Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
23
pv_____________________________________________________________________________________Fréttir
Fornleifarannsóknin i Seyðisfirði:
Jarðsett á tímamörkum
heiðni og kristni
- ánægð með árangurinn í sumar, segir Steinunn Kristjánsdóttir
DV, Seyðisfiröi;
Ég er mjög ánægð með árangur
og afrakstur sumarsins enda hafði
ég úrvalshóp mér til fulltingis við
uppgröftinn. Nú þegar hefur margt
athyglisvert komið í Ijós sem fyllir
stórar eyður í sögu ferils kristni-
töku á íslandi. Vitaskuld er þó enn
þá eftir að sjá hvað úrvinnsla fyrir-
liggjandi gagna frá rannsókn sum-
arsins leiðir í ljós,“ sagði Steinunn
Kristjánsdóttir fomleifafræðingur í
samtali við DV.
Það rannsóknarstarf sem unnið
var á vegum Minjasafns Austur-
lands undir stjóm Steinunnar
í sumar var mjög athyglisvert.
Þetta er fyrsti hlutinn af þriggja ára
verkefni safnsins og heitir það:
Mörk heiðni og kristni. Jóhanna
Bergmann mannfræðinglu• er for-
stöðumaður minjasafnsins, en allar
fomleifarannsóknir þess em í um-
sjá Steinunnar.
Þarna fundust leifar stafkirkju,
sem trúlega var reist um aldamótin
1000. Aðalskip kirkjunnar virðist
hafa verið átta metra langt og fjög-
urra metra breitt að innanmáli.
Stafaverk kirkjunnar hefur stað-
ið innan við tilkomumikinnn vegg,
hlaðinn að mestu úr grjóti og torfi.
Gólf kirkjunnar hefur verið hellu-
lagt við innganginn, en sennilega
hefur verið timburgólf í kómum og
miðskipinu. Ekki hefur enn þá ver-
ið lokið við að grafa upp hluta kórs-
ins og er því stærð hans og gerð enn
þá óljós.
Þessar fomleifar á Þórarinsstöð-
um fundust fyrst við gerð votheys-
gryfju á staðnum fyrir 60 árum -
haustið 1938. Finnandinn var Sig-
urður Magnússon frá Þórarinsstöð-
um. Hann ritaði mjög greinargóða
lýsingu á fundinum og aðstæðum
öllum í Múlaþing 1992. Lýsing Sig-
urðar þar kemur vel heim og saman
við þær uppgötvanir sem Steinunn
og hennar fólk gerði í sumar. Sig-
urður reyndi á margan hátt, með
greinaskrifum og ábendingum á
náttúruverndarþingum, að minna á
fundinn, en hafði ekki erindi sem
erfiði fyrr en 60 árum síðar.
Rcmnsakaðar voru 14 grafir í
sumar. Tvær þeirra voru rétt utan
við innganginn i kirkjuna og er
Þórunn Hrund þjóöfræðingur við
mælingar. Krossinn sem fannst við
rannsóknina liggur á hiið utan við
nyrðri langvegg stafkirkjunnar.
Breskir og ítalskir fornleifafræðingar við uppgröftinn. Fyrir framan stóru
steinana má greina eina stoöarholuna lengst til vinstri og aurstokk stafkirkj-
unnar í framhaldi af henni.
greinilegt að jarðsett hefur verið
allt í kringum hana. Varðveisluskil-
yrði í jarðvegi eru mjög slæm og
segir Steinunn að í flestum gröfun-
um finnist tennur einar. Heillegar
beinagrindur eru þó í fáeinum, sem
nothæfar eru í aldurs- og mann-
fræðigreiningar. Ýmislegt í sam-
bandi við jarðsetningu og útfarar-
siði bendir ákveðið til þess að þama
sé jarðsett á tímamörkum heiðni og
kristi.
Við uppgröftinn fundust merkust
gripa tvö met og einn steinkross.
Steinkrossinn er mjög merkilegur,
trúlega elsti tilhöggni krossinn sem
fundist hefur hér á landi. Höggvinn
í móberg 45 sm hár. Steinkrossar
hafa tvisvar áður fundist, en það
voru brot, annað í Viðey, hitt á
Stöng í Þjórsárdal.
Rannsóknarráð íslands styrkir
þetta verk auk minjasafnsins, en
mótframlag kemur frá Evrópusam-
bandinu. I sumar unnu þarna þrír
breskir og tveir ítalskir fræðimenn,
Ein af stoðarholum stafkirkjunnar á
Þórarinsstööum. Hella í botni henn-
ar og til hliðar má sjá leifar stoöar-
innar sem fannst í holunni. Myndir
Minjasafn Austurlands
auk fjögurra íslenskra. Næsta sum-
ar verður haldið áfram rannsókn á
kirkjugarðinum og einnig grafinn
upp kór stafkirkjunnar. Rannsókn-
inni þama á að ljúka um mitt sum-
ar, enda munu bætast í hópinn
fræðimenn frá Finnlandi, Dan-
mörku og Þýskalandi. Það sýnir
okkur á glöggan og ótvíræðan hátt
hve mikilsverð sú vitneskja er talin
sem þama fæst. -J.J.
Orra
DY ísafiröi:
Skuttogarinn Orri ÍS 20 kom úr
sinni fyrstu veiðiferð eftir gagnger-
ar breytingar nýverið til ísafjarðar.
Að sögn Eggerts Jónssonar, út-
gerðarstjóra hjá Básafelli, sem ger-
ir togarann út, reyndist skipið mjög
vel og fer það nú á Flæmingjagrunn
til rækjuveiða.
Orri kom frá Spáni 5. ágúst þar
sem skipinu var mjög breytt í
skipasmíðastöðinni Vigó. Skipa-
Sýn ehf. sá um hönnun breytinga
og eftirlit.
Skipið var smíöað í Saint-Malo í
Frakkland 1984. Norðurtangi keypti
ÍS gjörbreytt á Spáni
það til ísafjarðar 1995 og hefur skip-
ið verið gert út sem ísfisks- og
heilffystiskip.
Skipið var frá veiðum i 8 mán-
uði vegna breytinganna. Það var
lengt. um 12,6 metra og breytt í
fullkomið rækjuveiðiskip. Skipt
var um togvindur og settur upp
búnaður til að vera með tvær vörp-
ur úti samtímis. Vinnsluþilfari var
breytt með búnaði, flokkurum,
suðutækjum, lausfrystum, pönnu-
frystum ásamt tilheyrandi pökkun-
arlínum og færiböndum og öðrum
búnaði fyrir rækjuvinnsluna. Að-
alvél skipsins var tekin upp og
snúningshraði hennar aukinn svo
að í stað 2500 hestafla á hún nú að
skila 3200 hestöflum á fullum
snúningi. Skipt var um skrúfugír-
búnað og sett stærri skrúfublöð til
að auka toggetu.
Þá var brú skipsins stækkuð og
eru allar innréttingar nýjar.
Einnig voru vistarverur og ibúðir
að hluta endumýjaðar.
Afkastageta frystibúnaðarins er
um 70 til 80 tonn á sólarhring
Kostnaður við þessar breytingar
nema um 300 milljónum króna.
Skipstjóri á Orra er Valgeir
Bjarnason, yfirvélstjóri Eðvarð
Bjömsson og stýrimaður Valdimar
Elíasson. -HKr.
Skuttogarinn Orri eftir breytingarnar.
DV-mynd Hörður