Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÖLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrurais AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plótugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hugsunarlaust upphlaup Ágreiningur milli stjórnarflokkanna hefur breytt fyrirhugaðri sölu á ríkisbönkunum í farsa. Málið hefur þróast með þeim hætti að það er líklegt til að valda íslendingum álitshnekki erlendis og draga úr líkum á því að erlendir bankar hasli sér völl hér á landi. Hvað sem mönnum finnst um SE-bankann sænska er þó ljóst að honum var boðið til viðræðna af hálfu íslenskra ráðherra. Honum var ekki gefið til kynna að það væri í óþökk annars stjómarflokksins. Nú er komið á daginn að hann var hafður að ginningarfífli. Forysta Framsóknarílokksins undirbjó greinilega möguleg kaup sænska bankans á ráðandi hlut í Lands- bankanum án þess að hafa Sjálfstæðisflokkinn með í ráðum. Hún fór á bak við samstarfsflokkinn sem hefur nú slegið málið af. Refskák milli stjómmálaflokka sem snýst um ítök og völd í fjármálalífmu, þar sem teflt er til vamar hags- munum einstakra viðskiptablokka, má ekki verða til þess að skaða viðskiptatraust íslendinga erlendis. En óhjákvæmilega er það niðurstaða bankafaTsans. Erlendur banki af stærð Skandinaviska Enskilda bankans fer ekki í viðræður um kaup á ráðandi hlut í stærsta banka annars lands að gamni sínu. Hann sendir ekki stóra sendinefnd til viðræðna nema af því að honum er fuflkomin alvara. Slíkum banka er vitaskuld annt um álit sitt á fjármála- mörkuðum heimsins. Nú er honum nánast gefið langt nef. Það gefur öðrum, jafnt viðskiptafyrirtækjum hans sem keppinautum, tilefni tfl að draga þá ályktun að dómgreind hans og mat hafi verið rangt. Aðrir bankar munu því hugsa sig um tvisvar áður en þeir treysta orðum íslenskra ráðherra. Fljótfæmin sem einkenndi öll tök þeirra ráðherra sem báru ábyrgð á því að leiða SE-bankann inn í viðskiptalíf íslendinga hefur því skaðað hagsmuni okkar. Erlend samkeppni í bankakerfinu yrði efalítið af hinu góða. Eftir farsann í kringum SE-bankann em nú minni líkur en áður á því að erlendur banki hafi áhuga á að hasla sér völl á íslandi. Það er miður. Rétt ákvörðun Þegar Alþingi samþykkti að gera Lándsbankann og Búnaðarbankann að hlutafélögum var samtímis lofað að gefa þeim grið í fjögur ár til að fóta sig á nýju rekstrarformi. Einnig var lofað að hefja ekki sölu úr bönkunum nema að höfðu samráði við starfsmenn. í þessu ljósi væri það rétt ákvörðun að fresta sölu á bönkunum. Ríkisstjóm á að standa við þau loforð sem hún gefur. Ætli hún eigi að síður að keyra fram söluna á bönkunum tveimur verður bankamálaráðherrann að skýra hvaða nauð rekur hann til að brjóta orð sín. Þótt bönkunum tveimur verði gefin þau grið sem lofað var þýðir það ekki að ríkisstjómin geti ekki aflað fjár með bankasölu. Þannig er einboðið að selja Fjárfest- ingarbankann hið fyrsta. Ekki aðeins þau 49% sem lög leyfa, heldur fá heimild þings tfl að selja hann áflan. Sömuleiðis er óskiljanlegt hví ekki er þegar ráðist í hlutafjárútboð á vegum Búnaðarbanka og Landsbanka eins og nýleg lög heimila. Samkvæmt þeim mega bank- amir auka eigið fé sitt með þeim hætti um aflt að 35%. Hvort tveggja á að framkvæma hið fyrsta. Það skapar ríkissjóði tekjur og gefur færi á að taka fé úr umferð og draga þannig úr þenslunni. Össur Skarphéðinsson „Grease-æöiö“ og upprifjun þess er dæmi um nýja gerö af söguvitund, söguvitund poppmenningarinnar, seg ir m.a. í greininni. Grease og enda- lok sögunnar urhvarf eða upprifjun á fortíð næstu kynslóð- ar á undan, þ.e. þeirr- ar sem var ung á miðj- um sjötta áratugnum. Þó að einhverjum kunni að þykja það skrýtið eru bæði „Gre- aseæðið" og upprifjun þess dæmi um nýja gerð af söguvitund, söguvitund poppmenn- ingarinnar. Fyrir þá sem lifa í dægurmenn- ingunni skiptist sagan í rokktímabilið, Bitla- tímabilið, hippatíma- bilið og þannig koll af kolli. Þetta er ekki sú saga sem kennd er í skólum en hefur svip- „Þetta er ekki sú saga sem kennd er í skólum en hefur svip- að hlutverk, setur viömið og hjálpar mönnum að skilja sjálfa sig og rætur sínar. “ Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræðingur Ein öflugasta hug- mynd nútímamanns- ins um sjálfan sig er goðsögnin sem oft gengur undir nafn- inu endalok sögunn- ar; það er sú trú að öfugt við forfeður sína sé hann án sögu og fortíðar. Þetta á bæði að hafa sína kosti og galla. Nú- tímamaðurinn á að vera fordómalausari en forfeðurnir en um leið án þess sam- bands við rætur sín- ar sem hefur þótt nauðsynlegt. Söguvitund í sam- félagi ræðst meðal annars af því hversu örar samfélagsbreyt- ingar eru. Á dögum stöðugra tækninýj- unga verður reynsla manna ólík reynslu forfeðranna þó að það sé ekki tæknin sjálf sem skiptir mestu máli heldur hversu hratt almenn- ingur nýtur góðs af henni. Ný gerö af söguvitund En örar breytingar og ólík reynsla þurfa ekki að merkja endalok sögunnar. Það er athyglis- vert að verða vitni að því þegar kynslóðin sem nú er um þrítugt riijar upp þann hluta af fortíð sinni sem nefiiist „Greaseæðið" og stóð (að mig minnir) hæst árið 1979, sérstaklega í ljósi þess að á sínum tíma var „Greaseæðið" aft- að hlutverk, setur viðmið og hjálp- ar mönnum að skilja sjálfa sig og rætur sínar. Endalok sögunnar er þvi vill- andi heiti. Eins og aðrir hefur nú- tímamaðurinn samband við fortíð sína og hefur söguvitund. En á dögum hraðra samfélagsbreytinga og ofurvalds dægurmenningarinn- ar er hætt við að fortíðin og sagan verði bundnar við seinustu ára- tugi og einkum dægurmenningu þeirra. Fortíðarmyndin skekkist þá allnokkuð ef ekkert er rifjað upp nema popplög og tíska hvers tíma þó að það sé góðra gjalda vert. Fjarlægir atburöir Frammi fyrir þessu standa þeir sem hafa atvinnu af eða áhuga á því að skilja fjarlægari fortíð og miðla þeim skilningi til samtíðar- manna sinna. Það er ekki lengur öruggt að jafn hrikalegir atburðir og nálægir í tíma og heimsstyrj- aldii’nar fyrri og síðari skírskoti til neinnar reynslu nútímamanns- ins. Þá er hætt við að þeir verði fjarlægir, skipti ekki lengur máli. Meðal annars þess vegna skipta skáldsögur og önnur listaverk for- tíðarinnar máli. í þeim kemst nú- tímamaðurinn í beint samband við fortíðina, atburðina sjálfa og fólkið sem lifði þá. Og þrátt fyrir veigamikinn mun á lífsháttum er það fólk af sama tagi og hann. Því er oft haldið fram að yngri kynslóðin hafi takmarkaðan áhuga á sögu. Það er rangt. Til vitnis um það eru „Greaseæðiö" og stöðugar upprifjanir dægur- menningar nútímans á dægur- menningu seinustu áratuga. En það verður líka stöðugt algengara að fólk undir þritugu verði gripið áhuga á ættfræði og ýmsum skeið- um sögunnar, t.d. miðöldum. En vegna hraðans í samfélaginu trúa þeir sem yngri eru stundum ekki að það sem gerðist fyrir löngu skipti máli. Það er hlutur hinna sem hafa áhuga á fjarlægari fortíð að sannfæra samfélagið um að svo sé. Þörf mannsins fyrir sögu er söm og áður. Ármann Jakobsson Skoðanir annarra Kaupmátturinn „Kaupmáttur landsmanna hefur aukizt mjög frá gerð kjarasamninganna vorið 1997. Launavísistalan hefur hækkað um 14% á tæpu einu og hálfu ári, en á sama tíma hefur vísitala neyzluverðs aðeins hækk- að um 2,14%.... Það sem af er þessu ári, hefur nær engin verðbólga mælzt, eða aðeins 0,2%. Launaþró- unín í landinu og kaupmáttaraukningin er að veru- legu leyti umfram það, sem gert var ráð fyrir við samningagerðina í fyrravor....Sumir þeirra, sem fylgjast vel með efnahagsmálum telja, að fyrr eða síðar muni kostnaðarhækkanir atvinnulífsins fara út í verðlagið á nýjan leik. En fyrir þjóð, sem í tvo áratugi bjó við óðaverðbólgu er þetta ekki breyting heldur bylting." Úr forystugrein Mbl. 26. ágúst. Flugleiðir bjargi sér sjálfar „Það er einfaldlega ekki lengur þeirra (ráðherra) að ákveða að sumir megi tapa á frelsinu en aðrir ekki.... Það verður heldur ekki auðvelt fyrir ríkis- valdið að koma Flugleiðum til hjálpar ef vandræði þeirra halda áfram að magnast. Það hefur auðvitað gerst oftar en einu sinni á liðnum áratugum að rík- ið, það er skattgreiðendur, hafa komið til liðs við þetta fyrirtæki og forvera þess og hreinlega bjai’gað því frá falli. Slíkt björgunarstarf er væntanlega ekki inni í myndinni lengur. Flugleiðir verða að bjarga sér á eigin spýtur - með eða án erlendrar aðstoðar." Elías Snæland Jónsson í Degi 25. ágúst. Blað og penni í fullu gildi „Þau tæki sem hafa reynst mörgum best er skrif- blokk eða stílabók og penni. Einfóld og óbrigðrd aðferð er að skrifa upp verkefni sem þarf að vinna og við hverja þarf að tala. Þannig er búið að forgangsraða verkefnum. Þetta er eitt ódýrasta og einfaldasta tíma- stjómunartækið sem fundið hefur verið upp.... Það mælir heldur ekkert á móti þvi að nota tölvuna við þetta og sumir nota eingöngu höfuðið og treysta þannig á minnið.... En stundum getur verið gott að nota blað og penna og hvíla minnið i tölvunni í höfðinu." Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptablaðinu 26. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.