Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998
11
Fréttir
' Fjarfundabúnaður kynntur á ráðstefnu um fjarlækningar:
Gæti laðað lækna
á landsbyggðina
- segir Þorgeir Pálsson, verkfræöingur á Landspítalanum
Nú styttist í að kona sem fer í
mæðraskoðun á sjúkrahúsinu á Sel-
fossi eða á Akureyri geti verið í
beinu sambandi við sérfræðinga á
kvennadeild Landspítalans. Lifandi
| sónarmyndir verða sendar um
símalínu og þannig geta læknar lagt
mat á myndirnar og talað beint til
viðkomandi konu. Þetta er ein af
þeim nýjungum sem voru kynntar á
ráðstefnu norrænna lækna um fjar-
lækningar á Hótel Loftleiðum í gær.
Verkefnið er samstarfsverkefni
Landspitala og Landssímans en að
sögn Þorgeirs Pálssonar, verkfræð-
ings á Landspítalanum, verða fjar-
lækningar ríkjandi þáttur í heil-
brigðisþjónustu á næstu árum. Frá
árinu 1992 hefur Sjúkrahús Vest-
mannaeyja sent röntgenmyndir um
símalínu til Landsspítalans og ný-
lega bættust sjúkrahúsin á Sauðár-
króki, Stykkishólmi og Neskaupstað
við.
Fleiri verkefni eru í burðarliðn-
um, að sögn Þorgeirs, og meðal þess
er tenging heilsugæslustöðvanna á
Patreksfirði og Seyðisfirði við Land-
spítalann.
“Við ætlum að setja upp fjar-
fundabúnað þannig að heilsugæslu-
læknarnir geti ráðfært sig beint við
sérfræðinga á Landspítalanum á
meðan sjúklingur er í skoðun. Við
erum að vona að þessi tækni verði
til þess að bæði auka öryggi og gleði
heilsugæslulækna en eins og allir
vita þá hefúr gengið erfiðlega að
manna stöður víða utan Reykjavík-
ur. Þessi búnaður mun auka gæði
heilsugæslunnar þvi læknar munu
geta sinnt mun fleiri læknisverkum
en áður. Þá á þetta vonandi eftir að
draga verulega úr ferðum fólks til
Reykjavíkur. Sjúklingur sem þarf
að fara í aðgerð til Reykjavíkur þarf
oft að fara þrjár ferðir. Með fjar-
fundabúnaði mætti koma á forskoð-
un og eftirskoðun þannig að sjúk-
lingurinn þyrfti aðeins að fara eina
ferð. Þess verður þó alltaf að gæta
að gæði þjónustunnar minnki ekki
Þorgeir Pálsson, verkfræðingur á
Landspítalanum. DV-mynd S
frá sjónarhorni sérfræðingsins.
Fjarlækningar verða vafalaust hluti
af heilbrigðisþjónustu framtiðarinn-
ar enda teljum við að þær geti spar-
að þjóðfélaginu talsverða fjármuni
þegar til framtíðar er litið,“ segir
Þorgeir Pálsson. -aþ
! Allt í blóma á
góöu sumri
)
)
\
)
)
)
)
)
)
Það hefur verið einstök veður-
blíðcm sunnanlands í sumar, þurr-
viðrasamt með eindæmum og hlýtt,.
Núna síðustu dagana í ágústmánuði
er enn sama veðurblíðan og blómin
teygja krónur sínar á móti sólu.
Jafnt ungir sem gamlir reyna að
njóta veðurblíðunar áður en haust-
ar að með dimmum nóttum og kald-
ari tíð. -NH
Gígja Njarðardóttir að skoða hádegisblómin í garðinum heima hjá sér.
DV-mynd Njörður
Byggðasafnið Skógum:
Gestamet
slegiö í ár
I
I
I
I
>
)
DVVík:
Þórður Tómasson og Sigríður Jónsdóttir í kaffihús-
DV-mynd Njörður
„Það sem af er ár-
inu hafa um 23000
manns heimsótt
safnið og ég býst við
að heildarfjöldi
gesta verði að
minnsta kosti 26000
manns,“ sagði Þórð-
ur Tómasson, safn-
vörður í Skógum.
Þórður segir að
þetta sé aukning frá
þvi í fyrra og þakkar
það bæði miklum
fjölda ferðamanna á inu.
Suðurlandi í sumar
og einnig hafi töluverður fjöldi kom-
ið að Skógum til að skoða nýju
kirkjuna í safninu.
í sumar var tekið upp á þeirri
nýbreytni að kafíihús var opnað í
Byggðasafninu. Því hefur verið vel
tekið af gestum enda gott fyrir þá að
geta tyllt sér niður yfir kafíibolla
meðan verið er að skoða safnið þvi
ef fólk ætlar að skoða grannt allt
sem í safninu er þarf að ætla sér
góðan tíma í það. -NH
Svið í Stríðsárasafninu.
DV-mynd Þórarinn
Stríðsárasafnið Reyðarfirði:
Ibúar 300 en hermenn 4000
DV, Eskífirði:
„Aðsókn í Stríðsárasafnið á Reyðar-
firði hefúr verið mjög góð í sumar
þrátt fyrir leiðindaveður á Austur-
landi," segir Petra Sif Sigmarsdóttir
safnvörður í samtali við DV.
Álíka margir hafa sótt safnið í sum-
ar og undanfarin ár en ekki lágu fyrir
www.visir.is
tölur um fjölda gesta.
Striðsárasafnið var opnað í júlí 1995
og hefur verið opið á sumrin síðan og
notið mikilla vinsælda.
Safnið er til húsa á svokölluðum
Spítalakambi, rétt ofan við byggðina á
Reyðarfiröi, þar sem á stríðsárunum
voru reistir braggar sem enn standa .
Einnig eru minjar víðar eins og til
dæmis byssustæði á nokkrum stöðum.
Á Reyðarfirði voru þegar mest var
um 4000 fjölþjóðahermenn frá Bret-
landi, Noregi, Bandaríkjunum og
Kanada en íbúamir í þorpinu voru að-
eins 300.
Stríðsárasafnið er eina safnið sinnar
tegundar hér á landi og alveg þess vert
að líta inn á ferð um Austurland. -ÞH