Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Page 17
D"V FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998
17
etlend myndsjá
' ★ ★
Kazimierz Switon er úr hópi róttækra kaþólikka í Póllandi sem hafa sett
upp hundruð krossa við útrýmingabúðir nasista í Aushwitz. Gyðingar hafa
mótmælt hástöfum og segja að aðgerðirnar brjóti samkomulag um að ekki
megi setja upp nein trúarleg, hugmyndafræðileg eða pólitísk tákn í búðun-
um þar sem hálf önnur milljón manna týndi lífi í heimsstyrjöldinni síðari.
Níu af hverjum tíu fórnarlambanna voru gyðingar.
Á þriðja hundruð þúsund óbreyttra borgara ■ Kosovohéraði í Serbíu hafa
þurft að yfirgefa heimiii sín vegna árása serbneskra hersveita á aðskiinað-
arsinna albanska meirihiutans í héraðinu. Flóttamennirnir flytja eigur sínar
á brott með því sem hendi er næst.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, var dapur á svip þegar hann heils-
aði upp á vegfarendur í bænum Omagh á Norður-írlandi í vikunni, tíu
dögum eftir að 28 manns létust í sprengjutilræði. Hann skýrði frá því að
breska þingið yrði kallað saman í næstu viku til að setja herta löggjöf gegn
hryðjuverkamönnum.
Doug Haber í Nags Head í Norður-Karólínu þorði ekki annað en að klifra upp á
þak hjá sér til að taka niður nýja vindhanann áður en fellibylurinn Bonnie kæmi.
Bonnie kom upp að ströndum Norður-Karólínu í gær.
Kona þessi frá Sádi-Arabíu nýtur þess að spóka sig um í svalanum í Lundúnum. Hún gaf dúfunum í Kens-
ingtongarði brauð að borða og myndaði þær síðan við máisverðinn. Hundruð þúsunda ferðamanna frá
Persaflóaríkjunum koma til Lundúna á sumrin til að flýja steikjandi eyðimerkurhitann heima.
Hér er hann kom-
inn, á báðum
myndum, hundur-
inn Missy sem ein-
hver sérvitur millj-
ónamæringur frá
Texas vill láta
klóna. Vísinda-
menn fá 2,2 millj-
ónir dollara til
verksins og verður
Ijóst innan tveggja
ára hvort það
tekst.