Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Blaðsíða 12
12 FTMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 Spurningin Hefurðu séð söng- leikinn Grease? Halldór Gunnar Pálsson nemi: Nei. Baldur Kristinsson, 9 ára: Nei. Inga Rós Georgsdóttir nemi: Nei. Auður Guðmundsdóttir, 10 ára: Já, mér fannst gaman. Gissur Jón Helgason, 10 ára: Nei. Filipus Th. Ólafsson, 11 ára: Nei. Lesendur Flugleiðir - fjár- festar á f lótta - hvað býr að baki brotlendingunni? Frá hluthafafundi hjá Flugleiðum hf. Margir þættir í rekstri félagsins þurfa skjótrar endurskoðunar við, segir m.a. í bréfinu. Hluthafi skrifar: Hluthöfum í Flugleiðum er ekki skemmt þessa dagana. Stórfelldur taprekstur, þrátt fyrir sérstakt góð- æri á Vesturlöndum, eldsneytisverð og bankavexti í lágmarki og met- flutninga, neyðir eina íslenska flug- félagið sem stundar reglubundið farþegaflug til og frá landinu til að draga saman seglin, segja upp starfsfólki og yfirgefa þann áfanga- stað sem hefur verið miðdepill millilandaflugsins áratugum sam- an. Verst er þó að fréttir frá Flug- leiöum eru þess eðlis að stjómendur félagsins virðast ekki vita með hvaða hætti stefnan skuli endur- metin eða hvemig skilja eigi við fyrrverandi starfsaðstöðu félagsins í Luxemborg. Þegar sala ílugvéla er ekki inni í myndinni verður fátt til bjargar. Flugleiðir kvarta sáran yfir launa- hækkun starfsmanna sinna. Varla hefur þó launahækkun VR-fólks eða annarra enn lægra launaðra starfs- krafta riðið baggamuninn.Yfirbygg- ing í efri lögum stjórnunarsviðs Flugleiða virðist hins vegar vera ríkulega vegin. Vafasamt er þó að þar sé hvert sæti vel skipað. Og sést best á því hvernig komið er fyrir fé- laginu við öll bestu hugsanleg skil- yrði. Fáir trúa endurskoðaðri rekstr- aráætlun félagsins um betri afkomu síðari hluta ársins en t.d. í fyrra. Ætli Flugleiðir hins vegar að sanna fyrir hluthöfum styrktar for- sendur rekstraráætlunar til að tryggja afkomubata hlýtur það að gerast með talsverðum tilfærslum eða uppsögnum núverandi lykil- manna i fyrirtækinu. Annað væri ótrúverðugt og beinlínis ögrandi gagnvart hluthöfunum. Margir þættir í rekstri Flugleiða þurfa skjótrar endurskoðunar við. Það hlýtur t.d. að vera viðvarandi vandamál fyrir félagið að halda úti hótelrekstri í tveimur 'hótelum í Reykjavík og tvist og basrum land- ið án þess að þurfa verulega á þvi að halda. Hótelið á Reykjavíkurflug- velli sýnist eina haldbæra röksemd- in fyrir því að vera í hótelrekstri yf- irleitt og þá sem aðdráttarafl fyrir „stop-over“ farþega eins og lengst af var raunin. Það var og ekki til góðs að vekja upp hið gæfusnauða Flugfélag ís- lands, „hestinn sem hafði legið dauður í skúffu svo árum skipti", eins og flugmenn orðuðu það þegar þessi nýi „baggi“ var bundinn á lún- ar herðar Flugleiða. Því miður mun það rætast sem verðbréfamiðlari hjá Viðskiptastofu íslandsbanka lét um mælt að erfitt verði fyrir Flugleiðir að auka tekj- umar, gengi hlutabréfanna hafi ekki náð botni og búast megi við að fjárfestar leiti annað við ávöxtun fjármuna sinna. Já, kjaminn í starf- seminni virðist ekki nógu góður. Líklega er það sannmæli hjá verð- bréfamiðlaranum. Og það em marg- ir sem spyrja eins og hann: Hvers vegna var kostnaðurinn ekki lækk- aður fyrr, fyrst það er talið hægt nú? Ávaxtasafar ekki allir jafngóðir Ragnar skrifar: Það hefur vaxið gríðarlega á und- anfömum áratugum að fólk kaupi áv£ixtasafa fremur en gosdrykki. Tegundir á markaðnum eru ótelj- andi og á afar mismunandi verði. Og eins og ávallt áður eru íslenskar tegundir - eða þær sem pakkaðar em hér á landi - í dýrari flokknum. Eina tegund ávaxtasafa rakst ég á af tilviljun í einni verslun Nóatúns. Hét hún Don Simon og kostaði í kringum 140 kr. lítrapakkning. Þetta var hins vegar sá allra besti ávaxtasafi sem ég hef keypt hér á landi, 100% safi, pressaður úr nýj- um appelsínum, eins og það var orð- að á pakkningunni. Aldinkjötið var með en þó ekki áberandi mikið þannig að drykkurinn nyti sin ekki. - Ég vildi rétt benda á þetta til upp- lýsinga fyrir neytendur sem leita sí- fellt að einhverju nýju í sinni mat- vöruverslun. Keikó kallinn kemur senn QiÍÍ)[ÍM[M þjónusta allan Guðmundur Rafn Geirdal skrifar: Já, hann Keikó kallinn er að koma. Væntanlega kátur og spriklandi frá henni Ameríku. Ætli það sé búið að koma skila- boðum til hans í gegnum tæki með hvalablístri og tilheyrandi óhljóð- um um aö hann sé á leiðinni hingað til íslands? Og hvað ætli honum finnist um kuldann hérna? En hann á jú að geta þetta, segja þeir. Hann fæddist hér um slóðir ... En, æ æ, hann þarf að hlusta á óhljóðin úr skipunum sem era að koma inn með saklausa fiskinn sem sjómenn- imir era búnir að drepa. Og síðan fær hann grútinn af brennslu sjáv- ardýranna. Stóra spurningin er hvemig hann stenst óveðrin. Allt vitlaust, sjórinn ólgar og hann bara í lítilli laug í miðju hafrótinu. Lifir hann veturinn af? Unnið að undirbúningi komu Keikós til Vestmannaeyja. Stóra ævintýrið gengur út á að at- huga hvort maðurinn geti skilað því til náttúrannar sem hann tók frá henni. Hann hefur gengið um líf- heiminn eins og eyðandi termíti og skaðað svo móður Jörð að nánast engin tré era eftir uppistandandi á stóram svæðum. Hann hefur sprautað svo miklu DDT-skordýra- eitri á merkur jarðarinnar að það finnst meira að segja í hvítabjöm- um á Norðurpólnum. Og hið sér- kennilega loftslag undanfariö kann að vera enn ein vísbendingin um gróðurhúsaáhrifin vegna hinnar miklu koltvísýringsmengunar. Forseti Bandaríkjanna og stjóm hans eru nú farin að hafa áhyggjur af því að hafið sé ekkert minna mengað en loftið. Þessu skýrði hann Jón Baldvin frá í nýlegu viötali. Á meðan lúra menn í leyni sem vilja eitra fyrir þessum saklausa hval sem er að ganga inn í tilraun sem hann skilur e.t.v. ekki sjálfur. Verö- ur hann tákn um bjargvætt Jarðar eöa veröur hann bara dauður með vorinu? Það er enn stærri spurning. síma kl. 14 og 16 I>V Menningin fælir fuglana Þórður hringdi: Nú hefúr það gerst sem R-listinn og helstu fýlgismenn hans óttuðust mest í hamaganginum út af bygg- ingu Ráðhússins að fuglalífið við Tjömina skaöaðist. En ekki varð það af völdum Ráðhússins heldur afleiðing af menningamótt í Reykjavík undii- stjóm R-listans. Fuglarnir á Tíöminni flúðu heim- kynni sín í miðborginni vegna yfir- gengilegra rakettuskota og spreng- inga aðfaranótt sunnudagsins. Það má því segja að hér gildi máltækið: það sem helst hann var- ast vann varð þó að koma yfir hann. Borgaryfirvöld máttu vita að fuglar þola ekki „menningu" sem brýst fram í sprengingum og skoteldum. Svei þessu menningar- mauki sem endaði í allsherjar- fylliríi í borginni til morguns. Sverrir og ofaldi kálfurinn Kristín hringdi: Sverrir Hermannsson sendi eit- urörvar í grein sinni í Mbl. þriðjud. 25. þ.m. vegna sölu á hluta Landsbankans. Ekki síst sendir hann sínum gamla flokki, Sjálf- stæðisflokki, formanni hans og öðrum máttarstólpum nöpur köp- uryrði. Sverrir virðist þama sanna hið fomkveðna að „sjaldan launar kálfurinn ofeldið". Eða hef- ur upphefð Sverris, fyrrum banka- stjóra, þingmanns og ráðherra, ekki komið frá þessum sama Sjálf- stæðisflokki? Á hann ekki allan sinn „frama" að þakka þeim er þar stóðu í stafhi og gengu fram í því að hann fengi lönd og lausa aura. Jafnvel í þeirra orða fyllstu merk- ingu. En nú getur Sverrir. Mbl. afsakar áfengisauglýsingu H.P.Ó. skrifar: Morgunblaðið hefur nú birt af- sökunarbeiðni vegna auglýsingar þar sem samanburður er gerður á áfengismagni í mismunandi teg- undum áfengra drykkja. Auglýs- ingin, sem var frá einum innflytj- anda á áfengi, birtist fyrir mistök, segir I afsökunarbeiðni blaðsins. En hvaö þarf Mbl. að afsaka? Era ekki öll erlend blöð, dagblöð jafnt sem tímarit, uppfull af áfengisaug- lýsingum? Er ekki kominn timi til fyrir hið opinbera, löggjafann Al- þingi, að hætta hráskinnaleiknmn gagnvart áfengisauglýsingum? Hvers vegna á aö líða þessar aug- lýsingar í erlendum timaritum og blöðum en ekki innlendum? Forstjóri Eimskips til Flugleiöa Árni Einarsson hringdi: Ég las hugvekju í Sandkomi í mánudagsblaði DV þar sem ýjað var að „hljóðværum átökum“ um hver ætti að verða stjórnarfor- maður Eimskipafélagsins. Sagt var að núverandi forstjóri vildi hætta og fá sæti stjórnarfor- manns. Þar yrði þó annar og valdameiri maður hlutskarpari. En nú er bágt hjá Flugleiðum hf. og þar sem Eimskip er stór eig- andi í félaginu væri gráupplagt að hinn ötuli forstjóri Eimskips tæki við stjórnveli Flugleiða i stað þess að gegna þar nánast hlutastarfi sem stjórnarformaður. Skyldi Flugleiðum veita af! Léttvæg embætti Gunnlaugur skrifar. Þau opinberu embætti sem nán- ast gufa upp fyrir augunum á manni án þess að nokkur annar komi til að sinna þeim eru léttvæg í stjórnsýslunni - svo ekki sé meira sagt. Þannig stendur á núna með stöðu seölabankastjóra og ráðherra í landbúnaðar- og um- hverfisráðuneytinu. Bæði embætt- hi verða utanveltu og ýmist ekki sinnt meir eöa þeim stjórnað sem aukagetu af öðram í fullu starfi! Hvað er íslensk stjómsýsla að verða annað en sannkallaður rík- isfarsi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.