Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Page 22
26 FEVLMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 Torfæra 2. umferð heimsbikarmótsins i torfæruakstri í Jósepsdal: Akureyringarnir sýndu yfirburði Það var Akureyringurinn Sigurður Arnar Jónsson sem hirti heimsbikarinn í torfæruakstri þetta árið. Sigurður er að keppa á sínu fyrsta ári og hefur hann náð undraverðum árangri í sumar. Akstur hans er yfirvegaður og átakalítill þannig að „Daman" hans rennur í gegnum brautirnar. Ekki spillti það heldur fyrir honum að félagar hans að norðan, þeir Helgi Schöith á „Frissa fríska" og Einar Gunnlaugsson á „Norðdekkdrekanum" lögðu sig alla fram og gerðu þannig Gísla G. Jónssyni erfiðara að komast upp fyrir Sigurð Arnar. Helgi Schöith sigraði í keppninni í Jósepsdal og Einar hreppti 3. sætið. Gísli G. Jónsson ætlaði sér að sigra í þessari keppni en það gekk ekki eftir. Hefði honum tekist það hefði hann tryggt sér báða titlana þetta árið en hann var fyrir búinn að innsigla íslandsmeistaratitlinn með því að sigra i fimm fyrstu umferðum íslandsmótsins. Brautirnar átta sem eknar vour í keppninni voru miserfiðar. 1. brautin var nánast upphitun þar sem flestir keppendanna náðu fullu húsi stiga. Þegar leið á keppnina gerðust brautirnar brattari og erfiðari. Fimmta brautin reyndist mörgum keppendunum erfið og nokkrir þeirra fengu þar slæmar byltur þegar þeir ultu niður þverhníptan bakka sem var i miðri brautinni. Þar vakti Ásgeir Jamil mikla athygli með frábærum akstri þegar honum tókst að forða sér frá veltu með því að bakka út úr henni og snarsnúa „Nesquick“- jeppanum. Ásgeir Jamil sigraði í götubílaflokknum og tryggði sér með þvi heimsbikartitilinn í götubílaflokki. Síðasta torfæruaksturskeppni sumarsins verður svo á Hellu 12. september. Keppnin á Hellu er jafnan mun fjölbreytilegri en aðrar keppnir sem haldnar eru. Flestar keppnirnar eru haldnar í malargryfjum en á Hellu þrnfa keppendurnir að spreyta sig í akstri yfir á og mýri auk malarbrekkna. Það er því víst að flestir torfæruáhugamenn bíða spenntir eftir Daníel G. Ingimundarson átti í miklu í fimmtu braut fengu nokkrir sér snúning. Sigurður Hellukeppninni. bas|i æeð „græmu þrumuna" vegna Þ. Jónsson horfir hér til himins í einni veltunni -JAK gangtruflana og gekk á ýmsu hjá niður hátt barð. honum. v ■t- Ahorfendur á keppninni voru fjöl- margir. Hér fylgjast þeir með Rafni A. Guðjónssyni aka eina brautina léttilega. Gísli G. Sigurðsson sýndi fjörleg tilþrif á Komatsu-bílnum. Hann krækti í 6. sætið í keppninni. Ekki tókst Gunnari Egilssyni að komast upp allar brekkurnar og —-______ greip hann stundum til tilkomumikilla snúninga til að bjarga sér út úr ógöngum. Skipstjórinn frá Selfossi, Gunnar Egilsson, hafði nóg að gera í stýrishúsinu á „Cool“. Hann sýndi að vanda tilþrifamikinn akstur og lagði ótrauður f hrikalegustu brekkurnar. Gunnar lenti í 7. sæti. DV-myndir JAK Gunnar Asgeirsson tók glæsilegt stökk ofan sandhrúgu í tímabrautinni. Liðhúsin að framan þoldu ekki álagið og brotnuðu. Gísli G. Jónsson frá Þorlákshöfn lagði sig allan fram við að ná heimsbikartitlinum en þrátt fyrir fantagóðan akstur tókst honum það ekki. Hann verður því að láta sér nægja íslandsmeistaratitilinn þetta árið. Sigurður Arnar Jónsson var að vonum ánægður með heimsbikarinn og fagnaði titlinum með því að sprauta kampavíni yfir aðstoðarmennina sína sem töldu þó vfnið til annars nytsamlegra. Gunnar Gunnarsson var efstur í götubílaflokknum eftir fyrri umferð heimsbikarmótsins. í seinni umferðinni gekk allt á afturfótunum og varð hann að sjá á eftir titlinum til Ásgeirs Jamils.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.