Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Side 19
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 23 DV Sviðsljós Margrét Þórhildur Danadrottning var ekki fyrr farin í fríið: Krónprinsinn í villtu partíi með kameldýr Prinsar eru ekkert öðruvísi en iðrir strákar, jafnvel þótt rígfull- Drðnir séu. Að minnsta kosti ekki tiann Friðrik, ríkisarfi í Danmörku. Foreldrar hans, þau Margrét Þór- hildur Danadrottning og Henrik prins, voru ekki fyrr farin til Caix, kastala drottningarmanns í suðvest- urhluta Frakklands, en krónprins- inn bauð til heljar veislu þar sem dansað var og duflað fram í rauða- bítið. Friðrik er í raun kóngur í ríki sínu á meðan drottningin er fjarver- andi og af því tilefni var veislan haldin. Friðrik bauð að sjálfsögðu fjölskyldunni, meðal annars þeim Jóakim bróður sínum og hinni fögru Alexöndru mágkonu. Önnur Alexandra var þar einnig, náfrænka prinsanna sem nýgift er greifanum Jefferson. Þar að auki mátti sjá gamla skólafélaga og kammerata úr hernum. Svo komu tónlistarmenn og leikarar og léku listir sínar. Friðrik krónprins af Danmörku og Maria Montell, kærastan hans, héldu mikla veisiu í garði Marselisborgarhallar í Árósum fyrir ættingja og vini. Eitt hundr- að sáu sér fært að koma og taka þátt í gieðskapnum. Ekki má gleyma aðalgestinum, henni Mariu Montell, 29 ára gamalli kærustu Friðriks. Hún flutti reynd- ar inn til Friðriks í Marselisborgar- höll í Árósum þegar drottning og maður hennar fóru úr landi. Maria var því eiginlega gestgjafi með kærastanum. Skemmst er frá því að segja að allir skemmtu sér konunglega. Frið- rik og Maria dönsuðu og dönsuðu, enda ekki sést neitt að ráði undan- farið. Hún var um skeið í ferð um Taíland og hann var í fríi i Frans. Friðrik tók á móti gestunum í búningi olíufursta úr Austurlönd- um og eins og sönnum fursta sæmir var hann með glæsilegt kameldýr sér við hönd. Það var svo hálfgerður olíufursta- bragur á Jóakim Friðriksbróður þegar hann kom til veislunnar í nýja blæjubílnum sínum sem er af gerðinni Lotus og lét smárigningu ekkert á sig fá. Ringo fyrstur Bítla til Moskvu Ringo Starr trommuleikari veit sem er að betra er seint en aldrei. Hann er þó hálfspældur yfir aö hafa ekki orðið á undan keppinautunum í Rolling Stones að leika í Moskvu. Hann varð þó allténd fyrstur Bitlanna fyrrver- andi til að gera það, lék í borg- inni á þriðjudagskvöld. „Það hefði verið gaman að vera aðeins fyrr á ferðinni. En betra er sko seint en aldrei,“ sagöi hinn geö- þekki trumbuslagari við á þriðja þúsund aðdáenda sinna sem flestir, eins og kappinn sjálfir, voru komnir á miðjan aldur. Einn áheyrandinn sagðist hafa dáð Ringo í 30 ár. Bandaríska körfuboltasnillingnum Shaquille O’Neal er margt til lista lagt. Hann tók nýlega að sér að leikstýra þætti einum í þáttaröð Nickelodeon-kapalstöðvarinnar um Skeeter frænda. Hér má sjá Shaquille ræða málin við framleið- anda þáttanna, Mike Tollin. Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama afsláttur af annarri auglýsingunni. Smáauglýsingar rss*a 550 5000 aWt mllll hlmir,s Iförubflar og Þann 9. september mun 24 síðna aukablað um vörubfla og vinnuvélar fylgja DV. Meöal efnis: Dísilvélar og umhverfiskröfur. Kynntar ýmsar nýjungar á vörubíla- og vinnuvélamarkaöinum. Innflutningur á vinnuvélum. o.fl. o.fl. vinnuvélar Umsjón efnis: Þórhallur Jósepsson í síma Auglýsendur, athugið! Síðasti skiladagur augfýsinga er fimmtudagurinn 3. september 899 0006 og 553 8321 Umsjón auglýsinga hefur Gústaf Kristinsson í síma 550 5731, 550 5000, fax 550 5727. * %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.