnar og svaraði að hætti sannra stjómmála- manna og sagðist ekki hafa farið í klippingu og ekki vera kominn í ný jakkafót. Ráða mátti þó af loðnum svörum Vilhjálms að honum hugn- aðist vel að axla hið háa embætti við hlið Davíös. Nú er bara að fylgj- ast með því hvort Villi fer til rakar- ans... Ólafur óráðinn Enn hefur Ólafur G. Einarsson ekki kveðið upp úr um það hvort hann fer í framboð enn eina ferðina. Ólafur hefur á kjörtímabilinu unnið sér mikla virðingu sem röggsamur forseti Alþingis. Heimildir sand- koms herma að þingmenn sjálfstæð- ismanna hafi komið saman á fund nýlega þar sem Ólafur hafi viljað vita hug þeirra. Þeir sem standa honum nærri telja að hann sé því fráhverfur að fara í prófkjörs- slag. Þar fór í verra þvi nú hefur verið ákveðið í innsta hring að próf- kjör verði í haust. Það era því líkiu- á því að Ólafur muni draga sig i hlé og stórslagur um efsta sætið bresti á... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Fréttir Slysavarnaskóli sjómanna bauð ráðstefnugestum í sjóferð: Fyrsta ferð nýs björgunarskips - um 100 gestum gafst kostur á að fylgjast með æfingu IOO hyik E-PLUS NÁITURl I I GT t VTI AMiN i. %ig& ' 200 .«• 5 ' 'T:| E-vítamín eflir varnir líkamans Landssamband vörubílstjóra mótmælti hækkun bifreiðagjalda og afhenti fjármálaráðherra áskorun um að draga hana til baka í gær. DV-mynd Pjetur Mótmæla hækkun Sæbjörgin, nýtt skólaskip Slysa- vamaskólans, lagði upp í sína fyrstu siglingu í gær. Farið var frá Reykja- víkurhöfh um hádegisbil og um svip- að leyti hóf þyrla Landhelgisgæslunn- ar, TF Lif, sig á loft enda ætlunin að halda fýrstu björgunaræfinguna. Með í för vora yftr eitt hundrað gestir sem flestir vora úr hópi lækna frá Norðurlöndunum, Kanada og Bretlandi sem nú sátu ráðstefnu um heilbrigðismál sjómanna á Hótel Loft- leiðum. í ferðinni hélt Hilmar Snorra- son, skólastjóri Slysavamaskólans og skipstjóri Sæbjargar, fyrirlestur þar sem hann kynnti skipið og starfsemi skólans. Því næst héldu læknar úr þyrlusveit Landhelgisgæslunnar er- indi og lýstu í meginatriðum hvernig starfl þyrlulækna er háttað. r „Það er geysilega gaman að sýna þetta nýja og glæsilega skólaskip sem er miklu þetra og fullkomnara en það gamla. Við vorum með alvöraæfmgu og það var ekki annað að sjá en gest- imir væra stórhrifiiir og þeir fógnuðu björgunarmönnum með dúndrandi lófaklappi," sagði Hilmar. Það var að heyra á mörgmn erlendu læknanna að þeir hefðu aldrei séð þyrluæfmgu og ljóst að þeim fannst mikið til kunn- áttu björgunarmannanna koma. Að æfingu lokinni settust gestir Þjóðlegt veisluborð þar sem baunasúpa var aðalrétturinn í Sæbjörgu í gær. Ráðstefnugestir voru greinilega ánægðir með að komast undir bert loft og virtust njóta siglingarinnar. að snæðingi og á boðstólnum var dýrindis baunasúpa með tilheyrandi sem virtist ekki síð- ur falla gestunum í geð. -aþ/S Dregið í HÍ Fékk sjö milljónir I gær var dregið hjá Happdrætti Háskólans í Heita pottinum. Rétt tæplega sjö milljónir kom á einn miða í drættinum. Eigandi miðans hafði átt einfaldan miða með núm- erinu í ár en fékk sér trompmiða um síðustu áramót. Það borgaði sig heldur betur fyrir vinningshafann þar sem vinningar á trompmiða em fimm sinnum hærri en á einfaldan miða. Hann fékk því fimm og háifri milljón króna hærri vinning. Næsti útdráttur verður 10. september en þá verða tíu milljónir dregnar út handa viðskiptavinum HHÍ. -hb Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysa- varnaskólans, er hæstánægður með nýja skipið. Landssamband vömbifreiðastjóra gekk á fund Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra í gær og afhenti mót- mæli vegna hækkunar á biffeiöa- gjöldum. „Við erum að mótmæla hækkun bifreiðagjalda sem var samþykkt með lögum frá Alþingi síðasta vor en hækkunin kom til ffamkvæmda 1. júlí sl„ sagði Unnur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands vörabifreiðastjóra. Aðspurð sagðist Unnur vonast til þess að áskorunin hefði áhrif í þá átt að hún yrði felld úr gildi. „Ráð- herra sagðist ætla að skoða þetta með haustinu og mér fannst hann vera mjög jákvæður. Hann sagðist ekki lofa neinu en a.m.k. taka þessa hækkun til endurskoöunar," sagði Unnur. -hb LJn eilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.