Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
Spurningin
Kvíðir þú fyrir
vetrinum?
Linda Óladóttir nemi: Nei, ég
hlakka frekar til vetrarins.
Ragnar Skúlason nemi: Nei, alls
ekki. Ég ætla i íþróttakennaraskól-
ann í vetur og hlakka mikiö til þess.
Þórður Sveinbjömsson, fyrrv.
verkstjóri: Nei, alls ekki. Ég á von
að þetta verði rólegur og góður vetur.
Björg Amardóttir nemi: Nei, nei,
þetta verður finn vetur.
Linda Dagmar Hallfreðsdóttir,
nemi: Nei, þetta er búið að vera gott
sumar og ég held að veturinn verði
það bara líka.
Fjóla Dögg Helgadóttir nemi: Nei,
ég hlakka bara til vetrarins.
Lesendur
Sérsveitir á
alkóhólneyslu?
Verður víndrykkja refsivert athæfi í augum réttvísinnar á
sama hátt og neysla annarra vímuefna?
Guðmundur Rafn
Geirdal skrifar:
Fyrir nokkrum vikum
birtist lesendabréf frá
mér, þar sem ég sagði
frá niðurstöðu franskra
vísindamanna um að
þeir flokkuðu alkóhól
meðal alvarlegustu
fikniefnanna, þ.e. kóka-
íns og heróíns. Tóbakið
töldu þeir næstalvarleg-
ast. Sú regla hefur verið
höfð í hávegum í lög-
fræði á Vesturlöndum
undanfarnar aldir að
þungi refsingar skuli
vera í samræmi við al-
varleika brots. Þetta
þýðir að refsa þyrfti
jafnalvarlega fyrir alkó-
hólneyslu og neyslu á
kókaíni og heróíni ef
marka má niðurstöðu
frönsku visindamann-
anna.
Til að gera ykkur í
hugarlund hvað það
þýðir til að mynda ef
við notuðum sömu
lausnir og Bandaríkjamenn, þá
myndu notaðar sérsveitir til að
finna þá sem framleiða efnið, geyma
það, selja og neyta, með öllum til-
tækum ráðum. Þetta þýddi aftur að
ef t.d. ráðherrar eða aðrir á svipuð-
um grunni ætluðu að skála fyrir,
segjum 12 ára afmæli leiðtogafund-
arins í Höfða , þá myndi, í þann
mund sem þeir dreyptu á glasi, sér-
sveit lögreglumanna ráðast inn um
dyr eða glugga og handtaka fundar-
gesti. Varðandi tóbak,
sem núverandi heilbrigð-
isráðherra skilgreindi
sem fíkniefni á ráðstefnu
Alþjóða heilbrigðismála-
stoftiunarinnar fyrir um
2 árum, þá dygði vænt-
anlega fangavist.
Meginvandinn er að
alkóhól er löglegt og svo
margir neyta þess. Það
er svo inngróið i menn-
inguna og til svo margra
ára. Og ríkið yrði í
vanda með að ná í þá
sem það selja og ættu
samkvæmt framan-
greindu að teljast vera
fikniefnasalar, því til er
ríki í ríkinu sem er
helsti sprúttsali lands-
ins. Þarna þyrfti einn
armur ríkisins að ráðast
á annan og ólíklegt að
það gerðist af því afli
sem gert er varðandi
heróín og þess háttar
rusl.
Áfengis- og fíkniefna-
neytendur geta því lík-
lega anda léttar - í bili - og virða
fyrir sér alls kyns auglýsingar um
áfengisinnihald frá heildsölum á
síðum blaðanna án þess að dóms-
málaráðuneytið lyfti einum fingri
gegn því.
Jakvæö afstaða Aust-
firðinga til stóriðju
Pétur Sigurðsson hringdi:
Niðurstöður í nýlegri skoðana-
könnun Gallups á afstöðu Austfirð-
inga til stóriðju sýna mikinn stuðn-
ing þeirra við stóriðju hér austan-
lands. Mér finnst nægileg kynning
hafa farið fram nú þegar á fyrirhug-
aðri framkvæmd, svo og á áhrifum
á umhverfi og náttúruna. Þetta hef-
ur verið rætt og sýnt frá þessu í
sjónvarpi og blöðum að undan-
fornu. Ekki er hægt að reikna með
að allt þurfi að taka upp að nýju
vegna einhverra sem eru erlendis
tímunum saman eða sumarlangt.
Búseta hér austanlands myndi
aukast stórlega og kjör fólks stór-
batna, líkt og annars staðar þar sem
svona stóriðja og hliðarfram-
kvæmdir við hana er sett á laggim-
ar. Eins og gerðist á þéttbýlissvæð-
unum sunnanlands.
Við hér á Austurlandi sem höfum
nú þegar tekið afstöðu til stóriðju og
virkjunarframkvæmda skorum á
stjórnvöld að láta ekki ótímabært
andóf minnihluta fólks, flests utan
Austfjarða, koma í veg fyrir nauð-
synlegan undirbúning.
Breiðafjarðarferjjan Baldur
- bráönauðsynlegt samgöngutæki
Ferjan Baldur er dæmi um skip sem mætti nýta mjög
víða við ísland til siglinga með farþega.
Ragnar skrifar:
Á dögunum skrapp ég vestur á
Barðaströnd og ók sem leið lá til
Stykkishólms. Þar hafði ég pantað
pláss fyrir bU og tvo farþega með
Breiöafjarðatferjunni Baldri yfir
fjörðinn tU Brjánslækjar. Fátt jafn-
ast á við það að fara sjóleiðina í
logni með sólgyUtan hafflötinn í bak
og fyrir. Ég hef farið áður með þess-
ari ferju, sem er hið besta farartæki
og bráðnauðsynlegt á þessum slóð-
um.
Það er ekki um auðugan garð að
gresja hjá þessari eyþjóð norður í
BaUarhafi þegar kemur að sjóflutn-
ingum fyrir farþega við eða í kring-
um landið. Skemmst er frá því að
segja að ekkert farþegaskip eigum
við íslendingar sem siglir í kringum
land. Aðeins þrjár ferjur eða farar-
tæki fyrir farþega með staðbundnar
siglingar: Herjólf tU og frá Vest-
mannaeyjum, Baldur á Breiðafirði
og Fagranesið á ísafirði.
Akraborgin er horfin úr umferö,
flestum tU sárra vonbrigða.
Ferjan Baldur er dæmi um skip
sem mætti nýta mjög víða við ís-
land til siglinga með farþega. Nú er
flug að leggjast af
tU sumra staða,
jafnt fámennra
sem fjölmennra
byggðarlaga á
mælikvarða okk-
ar þjóðar. Ekkert
kemur í staðinn
eins og er, annað
en bUlinn. Ég á
bágt með að
skUja, hvers
vegna enginn
ræðst í að reka
skip fyrir farþega-
flutninga ásamt
rými fyrir svo
sem 15-20 bUa.
Baldur á Breiða-
firði, þótt góður
sé, er ekki nógu
stórt skip að
sumrinu og þyrfti
að endurnýja
skipið eða skipta
á því og stærra skipi og nota þá
Baldur annars staðar. Það er út í
hött að tala um að hætta siglingum
Baldurs eins og heyrst hefur að
kunni að gerast. Raunar ætti að
endurbæta leiðina frá Brjánslæk tU
ísafjarðar stórlega, jafnvel með jarð-
göngum að hluta tU. Þessi leið
myndi verða geysilegt aðdráttarafl
fyrir ferðamenn á næstu árum.
Flugfélag ís-
lands hf. og
Faxamerkið
Einar Helgason, fyrrum
starfsmaður Flugfélags ís-
lands hf., skrifar:
í lesendabréfi er birtist í DV
fimmtudaginn 27. ágúst sl. og
fjaUar um rekstrarafkomu Flug-
leiða hf. eru settar fram mjög
ósmekklegar dylgjur um Flugfé-
lag íslands hf. og Faxamerkið, er
var merki þess félags. - Ekki læt-
ur bréfritari nafns sins getið og
vU ég skora á hann að gefa það
upp, svo og að skýra frekar þess-
ar dylgjur, svo hægt sé að svara
þeim efnislega, en það tel ég
nauðsynlegt, ekki síst vegna
þeirra mörgu starfsmanna er
áratugum saman unnu af dugn-
aði og samviskusemi að bættum
samgöngum fyrir íslendinga
undir merkjum Flugfélags ís-
lands hf. Á þessu stigi vU ég þó
fúUyrða að Flugfélag íslands hf.
naut trausts og virðingar þeirra
er tU þekktu, svo og það starfs-
fólk er bar merki þess.
Algjör trúnaðar-
brestur
Sigurður Björnsson, eldri
borgari i Reykjavík, skrifar:
Það var afar eftirtektarvert að
sjá laun hinna ýmsu verkalýös-
leiðtoga eftir birtingu skatt-
skrárinnar, en þau eru í engu
samræmi við það sem þessir
herramenn eru að semja um fyr-
ir umbjóðendur sína, og virðast
þeir hafa það eitt í huga að skara
eld að sinni köku eftir fremsta
megni og láta lífskjör umbjóð-
enda sinna sig engu varða. Það
er algjörlega óásættanlegt að
verkalýösforingjar skammti sér
4-föld tU 5-föld laun þeirra sem
þeir eru að semja fyrir. Þama er
komin skýringin á afspymulé-
legum kjarasamningum síðustu
árin. GreinUegt er að hinn vinn-
andi maður verður að taka yfir
gerð kjarasamninga því verka-
lýðsforingjunum er ekki
treystandi. Menn sem em t.d.
með svipuð laun og hjá ráð-
herra.
Ljót saga af
Borgarspítala
R.Ó. skrifar:
Maður les ljóta sögu í DV af
matsveininum sem lenti í því að
brotna á báðum fótum og fá
óskUjanlega meðferð á Borgar-
spítalanum. Maðurinn hefur
ekki nema gott eitt að segja um
lækna en eitthvað er bogið við
vinnuaðferðir þeirra, það verð
ég að segja. Og ekki bæta úr um-
mæli yfirlæknis þess sem svarar
fyrir sína deUd, þ.e. röntgendeUd
Borgarspítalans og segist ekkert
sjá athugavert við framkvæmd-
ina. Sem leikmaður og hugsan-
lega slasaður maður, hef ég ekki
álit á svona ummælum. Það er
eins og læknar eða starfsliö á
ákveðnum deildum standi sam-
an sem einn maöur ef eitthvað
bjátar á eöa fer úrskeiðis hjá lið-
inu. Svoleiðis atferli verður að
víta harðlega.
Hrefnustofninn
veiðanlegur
Gunnar H. skrifar:
Nú berast staðfestar fréttir af
því að hrefnustofninn hér viö
land er orðinn stór og því ekkert
að vanbúnaði að við hefjum
veiðar. Maður veit eiginlega
ekki hvað stendur í vegi fyrir
því að leyfl verði gefið út tU
veiða úr þessum stofni. Ráðherr-
ar tala út og suður, aðaUega þó
með því að ekki sé spuming um
hvort heldur hvenær veiðar hefj-
ist. En ekkert gerist. Er eitthvað
að marka ráðamenn í þessum
efnum? Vilja þeir bíða þar tU
þorskstofninn verður fyrir barð-
inu á ofvexti hvalastofhsins?