Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 Utlönd Fellibylurinn Bonnie kominn upp að ströndum Norður-Karólínu: Búist við stórflóðum eftir 500 mm úrhelli Fellibylurinn Bonnie olli gífur- legum skemmdum í Norður-Kar- ólínuríki þegar hann kom þar að landi í gær. Tré brotnuðu og sömu- leiðis rafmagnsstaurar og þök fuku af húsum. Sífellt fleiri tilkynningar um skemmdir fóru að berast eftir því sem Bonnie færði sig norðar. „Skemmdirnar eru gífurlegar," sagði Ben Taylor, talsmaður neyðar- vama í Norður-Karólínu. Vindhraðinn í Bonnie var um 185 km á klukkustund þegar fellibylur- inn kom að landi á Bald Head-eyju sem skagar út í Atlantshafið sunnan við borgina Wilmington. Heldur dró úr vindhraðanum eftir að óveðrið kom á land og fór hann niður í 170 km á klukkustund. Ekki er búist við að Bonnie hreyfist mikið úr stað næsta sólarhringinn eða svo og geta íbúar í austurhluta Norður- Karólínu átt von á allt að 500 milli- metra úrhellisrigningu. „Þaö hafa þegar orðið einhver flóð á láglendi og við ströndina og það gæti orðið aö meiri háttar vandamáli ef framhald veröur á. Ég hef heyrt að Bonnie hreyflst hugs- anlega ekki úr stað í 36 klukku- stundir," sagði Andre Mallette, tals- maður New Hanover-sýslu. Bonnie kom að landi á svo til sama stað og fellibyljimir Fran og Bertha á árinu 1996, að sögn veður- fræðinga. Bonnie er engin smásmíð, 720 kílómetrar í þvermál, og hún hellti úr sér gífurlegri rigningu áð- ur en hún tók land. Vindurinn reif hluta þaks Brunswick-sjúkrahússins af þegar lætin vom hvað mest. Flytja þurfti 31 sjúkling burt vegna þessa, þar af fimm sem vom alvarlega sjúkir. Bonnie setti heldur betur strik í reikninginn hjá hinni 12 ára gömlu Kristen Pierce sem var í sumarfríi. Meðal sjúklinganna vom móðir og fyrirburi hennar sem kom í heim- inn á þriðjudag. „Það er eins og vindurinn hafi verið að opna hluta sardínudósar," sagði Huey Marshall, talsmaður Branswick-sýslu. f gærkvöld voru rúmlega tvö hundruð þúsund viöskiptavinir raf- magnsveitunnar með strandlengju Noröur-Karólínu án rafmagns. Rúmlega hálf milljón manna þurfti að yfirgefa heimili sín vegna felli- bylsins og þúsundir streymdu í 85 neyðarskýli sem yfirvöld höfðu komið upp. Útgöngubann var í gildi í nótt á eyjunum með strandlengj- unni og í Wilmington. Búist er við að Bonnie muni halda ferð sinni áfram norður með strandlengjunni og fara síðan aftur út á haf. Reuter Lögregla sparkar hér í stuðningsmann Megawati Sukarnoputri, leiötoga stjórnarandstöðunnar í Indónesíu, eftir að mótmæli brutust út utan við fundarstað Lýöræðisflokks Indónesíu, keppinauts Sukarnoputris. Símamynd Reuter Vangaveltur Kohls kanslara veröi hann endurkjörinn: Mun líklega fara frá á miðju kjörtímabili PET í Danmörku: Deilt á lokaða rannsókn Margir danskir lögmenn gangrýna þá ákvörðun Franks Jensens dómsmálaráðherra að láta sérstaka nefnd rannsaka Leyniþjónustu lögreglunnar, PET, fyrir luktum dymm. Hvetja þeir þingið til að taka á málinu. „Þetta er allsendis óviðunandi. Hætta er á að rannsókn fyrir lukt- um dyrum verði ekki eins ítarleg og ýmis atriði fái að liggja kyiT,“ sagði Gorm Nielsen, prófessor i refsirétti við háskólann í Árósum, við danska blaöið Aktuelt. „Þessi málsmeðferð gengur gegn þróuninni í samfélaginu. Þetta mál byrjaði á umfjöllun fjöl- miðla en þegar byrja á rannsókn eru viðbrögð kerfísins að loka dyrunum," sagði Nielsen. Annar prófessor bendir á að þó rannsóknin yrði opin færi stór hluti hennar engu að síöur fram bak við luktar dyr með tilvísan í öryggi ríkisins. Aukið öryggi Öryggi hefur verið aukið til muna á veitingastöðum Planet Hollywood-keðjunnar um allan heim í kjölfar sprengjutilræðisins á Planet Hollywood-veitinga- staðnum í Höfðaborg í Afríku þar sem einn lést og 27 særðust. Robert Earle, aðalfram- kvæmdastjóri Planet Hollywood- keðjunnar, sagðist líta á tilræðiö í Höfðaborg sem eingangrað tilfelli og er viss um að tilræðismennirn- ir muni nást. Tveir aðilar, sem sögðust vera frá samtökum múslima gegn al- þjóölegri kúgun, hringdu eftir til- ræðið og sögðu það vera hefndar- aðgerð vegna sprengjuárása Bandaríkjamanna í Súdan og Afganistan í síðustu viku. Um- rædd samtök neituöu síðar aðild. Bandarískir rannsóknarmenn vora væntanlegir til Höfðaborgar til að aðstoða við rannsókn á til- ræðinu. Reuter Líkur þykja benda til þess að Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, muni ekki sitja út næsta kjörtíma- bil verði hann endurkjörinn kansl- ari. Þetta kom fram í viðtali við fomann þingflokks Kristilegra demókrata, Wolfgang Scheauble, í gær. Scheauble, sem talinn er líkleg- astur eftirmaður Kohls, sagði að Kohl stefndi á að sitja út kjör- tímabilið eða til ársins 2002 en úti- lokaði ekki að hann drægi sig í hlé fyrir þann tíma. Kohl sjálfur gaf vangaveltum um framtíð sína byr undir báð avængi þegar hann sagði mögulegt að Scheauble tæki viö for- mennsku fyrir árið 2002. Flokkur Kohls er á eftir jafnaðar- mönnum í flestum skoðanakönnun- um en þingkosningamar fara fram 27. september. Þýskir fjölmiðlar hafa velt upp þeim möguleika að Kohl tilkynni nákvæmlega hvenær valdaskipti verða í flokknum og reyni þannig að veiða atkvæði með vinsældum Scheaubles, sem em meiri en hans sjálfs. Framámenn í samstarfsflokki Kohls vara þó við að láta Kohl einungis vera í því hlutverki að trekkja fylgi. Reuter Stuttar fréttir i>v Hvar er Abu Nidal? Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið hefúr spurt egypsk stjómvöld hvort þau hafi hryðjuverkamann- inn Abu Nidal í haldi, í kjölfar frásagna fjölmiðla. Beðið er svars. Nokkuö vissir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahem, írsk- ur starfsbróðir hans, sögðust í gær vera nokk- uð vissir um að áfram mundi miða í friðar- málum á Norð- ur-írlandi, þrátt fyrir áfallið sem sprengjutilræðið Róleg nótt í Kinshasa Rólegt var í Kinshasa, höfuð- borg lýðveldisins Kongó, í nótt. Útgöngubann var í gildi og borgin var rafmagnslaus. Uppreisnar- menn og stjómarhermenn börð- ust í úthverfum borgarinnar í gær. Sprengt í Tel Aviv Sjö manns særðust í spreng- ingu í miðborg Tel Aviv I ísrael í morgun. Sprengjan sprakk nærri helsta bænahúsi gyðinga. Eiturótti í Japan Mikill ótti hefur gripið um sig í Japan eftir að kennara og 23 nem- endum hans vora sendar flöskur með banvænu hreinsiefni sem sagt var vera megrunardrykkur. Beöiö um vernd Bandarískir fulltrúar í Kosovo hafa beðið um aukna vemd eftir að maður kastaöi bensinsprengju á bandarísku upplýsingamiðstöö- ina í héraðshöfuðborginni Prist- ina. Gore rannsakaöur Dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna hefur látiö undan þrýstingi repúblikana á þingi og fyrir- skipað rann- sókn á því hvort A1 Gore varaforseti hafl notað síma Hvíta hússins á ólöglegan hátt til að safna fé fyrir demókrata i síöustu forseta- kosningum. Hagnaöur í Danmörku Fyrirtæki sem era á hlutabréfa- markaði í Danmörku, sérstaklega iðnfyrirtæki, hafa sett met í hagn- aði fyrstu sex mánuði ársins. Hagnaðaraukning 65 fyrirtækja er að jafnaði 29%. Laus gegn tryggingu Marie Noe, sem grunuð er um að hafa kæft átta ungbörn sín á áranum 1949-1968, var sett laus gegn tryggingu. Hún er þó í stofu- fangelsi og ber ökklaband með senditæki. Aftökur í Kína Þrjátíu glæpamenn vora teknir af lífí í fjöldaaftöku í kínversku borginni Shenzhen. Mennimir voru dæmdir í gærmorgun og skotnir umsvifalaust. Vill aukinn hlut Jacques Chirac Frakklandsfor- seti lýsti í gær yfir þeim vilja sín- um að Frakkar fengju aukið hlutverk í nýrri skipan heims- mála. í ræöu um utanríkis- mál sagði hann mikilvægasta verkefhið vera að byggja upp sterka og samein- aða Evrópu sem gæti staöið við hliö Bandaríkjanna sem risaveldi. Díana tryggöi framtíöina Kvikmyndastjórinn Atten- borough lávarður telur að Díana heitin prinsessa hafi átt stóran þátt í að tryggja framtíð bresku konungsfjölskyldunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.